Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 42
42 C MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir H já söluskrifstofu Hóls á Egilsstöðum eru nú til sölu ýmsar athyglisverð- ar fasteignir, bæði þar og í nærliggjandi byggðarlögum. Þeirra á meðal er húseignin Austurvegur 3 á Seyðisfirði, sem er þekktust undir nafninu Hótel Snæfell. Þetta glæsi- lega hús á sér langa og merkilega sögu, sem fer hér á eftir í samantekt Ólafíu Herborgar Jóhannsdóttur, sölufulltrúa hjá Hóli á Egilsstöðum. Húsið var byggt árið 1908 af Lár- usi S. Tómassyni, föður hins ástsæla tónskálds Austfirðinga. Í bókinni Húsasögu Seyðisfjarðar eftir Þóru Guðmundsdóttur arkitekt segir: „Hinu nýja húsi Lárusar er svo lýst í húsavirðingu frá 1908. Húseign Lárusar Tómassonar bankagjald- kera, 15 al langt, 12 al breitt, 9 álna hátt ofan á grunni. Það er byggt úr plægðum 3plönkum. Utan á planka- veggina er klætt með pappa og sléttu galvaniseruðu járni yfir. Í húsinu eru 6 herbergi, 2 gangar, allt málað og betrekt. Undir húsinu er kjallari út steinsteypu 4 al hár, og sementssteypuveggur að endilöngu í miðju, og sementssteypugólfi. Í kjallaranum er eldhús, búr, bóka- verslunarbúð, pakkamersi, gangur og geymsluherbergi. Í húsinu eru 2 múrpípur, neðan úr kjallara upp í gegnum mæni, í þær ganga einn ofn, 1 eldavél. Í eldhúsinu er vatnsleiðsla með þvottaþró og afrennslispípu. Á milli stofanna eru víðar dyr með filtdrag- hurðum á milli. Við innenda húsins er útbygging 4 al að lengd, 10 al að breidd, byggt úr bindingsverki, klætt utan með borðum með pappa og járni yfir. Umhverfis þakið er rimla-girðing úr timbri, og tvöfaldar flöjhurðir inn á ganginn. Á útbyggingunni eru tvennar dyr. Útbyggingin er 3(þrí) hólfuð, sementssteypa er í gólfinu.“ Bóksala og pósthús Í þessum húsakynnum var bók- sala í kjallaranum og íbúð fjölskyld- unnar í hinum hluta hússins. Sigurð- ur Baldvinsson, póstmeistari frá Stakkahlíð, eignast húsið 1918 og bjó í því og var jafnframt með pósthús. Breytti Sigurður talsvert húsinu, byggði eina hæð ofan á húsið, reif viðbygginguna og steypti kjallarann áfram inneftir og svalir og tengdi bakinngang við báðar hæðir. Sigurður bjó sjálfur í þessu nýja húsnæði en leigði út miðhæðina og kjallarann. Pósthús var starfrækt í kjallaranum sem fyrr. Árið 1932 eignaðist Landsbankinn á Eskifirði húsið og leigir það að öllum líkindum næstu árin. Ýmsir leigðu í húsinu á þessum ár- um. Þar voru til húsa árið 1942 alls 17 manns. Þeirra á meðal tengdafað- ir Alberts Guðmundssonar, fyrrum sendiherra og alþingsmanns. Ingunn Pétursdóttir kaupir efri hæðir húsins árið 1943 og hefur hót- elrekstur þar. Var hún með veitinga- sölu á miðhæðinni og gistingu á efstu hæðinni. Einnig voru þar haldnir dansleikir, árshátíðir og hverskyns mannfagnaðir til fjölda ára. Þótti Ingunn afburða myndarleg hótel- stýra og fór frægðarorð af matseld víða. Mun það hafa verið hún sem nefndi hús þetta eða rekstur sinn Hótel Snæfell. Jóhannes Árnason rak gúmmí- vinnustofu í kjallaranum og gerði þar mjög vinsæla gúmmískó úr gömlum hjólbörðum sem voru nefndir eftir honum og kallaðar „gúmmíjóar“. Hlutafélagið Snæfell hf. tók við rekstrinum árið 1962 og voru það að- allega þau hjónin Margrét Hall- grímsdóttir og Einar Pálsson sem ráku hótelið en aðrir eigendur voru Hjalti Nilsen og Hörður Hjartarson. Síldarævintýri Á þessum árum upphófust hinar miklu síldveiðar úti fyrir Austur- landi og Norðurlandi og sóttu sjó- menn mikið inn til Seyðisfjarðar. Voru það bæði innlendir og erlendir sjómenn sem fannst gott að geta leit- að í land í brælum og eins til að landa á þeim fjölmörgum síldarplönum sem voru byggð upp líkast því sem gorkúlur