Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 C 3Fasteignir Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Andri Sigurðsson sölumaður Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali HÁTÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 FAX 5 12 12 13 www.foss.is Netfang: foss@foss.isFASTEIGNASALA SÉRBÝLI LOKASTÍGUR Glæsilegt 3ja hæða einbýlishús á besta stað í Þingholtunum. Fallegt eldhús með nýlegri inn- réttingu, gashelluborð, flísar á gólfi. Á 1. hæð- inni er hægt að ganga út í garð. Frá hjónaher- bergi er gengið út á góðar svalir. Tvö baðher- bergi í húsinu. Allt húsið var uppgert frá grunni fyrir þremur árum, allt nýtt. Allar nánari uppl. á fasteignasölunni Foss. HÆÐIR TJARNARGATA Stórglæsileg 322 fm sérhæð og kjallari á frá- bærum stað við Tjarnargötu. Hæðin sjálf er 153 fm og kjallarinn er 169 fm. Gegnheilt planka- parket og náttúrusteinn á gólfum á miðhæðinni. Hæðin nýlega tekin í gegn og er mjög falleg. Nýlegar raf-, hita- og vatnslagnir. Allar nánari uppl. á skrifstofu Foss. HRINGBRAUT Góð hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi í vest- urbænum. Eigninni fylgir í kjallara herbergi með aðgangi að snyrtingu. Ath. svefnherbergin snúa út í garð þannig að það heyrist ekki mikið frá umferð, aðeins eldhús og baðherbergisgluggi snúa út að götu. Verð 12,1 millj. MIÐTÚN Vorum að fá í sölu mjög fallega og rúmgóða 123 fm hæð og ris með sérinngangi í fallegu tvíbýl- ishúsi. Gott skipulag, nýtt eldhús og gólfefni, sólpallur, nýlegar lagnir o.m.fl. Rólegt og barn- vænt hverfi. Verð 17,9 millj. KJARTANSGATA Falleg 169,8 fm efri sérhæð og ris í góðu þríbýl- ishúsi á frábærum stað í Norðurmýrinni. Geng- ið er upp glæsilegan stiga, sérlega fallegir gluggar (mjög fallegt). Glæsileg samliggjandi stofa og borðstofa með fallegu bogadregnu opi. Úr holi er síðan gengið upp í risið sem er með 4ra metra lofthæð þar sem það er hæst. Risið er 55 fm og er þó nokkuð undir súð þannig að gólfflöturinn er mun stærri. Sökum þess hve lofthæðin er mikil að hluta til í risinu þá er það sérstaklega bjart og rúmgott. Úr risi er gengið út á góðar svalir með glæsilegu útsýni. Bíl- skúrsréttur fylgir eigninni. Verð 23,5 millj. STANGARHOLT Vorum að fá í einkasölu góða 103,1 fm íbúð sem skiptist í 69,8 fm miðhæð og 33,3 fm íbúð í kjall- ara ásamt ca 30 fm bílskúr. Hæðin sjálf skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðher- bergi. Einstaklingsíbúð í kjallara með miklum möguleikum. Eigninni fylgir ca 30 fm bílskúr. Um að gera að skoða þessa sem fyrst. Verð 14,9 millj. 4RA-5 HERBERGJA LAUTASMÁRI Vorum að fá glæsilega 4ra herbergja 90,8 fm íbúð á góðum stað í Kópavoginum. Eldhús rúm- gott með borðkrók og parketi á gólfi. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf. Þrjú rúmgóð svefn- herbergi. Sérgarður fylgir eigninni. Sérsmíðað- ar innréttingar. Góð eign á barnvænum stað. Allar nánari uppl. á skrifstofu Foss. EFSTIHJALLI Um er að ræða 101,2 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Efstahjallanum. Íbúðin sjálf er 88 fm, 4ra herbergja einnig fylgja eigninni tvö her- bergi í kjallara, ásamt aðgangi að sam. baðher- bergi með sturtu. Að sögn seljanda eru leigu- tekjur ca 50 - 60 þús. kr. á mán. Björt og rúm- góð stofa með útgangi út á svalir í vestur. Þrjú svefnherbergi. Verð 15,2 millj. FRÓÐENGI Glæsileg 4ra-5 herbergja endaíbúð á tveimur hæðum á 3. hæð í fallegu og mjög snyrtilegu fjölbýlishúsi innst í botnlanga á rólegum stað í Engjahverfinu. Einnig fylgir eigninni stæði í bíla- geymslu. Glæsilegt eldhús með fallegri innrétt- ingu. Tvennar svalir. Gegnheilt merbau-parket og flísar að mestu á gólfum. ÚTSÝNI. Verð 18,9 millj. 