Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 SELFOSSI TOYOTA LAND CRUISER 100 TDI Árg. 2002, ekinn 22 þús. Nýja útlitið, leður, TEMS, aukasæti, óaðfinnanlegur bíll með öllu. Verð 6.450 þús. 480 8000 EIGENDUR Hyundai jeppa söfnuðust í hópferð inná Kjalveg og í Kerling- arfjöll síðastliðinn laugardag. Í ferð- inni voru liðlega 40 bílar, Galloper, Santa Fe og Terracan jeppar en um- boðið, B&L, hafði stefnt hópnum saman til að taka þátt í ferðinni sem er að verða að hefð. Ferðina skipulögðu þeir Arnar Ein- arsson, Aðalsteinn Pétursson og Davíð Garðarsson og var í fyrsta áfanga haldið að Geysi. Þaðan hélt hluti hópsins, einkum minni jepparnir, um Haukadalsheiði og inn á Kjalveg en hinir héldu austur að Tungufelli og óku inn að Kerlingarfjöllum um afrétt Hrunamanna, þ.e. austan við Hvítá. Er það mjög áhugaverð leið, sæmilega torfær til að reyna á tækin án þess að vera of erfið. Leiðin er nokkuð gróf og grýtt á köflum og yfir ár að fara sem voru þó engin hindrun að þessu sinni enda orðið haustlegt og vatnsgangur lítill. Snjóföl var á jörðu og á stöku stað var krækt framhjá sköflum í gilskorn- ingum. Margir möguleikar á breytingum Allmargir Terracan jeppar voru í för en þeir voru kynntir hér fyrir um tveimur árum. Terracan er á þokka- lega góðu verði og er af mörgum tal- inn henta vel í breytingar. Er kringum þriðjungi bílanna breytt og ýmist ráð- ast menn í þær strax og bíllinn er keyptur en sumir kjósa að kynnast bílnum áður en þeir fara út í þær. Um- boðið býður nokkrar útfærslur í breytingum sem kosta misjafnlega mikið, allt frá um 200 þúsund krón- um uppí vel yfir 1.300 þúsund krónur. Mesta breytingin felst í því að setja 38 tommu dekk undir bílinn, hækka hann eins og þarf til þess en það felur m.a. í sér að skera pláss fyrir þessi belgmiklu dekk og til að þurfa ekki að hækka bílinn eins mikið og skera úr afturhurðinni er aftari hásingin færð aftur um 10 cm. Þessi breyting kost- ar um 1.390 þúsund krónur en þá eru einnig sett í bílinn lægri drifhlutföll og driflæsing ef óskað er. Síðan er boðið uppá 35 tommu breytingu sem kostar um 720 þús- und krónur. Þá er bíllinn hækkaður og settir nýir brettakantar. Næst- minnsta breytingin er til að setja undir 33 tommu dekk og kostar það 590 þúsund. Þá er bíllinn einnig hækkaður og settir nýir kantar. Síðan eru 32 tommu breytingin sem kostar 200 þúsund. Bíllinn er þá hækkaður örlítið en ekki átt við brettakanta. Fyrir jökla og ár En hvers vegna að breyta jeppum? Það kemur ekki síst fram í ferð sem þessari hvaða kosti breyting og hækkun getur haft í för með sér. Þeg- ar stórir hjólbarðar eru komnir undir bílinn er unnt að lækka mjög loftþýst- inginn þegar ekið er á fjallaslóðum. Þannig verður bíllinn mun mýkri og fer betur með fólk og farangur. Slíkur bíll flýtur líka betur á snjó og því eru þessi belgmiklu dekk eina leiðin til að fara á jeppa á jökla. Í bæjarakstri er hins vegar nauðsynlegt að hafa nokk- uð eðlilegan þrýsting í hjólbörðunum. Breyttur bíll er líka orðinn nokkru hærri en óbreyttur og felst í því auk- inn möguleiki á ferð um erfiða vegi en ekki síður hitt að auðveldara er að aka hærri bíl, ökumaður þarf þá vart að óttast að grjót rekist uppundir hann. Þetta eru örfáar ástæður fyrir breytingum og síðan má alltaf spyrja sig hvað ganga á langt í þessum efn- um. Þeir sem nota jeppa einkum til bæjaraksturs og ferða á almennum vegum þurfa ekki að ráðast í breyt- ingar. Þeir sem fara eitthvað um óbyggðavegi ættu að íhuga í það minnsta 32 tommu breytinguna og þeir sem vilja komast „allt“ ráðast annað hvort í 35 eða 38 tommu breytingu. En burtséð frá öllu þessu er vita- skuld hægt að aka öllum venjulegum jeppum um alla venjulega óbyggða- vegi án þess að breyta nokkru. Þá þurfa menn í mesta lagi að fara hæg- ar yfir og kannski forðast erfiðustu árnar og sleppa því að halda á jökla. Mýkri akstur og þægilegri á breyttum jeppum Ferðina skipulögðu þeir Arnar Einarsson (t.v.) og Davíð Garðarsson ásamt Að- alsteini Péturssyni og allir eru þeir starfsmenn B&L. Leiðin í Kerlingarfjöll austan við Hvítá er fjölbreytt og nokkuð torsótt en þó engan veginn illfær. Morgunblaðið/jt Breyttur og hækkaður Terracan á 38 tommu hjólbörðum er talsvert meiri bíll en sá óbreytti. Báðir skiluðu þeir þó sínu á leiðinni