Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALFA Romeo 156 kom fyrst á markað 1997 og vakti strax mikla athygli fyrir glæsilega hönnun og skemmtilega aksturseiginleika. Ekki skemmdi verðið heldur fyrir bílnum því með samningum við ítalska framleiðandann fengust bílar hingað til lands í gegnum Danmörk þar sem verð frá fram- leiðendum var mun lægra en á öðr- um mörkuðum. Íslendingar nutu sem sagt góðs af óhóflegri skatt- lagningu bíla í Danmörku og gera það ennþá. Búið að taka á tímareimamálum Alfa Romeo 156 féll strax vel í kramið og var kjörinn bíll ársins í Evrópu 1998. Bíllinn seldist ágæt- lega hér á landi fyrstu árin en síð- an fór að bera á alvarlegum bil- unum sem einkum tengdust tímareim í vél. Bilanirnar mátti rekja til þess að framleiðandi gaf leiðbeiningar um að skipta ætti um tímareim á fimm ára fresti en í ljós kom að reimarnar entust ekki svo lengi. Bilanir af þessu tagi spyrjast fljótt út og geta eyðilagt markaðs- stöðu viðkomandi bíls til langframa sé ekki rétt á málum haldið. Núna eru leiðbeiningar frá framleiðanda þær að skipta á um tímareim á þriggja ára fresti eða 120.000 km, hvort sem kemur á undan, og sé því fylgt er ekki meiri hætta á vandamálum í tengslum við tíma- reimar í Alfa Romeo en öðrum bíl- um. Nú er önnur kynslóð bílsins komin á markað og þar hafa helstu breytingar orðið þær að komið er nýtt grill og framlugtir og auk þess orðið breytingar á innréttingum. Að utan hafa listar á stuðurum og speglar verið gerðir samlitir bíln- um. Að innan hefur Alfa 156 m.a. fengið nýtt stýri og tölvustýrða miðstöð og loftkælingu þar sem ökumaður og farþegi geta hvor um sig stillt það hitastig sem þeim hentar best. Þá er komin ný 2ja lítra vél með JTS-innsprautunarkerfi. Prófaður var Alfa Romeo 156 2.0 í Sportwag- on-útfærslu sem er nokkurs konar skutbílsgerð bílsins. Bíllinn sem var prófaður var í Lusso-útfærslu sem þýðir umfram staðalgerðina leðurklæðningu á stýri og gírstöng, Bose-hljómkerfi, upphituð framsæti, rafstýrða mjó- baksstillingu á ökumannssæti, raf- stýrðar rúðuvindur að aftan, úti- hitamæli, hálkuvara og þokuljós í framstuðurum. Það er eins og tímalaus hönnun svífi yfir vötnum þegar bíllinn er skoðaður. Breytingin á framend- anum er lítil en miðar að því að gera grillið framstæðara og um leið ágengara. Þetta er með fallegri langbökum á markaðnum - boga- dregnar línur eru allt frá vélarhlíf að afturenda en í raun réttri er vafasamt að telja Alfa 156 Sportwagon með langbökum - til þess er farangursrýmið of tak- markað. Eins og í stallbaknum eru handföng á afturhurðum falin í dyrastafnum og ennþá þarf að benda fólki á hvar það á að taka í hurðina til að opna dyrnar. Skemmtilegt stílbragð sem gefur bílnum sportlega eiginleika og meira yfirbragð af kúpubak. Prófunarbíllinn var klæddur ljósu leðri á sætum, sem er auka- búnaður upp á 195.000 krónur. Inn- réttingin er sportleg og þarna er að finna tvívirka, sjálfvirka miðstöð með kælingu, skriðstilli, fjarstýr- ingu á hljómtækin sem eru með Bose-hljómtækum sem eru inn- byggð í mælaborðið og freista því síður þjófa. Sætin eru handstillt og skorða vel af líkamann og ökumað- ur situr lágt á sportlega vísu. Skemmtilega aflmikil vél Þessi nýja 2,0 lítra vél byggir á nýrri JTS, (Jet Thrust Stoichio- metric), sem er bein strokkainnsp- rautun. Fyrir vikið er þetta vél sem setur met hvað varðar hest- aflafjölda og snúningsvægi miðað við slagrými án forþjöppu. Því er haldið fram að afl þessarar vélar samsvari afli frá venjulegri 2,3 lítra vél. Þessi fyrsta JTS-vél Alfa Rom- eo skilar að hámarki 165 hestöflum og togið er 206 Nm við 3.250 snún- inga á mínútu. Það er einmitt togið sem maður verður strax var við í þessum bíl því vinnslan er góð strax á lágum snúningi og því óþarfi að hræra mikið í gírum t.d. við framúrakstur. Við vélina er tengd fimm gíra handskiptur kassi og er gírskiptingin lipur og ná- kvæm. Hröðunin er uppgefin 8,2 sekúndur og vélin gefur frá sér sportlegt hljóð þegar hún er þanin. Bíllinn er kominn með stöðug- leikastýringu, VDC, og að auki MSR, sem hindrar að framhjólin læsist þegar gírað er niður á hálum vegi. Þá fylgja bílnum sex öryggis- loftpúðar og komnar eru tvær ISO- FIX-barnabílstólsfestingar í aftur- sæti. Í Lusso-útgáfunni kostar bíllinn 2.960.000 krónur en með öll- um aukabúnaðinum í prófunarbíln- um var verðið farið að nálgast 3,5 milljónir kr. Grunnverðið er frem- ur hagstætt á þessum bíl en sam- anburðarbílar eru m.a. BMW 3 Touring, sem kostar 3,3 milljónir kr., Audi A4 Avant, sem kostar 3.455.000 kr. og Lexus IS300 Sportcross sem kostar 4,6 milljónir kr. en fæst eingöngu sjálfskiptur. Afl og sportlegir taktar í Alfa Romeo Það eru falleg form á Sportwagon og þakbogarnir setja svip á bílinn. Þótt bíllinn sé með langbakslagi er farangursrýmið í minna lagi. Ljóst leðrið er aukabúnaður en að öðru leyti er bíllinn vel búinn. Nýtt grill og nýjar lugtir er meðal breytinga í nýrri kynslóð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er óneitanlega glæsileiki í kringum Alfa Romeo sem þarna er á 17 tommu álfelgum. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 1.970 rúmsentimetrar, 16 ventl- ar, bein strokkinn- sprautun. Afl: 165 hestöfl við 6.400 snúninga á mínútu. Tog: 206 Nm við 3.250 snúninga á mínútu. Hröðun: 8,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 220 km/ klst. Lengd: 4.435 mm. Breidd: 1.743 mm. Hæð: 1.430 mm. Eigin þyngd: 1.250 kg. Farangursrými: 360/ 1.180 lítrar. Hemlar: Diskar að framan og aftan, ABS og EBD. Dekk: 205/60 R 15. Verð: 2.960.000 kr. Umboð: Fiat-umboðið. Alfa Romeo Sportwagon 2.0 JTS Nýja JTS-vélin er aflmeiri en menn eiga að venjast miðað við stærð. REYNSLUAKSTUR Alfa Romeo 156 Guðjón Guðmundsson Frábær alhli›a jeppadekk fáanleg í flestum stær›um Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.