Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir www.fasteignasala.is Básbryggja Sérlega góð og vel innrétt- uð 98 m² 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjöleignahúsi í Bryggjuhverfinu. Parket og flísar. Flott íbúð. Áhv. 8,2 millj. húsbréf. Verð 15 millj. Háteigsvegur - Rishæð Vorum að fá í einkasölu mjög fallega og rúmgóða ris- hæð á þessum eftirsótta stað. Mikil lofthæð og glæsilegt útsýni af suðursvölum. Sjón er sögu ríkari. Parket og flísar. Áhv. 4,1 millj. Verð 13,9 millj. Kríuhólar - Laus Vorum að fá í sölu góða 80 m² 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í ný- lega klæddu fjölbýlishúsi með lyftu. Íbúðin er laus. Ákv. 2,3 millj. Verð 9,9 millj. Drápuhlíð - Mjög góð Vorum að fá í sölu 71 m² rúmgóða og fallega 2ja herb. kjallaraíbúð í góðu fjöleignahúsi á þessum vinsæla stað. Nýjir gluggar og gler. Áhv. 3,6 millj. húsbr. Verð 9,9 millj. Skipholt Mjög góð 46 m² ósamþykkt 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Verð 5,9 millj. Hallveigarstígur - Laus Mjög góð ósamþykkt 2ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í góð húsi á þessum eftir- sótta stað. Íbúðin er laus. Verð 5,7 millj. Gvendargeisli - Nýtt Glæsileg 90 m² 2ja herbergja íbúð í mjög fallegu verð- launahúsi ásamt stæði í bílgeymslu. Afhend- ist fullbúið án gólfefna. Verð 13,7 millj. Heiðargerði - Parhús Gott 232 m² parhús á tveimur hæðum ásamt 30 m² bílskúr. Húsið er byggt árið 1971 og í því eru m.a. fjögur svefnherb. og tvær stofur. Rúmgott og skemmtilegt hús. Fallegur garð- ur. Verð 27,9 millj. Melbær Vorum að fá í sölu mjög gott 280 fm raðhús á þremur hæðum með sér- íbúð í kjallara auk 23 fm bílskúrs. Fimm svefnherbergi á 1. og 2. hæð auk 2-3ja her- bergja íbúðar í kjallara. Verð 27 millj. Skipasund - Hæð og ris Mjög góða 125 m² sérhæð og ris í góðu húsi á þessum eftirsótta stað. Samliggjandi stof- ur. Nýtt baðherbergi. Parket og flísar. Sér- inngangur. Fimm svefnherbergi. Áh. 9,2 millj. Verð 17,5 millj. „Penthouse“ í miðborginni Vorum að fá í sölu mjög rúmgóð 149 m² þakíbúð í hjarta Reykjavíkur. Tvennar svalir, mjög rúmgóðar og glæsilegt útsýni. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 6,4 millj. húsbréf. Tilboð óskast. Hjallavegur Góð 126 m² 5 herb. efri sérhæð á tveimur hæðum (hæð og ris) í fjór- býlishúsi, sem hefur verið töluvert endurnýj- uð. Parket og flísar. Áhv. 3,8 millj. Óskað er eftir tilboði. Ársalir - Stæði - Lyfta Falleg og ný 114 m² 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í nýju fjöleignahús ásamt stæði í bíl- geymslu. Íbúðin er fallega innrétttuð og er með þremur góðum svefnherbergju. Suð- vestursvalir. Áhv. 9,1 millj. húsbréf og 3,8 millj. viðb.lán Verð 16,9 millj. Hlaðbrekka - Skipti Mjög gott og vel viðhaldið 161 m² einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Þrjú svefnher- bergi. Hús í mjög góðu ástandi. Parket og flísar. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. 9 millj. Verð 23 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR Langafit - Parhús Rúmgott og fal- lega innréttað 198 m² parhús á tveimur hæðum ásamt 34 m² bílskúr. Fimm svefn- herberi og tvær stofur. Nýtt eldhús. Parket og flísar. Áhv. 7,8 millj. Verð 19,8 millj. Einbýlishús á þremur hæðum með sér- byggðum bílskúr, rúmgóðri geymslu og tveimur rúmgóðum sérbílastæðum, alls um 190 m². Húsið var flutt á nýjan grunn og endurbyggt árið 1990 og er því um nýtt hús í grónu hverfi að ræða. Allar lagnir eru frá 1990 og í því eru 6-7 herbergi og er mögu- leiki að hafa séríbúð í kjallara. Hér er haldið í gamla stílinn og natni lögð í allt. Húsið fékk viðurkenningu frá Rvk.borg, í fyrra, fyr- ir endurbyggingu á eldra húsi. Fallegur garður er við húsið og góður pallur og verönd. Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Alm- arsson á skrifstofu Bifrastar og sýnir hann jafnframt húsið. GRJÓTAGATA Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum í glæsilegu fjöleignahúsi í Grafarholtinu. Vandaðar innréttingar og þvottahús í hverri íbúð. Stæði í bílgeymslu. Frábær staðsetning. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólf- efna. Íbúðirnar eru frá 94 m² uppí 125 m². Glæsilegur sölubæklingur á skrif- stofu Bifrastar. Verð frá 13,6 millj. KIRKJUSTÉTT 15-21 Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum í glæsilegum fjöleignahúsi í Bryggjuhverf- inu. Íbúðirnar eru frá 95 m² og uppí 218 m². Flestum íbúðum skilað fullbúnum án gólfefna. Stæði í bílgeymslu fylgir öllum íbúðum. Íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar. Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 14,9 millj. NAUSTABRYGGJA 12-22 Byggingarféla Gylfa og Gunnars ehf. hef- ur hafið sölu á mjög rúmgóðum og fal- legum 2-3ja og 3-4ra herbergja íbúðum í glæsilegu fjöleignahúsi í þessum eftir- sótta stað í Salahverfinu. Stærðir íbúða frá 91 m² og uppí 130 m². Mjög fallega innréttaðar íbúðir og frábært útsýni. Stæði í bílgeymslu geta fylgt íbúð. Íbúð- um verður skilað fullbúnum án gólfefna í ágúst 2004. Sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 12,9 millj. RJÚPNASALIR 14 - RÚMGÓÐAR Kristnibraut - Grafarholt Glæsileg 125 m², 4ra hebergja íbúð í mjög fallegu og viðhaldsléttu fjöleignahúsi með sér inngangi af yfirbyggðum svölum. Íbúðin er til afhendigar um næsti mánaðarmót, fullbúin án gólfefna. Byggingaraðili: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. Áhv. 5,6 millj. Verð 15,8 millj. Stóragerði Góð 102 m² 4ra herberbergja íbúð á 4. hæð í góðu fjöleignahúsi á þessum frábæra stað. Parket og flísar. Nánari uppl. á skrifstofu. Áhv. 4,8 millj. Verð 12,8 millj. Vesturgata - Rúmgóð Rúmgóð og skemmtileg 4-5 herbergja íbúð á 3. hæð (tvær upp) í fjórbýlishúsi. Tvær stofur, þrjú svefnherb. Parket, suðvestursvalir. Áhv. 7 millj. Verð 14 millj. Austurberg - Bílskúr Vorum að fá í sölu rúmgóða 80 m², 3ja her- bergja íbúð í góðu fjöleignahúsi ásamt bíl- skúr. Rúmgott eldhús og herbergi. Íbúðin er nýmáluð og baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Glæsilegt útsýni. Áhv. 3,6 millj. ÞAÐ getur verið heilmikið púsluspil að koma hús- gögnunum þannig fyrir í stofunni að þau nýtist vel og fari vel í umhverfinu. Það er ekki endilega víst að það sem sýnist fal- legt á teikningu passi þegar húsgögnin sjálf eru komin á staðinn. Þau verða að falla að veggjum og gluggum og klæða hvert annað. Húsgagnaburður er hvorki létt verk né skemmtilegt og þess vegna er oft ágætt að hafa einhverja hugmynd um það hvernig maður ætlar að koma húsgögnunum fyrir áður en byrjað er að flytja þau til og þá er gott að hafa einfaldar reglur til að fara eftir. Þægilegur setkrókur Þegar sófasetti og/eða lausum stólum er komið fyrir í stofunni þarf að huga að því að fólki líði vel í setkróknum. Besta uppsetningin á sætum er svo- kölluð U-uppröðun þar sem sófar og stólar mynda stórt U umhverfis borð eða teppi. Þessi uppsetning tryggir að fólk sjái framan í hvað annað þegar það talast við og sé öruggt með sig í sætunum. Versta uppsetningin er L-upp- setning þar sem fólk þarf að snúa upp á líkamann til að eiga samskipti og verður órólegt í sætunum. Miðpunktur Í hverri stofu verður að vera miðpunktur og oft- ast kemur hann af sjálfu sér. Algengustu mið- punktar stofu eru setkrókurinn, arinn, stór gluggi með fögru útsýni eða dyr út í garðinn. Í mjög stórum stofum geta miðpunktarnir verið tveir eða fleiri. Hver eða hverjir sem miðpunktarnir eru í stof- unni verður að raða húsgögnum með tilliti til þess. Látið augu sem flestra stefna að miðpunkti þegar setið er í stofunni. Pör Reynið alltaf að para hlutina saman og tvö stykki í stíl eru alltaf fallegri en eitt stakt. Eigirðu eitt fallegt húsgagn skaltu reyna að para það saman við annað með einhverjum hætti. Tveir svipaðir stólar geta orðið eins og par með sama áklæði, stóll og borð geta orðið að einingu með dúk úr sama efni og áklæði stólsins. Tveir ólíkir lampar með eins skermi o.s.frv. Gott aðgengi Raðið húsgögnum þannig að gönguleiðir séu fá- ar, en víðar og greiðar. Fólki finnst óþægilegt þegar gengið er framfyrir það þegar að situr og spjallar eða þegar það horfir á sjónvarp. Best er því að raða sófum og stólum þannig að aðrir þurfi ekki að ganga á milli þeirra sem eru að spjalla eða á milli sjónvarpsins og áhorfendanna. Hafið ekki lausa stóla í gangveginum og borð sem standa við gönguleiðir fara best upp við veggi. Sjónvarpshorn Ef sjónvarpið er í sérherbergi er L-uppsetning sú langbesta. Hornsófi með borði er heppilegt húsgagn í sjónvarpsherbergið því þar hefur fólk enga þörf fyrir að horfa hvað framan í annað. Sjónvarpið ætti að vera í augnhæð þegar setið er og best er að þeir sem sitja innst í herberginu þurfi ekki að ganga framfyrir sófann til að komast í sætið sitt. Skipulag í stofunni Jóhanna G. Harðardóttir Í sjónvarpsherbergi er L-uppröðun heppileg. Þeir sem horfa á sjónvarp þurfa ekki að fylgjast með öðrum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.