Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 33 ÁLFABAKKI kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. KEFLAVÍK Kl. 8. AKUREYRI Kl. 6 og 8. KRINGLAN Kl. 6 og 8. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. . B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6.10. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KVIKMYNDIR.IS  HV MBL hann sér í „You Can’t Take that Away from Me“ lag eftir George Gershwin við texta bróður hans, Ira, lag sem fellur einstaklega vel að rödd Burrs og hann flutti eft- irminnilega vel. Páll Rósinkranz tók svo tvö Frank Sinatra-lög „Chicago“ (My Kind of Town) (Cahn/Van Heusen) og „The Summer Wind“ (Meyer/ Mercer) og sannaði enn frekar hve vel þessi tónlist liggur fyrir hon- um. Bryndís Ásmundsdóttir var svo fulltrúi söngkvenna þeirra sem rottugengið bauð endrum og eins að koma fram með sér og voru nefndar til leiks Shirley MacLaine og Marilyn Monroe. Bryndís gerði sér lítið fyrir og flutti með glæsi- brag „All of Me“ (Seymor Simons/ Gerald Marks), meira út í stíl Ethel Merman og fleiri slíkra val- kyrja sem frægar voru fyrir að láta ekki sitt eftir liggja hvað styrkleika raddarinnar snerti. Bryndís er líka mjög lífleg og örugg á sviði þó að hún hafi farið örlítið út af sporinu þegar stór- sveitin brá á leik í flókinni útsetn- ingunni. Geir gerði sér lítið fyrir og skil- aði „Mack the Knife“ úr Túskild- ingsóperu Brecht og Weill með ágætum en stórsveitin fékk að láta ljós sitt skína í lagi Cole Porters „I’ve Got You Under My Skin“. Þremenningarnir stigu því næst saman á svið og tóku lag Jim Croc- es „Bad, Bad, Leroy Brown“ sem Frank Sinatra gerði svo eftir- minnileg skil áður en þeir tóku hver sína strófuna í öðru frægasta lagi Sinatras „My Way“ (Paul Anka/ François Reyaux Thibault). Bryndís Ásmundsdóttir kom svo til liðs við þá þrjá í endurflutningi á „New York, New York“ svona eins og til að minna á í lokin að áhugi Geirs Ólafssonar á Frank Sinatra var upphafið að þessari söngdagskrá. Það var virkilega gaman að vera viðstaddur þessa upprifjun á ferli rottugengissöngvaranna Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis jr. Lögin voru einstaklega vel valin og lögð jöfn áhersla á gæði, fjölbreytileika og að lög sem tengd væru einstökum söngvurum fengju að hljóma. Þarna gaf að heyra perlur eftir frægustu meist- ara bandarískra tónbókmennta. Söngvararnir sem fram komu eru nokkuð mismunandi á vegi staddir í ferlinum: Harold Burr stendur fullkomlega fyrir sínu, frum- kvöðullinn Geir Ólafsson á ýmis- legt ólært en tekur stórstígum framförum, Bryndís Ásmundsdótt- ir er órög við að reyna nýja hluti og kemst vel frá því að syngja á móti stórsveit í fullum sving og Páli Rósinkranz virðist ekkert ómögulegt, nema kannski að finna sér skófatnað í stíl við smókinginn. Sveinn Haraldsson BANDARÍSKUR prestur hefur játað á sig fimm bankarán á Austur- strönd Bandaríkjanna, frá Maine til Massachusetts. Lögregluyfirvöld sögðu hann hafa rænt um tíu þús- und bandaríkjadölum í þessum fimm bankaránum. Jerry Hayes, fimmtíu og tveggja ára klerkur frá Hartford í Maine, var handtekinn eftir að hafa afhent gjaldkera miða þar sem stóð að hann væri vopn- aður og krefðist þess að poki sem hann afhenti ásamt miðanum yrði fylltur af stórum seðlum. Gjaldker- inn brást við með því að færa prestinum 2.550 dollara í reiðufé og blekpakka sem sprakk á flóttanum. Lögregla handtók hann síðar og fann hlaðna þrjátíu og átta kalíb- era skammbyssu á gólfi bifreiðar hans. Rannsóknin sem fylgdi í kjöl- far handtökunnar leiddi í ljós að Hayes þvoði peningana með banka- reikningi í nafni kirkju sinnar. Hann á nú von á allt að 20 ára fangelsi og 250.000 dollara sekt fyrir hvert brotanna fimm sem hann játaði á sig … BRESKUR maður sem hefur glímt við hvít- blæði hyggst „hlaupa“ maraþon- hlaup á botni Loch Ness íklæddur fornum kafarabúnaði. Hér er um heimsmet að ræða, lengstu köf- unargöngu heims, um fjörutíu kíló- metra leið, en maðurinn hefur áður sett heimsmet í maraþoni þegar hann tók þátt í London-maraþon- inu í kafarabúnaðinum og fór maraþonið á lengsta tíma sem mælst hefur. Býst hann við að ljúka för sinni um botn Loch Ness á um tveimur vikum. Einu áhyggj- ur Lloyd Scott, hins rúmlega fer- tuga ofurhuga, eru hvað hann eigi að gera ef hann hittir hið fræga skrímsli. „Ég hef heyrt að kop- arhjálmurinn gæti nýst ágætlega til að „skalla“ það, en ég held að það gæti verið forvitnileg uppá- koma að kynnast því,“ sagði hann blaðamönnum kankvís á dögunum. Uppátæki Scott eiga sér göfugan tilgang en hann hyggst safna einni milljón sterlingspunda fyrir góð- gerðarsamtök sem vinna fyrir börn sem þjást af hvítblæði …SAMTÖK franskra kokka berjast nú hart fyr- ir því að páfagarður breyti skil- greiningunni á dauðasyndinni ofáti. Franska orðið gourmandise þýddi eitt sinn ofát en hefur í tímanna rás breytt um merkingu og tengist nú hugtakinu sælkeri, sá sem nýt- ur góðs matar og víns og kann að meta gjafir guðs. Merking orðsins er því orðin mun nær „matgæð- ingi“ en „offitusjúklingi“. Frakkar vilja meina að ofát (gluttony) sé alls ekki tengt því að vera sælkeri, heldur mun frekar því að vera fíkill í mat, vín eða tóbak. Prestar og fræðimenn eru að vissu leyti sam- mála þessu, enda sé það þakklæti við Guð að kunna að meta gjafir hans og borða fallega, en hér sé um að ræða merkingarfræðilegt klandur. Þá sé nærtækara að ræða við frönsku akademíuna, sem held- ur utan um orðabókarskilgrein- ingar. En þar fara menn úr ösk- unni í eldinn, því eins erfitt og það er að fá Páfagarð til að samþykkja breytingar mun það vera ómögu- legt að fá frönsku akademíuna til að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Franska akademían er nefnilega rómuð fyrir gríðarlega skriffinnsku og íhaldssemi þegar kemur að franskri málhefð og öðrum hlutum sem frönskum fræðimönnum eru kærir. Sælkeralifnaðurinn verður því væntanlega dauðasynd í Frakk- landi lítið eitt lengur. LYGINNI líkast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.