Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI SETT Í GÆR Alþingi Íslendinga, 130. löggjaf- arþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hall- dór Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, var endurkjörinn forseti Alþingis. Aðhald í ríkisútgjöldum Aðhald í útgjöldum ríkissjóðs er stefið í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 273 milljarðar króna og hækka um 8,2 milljarða frá fjár- lögum 2003. Væri þessari upphæð skipt jafnt á milli allra Íslendinga eldri en 18 ára fengi hver og einn um 1,3 milljónir króna. Umdeilt brúðkaup Yfirvöld í Rúmeníu hafa fyrir- skipað rannsókn á brúðkaupi sem fram fór í Transylvaníu á laugardag, en þar var Ana-Maria, tólf ára gömul dóttir svonefnds konungs sígauna, gift hinum fimmtán ára gamla Birita Mihai. Faðir Önu-Mariu, Florian Cioaba, varði ráðahaginn í rúm- enska sjónvarpinu í gær og sagði að Ana-Maria, sem sat við hlið hans, hefði sjálf viljað giftast Birita. Engar athugasemdir Forstjóri Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson, sá ekkert at- hugavert við þær launagreiðslur sem erlendir starfsmenn undir- verktakanna Technoservice og Edilsider, er unnið hafa við uppsetn- ingu vinnubúða við Kárahnjúka- virkjun, fengu síðdegis í gær. Á sigurbraut? Arnold Schwarzenegger virðist líklegur til að verða kosinn ríkis- stjóri í Kaliforníu í kosningum sem fara fram nk. þriðjudag. Hann hefur 40% fylgi skv. skoðanakönnun en demókratinn Cruz Bustamante 32%. 2. október 2003 Á skólabekk hjá Sameinuðu þjóð- unum, ónýttar aflaheimildir krókaafla- marksbáta, minni afli uppsjávarfiska Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ELDI á bleikju hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Áætluð framleiðsla hér á landi í ár er um 2300 tonn og útflutningsverð- mætið að nálgast milljarð. Stærsti einstaki framleiðandinn er Silungur á Vatnsleysuströnd með allt að 1.100 tonnum á þessu ári. Silfur- stjarnan er næst stærst en auk þessu eru 15 smærri aðilar í bleikju- eldi hér á landi. Heimsframleiðsla á eldisbleikju nemur um 3.500 tonnum á ári og er Silungur einn því með tæplega þriðjung alls bleikjueldis í heimin- um og Ísland alls með um 60 til 70%. Auk eldisbleikjunnar er árlegt framboð af villibleikju um þúsund tonn. Stefna á 1.500 tonn Jónatan Þórðarson, framkvæmda- stjóri Silungs, er ánægður með vöxt fyrir tækisins. „Við vorum með um 200 tonn fyrir fimm árum og þá þótti það mikið. Á þessu ári ætlum við að framleiða 1.000 til 1.100 tonn og á næsta ári er stefnan sett á að minnsta kosti 1.500 tonn. Maður verður að vera með ákveðna stærð- arhagkvæmni í þessu, til að geta svarað sveiflum í umhverfi,“ segir Jónatan. Jónatan segir að verð á bleikju sé að meðaltali 30 til 40% hærra en verð á laxi, en hann selst nú á heimsmarkaði á um 240 krónur ís- lenzkar kílóið. „Silungur var einnig í laxeldi, en við ákváðum að draga okkur út úr því og losuðum okkur við dreggjarnar af því í fyrra. Við erum mjög ánægðir með þá ákvörð- un, því þetta kom vel út fyrir okkur. En það sem er heppilegt fyrir einn framleiðanda er ekki endilega heppilegt fyrir næsta, menn þróa sinn rekstur með tilliti til aðstæðna. Gengisþróun viss ógn Verð er nokkuð stöðugt, sama er hægt segja um hægt vaxandi mark- að í Bandaríkjunum, á Norðurlönd- um og Benelúxlöndunum. Gengis- þróun íslensku krónunnar er náttúrulega viss ógn í útflutnings- rekstri hérlendis og hér er spáð sterkri krónu næstu árin. Við erum að finna leiðir til að takast á við það. Þótt innri vöxtur okkar í Silungi sé ásættanlegur hafa framleiðendur gætt sín á því að ofbjóða ekki mark- aðnum. Einnig hefur átt sér stað viss grisjun framleiðenda. Þannig að gæði íslenskrar bleikju sem er almennt í boði eru meiri. Það hjálp- ar sölunni.