Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 B 9 bílar TVÖ ritverk eru væntanleg á markað þar sem þess verður minnst að á næsta ári verða 100 ár liðin frá því að fyrsti bíllinn var fluttur inn til Íslands. Í nóv- ember næstkomandi gefur Forlagið út Íslensku bílaöldina eftir Örn Sigurðsson og Ingi- berg Bjarnason. Þetta verður ljósmyndabók í stóru broti sem byggð er á mynda- og úrklippu- safni feðganna Bjarna Einars- sonar og Ingibergs Bjarnason- ar. Í fréttatilkynningu frá Forlaginu segir að stiklað verði í bókinni á öllu sem viðkemur menningarsögu íslensks bíla- fólks frá því Thomsensbíllinn hossaðist um götur Reykjavík- ur árið 1904 til þess tíma að breyttir jeppar rúlluðu yfir jökla og stórfljót um aldamótin 2000. Kynningarverð á bókinni í forsölu er 7.900 krónur en fullt verð 9.000 krónur. Bílgreinasambandið gekkst árið 2000 fyrir stofnun sérstaks einkahlutafélags um söfnun heimilda og ritun sögu bílsins á Íslandi. Félagið fékk nafnið Saga bílsins á Íslandi. Formað- ur félagsins er Finnbogi Eyj- ólfsson og framkvæmdastjóri Jónas Þór Steinarsson. Aðrir í stjórn voru Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, og Örn Sigurðs- son, þáverandi formaður Forn- bílaklúbbsins. Örn sagði sig úr stjórn félagsins síðastliðið vor og hefur síðan sjálfur unnið að ritun Íslensku bílaaldarinnar. „Sú bók, sem nú er farið að aug- lýsa og mun koma út nú í haust, er með öllu óviðkomandi Sögu bílsins á Íslandi og tengist þeirri vinnu sem enn stendur yfir á vegum þess félags ekki á nokkurn hátt. Saga bílsins mun koma út á næsta ári eins og stefnt var að og verður mikil að vöxtum. Þar verður hinum ýmsu þáttum sögu bílsins á Ís- landi í eitthundrað ár gerð ít- arleg skil í máli og myndum. Höfundur bókarinnar er Sig- urður Hreiðar Hreiðarsson blaðamaður sem í áratugi hefur skrifað um bíla og tengd efni í blöð og tímarit,“ segir í frétta- tilkynningu frá Bílgreinasam- bandinu. Tvær bækur um íslensku bílaöldina JUAN Pablo Montoya hjá Williams og Kimi Räikkönen hjá McLaren hugga sig eflaust við að óheppni þeirra í bandaríska kappakstrinum hafi orð- ið til þess að Michael Schumacher hjá Ferrari er nú með a.m.k. aðra höndina á heimsmeistaratitli öku- þóra. En vonarneisti í brjósti þeirra slokknaði ekki í rigningunni í Indianapolis um helgina heldur dofnaði hann smám saman með þeirra eigin mistökum ver- tíðina út í gegn. Fyrir mörgum kunna umrædd mistök að stað- festa að þrátt fyrir tilkomumiklar framfarir keppn- isbíla Williams og McLaren á árinu eru Räikkönen og Montoya og lið þeirra ekki á sama getustigi og Schumacher og Ferrari hafa náð undanfarin ár, eins og formúlufræðingar breska útvarpsins, BBC, hafa komist að niðurstöðu um. Tapaðist fyrr á árinu Nokkur mót má nefna sem ökuþórarnir geta litið til þegar þeir líta yfir farinn veg og – eins og sönnum íþróttamönnum sæmir – átta sig á að þeir hafa við sjálfa sig að sakast fyrst og fremst en ekki banda- ríska veðurguði sem reyndust Schumacher hlið- hollir í Indianapolis. Stigin sem á vantar að þeir geti keppt um titilinn í lokamótinu í Suzuka eftir 10 daga töpuðust fyrr á árinu. Reyndar á Räikkönen enn möguleika á titlinum en stendur afar höllum fæti gegn Schumacher sem er með 9 stiga forskot. Strax í fyrsta móti, ástralska kappakstrinum í Melbourne í byrjun mars, stefndi Montoya til öruggs sigurs en snarsnerist út úr brautinni fyrir eigin mistök þegar 10 hringir voru eftir. Færði hann með því David Coulthard hjá McLaren sigur á silf- urfati. Tókst þó að halda bílnum í gangi og komast annar á mark, á undan Räikkönen og Schumacher, en sóaði samt tveimur stigum. Í austurríska kappakstrinum í A1-Ring um