spretta upp í skógi eftir rigningu. Eins voru Norðmenn með varð- skip á miðunum til að aðstoða sína sjómenn. Var það tilkomumikil sjón að sjá dátana af varðskipunum ganga um götur Seyðisfjarðar í sín- um einkennisbúningi, þeir urðu ein- hvernveginn allir myndarlegir í þessum fatnaði. Áttu þeir talsverð- um vinsældum að fagna hjá kven- þjóðinni á staðnum, heimamönnum til mikillar mæðu. Í góðum landlegum má ætla að allt að 3.000 manns hafi verið á staðnum og sótt dansleiki sem voru á hverju kvöldi í Félagsheimilinu Herðubreið sem var beint á móti Hótel Snæfelli. Í kjallaranum á Hótel Snæfelli var hótelsjoppan nú starfrækt í húsnæði því sem áður hýsti gúmískó og póst og einnig var fljótlega fjárfest í „jukeboxi“ sem var óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum. Þetta var hlutur sem ungmennin á staðnum kunnu vel að meta og var því sjoppan vel sótt og varð einn af fjölsóttustu stöð- um á Seyðisfirði. Þar voru tíðir gestir þeir ungu menn sem seinna áttu eftir að verða þekktir tónlistarmenn, s.s. Gylfi Gunnarson, Ingólfur Steinsson og Magnús Einarsson sem er nú þekkt- ur sem tónlista og fjölmiðlamaður. Ef til vill hefur veran í hótelsjopp- unni við að hlusta á tónlistina úr „jukeboxinu“ eflt tónlistarhæfileika þeirra. Á þessum árum var einnig leigu- og vörubílastöð starfrækt í kjallar- anum og veitti ekki af. Var það ekki óalgengt að leigubílstjórarnir væru fengir í ferðir hringinn í kringum landið. Sjómennirnir vildu komast heim í langþráð frí og var þetta fljót- legasti mátinn að ferðast á þeim ár- um. Árið 1966 tók við rekstrinum hlutafélagið Fjörður og var þá húsið einnig rekið sem Hótel Fjörður. Þar var meðal eiganda Þorvaldur Jó- hannsson sem seinna var bæjarstjóri á Seyðisfirði ásamt konu sinni Dóru Sæmundsdóttur, hún er m.a. amma hinnar þekktu fjölmiðlakonu Dóru Takefusa. Ásamt þeim voru eigendur þau hjónin Gunnhildur Eldjárnsdóttir og Bjarni Magnússon. Allt að 60 manns í fæði Þorvaldur og Dóra bjuggu á neðstu hæðinni með sína stóru fjöl- skyldu og uppi á lofti voru seldar veitingar. Voru þá í fastafæði allt að 60 manns þegar mest var fyrir utan fjölda af gestum sem birtust með litlum sem engum fyrirvara. Að loknum síldarárunum varð breyting á öllu bæjarlífinu og komu margir að rekstri hótelisins. Stóð til á tímbili að rífa þetta hús því bæjaryfirvöldum fannst þetta vera hálfgert vandræðabarn sem enginn vildi gangast við. Pétur Jóns- son smiður gerði þá bænum tilboð í húsið sem samsvaraði því sem kost- aði að spila eitt lag í jukeboxinu og var því tekið feginshendi. Hófst hann handa við að breyta og betrumbæta húsið og fjölgaði gisti- herbergjum á tveim efstu hæðunum. Og er hótelið í dag með sama sniði að mestu fyrir utan að verönd á miðhæð hefur verið breytt í setustofu. Her- bergin eru nú 9, hvert herb. með wc. (4 eins manns, 1 þriggja manna og 5 tveggja manna). Þar sem áður var íbúð hótelstjórans er nú eldhús vel tækjum búið þ.á m. gaseldavél, raf- magnseldavél og gasofn. Á jarðhæð er veitingasalur fyrir u.þ.b. 55 manns í sæti í viðbyggingu og 3 snyrtingar. Nýlega var byggð verönd við húsið sem gefur mögu- leika á góðum og fallegum sólskála. Stækkun gistirýmis er hugsanlega fyrir hendi en þörfin hefur aukist að undanförnu sökum mikils uppgangs á Austurlandi og tilkomu stærri Nörrönu. Miklir möguleikar Þetta er eign sem gæti gefið mikla möguleika á rekstri fyrir ferðaþjón- ustu í ýmsu formi, svo sem litlar ráð- stefnur, fyrir fólk í brúðkaupsferð og litla hópa. Húsið stendur við aðal- götu bæjarins í miðjum bænum og snýr norðurhlið hússins að fallegu lóni sem er inn við botn fjarðarins. Lónið hefur nýlega verið gert upp og m.a. var hlaðinn