“ Útflutningur á bleikju skilar milljarði króna Silungur á Vatnsleysuströnd orðinn stærsti framleiðandi heims á bleikju Morgunblaðið/Hjörtur Jónatan Þórðarson í Silungi hamp- ar vænni bleikju. ÁSTAND hörpudiskstofnsins í Breiðafirði er nú afar slæmt en í mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar í síðasta mánuði kom í ljós að stofninn hefur minnkað um 12% frá síðustu mælingu í apríl sl. Stærð stofnsins er nú innan við 30% af því sem hann var að jafnaði á síðasta áratug. Hér eru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunarinnar að skoða sýnishorn úr Breiðafirðinum um borð í rannsóknaskipinu Dröfn RE. Skelin á Breiðafirði skoðuð Morgunblaðið/Muggur LAXELDI Sæsilfurs í Mjóafirði hefur gengið vel að undanförnu. Um þúsund tonnum hefur þegar verið slátrað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og fer laxinn jafnóðum ferskur úr landi. Verðið hefur hækkað um 55 krónur á kíló og er viðmiðunarverð í Noregi nú ríflega 240 krónur á kílóið. Um þessar mundir er einnig verið að setja út hálfa milljón haust- seiða í kvíar Sæsilfurs í Mjóafirði. Guðmundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs, segir eldið ganga vel. Tekizt hafi að lágmarka árstíðabunda erfið- leika vegna hlýinda í sjónum síðla sumars og séu þeir nú að baki með kólnandi veðri. Allt á réttri leið „Það er búið að slátra um þúsund tonnum frá okkur og við áætlum að alls verði slátrað um 2.500 tonnum af laxi á þessu ári. Verðið er á uppleið og vöxturinn góður svo þetta er allt á réttri leið. Við erum einnig að setja haustseið- in í kvíar um þessar mundis, alls um hálfa milljón seiða svo brunnbáturinn Snæfugl er að allan sólarhringinn alla daga vikunnar Hann hefur sótt megnið af seiðunum í Öxarfjörðin er fór nýlega einnig eina ferð til Grindavíkur að sækja seiði,“ segir Guðmundur Valur. Hann segir það einnig athyglisvert hve mik- ið þorskurinn sæki að eldiskvíunum. „Við sjáum hann vel í neðansjávarmyndavélunum okkar. Hann virðist sækja í lyktina af laxinum og í það æti sem óhjákvæmilega fellur lítils- háttar til og svo sækja trillukarlarnir í þorsk- inn við kvíarnar, sem við erum lítið hrifnir af. Það er því óhætt að segja að það sé líflegt hjá okkur,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson. Slátra 20 til 25 tonnum á dag „Það hefur gengið alveg þokkalega hjá okkur að slátra, þetta eru svona 20 til 25 tonn á dag, fer svolítið eftir stærðinni á fiskinum,“ segir Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri fisk- vinnslu Síldarvinnslunnar. Hann segir að nú sé slátrað þrjá til fjóra daga í viku, en slátrun verði aukin fljótlega. Verið er að setja upp nýjan flokkara frá Marel og að því loknu er gert ráð fyrir því að 15 til 20 manns vinni við slátrunina Laxinum er dælt beint inn í sláturhúsið úr brunnbátnum. Fyrst fer hann í svokallaða kæliskrúfu, síðan er hann blóðgaður og látið blæða úr honum í ann- arri kæliskrúfu Þá er hann slægður í slæging arvél og fer síðan í gæðamat og flokkun fyrir pökkun og ísun. Laxinn fer síðan út í gámum, með skipum til Evrópu en í flugi til Bandaríkj- anna. Gengur vel að selja Jón Kjartan Jónsson, forstöðu- maður fiskeld- issviðs Samherja, segir að vel gangi að selja laxinn. Hann fari jafnóðum út, bæði til Banda- ríkjanna og Evrópu. Meira hafi verið selt til Bandaríkjanna í sumar, þegar verð hafi verið lágt í Evrópu en með hækkandi verði vex hlut- ur Evrópu. „Sé miðað við fob-verð í Osló er það nú um 22 norskar krónur á klíó af heilum, slægðum fiski og hefur hækkað um 5 norskar krónur frá því í sumar. Mest af laxinum fer ferskt utan, en lítilsháttar magn er fryst eftir því hvernig stendur á með einstakar stærðir á mörkuðum. Þegar flutt er í gámum fara þeir með skipi frá Eskifirði til Evrópu. Það