miðjan maí var Montoya með forystu, á undan Schumach- er og Räikkönen er hann varð fyrir vélarbilun. Ef til vill hefði hann ekki borið sigurorð af Schumacher en öruggt annað sæti fuðraði upp í úrbræðslureyk BMW-mótors Williamsbílsins. Þar fóru átta stig í súginn hjá Montoya. Mánuði seinna í Montreal hefðu Williams- þórarnir hvor um sig átt að vinna en köstuðu báðir frá sér sigri. Montoya gerði mistök í lok fyrsta hrings – var þá annar – og snarseri bílnum á brautinni með þeim af- leiðingum að Schumacher komst í aðstöðu til að kljást við bróður sinn Ralf um forystuna. Greip hann tækifærið er Ralf tafðist í þjónustustoppi og sigraði en Ralf og Montoya urðu í öðru og þriðja sæti. Þarna fóru milli 6 og 8 stig forgörðum hjá Montoya. Snúningur hans kostaði hann annaðhvort tvö stig eða fjögur eftir því hvort hann hefði orðið á undan Ralf Schumacher á mark. Og þökk sé akst- ursmistökum Williams-manna þá fékk Michael Schumacher fjórum stigum meira en efni stóðu til, þ.e. með sigri í stað þriðja sætis. 22–26 stig farið í súginn hjá Montoya Kimi Räikkönen drottnaði í Evrópukappakstr- inum í júnílok á McLaren bíl sínum en þar hóf hann keppni af ráspól í fyrsta sinn á ferlinum. Á endanum brást þó hinn annars áreiðanlegi Mercedes-mótor í bílnum og hann féll úr leik. Þar glötuðust 11 stig, 10 fyrir sigur og 1 sem Schumacher bætti við sig með brottfalli Räikkönen, þ.e. hann kom fimmti á mark í stað þess að vera sjötti. Montoya urðu á afdrifarík mistök í tímatökum ungverska kappakstursins í ágústlok. Játaði hann að hafa slakað örlítið á eftir fyrsta tímatökukaflann til að tryggja að hann kæmist hringinn klakklaust. Fyrir vikið hóf hann keppni af fjórða rásstað í stað þess að vera mun framar. Tókst ræsingin illa á ryk- ugri helmingi brautarinnar og féll hann niður um mörg sæti á fyrsta hring. Með mikilli baráttu vann hann sig aftur upp og kom á mark í þriðja sæti, á eftir Fernando Alonso hjá Renault og Räikkönen; á bíl sem var nógu hraðskreiður til að keppa til sigurs. Sóaði hann að lágmarki tveimur stigum, hugs- anlega fjórum, með yfirsjón sinni í keppninni um ráspólinn. Sömuleiðis urðu Montoya á akstursmistök í keppninni um ráspólinn í ítalska kappakstrinum í Monza fyrir rúmum hálfum mánuði. Eftir fyrsta og annan kafla brautarinnar var hann með betri tíma en Schumacher en gerði þá mistök í beygju, skreið of utarlega í hana með þeim afleiðingum að Schu- macher vann pólinn með 51 þúsundasta úr sek- úndu. Því til viðbótar völdu Williams að aka með of mikla vængpressu í kappakstrinum sem kom niður á hámarkshraða Montoya sem – þótt ekki miklu munaði – gerði að verkum að hann komst aldrei fyllilega nærri Schumacher til að reyna að taka fram úr honum. Fjórum stigum sóað af hálfu Willi- ams og Montoya, tveimur fyrir sigur sem ekki fékkst og tveimur sem Schumacher græddi fyrir vikið. Vegna mistaka má því segja að 22–26 stig hafi farið forgörðum hjá Montoya í keppninni um heims- meistaratitilinn og 11 hjá Räikkönen. Hefðu þessi mistök ekki komið til væri Montoya reyndar þegar orðinn heimsmeistari í Formúlu-1 í ár og Räikkönen stigi á undan Schumacher í keppninni um annað sætið. Það verður reyndar að játa að heimsmeist- aranum hafa sjálfum orðið á mistök á árinu. Að frá- töldum eigin akstursmistökum í brasilíska kapp- akstrinum hefur þó fremur aksturseiginleikum Ferrari-fáksins verið um að kenna að hann hefur ekki fengið eins mörg stig og ella. Reuters Michael Schumacher vann kappaksturinn í Indianapolis og stendur vel að vígi fyrir síðasta kappaksturinn í Japan eftir tíu daga. Hvernig Räikkönen og Montoya töpuðu titilslagnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.