Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 25 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Lögfræðingur Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir því að ráða lögfræðing til starfa vegna afleysinga frá 1. nóvember 2003 til 31. ágúst 2004. Um er að ræða starf samkvæmt 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla (aðstoðarmaður dómara). Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stéttar- félags lögfræðinga í ríkisþjónustu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar Barböru Björnsdótt- ur, skrifstofustjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir 15. október. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 562 8546 milli kl. 10.00 og 12.00. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði. Reykjavík, 26. september 2003. Helgi I. Jónsson, dómstjóri, Dómhúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík www.domstolar.is/hdreykjavik.html heradsdomur.reykjavikur@tmd.is Sími 560 4900 — Fax 562 2166. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Árs framhaldsnám sjúkraliða Heilbrigðisskólinn býður nú í þriðja sinni upp á árs framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkr- un. Inntökuskilyrði eru þau, að viðkomandi hafi unnið að lágmarki fjögur ár sem sjúkraliði og hafi einhverja tölvukunnáttu. Boðið er upp á tvær leiðir til þess að stunda námið; 1. Staðbundið tveggja anna bóknám og átta vikna verknám á heilbrigðisstofnunum. 2. Fjarnám með fjarfundabúnaði og stað- bundnar lotur, en þá er námið fjórar annir og átta vikna verknám. Fjarnámið er með fyrirvara um lágmarksþátttöku. Umsóknarfrestur er til 24. október og skal skila umsókn á skrifstofu skólans og skulu fylgja henni afrit af prófskírteinum, starfsferilsskrá og meðmæli frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans, sjúkraliðabraut, framhaldsnám sjúkraliða, www.fa.is og hjá kennslustjóra sjúkraliðabrautar, netfang ghr@fa.is eða í síma 581 4022. Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bárugata 4, Flateyri, þingl. eig. Ágústa Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Fróði hf., föstudaginn 3. október 2003 kl. 11:20. Fjarðargata 40, 2. h.t.v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 3. október 2003 kl. 10:00. Fjarðarstræti 32, austurendi, Ísafirði, þingl. eig. Rafn Sverrisson, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf., föstudag- inn 3. október 2003 kl. 13:00. Sjávargata 6, Þingeyri, þingl. eig. Unnur ehf., gerðarbeiðendur Byggð- astofnun, Ísafjarðarbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudag- inn 3. október 2003 kl. 10:20. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 26. september 2003. Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi. TIL SÖLU 20 TONNA BÓKAMARKAÐUR Okkar árlegi bókamarkaður hefst nk. mánu- dag kl. 11 á Laugavegi 105. Tugþúsundir bóka og ritverka. Bókamarkaðurinn stendur í tvær vikur. Opið alla daga frá 11-19. Útsala verður einnig í versluninni á Vestur- götu 17 markaðsdagana. Helmings afsláttur af öllum bókum. Bókavarðan - Antikvariat, Vesturgötu 17, s. 552 9720. Bókamarkaðurinn, Laugavegi 105. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1849298   GIMLI 6003092919 III  HEKLA 6003092919 VI  HEKLA 6003290919 VI  MÍMIR 6003092919 I Fjhst. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Enn er skarð höggvið í systkinahóp- inn með fráfalli Inga bróður okkur, en Jón bróðir lést í maí sl. Andlát Inga kom ekki á óvart og var að vissu leyti líkn þar sem hann hafði þjáðst af alzheimersjúkdómnum í fjögur ár. Ingi var síðustu tvö árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem hann naut góðrar umönnunar hjúkrunarfólks og starfsliðs. Ingi var fjölskyldufaðir í bestu merkingu þess orðs. Heimilið var hans yndi og áhugamál. Jóna kona hans var ástin hans, börnin Charlotta, Snorri og Sæunn Lilja voru augasteinar hans og barnabörnin nutu samvista við ást- ríkan afa sem sinnti þeim af alúð og elsku. Ingi var hvers manns hugljúfi, skapgóður, brosmildur og yndisleg- ur maður sem öllum þótti vænt um. Hann var mikill áhugamaður um garðyrkju, var með græna fingur eins og sagt er, og hafði unun af að fegra umhverfi sitt. Fallegt birkitré í garðinum heima hjá okk- ur hjónum var brúðargjöf frá hon- um sem hann hafði komið til af fræi og minnir á kæran bróður og mág. Það var alltaf skemmtilegt og spennandi að heimsækja Inga og Jónu, einkanlega þegar þau fluttu í INGI RAGNAR B. BJÖRNSSON ✝ Ingi RagnarBrynjólfur Björnsson fæddist hinn 11. júlí 1932 á Borg á Mýrum. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli hinn 19. september síðast- liðinn og var hann jarðsunginn frá Dómkirkjunni 26. september. ný heimkynni og fylgj- ast með hvernig þau fylltu húsið blómum og garðurinn var tek- inn í gegn og endur- skipulagður. Þar naut Ingi sín best og voru þau hjónin mjög sam- hent í garðyrkjustörf- unum og að fegra heimilið. Ingi starfaði í fyrstu við verslunar- störf hjá Sláturfélagi Suðurlands, í Matar- deildinni í Hafnar- stræti og síðar hjá Fataverslun Andrésar Andréssonar klæðskera, þar sem hann kynntist konuefni sínu, Jónu Sæmundsdóttur, sem vann líka í versluninni. En lengstan hluta starfsferils síns starfaði Ingi í aðal- banka Landsbankans í Austur- stræti, sem fulltrúi í víxla- og verð- bréfadeild, og síðan forstöðumaður deildarinnar, þar sem hann ávann sér vinsældir og traust samstarfs- manna sem viðskiptavina. Ingi var, eins og fleiri bræður mínir, mikill bílaáhugamaður. Ég man eftir gömlum herbíl sem hann eignaðist, Dodge Carryall, sem flutti m.a. okkur systkinin upp í sumarbústaðinn við Hreðavatn og gengu ferðirnar misvel því bíllinn var býsna kenjóttur. Um tíma átti hann BSA mót- orhjól og einn fagran sumardag selflutti hann mig og bræður mína tvo að Baulu í Norðurárdal og gengum við síðan á fjallið. Sú saga var viðburðarík en verður ekki frekar rifjuð upp hér. Ingi hafði ánægju af að ferðast, bæði sem ungur maður með frænda sínum Valgeiri og öðrum vinum og síðar með fjölskyldu sinni bæði innan- lands sem utan. Að leiðarlokum þakka ég bróður mínum alla umhyggju og elsku sem hann sýndi mér, börnum mínum og eiginmanni. Þegar ég heimsótti hann á Skjól undir lokin fékk ég alltaf bros þegar ég heilsaði honum en síðan var eins og hann hyrfi á brott inn í gleymskuna sem fylgir þessum sjúkdómi. En við minn- umst hans sem glaðværs, skemmti- legs og kærleiksríks bróður og mágs sem öllum vildi gott gera og gaf mikið af sér. Jónu mágkonu minni, Lottu, Snorra, Sæunni, börnum þeirra og tengdabörnum flytjum við Ólafur innilegar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, kæri bróðir. Ingibjörg Björnsdóttir. Ingi Ragnar Brynjólfur Björns- son, fyrrverandi bankamaður, lést eftir langvinn veikindi hinn 19. september sl., aðeins tæpu hálfu ári eftir að bróðir hans, Jón Krist- inn Björnsson verkfræðingur, kvaddi þennan heim. Þessa frænda míns, æskufélaga og góðs vinar til fullorðinsára lang- ar mig til að minnast örfáum orð- um og þakka honum samveru- stundirnar allt frá fyrstu bernsku- dögunum á Borg. Margar góðar stundir áttum við Ingi saman á unglingsárunum eftir að fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur. Við gerðum víðreist um sveitir lands- ins, ýmst tveir saman eða ásamt bræðrum okkar. Ferðast var með áætlunarbílum, á reiðhjólunum okkar eða í gömlu bílunum sem voru í hávegum hafðir hjá Inga og bræðrum hans og í því sambandi má ekki gleyma að minnast á Lár- us heitinn Thorarensen og Fordinn hans. Útilegur í blómlegum byggð- um Borgarfjarðar og víðáttu- miklum uppsveitum Árnessýslu verða ávallt minnisstæðar sem og Vestmannaeyjaferðirnar með m.s. Esju. Ingi var góður félagi og áhuga- mál okkar frændanna saman- tvinnuð, enda vorum við nánast eins og bræður. Léttleiki og gam- ansemi var ríkur þáttur í samskipt- um okkar hvort sem var í ferðalög- um, gönguferðum á „rúntinum“, bíóferðum eða þegar vinahópurinn kom saman í kvistherberginu á Freyjugötunni til að hlusta á jass- plötur, spila á spil eða bara til að hlæja að gamansögum sem spruttu af munni fram. Þarna voru sam- ankomnir ungir menn með heil- brigð og saklaus áhugamál þótt skoðanir væru að sjálfsögðu skipt- ar á stundum og oft þröngt setinn bekkurinn. Vín var aldrei haft um hönd, en einstöku sinnum kveikt í sígarettu. Íþróttir voru ofarlega á áhugasviði okkar, einkum frjálsar íþróttir og sund sem var töluvert iðkað. Íþróttavöllurinn gamli á Melunum hafði mikið aðdráttarafl fyrir unga menn, bæði til að horfa á afreksmenn spreyta sig og til að taka sjálfir þátt í heilbrigðu starfi og leik. ÍR var okkar félag og minnist ég margra góðra stunda í þeim félagsskap. Ekki verður skilið við minningar æskuáranna án þess að minnst sé á heimilið að Bergstaðastræti 56 þar sem Ingi átti sín unglingsár í hópi átta systkina eftir að fjölskylda hans flutti frá Borg á Mýrum þar sem heimilisfaðirinn hafði þjónað sem sóknarprestur og flest systk- inin átt sín bernskuspor. Systkina- hópurinn var umvafinn hlýju for- eldra sinna, Charlottu Jónsdóttur og Björns Magnússonar. Á heim- ilinu voru einnig fulltrúar eldri kynslóðarinnar sem höfðu mikil áhrif á uppeldi systkininna, en það voru föðurafinn, sr. Magnús Bjarn- arson, fyrrv. prófastur, og móður- amman, Dóróthea Kristín Möller. Samband systkinanna við foreldra sína einkenndist alla tíð af ein- stakri hlýju og góðvild. Á heimilinu ríkti mikil gestrisni og fór ég og síðar fjölskylda mín ekki varhluta af henni frekar en aðrir sem knúðu dyra. Þótt samverustundum fækkaði eins og oft vill verða þegar strit hversdagsins og umhyggja fyrir eigin fjölskyldu taka æ meiri tíma, var sami hlýleikinn ávallt til staðar í þau skipti sem við Ingi hittumst. Ég sakna góðs vinar og heiðarlegs manns. Við Unnur sendum konu hans, Jónu Aldísi, börnum þeirra og öðr- um aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur. Valgeir J. Emilsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TAGE ROTHAUS OLESEN, Reynivöllum 5, Selfossi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 27. september. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 4. október kl. 11.00, Bjarni Olesen, Jóhanna Guðjónsdóttir, Ole Olesen, Ágústa R. Olesen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.