sem fer með flugi er flutt landleiðina til Keflavíkur og þaðan til Bandaríkjanna. Batnandi horfur eru um þessar mundir og því ástæða til bjartsýni á framhaldið “ segir Jón Kjartan Jónsson Þúsund tonn utan af laxi frá Sæsilfri Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Brunnbáturinn Snæfugl dælir laxaseiðum í kvíar Sæsilfurs á Mjóafirði. MEÐALVERÐ á fjórum helstu botnfisktegundunum hefur lækkað umtalsvert á fiskmörkuðum lands- ins það sem af er árinu. Alls voru seld tæp 50 þúsund tonn þorski, ýsu, ufsa og karfa á mörkuðunum á fyrstu 9 mánuðum ársins. Verðmæti aflans var um 6,5 milljarðar króna. Fiskmarkaðirnir hafa boðið upp samtals 49.670 tonn af botnfiskteg- undunum fjórum og nemur verð- mæti þeirra um 6.519 milljónum króna. Alls fóru um 28.253 tonn af þorski um fiskmarkaði landsins frá áramót- um til septemberloka og nam verð- mæti þeirra um 4,6 milljörðum króna. Meðalverð á þorskkílói hefur lækkað um tæp 13% frá áramótum en verðið fór hæst í febrúar, var þá 193,25 krónur en var lægst í ágúst, 133,42 krónur. Meðalverðið á tíma- bilinu er rúmar 162 krónur. Alls voru seld um 13.307 tonn af ýsu á mörkuðunum á fyrstu 9 mán- uðum ársins, fyrir um 1.532 millj- ónir króna. Meðalverð á ýsu hefur lækkað verulega frá upphafi ársins eða um tæp 43%. Verðið var hæst í janúar, 159 krónur, en fór lægst í rúmar 70 krónur í ágúst. Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum í síðasta mán- uði var tæp 91 króna en meðalverð síðustu 9 mánaða er rúmar 116 krónur. 45% verðlækkun á ufsa Þá fóru um 5.597 tonn af ufsa um fiskmarkaðina á fyrstu 9 mánuðum ársins og nam verðmæti þeirra rúm- um 236 milljónum króna. Meðalverð á ufsa hefur einnig lækkað umtals- vert á tímabilinu eða um rúm 45%. Það var hæst rúm 71 króna í janúar en fór niður í rúmar 29 krónur í júlí. Meðalverð á ufsakílóinu frá áramót- um er rúmar 48 krónur. Af karfa voru seld 2.533 tonn af tímabilinu, fyrir um 157 milljónir króna. Veruleg verðlækkun hefur einnig orðið á karfa á tímabilinu eða tæp 39%. Meðalverð á karfakílói var hæst í janúar, rúmar 96 krónur en fór lægst í júlí eða rúmar 42 krónur. Meðalverð á karfakílóinu frá ára- mótum er rúmar 65 krónur. Mikil verðlækkun á fiskmörkuðum                                          PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 21% á þriðja fjórðungi ársins og heildarvísitala aðallista hækkaði um 18% á sama tímabili. Frá áramótum til septemberloka hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 34% og heildarvísitalan um 27%. Af einstökum félögum á að- allista Kauphallar Íslands hækk- aði Marel mest á þriðja fjórð- ungi ársins, eða um 44%, og í öðru sæti var Pharmaco, sem hækkaði um 42%. Þegar litið er á fyrstu níu mánuði ársins í heild var hækkunin hins vegar meiri hjá Pharmaco en hjá Mar- el, 93% á móti 55%, en þessi tvö félög hækkuðu einnig mest þeg- ar horft er á fyrstu níu mán- uðina. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu lækkaði ekkert Úrvalsvísi- tölufélag á þriðja fjórðungi árs- ins, en Samherji og Össur lækk- uðu þegar litið er á fyrstu níu mánuði ársins. Í Hálffimm fréttum Kaup- þings Búnaðarbanka segir að síðari hluti þriðja ársfjórðungs hafi einkennst af miklum átök- um á innlendum hlutabréfa- markaði þar sem barist hafi ver- ið um ítök í nokkrum af stærstu hlutafélögunum. Mikil hækkun hlutabréfa hafi fylgt þessum átökum, en verðið hafi lítillega gefið eftir frá því það fór hæst. Úrvalsvísitalan fór hæst í 1.848 stig um miðjan september, en lokagildi septembermánaðar og þar með ársfjórðungsins var 1.824 stig. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,2% í gær og endaði í 1.813 stigum. Hækkun yfir línuna Allar atvinnugreinavísitölur Kauphallarinnar hækkuðu á þriðja fjórðungi ársins, en þegar litið er á fyrstu níu mánuðina lækkaði ein þeirra. Það var vísi- tala sjávarútvegsins, sem lækk- aði um 7%, en hækkaði um 3% á þriðja fjórðungnum. Vísitala lyfjagreinar hækkaði langmest, hvort sem litið er á þriðja fjórðung eða allt tímabilið frá áramótum. Þetta er í sam- ræmi við það að í vísitölunni eru aðeins tvö félög og annað þeirra og það sem vegur mun þyngra er Pharmaco, sem hefur hækkað mikið eins og áður er nefnt. Hitt félagið er Líf, en það lækkaði bæði á þriðja fjórðungi ársins og á fyrstu níu mánuðum þess. Sjóvá hækkaði um 37% Fjármála- og tryggingafélög hafa hækkað heldur meira en Úrvalsvísitalan, en vísitala þeirra hækkaði um 23% á þriðja fjórðungi ársins og um 38% frá áramótum. Öll þessi félög hækk- uðu talsvert í verði á þriðja fjórðungi ársins, en Sjóvá-Al- mennar tryggingar þó mest, eða um 37%. Landsbankinn hækkaði um 28%, Tryggingamiðstöðin um 27% og Íslandsbanki og Kaupþing Búnaðarbanki um 19%. Aðrar atvinnugreinavísitölur en lyfja- og fjármála- og trygg- ingavísitalan hækkuðu mun minna, flestar um 10%–15% á þriðja fjórðungi ársins. Erlendir markaðir hækka Flestar erlendar hlutabréfavísi- tölur hækkuðu á þriðja fjórðungi ársins líkt og íslensku vísitöl- urnar, en talsvert minna þó. Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjun- um hækkaði um 10% á þriðja fjórðungi ársins en Dow Jones og S&P 500-vísitölurnar hækk- uðu minna, eða um 3% og 2%. Flestir evrópskir markaðir hækkuðu einnig í fjórðungnum og markaðir í Asíu hækkuðu töluvert. Japanska vísitalan Nik- kei 225 hækkaði til að mynda um 13%. Mikil hækkun hluta- bréfa á 3. ársfjórðungi Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 21% á 3. fjórðungi ársins og hefur hækkað um 34% frá ársbyrjun. Pharmaco hækkaði um 42% á fjórðungnum.                                 !   " #$  % &' ()*"" + , "  " ""  - ./0"  1  "  "  2 " / 3 45&        !    !" #$ ! $% # &'! !( ) !!* & # *! & $ & 6  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS ALCOA hefur til- kynnt að G. John Pizzey muni láta af störfum sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins snemma á næsta ári. Arftaki hans verður Norðmaðurinn Bernt Reitan, yfirmaður áldeildar Alcoa í New York, sem hefur verið einna fremstur í flokki við samninga- viðræður vegna álversins í Reyðarfirði. Reitan tekur sömuleiðis við af Pizzey sem stjórnarformaður dótturfyrirtækis Alcoa í Ástralíu og yfirmaður Íslandsverkefnisins. Frami Reitan hjá Alcoa hefur verið skjótur en hann réðst þar til starfa fyrir þremur árum. Áður hafði hann unnið hjá Elkem í Noregi í tuttugu ár og er því vel að sér um íslenska stóriðju þar sem norska fyrirtækið hefur verið meðal aðaleigenda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Á dögunum undirritaði Reitan bygg- ingarsamninginn við Bechtel, fyrir hönd Fjarðaáls. V I Ð S K I P T I Reitan verður aðstoðarfor- stjóri Alcoa Bernt Reitan S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Nýsköpun Nýsköpunarsjóður fjárvana 2 Flugrekstur á tímamótum Sameiginlegt eignarhald Air France og KLM 4 ER ALLT BEST Í HÓFI? SAMSON eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 187,5 milljónir hluta í Landsbanka Íslands á genginu 5,25. Kaupverð hlutarins er því 984,4 milljónir króna. Eignarhlutur Samsons fyrir viðskiptin nam 41,8% af heildarhlutafé Landsbankans en eftir viðskiptin nemur eignarhluturinn 44,43% af heildarhlutafé Landsbankans. Þar sem Samson átti yfir 40% hlut þegar lögum um yfirtökuskyldu var breytt þann 1. júlí úr 50% í 40% er félagið ekki yfirtöku- skylt þrátt fyrir að hafa aukið hlut sinn. Er um það ákvæði í nýju lögum að þeir sem eiga á bilinu 40-50% hlutafjár í félagi þegar lögin tóku gildi þann 1. júlí sl. verði ekki yf- irtökuskyldugir fyrr en þeir