Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stytting skólanáms Misjöfn viðbrögð skólastjórn- enda við tillögunum Fréttir 11 Þrettán kvikmyndir frá sex löndum Fólk 60 Bókastefna í Gautaborg Yfir 800 fyrirtæki og mun fleiri ræðumenn Listir 30 Kvikmyndahátíð Eddunnar 130. löggjafarþing Íslendinga var sett í gær, í upp- hafi haustmánaðar. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2004 var lagt fram í gær. Tæpur þriðjungur þing- heims er nýkjörinn og ennfremur tekur fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn nú sæti á Alþingi. Þing- menn, ásamt forseta Íslands, biskupi Íslands og gestum, gengu að lokinni messu í Dómkirkjunni í Reykjavík til þinghússins þar sem forsetinn setti þingið. Að venju stóð lögreglan í Reykjavík heiðursvörð á meðan þingsetningin fór fram og gætti jafnframt ör- yggis á staðnum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti 130. löggjafarþingið sett Þetta kemur m.a. fram í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2004 sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Með frumvarp- inu fylgir langtímastefnumörkun í ríkisfjármálum. Geir sagði að stefnt væri að því að útgjöld vegna fram- kvæmda á vegum ríkisins lækkuðu um fimm milljarða næstu tvö árin en hækkuðu svo svo aftur um sömu upp- hæð 2007–2008. Þá er stefnt að því að lækka skatta um 20 milljarða á ár- unum 2005–2007. Í fjárlagafrumvarpinu er sagt að hátekjuskattur verði lækkaður úr 5% í 4%. Þessi skattur er tímabundinn og rennur út um næstu áramót nema heimild til þess að leggja hann á verði endurnýjuð. Davíð Oddsson sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok mars sl. að tímabili hátekjuskatts væri lokið og hann ætti að hverfa. Ekki er stefnt að því á næsta ári sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga. Tekjuáætlun ríkissjóðs er sögð bera skýr merki þess að uppsveiflan sé hafin og fram undan sé tímabil aukins hagvaxtar. Forsendur þessar- ar spár eru m.a. þessar:  Kaupmáttur almennings hækki um 2,5%.  Hagvöxtur verði 3,5%.  Verðbólgan sé um 2,5% og í sam- ræmi við markmið Seðlabankans. Geir sagði að gerðar væru auknar kröfur um ábyrga hagstjórn við þess- ar aðstæður til að ógna ekki stöðug- leikanum. Í fjárlagafrumvarpinu seg- ir að útgjaldahlið þess markist af sérstökum ráðstöfunum sem eigi að spara 3,7 milljarða. Sé miðað við áætl- uð útgjöld 2003 en ekki fjárlögin sé gert ráð fyrir að raunlækkun heildar- útgjalda ríkisins verði um 1,6%. Reynt að stilla ríkisútgjöldum í hóf í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í gær Tímabil hagvaxtar framundan GERT er ráð fyrir að rekstur ríkissjóðs verði jákvæður um 6,4 milljarða króna á næsta ári. Heildarútgjöld eru áætluð 273 milljarðar króna og heildar- tekjur 279 milljarðar. Skatttekjur hækka um 14,5 milljarða milli ára vegna aukinna umsvifa og útgjöld um 8,2 milljarða miðað við fjárlög 2003.  Fjárlagafrumvarp/Miðopna               !"  #$%" #&"& ' '#("& !% #"& )*)     +, -.    /  0 1 2  &&#  2 2   0    /   3 / 4  . 5 6 0     789    '# %#"& ' '#&"& '' %#"& ( %("& '$ !&("& !( &("& 7 9 )*)  2 2 NÝ skoðanakönnun vegna ríkisstjórakosninganna í Kaliforníu, sem fara fram nk. þriðjudag, sýnir að leikarinn Arnold Schwarzenegger hefur 40% fylgi meðal líklegra kjósenda. Næstur á eftir honum kemur demókratinn Cruz Bustamante með 32%. Kosningarnar eru tvíþættar. Fyrst er kosið um það hvort víkja eigi núverandi ríkisstjóra, demókratanum Gray Davis, úr embætti. Reynist meira en helmingur kjósenda þessu andvígur skiptir engu hversu mikið fylgi Schwarzenegger eða aðrir frambjóðendur fá. Könnun Los Angeles Times sýndi hins vegar að 56% vilja víkja Davis úr embætti en aðeins 42% eru því andvíg. AP Góð staða Schwarzeneggers BANDARÍKJAMENN kynntu í gær fyrir ríkjunum sem eiga fulltrúa í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna drög að nýrri ályktun um Íraksmálin. Segja þeir að þar sé verulega komið til móts við skoðanir þeirra þjóða, sem vilja að Írökum verði falin stjórn eigin mála eins fljótt og auðið verði, en Frakkar hafa verið þar í fararbroddi. Bandarískur embættismaður sagði að í drögunum væri kveðið á um hlut- verk Sameinuðu þjóðanna í uppbygg- ingarstarfinu í Írak með skýrari hætti en áður hefði verið gert. Tók hann fram að ekki væri kveðið á um það hvenær búið skyldi að framselja vald í hendur Írökum, líkt og Frakkar hafa krafist, eða hvenær búið ætti að vera að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Írak og halda kosningar. Colin Powell utanríkisráðherra hefur hins vegar áður látið hafa eftir sér að það ætti ekki að þurfa að taka meira en sex mánuði að semja nýja stjórnarskrá. Ný drög að ályktun um Íraksmálin Washington. AFP. „Sem faðir veit ég hvað er gott fyrir börnin mín. Sum lög þarf að virða. Við sígaunar höfum þá hefð að gifta börnin þegar þau eru undir lögaldri,“ sagði „sígaunakóngurinn“ Cioaba að því er fram kom á fréttavef BBC. Brúðguminn, Birita Mihai, er fimm- tán ára og af vel stæðri sígaunafjöl- skyldu. Virðist sem brúðurin, Ana- Maria Cioaba, hafi sjálf verið ósam- þykk ráðahagnum en hún flýði athöfnina á laugardag í miðjum klíð- um, og voru augu hennar þá grátbólg- in. Ana-Maria lét þó tilleiðast að lokum. Lögreglan í Sibiu hefur þegar yfir- heyrt fólk vegna málsins. „Við erum að rannsaka ásak- anir um að sam- ræði hafi verið haft við mann- eskju undir lög- aldri,“ sagði talsmaður lög- reglu. Vilja sum- ir meina að þetta teljist nauðgun skv. laganna bókstaf og þess hefur verið krafist að Ana-Maria og Birita verði bæði færð í umsjá yfir- valda. Ana-Maria var heitbundin þegar hún var sjö ára og mun fjölskyldan hafa fengið 500 gullpeninga fyrir hana. Yfirvöld fyrir- skipa rannsókn Ana-Maria er aðeins tólf ára gömul. STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hafa fyrirskipað rannsókn vegna brúðkaups sem fram fór í borginni Sibiu í Transylvaníu á laugardag, en brúðurin, sem er dóttir svonefnds konungs sígauna, er aðeins tólf ára gömul. Faðir brúð- arinnar, Florin Cioaba, ver hins vegar ráðahaginn. Umdeilt sígaunabrúðkaup í Rúmeníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.