3JA HERBERGJA SKELJAGRANDI Vorum að fá í sölu mjög góða 80 fm 3ja her- bergja íbúð á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Eigninni fylgir 28,3 fm stæði í bílageymslu. Allar nánari uppl. á skrif- stofu Foss. KLAPPARSTÍGUR Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herbergja 78,8 fm (þar af 5,2 fm geymsla) íbúð á jarðhæð í ný- legu húsi á frábærum stað í miðbæ Rvk. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Stórir gluggar sem gefa mjög skemmtilega birtu inn í íbúðina. Verð 14,9 millj. LYNGMÓAR Mjög falleg og rúmgóð 129 fm íbúð á 1. hæð (þar af 18,5 fm bílskúr með öllu) í nýviðgerðu og fallegu viðhaldsfríu fjölbýlishúsi á rólegum og barnvænum stað í Garðabæ. Fallegar yfir- byggðar 14 fm svalir. Að sögn seljanda var húsið tekið í gegn að utan fyrir ca 1 ári síðan. Góður garður með leiktækjum o.fl. Verð 16,3 millj. ÁLFTAMÝRI Góð 76,3 fm, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fal- legu fjölbýlishúsi. Stofa og borðstofa í alrými, parket á gólfi, stórir gluggar. Frá stofu og svefn- herbergi er útgengt út á rúmgóðar svalir. Verð 11,9 millj. NAUSTABRYGGJA. Glæsilegar 3ja-5 herbergja íbúðir á frábærum stað í Bryggjuhverfinu. Öllum eignunum fylgir stæði í upphitaðri bílageymslu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar að utan sem innan en án gólfefna. Húsið er klætt að utan með varanlegri álklæðningu. Geymsla og þvottahús innan íbúða auk þess fylgir sérgeymsla í bílakjallara. Mikil lofthæð í íbúðunum, ca 2,6 m. Aðeins tólf íbúðir í stigahúsi, tvær lyftur eru í húsinu. Teikningar á skrifstofu Foss. GRÝTUBAKKI Um er að ræða 80 fm, 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérgarði og timburverönd í suður. Að sögn seljanda var húsið málað og viðgert að ut- an árið 2002. Eigninni fylgir einnig rúmgóð 9 fm geymsla sem er ekki inn í heildarfm tölunni. Verð 10,2 millj. STRANDASEL Mjög góð 83 fm íbúð á góðum stað í Seljahverf- inu. Um er að ræða bjarta íbúð sem hefur verið mikið endurnýjuð og vel haldið við. Frá stofu er hægt að ganga út á góðar svalir. Sameign til fyrirmyndar. Góð geymsla í kjallara. Nánari uppl. á Foss Fasteignasölu. 2JA HERBERGJA VALHÚSABRAUT Vel skipulögð 2ja-3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í fallegu og vel viðhöldnu fjór- býlishúsi á barnvænum og rólegum stað á Sel- tjarnarnesi. Nýlegur sólpallur þaðan sem geng- ið er út í gróinn og fallegan garð. Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Verð 11,2 millj. ÞÓRSGATA Um er að ræða lítið ca 40 fm bakhús á tveimur hæðum á frábærum stað í Þingholtinu. Húsið er ósamþykkt. Ný kirsuberjainnrétting í eldhúsi, góð tæki. Stigi úr eldhúsi á neðri hæðina (ekki full lofthæð). Að sögn seljanda er nýlegt þak (5 ár síðan), lagnir, rafmagn og tafla. Húsið stend- ur á eignarlóð. Verð 5,3 millj. EFSTASUND Vorum að fá í sölu mjög kósý og fallega litla 2ja herbergja risíbúð á frábærum stað í Efstasundi í Rvk. Eignin er nýtekin í gegn t.a.m. gólfefni og innréttingar o.fl. Íbúðin er töluvert undir súð þannig að gólfflöturinn er stærri. Góð fyrsta íbúð. Verð 7,9 millj. Magnús I. Erlingsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Fagleg þjónusta lögmanna tryggir örugg viðskipti VANTAR - VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ SEILUGRANDI Góð 68,4 fm íbúð á jarðhæð auk 30,9 fm stæði í bílageymslu. Björt stofa og borðstofa í einu rými, dúkur á gólfi, þaðan er hægt að ganga út á verönd. Þetta er mjög snyrtileg og björt íbúð á góðum stað. Verð 10,9 millj. FRAKKASTÍGUR - LAUS Góð 49,5 fm, 2ja herbergja ósamþykkt íbúð, þar- af 4,6 fm geymsla. Eigninni fylgir einnig 28,1 fm stæði í bílageymslu. Parket og dúkur að mestu á gólfum. Eldhúsið er með snyrtilegri innrétt- ingu. Sérgeymsla á hæðinni. Innangengt er úr bílageymslu inn í húsið. Hús og sameign til fyr- irmyndar. Verð 7,7 millj. LAUGAVEGUR Um er að ræða 3ja herbergja 49,3 fm risíbúð á Laugaveginum. Tvö svefnherbergi eru í íbúð- inni. Stofa, panell á lofti, parket á gólfum. T.f. þvottavél og þurrkara á