fari yfir næsta 5% bil. Því er Samson ekki yfirtökuskylt fyrr en eignarhlutur þess nær 45%. Samson með 44,43% í Lands- bankanum Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 12/14 Minningar 40/45 Höfuðborgin 17 Skák 45 Akureyri 18 Bréf 48 Suðurnes 18 Kirkjustarf 45 Landið 21 Dagbók 50/51 Neytendur 22/23 Fólk 56/61 Listir 24/31 Bíó 58/61 Menntun 29 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Sparimagazín. SAMNINGUR milli Tannlækna- félags Íslands og Tryggingastofnun- ar féll úr gildi í gær, en honum var sagt upp 25. mars vegna mikillar óánægju tannlækna með útfærslu á aðgerða- og endurgreiðsluskrá sem fylgdi samningnum. Uppsögn samn- ingsins mun þó ekki hafa áhrif á sjúklinga að sögn formanns Tann- læknafélagsins. Samningurinn tók gildi um síðustu áramót en óánægja tannlæknanna fólst m.a. í því að end- urgreiðsluskráin innihélt mun færri aðgerðaliði en áður og veittist tann- læknunum því erfitt að vinna eftir henni þar sem fjöldi læknisverka féll utan hennar. Þar að auki gekk ekki eftir loforð um hækkun endur- greiðslu til sjúklinga. „Við viljum allra síst að sjúklingar okkar lendi í klemmu og beinum því þeim tilmælum til okkar félags- manna að þeir vinni áfram eftir þeim samningi sem áður var í gildi. Ég tel mig hafa vissu fyrir því að Trygg- ingastofnun muni halda áfram að endurgreiða á grundvelli hans,“ seg- ir Þórarinn Jónsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Meiri- hluti tannlækna í félaginu er mjög óánægður með núverandi gjaldskrá en við ætlum ekki að láta sjúklingana líða fyrir það.“ Kristján Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri sjúkratryggingasviðs TR, segir að endurgreiðslur muni fara fram þótt samningurinn sé fall- inn úr gildi þar sem gjaldskrá heil- brigðisráðherra sé enn í gildi. Þá hafi tannlæknar óskað eftir viðræðum um nýjan samning, en ekki verði sest að samningaborðum í neinum flýti þar sem málið krefjist ekki tafar- lausrar lausnar. Samningur Tannlæknafélags Íslands við Tryggingastofnun féll úr gildi í gær Hefur engin áhrif á endur- greiðslur vegna tannlækninga RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært franskan karlmann fyrir að svipta franska konu valdi og umsjá yfir þriggja ára dóttur þeirra með því að fara með stúlkuna til Frakklands og halda henni þar hjá sér. Stúlkan er fædd hér á landi og hafa foreldrarnir verið búsettir hér um nokkurra ára skeið. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 13. júlí 2001 var móð- urinni falin forsjá barnsins til bráða- birgða og foreldrum bannað að fara með barnið úr landi. Móðirin krefst einnar milljónar króna í miskabætur og 660 þúsunda króna í skaðabætur í málinu. Meint brot ákærða teljast varða við 193. gr. almennra hegningarlaga þar sem sif- skaparbrot varða allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. Ákærður fyrir sif- skaparbrot NÁMSMAÐUR við Háskóla Íslands steig í ógáti á bensíngjöfina í stað bremsunnar er hann hugðist leggja bíl sínum á malarstæði á austan- verðri skólalóðinni eftir hádegið í gær. Afleiðingarnar urðu þær að í stað þess að nema staðar rauk bíllinn af stað og ökumaður missti vald á hon- um svo hann snarsnerist á stæðinu og rakst utan í fjóra bíla sem skemmdust. Staðnæmdist bíllinn loks á ljósastaur sem kengbognaði við höggið. Steig á bensín í stað bremsu STEFNT er að því að opna minn- ingarsafn um Halldór Laxness á Gljúfrasteini um mitt næsta ár, að sögn Halldórs Árnasonar, skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu, og stendur undirbúningur nú yfir. „Það þarf að gera við húsið, og móta hvernig aðgengi fyrir sýning- argesti verður háttað. Það er líka verið að undirbúa ráðningu for- stöðumanns safnsins.