Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SALA á fólksbílum hefur aukist um 41,4% það sem af er árinu, ef miðað er við sölutölur fram til 26. sept- ember sl. Alls höfðu þá selst 7.824 bílar en á sama tíma í fyrra höfðu selst 5.534 bílar. Sem fyrr heldur Toyota yfirburðastöðu einstakra teg- unda með 27,5% markaðshlutdeild en í öðru sæti er Volkswagen með 10,3% hlutdeild, en hlutdeild Heklu er nálægt 18% séu allar tegundir taldar saman.                       !                                                                                     "#$%& '&% %($ )(* )&) *++ *'& *(' *)& *&& ",' ""+ $,( $,* $$+ ,('         !"!# Rúmlega 41% aukning í bílasölu FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda segir að ekki eigi að una við það að stór hluti bíla sem seldir eru í mánudagsuppboðum trygginga- félaganna lendi í heimabílskúrum hjá mönnum sem þekkja ef til vill lítt eða ekki til réttra vinnubragða við endurbyggingu tjónabíla né hafi þau verkfæri, áhöld og efni sem til þarf. FÍB segir oft þannig staðið að málunum að lappað sé upp á bílana þannig að þeir virðist vera í lagi af útliti þeirra að dæma. Þessir bílar séu svo seldir, gjarnan sem „lítið eknir, nýsprautaðir og óvenju fal- legir“ en kaupendur þeirra vakni síðan upp við þann vondan draum að hafa keypt „sminkað lík“, þ.e.a.s. köttinn í sekknum. Viðgerðir tjónabílar oft hreinasta martröð fyrir bílaeigendur Þetta kom fram á fundi sem FÍB hélt með blaðamönnum en á honum kynnti félagið niðurstöður á skoð- unum Fræðslumiðstöðvar bílgreina (FMB) á viðgerðum tjónabílum í eigu félagsmanna FÍB. Félagið seg- ir að viðgerðir tjónabílar hafi reynst mörgum bílaeigandanum martröð og mjög mörg ágreiningsmál vegna bílakaupa sem komi til kasta FÍB séu vegna illa viðgerðra tjónabíla. Talsmenn FBÍ sögðu ástandsskoð- un bíla minnka áhættuna fyrir kaupendur en þess væri þó dæmi að illa viðgerðir tjónabílar stæðust slíka skoðun. Hún væri því ekki endanleg trygging á því að bílinn væri í lagi. Flestallir bílarnir sem Fræðslu- miðstöð bílgreina skoðaði fyrir FÍB höfðu skemmst í umferðaróhöppum en tryggingafélögin höfðu leyst þá flesta til sín og selt síðan aftur á vikulegum mánudagsuppboðum sín- um. Fram kom á fundinum að sum- ir þessar bíla höfðu verið skráðir sem tjónabílar í bifreiðaskrá en aðr- ir ekki. Allir höfðu bílarnir skemmst umtalsvert á burðarvirki og/eða hjólabúnaði. Í skoðun FMB kom í ljós að vinnubrögð við þessa bíla voru frá því að vera góð og yfir í það að vera algerlega óviðunandi og allt þar á milli. Sem dæmi um óviðunandi við- gerðir megi nefna að hlutar yfir- bygginga höfðu „ólöglega“ verið réttir í stað þess að skipta þeim út fyrir nýja, hlutar í burðarvirki höfðu verið hitaðir og réttir í stað þess að skipta þeim út – þrátt fyrir blátt bann við slíku viðgerðahand- bókum. Núverandi fyrirkomulag á uppboðum óæskilegt Að mati FÍB þarf að framfylgja reglum um skráningu tjónabíla bet- ur og bæði lögregla og þeir sem koma að slysum og umferðaróhöpp- um þurfi að gagna hreint til verks í þessum efnum, þ.e. að fjarlægja númer af bílflökum og skrá þau sem tjónabíla eins og reglur mæla fyrir um en á þessu eru nokkur vanhöld að mati forsvarsmanna FÍB. FÍB segir að eins og málum sé nú háttað sé þrýstingur af hálfu trygginga- félaganna á þessa aðila að gera þetta ekki nema þeir séu vissir um að skemmdir séu nægjanlegar til að réttlæta slíkt. Þá telur FÍB að nú- verandi fyrirkomulag á útboði og sölu á tjónabílum sé afar óæskilegt; skemmdir bílar eigi alls ekki að lenda í höndum þeirra sem ekki kunni til verka eða geti gert sóma- samlega við þá. Þá eigi trygginga- félög sem leysa til sín skemmda bíla að láta fagmenn gera við þá í sam- ræmi við raunhæft tjónamat og svari viðgerð ekki kostnaði eigi hreinlega að farga bílunum. Stærsta smugan er hjá tryggingafélögunum Fram kom á fundinum að seldar séu á bilinu 30 til 50 tjónabílar á uppboðum tryggingafélaganna í hverri viku eða 1.500 til 2.000 þús- und bílar á ári og stærsta smugan sé því hjá þeim sem síst skyldi, þ.e. tryggingafélögunum. Þau standi á hverjum mánudegi fyrir útsölu á bílum sem skemmst hafi í umferð- arslysum. Í flestum tilvikum séu þetta bílar sem félögin hafi leyst til sín eftir tjón og ekki svari kostnaði fyrir þau að láta gera við. Bílarnir lendi síðan oftar en ekki inni í bíl- skúrum hjá mönnum sem hafi það sem aukagetu eða lifibrauð að lappa upp á tjónabíla. Þessir bílar séu svo seldir á almennum markaði eftir að búið er að „sminka þá upp“ þannig að grandalaus kaupandi sjái ekki neitt athugavert við bílinn eða sjái ekki fyrr en of seint að bílinn sé háskalegur. Öryggisbúr bílsins geti í sumum tilvikum verið stórlega veiklað sem geti haft alvarlegar af- leiðingar lendi bílinn aftur í óhappi. FÍB segir að bílar af þessu tagi eigi með réttu alls ekki að vera í um- ferð, þeir geti beinlínis verið hættu- legir. FÍB telur að til þess að tryggja að slíkir bílar fari ekki í umferð þurfi að framfylgja betur þeim reglum sem þegar séu í gildi og eins þurfi að skerpa á vinnureglum og vinnubrögðum þeirra sem að málinu koma, þ.e.a.s. lögreglu, tollgæslu, starfsmanna tryggingafélganna og Skráningarstofu. Félag íslenskra bifreiðaeigenda lætur Fræðslumiðstöð bílgreina skoða viðgerða tjónabíla Alltof oft verið að selja köttinn í sekknum Morgunblaðið/Árni Sæberg Talsmenn FÍB og Fræðslumiðstöðvar bílgreina virða fyrir sér einn tjónabílinn. RÆSIR hf., umboðsaðili Merce- des-Benz, Mazda og Chrysler/ Jeep, frumsýnir seinnihluta nóv- embermánaðar nýja Mazda3 bíl- inn sem leysir Mazda 323 af hólmi. Um er að ræða alveg nýjan bíl, hannaðan í sama anda og Mazda6 sem er margverðlaun- aður og hefur fengið góðar við- tökur. Mazda3 verður fáanlegur í nokkrum útfærslum, fjögurra eða fimm dyra og ýmist með 1,6 L vél 105 ha. eða 2,0 L 150 ha. Hann er nokkuð stærri en forverinn, staðalbúnaður verður ríkulegur eins og fólk á venjast hjá Mazda. Ræsis-menn segja að verðið verði mjög samkeppnishæft. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mazda3 verður frumsýndur hjá Ræsi í nóvember. Mazda3 í nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.