baði. Geymsla fylgir íbúðinni. Verð 6,9 millj. LÓÐ GRAFARHOLT - GRAFARKOT Til sölu 1 hektari neðan við núverandi veg að golfvelli í Grafarholti, umhverfis gamla bæinn í Grafarkoti, að fornu Holtastaðir, heimili Þórðar Malakoffs. Tún, matjurtagarður og vísir að skógrækt. Húsin hafa verið notuð við hesta- mennsku en þarfnast viðhalds. Verðtilboð. NÝBYGGINGAR GRÆNLANDSLEIÐ Falleg 236 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Eignirnar verða afhentar fullbúnar að utan en fokheldar að innan. Einnig hægt að fá afhent fullbúið án gólfefna. Nánari uppl. á skrifstofu Foss. GRÆNLANDSLEIÐ Mjög góðar hæðir með sérinngangi á frábærum útsýnisstað í Grafarholtinu. Efri hæðirnar eru 111 fm auk svala en neðri hæðirnar 116 fm. Möguleiki á að kaupa bílskúr. Verð frá 17,4 millj. m.v. fullbúið án gólfefna. Hægt að fá afh. styttra komið. ÓLAFSGEISLI - ÚTSÝNI Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á frá- bærum stað í Grafarvoginum. Húsið afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan (fullein- angrað). Teikningar á skrifstofu Foss. Frábært ÚTSÝNI. Verð 20,9 millj. LÓMASALIR - AÐEINS EIN ÍBÚÐ EFTIR Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fallegu 4ra hæða lyftuhúsi innst í botnlanga á frábær- um útsýnisstað í Salahverfinu. Sérinngangur í hverja íbúð. Stæði í bílageymslu. Verð 15,1 til- búin til innréttinga en 16,7 millj. fullbúin án gólf- efna. ATVINNUHÚSNÆÐI HYRJARHÖFÐI Vel staðsett hús á hornlóð - miklir möguleikar. Lóðin er 1.804 fm. Húsið er 45,1 m x 16,0 m. eða 722 fm að grunnfleti sem skiptist í níu bil, hvert ca 80 fm. Lofthæð er 5,8 m undir mæni og 4,5 m undir bita. Innkeyrsludyr geta verið ca 4,4 m á breidd og ca 4,2 m á hæð. Styttist í standsetn- ingu húss og lóðar og meðal annars skipt um framhlið hússins. Sjá hugmyndir að nýju útliti á skrifstofu. Nánari uppl. á Foss. STANGARHYLUR - LEIGA EÐA SALA Glæsilegt fjölnota atvinnuhúsnæði á frábærum stað með mikið auglýsingargildi. Hentar sér- staklega vel fyrir félagasamtök, hefðbundinn skrifstofurekstur eða heildsölu. Nánari uppl. á skrifstofu Foss. TJARNARMÝRI Glæsilegt 267,1 fm endaraðhús þar af 29,5 fm bílskúr á frábærum stað á Seltjarnarnesi. Fjög- ur svefnherbergi og tvær stofur. Tvö baðherbergi, bæði nýtekin í gegn á vandaðan hátt, bað- kar og sturtuklefi, flísalagt í hólf og gólf. Eigninni fylgir óskráð rými í kjallara, um 60 fm. Falleg- ur garður í mikilli rækt. Að sögn seljanda er búið að skipta um pípulagnir í flest öllu húsinu. Gervihnattadiskur með mótor fylgir húsinu. Stutt í alla þjónustu. Verð 34,9 millj. LAUGARNESVEGUR Stórglæsileg 135 fm, 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu (lyfta úr bílageymslu) í við- haldsfríu og fallegu nýju húsi á Laugarnesveginum. Sérinngangur af svölum. Allar hurðir, fata- skápar og gólfefni úr rauðeik, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf í rómverskum stíl. Fallegar innréttingar á baðherbergi og eldhúsi úr rauðeik. Þetta er mjög vönduð, falleg og vel hönnuð íbúð á frábærum stað. Allur frágangur er til fyrirmyndar. Allar nánari uppl. á skrifstofu Foss. BYGGÐARENDI Glæsilegt 234,5 fm einbýlishús á frábærum stað innarlega í botnlanga í fallegu og grónu hverfi í austurbæ Rvk. Eigninni fylgir einnig 25,3 fm bílskúr. Nýleg og vönduð eldhúsinnrétting og einnig nýlega endurnýjuð baðherbergi, sauna. Húsið stendur á fallegum stað þar sem er stutt í náttúruna í Elliðarárdalnum. Mjög falleg lóð í mikill rækt. Á neðri hæðinni (undir bílskúrnum) er ca 30 fm gluggalaust rými sem býður upp á mikla möguleika t.d. sem vinnuherbergi (ekki í heildarfm tölunni). Að sögn seljanda er þak nýlega yfirfarið einnig hefur húsinu verið vel við haldið á síðustu árum og mikið endurnýjað, t.a.m. gólfefni og innréttingar. Allar nánari uppl. á skrifstofu Foss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.