“ Halldór segir forstöðumanns- starfið verða auglýst innan skamms. Ekki er fullmótað hvað felast mun í starfinu og hvert hlut- verk forstöðumanns verður. „Sá að- ili þyrfti að vera ýmsum hæfileikum búinn.“ Morgunblaðið/Arnaldur Gljúfrasteinn opnaður næsta sumar ♦ ♦ ♦ SVEITARSTJÓRN Öxarfjarðar- hrepps hefur áhyggjur af því að um- ræður um fækkun sláturhúsa og hagræðingu í sláturiðnaði hafi slæm áhrif á atvinnulíf byggðarlagsins en á Kópaskeri er Fjallalamb sem rek- ur sláturhús og kjötvinnslu. Fjalla- lamb hefur ákveðið að ráðast í breyt- ingar til að fá útflutningsleyfi. Í ályktun sem sveitarstjórnin hef- ur sent frá sér er mótmælt harðlega þeim vinnubrögðum sem fram koma í skýrslu starfshóps landbúnaðar- ráðuneytisins um stefnumótun í slát- uriðnaði frá því í vor og kynningu á niðurstöðum hennar. Gagnrýnt er að einblínt skuli á hagræðingu sem fræðilega megi ná með fækkun sauð- fjársláturhúsa en ekkert horft á dreifingu þeirra um landið eða það óhagræði og kostnaðarauka sem lendi á bændum vegna aukinna flutninga og lengingar sláturtíðar. Loks sé ekkert tillit tekið til byggða- sjónarmiða. Elvar Árni Lund sveit- arstjóri segir að kynning á skýrsl- unni hafi verið illa ígrunduð og margir skilið niðurstöðurnar þannig að önnur sláturhús en þau sex sem talin voru upp væru dæmd úr leik, þar væri hætt að slátra eða yrði gert á næstunni. Elvar Árni gagnrýnir áform um að greiða sláturleyfishöfum fyrir að hætta að nota gömul og léleg hús og telur skynsamlegra að nota fjár- munina til að styðja við bakið á líf- vænlegum sláturhúsum sem eru í góðu sauðfjárræktarumhverfi eins og Fjallalamb. Fjallalamb rekur sláturhús og kjötvinnslu á Kópaskeri og segir Elvar að reksturinn hafi verið í jafn- vægi enda hafi fyrirtækið náð góðum árangri á erfiðum markaði. Ákveðið hafi verið að breyta húsinu þannig að það fái útflutningsleyfi. Það kosti 40 til 60 milljónir kr. sem sé stór biti að kyngja og þótt reksturinn hafi geng- ið ágætlega og bændur standi með fyrirtækinu þurfi að leita til Byggða- stofnunar og fleiri aðila um hluta- fjárframlög. Segist Elvar Árni hafa orðið var við að niðurstöður nefndar landbúnaðarráðherra spilli fyrir möguleikum Fjallalambs. Ef Byggðastofnun komi ekki að málinu geti orðið erfitt að fá aðra til þess. Hann segir að rekstur Fjalla- lambs sé afar mikilvægur fyrir byggðarlagið, störf þar jafngildi vinnu 10% vinnufærra manna, að ótöldum störfum við þjónustu, og vandséð hvað ætti að koma í staðinn. Því komi ekki til greina að loka slát- urhúsinu. Kemur ekki til greina að loka sláturhúsinu Fjallalamb hyggur á fjárfestingar til að fá útflutningsleyfi Vonast eftir hluta- fjárframlagi frá Byggðastofnun STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ við Lækjartorg var í gær- kvöldi lýst upp í bleikum lit. Tilgangurinn er að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú kveikti ljósin. Í októbermánuði gengst Krabbameinsfélag Íslands fyrir fræðslu um brjóstakrabbamein, eins og gert hefur verið undanfarin ár, og konur hvattar til að nýta sér boð leitarstöðvar félagsins um röntgenmyndatöku. Er þetta hluti af alþjóðlegu árvekniátaki en tákn þess er bleik slaufa. Auk Stjórnarráðshússins verður Sjúkrahúsið á Ísa- firði lýst upp og önnur mannvirki síðar í mánuðinum. Með hliðstæðum hætti eru lýst upp tvö hundruð mann- virki í fjörutíu löndum, meðal annars Empire State- byggingin í New York, skakki turninn í Pisa og Niag- ara-fossarnir í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Sverrir Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú kveikti ljósin við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu og er hér við þá at- höfn ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands. Stjórnarráðshúsið skartar bleiku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.