kantur hringinn í kringum. Er mjög fallegt útsýni yfir lónið á björtum degi, með hin sér- stöku bröttu fjöll Seyðisfjarðar að spegla sig í lygnu lóninu. Hótel Snæfell á Seyðisfirði til sölu Frá Seyðisfirði. Þörfin hefur aukizt fyrir gistirými vegna mikils uppgangs á Austurlandi og tilkomu stærri Nörrönu. Hótel Snæfell. Í hótelinu eru níu herbergi, 4 eins manns, 1 þriggja manna og 5 tveggja manna. Á jarðhæð er veitingasalur fyrir ca. 55 manns í sæti í viðbygg- ingu. Setustofa er á miðhæð. Nýlega var byggð verönd við húsið sem gefur möguleika á góðum og fallegum sólskála. Óskað er eftir tilboðum, en Hótel Snæfell er til sölu hjá Hóli á Egilsstöðum. FASTEIGNASALAN Hóll hef- ur tekið upp á þeirri nýjung að koma sér upp söluskrifstofum úti á landsbyggðinni og gerir þar með eignir úti á landi sýnilegar öllum lands- mönnum. Ef eignin er skráð hjá Hóli er eignin ekki aðeins kynnt í Reykjavík heldur um allt land með Netinu og að- stoð kröftugra sölumanna. Ólafía Herborg Jóhanns- dóttir í versluninni Okkar á milli, Tjarnarbraut 19 á Egils- stöðum, er sölufulltrúi á sölu- skrifstofu Hóls þar í bæ. Að sögn Ólafíu Herborgar hefur fólk tekið starfsemi hennar vel. Hún aðstoðar fólk við að leita að eignum til kaups og skoðar og metur eignir, tekur myndir og semur lýsingu sem fer samdæg- urs inn á heimasíðu Hóls, www.Hóll.is sem er aðgengileg fyrir alla netnotkendur sama hvar áhugasamir aðilar eru staddir, jafnvel í öðrum löndum. Tilvalið að nota Netið „Mikill fjöldi fólks flyst búferl- um af landsbyggðinni á hverju ári og eins eru alltaf einhverjir sem flytja af mölinni út á land og er því tilvalið að nota Netið og tölvutæknina við að skoða eignir sem eru skráðar á www.Hóll.is,“ segir Ólafía Herborg. Hún segir vaxandi eftirspurn vera eftir alls konar eignum á Héraði. Þörf er einnig að vaxa fyrir húsnæði fyrir stór fyrirtæki sem eru að koma upp aðstöðu vegna vinnu við álver og virkjun og kjósa flest að hafa höfuðstöðvar sínar á Egilsstöðum. Þar má m.a. nefna verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen og ýmis önnur fyr- irtæki sem tengjast undirbúningsvinnu við hönnun og framkvæmdir þessara miklu mannvirkja. „Það er vöntun á íbúðar- og skrifstofuhúsnæði til leigu fyrir þá sem vilja koma á svæðið til skammtímadvalar og leiguverð hefur rokið upp úr öllu valdi,“ seg- ir Ólafía Herborg. „Eigendur fasteigna á Héraði hafa getað unað vel við verð það sem hefur fengist fyr- ir þær fasteignir sem seldar hafa verið á þessu ári. Nú er svo komið að mikil vöntun er á eignum til sölu því að eftirspurnin er langtum meiri en framboðið.“ Seljast samstundis „Eignir sem eru settar á sölu seljast und- antekningarlaust samstundis og eru oft margir um hverja eign,“ heldur Ólafía Her- borg áfram. Að hennar sögn hefur fram til þessa ekki verið mikið um sölu íbúðarhúsnæðis annars staðar á Austurlandi en nú er orðin breyt- ing þar á. „Með tilkomu betri samgangna þykir t.d. ekkert athugavert við að búa á Seyðisfirði og stunda vinnu á Héraði því að vegalengdin þar á milli er ekki ósvipuð og fólk á höfuðborgarsvæðinu er vant að þurfa að fara úr og í vinnu,“ segir hún. „Einnig er með tilkomu alls kyns tækni í raun og veru hægt að búa hvar sem er og stunda vinnuna heima í tölvunni. Stutt er frá Héraði til Seyðisfjarðar en yfir sumar- tímann er þar viðkomuhöfn bíla- og far- þegaferjunnar Norrænu sem siglir milli Ís- lands, Færeyja, Danmerkur, Noregs og Hjaltlands. Margt fleira mætti nefna sem stöðugt laðar aukinn fjölda ferðamanna til Austurlands.“ Vaxandi eftirspurn eftir fasteignum á Héraði Ólafía Herborg Jóhanns- dóttir, sölufulltrúi Hóls á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.