í Kerlingarfjöll þar sem áð var og grillað. joto@mbl.is  Starfsmenn Vélavers leggja upp í sýningarferð um landið mánudaginn 6. október og mun hún enda í Reykjavík 20. október. Hér er líklega á ferðinni stærsta atvinnutækjasýning sem fer um landið í ár því á sýningunni verða um 20 tæki, að því er fram kemur í frétt frá Vélaveri. „Ein meginástæða sýningarferðarinnar er sú að Vélaver hf. hefur ekki áður fengið jafn mikið af nýjungum frá sínum birgjum á svo skömmum tíma og nú. Meðal nýrra tækja sem verða sýnd er Iveco Stralis sem kjörinn var vörubíll ársins í Evr- ópu 2003. Þessi bíll er búinn nýrri há- tæknidíselvél og nýrri Eurotronic II sjálfskiptingu. Bíllinn er fáanlegur í stærðunum 19 til 26 tonn sem grind- arbíll en allt að 44 tonn sem drátt- arbíll. Frá Iveco verður einnig sýndur nýr Iveco Euro Cargo millistærðar vörubíll í flokknum 6-18 tonn. Þennan nýja bíl hefur Iveco verið að kynna í Evrópu á síðustu vikum. Með í för verður svo Iveco Daily sendibíll sem er fyrsti sendibíllinn í þessum flokki sem kemur á loftpúðafjöðrum. Í vinnuvélum verður sýnd nýja JCB 4cx traktorsgrafan, flaggskip JCB í traktorsgröfum, með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu. Auk þess verða sýndar nýjar 3ja og 6 tonna beltavélar ásamt JCB Robot hjólaskóflu, fleyghamrar og borar. Frá fyrirtækinu Ausa á Spáni kemur nýr smátrukkur, liðstýrður og powerskiptur. Í landbúnaðarvélum má fyrst telja þrjár nýjar gerðir New Hol- land dráttarvéla. Meðal nýjunga í þeim er nýr mótor í svo kallaðri TS-A línu. Hér er um að ræða fyrstu dráttarvél- arnar sem koma með common-rail fjölventla díselvél. Þessir nýju mótorar eru einnig búnir aflstýrikerfi, „Power management“, sem getur gefið allt að 20% aflaukningu á vinnudrif umfram skráð afl vélarinnar. Fleiri nýjungar eru í þessum vélum, svo sem ný vökvask- ipting, nýtt ökumannshús með gorma- fjöðrum, 72 db hljóðeinangrun og loft- kæling.“ Iveco Stralis frumsýndur Iveco Stralis, vörubíll ársins.  Þýski bílaklúbburinn ADAC stóð nýlega fyrir prófunum á ör- yggi sæta í fólksbifreiðum við aftanákeyrslur. Þrátt fyrir harða samkeppni við nýrri gerðir stóð Toyota Yaris uppi sem sigurveg- ari. Frá þessu er skýrt á heima- síðu Toyota, toyota.is. Háls- og hnakkameiðsli vegna aftanákeyrslna eru oft á tíðum mun alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Þegar þungt högg kemur aftan á bíl kastast höfuð farþega oft afturábak og gíf- urlegt álag kemur á hálsinn. Jafnvel við hraða upp á aðeins 10 km/klst getur aftanákeyrsla leitt til varanlegra hálsmeiðsla sem eru oft á tíðum mjög sárs- aukafull og geta í alvarlegustu tilfellunum leitt til dauða farþega. Prófanir ADAC auka vitund um mikilvægi þessa þáttar í árekstr- aröryggi bíla, en sæti í 10 fólks- bifreiðum voru prófuð. Voru sæt- in metin út frá tveimur þáttum. Í fyrsta lagi þurfti sætið að veita vörn gegn Whiplash-áhrifum og í öðru lagi að hafa góða styrkingu í baki til að veita nægilegan stuðning fyrir líkamann. Lokanið- urstöður úr prófinu reyndust vera þær að Toyota Yaris náði besta skori af þeim bílum sem prófaðir voru. Toyota Yaris með bestu vörnina gegn hálshnykk  Jeppadeild Útivistar stendur fyrir ferð norður fyrir Hofsjökul og um Vonarskarð 2.–5. október. Þátttakendur í ferðum jeppadeild- arinnar ferðast á eigin jeppum undir leiðsögn fararstjóra Útivist- ar. „Eftir að fer að frysta á haustin og áður en fer að snjóa opnast nýr heimur á hálendi Íslands fyrir jeppafólk. Lítið vatn í ám, jarðvegur þurr og oft á tíðum mjög gott veðurfar til ferðalaga. Þessi ferð – Norður fyrir Hofs- jökul og um Vonarskarð – er oft- ast ófær með öllu fyrir alla bíla á vorin og sumrin vegna vatna- gangs og að vetri vegna snjóa og skara við ár,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Útivist. Á leiðinni eru margar sprænur, lækir og ár sem geta á svipstundu orðið að skaðræðis vatnsflaumi ef réttar aðstæður eru fyrir hendi. Ferðin er miðuð við breytta jeppa. Brottför verður frá skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178, kl. 19 á fimmtudagskvöld. Fararstjóri er Guðrún Inga Bjarnadóttir. Verð á bíl er 3.900/4.500 kr., en auk þess greiðir hver þátttakandi 4.500 kr. fyrir gistingu. Jeppaferð um Vonarskarð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.