Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsunda tali á hverju ári með Heims- ferðum. Í október er yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 9. okt. M.v. 2 í herbergi á Expo Hotel, 4 stjörnur. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Glæsilegt 4 stjörnu hótel Október og nóvember Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag, 9. okt. Helgarferð til Prag 9. okt. frá kr. 29.950 Impregilo, Samtaka atvinnulífsins, Landsvirkjunar og stjórnvalda væri mikil í málinu. „Virkjanasamningurinn rennur út 1. febrúar á næsta ári. Ef ekki hefur tekist að koma þessum málum í viðunandi horf fyrir þann tíma þá dylst væntanlega engum hvaða atburðarás hefst þá,“ sagði Grétar og útilokaði ekki verkfallsaðgerðir. Allir snúi bökum saman Á fundi miðstjórnar var jafnframt kosin aðgerða- nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar verkalýðsfélaganna í samráðsnefnd virkjanasamningsins ásamt for- mönnum landssambanda. Aðgerðanefndin á að halda utan um deilumálin frá degi til dags. Grétar sagði atburðarás vera komna af stað í samskiptum við Samtök atvinnulífsins (SA) sem MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sam- þykkti harðyrta ályktun í gær þar sem mótmælt er „framferði“ ítalska verktakafyrirtækisins Impreg- ilo í samskiptum þess við launafólk á Kárahnjúka- svæðinu. Ákveðið var að sendinefnd á vegum ASÍ og fleiri landssambanda verkalýðsfélaga færi á svæðið í dag til að ræða við verkamenn, innlenda sem erlenda. Einnig var ákveðið að óska eftir fundi með Landsvirkjun þar sem m.a. yrði farið fram á að greiðslum til Impregilo yrði haldið eftir vegna mögulegra krafna erlendra starfsmanna um van- goldin laun. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði við Morg- unblaðið að mikil „gremja“ væri í mönnum vegna kjaramála við Kárahnjúka. Samskipti og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði væru í húfi. Ábyrgð gætu endað með bókun eða yfirlýsingu um stöðu er- lendra verktakafyrirtækja sem eru í verktöku hér á landi. Einnig var ákveðið á fundinum í gær að styrkja stöðu aðaltrúnaðarmanns við Kárahnjúka með því að ráða annan trúnaðarmann til starfa. Í ályktun miðstjórnar er lýst fullri ábyrgð á hendur Impregilo og talið ljóst að ábyrgð Lands- virkjunar í málinu sé ótvíræð. Ábyrgð stjórnvalda sé jafnframt mikil. Síðan segir í ályktun miðstjórn- ar: „Miðstjórnin telur mikilvægt að samstaða náist milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um að tryggja, að farið verði að þeim samn- ingum og lögum sem í gildi eru. Það er mikilvægt að allir þessir aðilar snúi bökum saman til að þessi mál verði færð til betri vegar. Samskipti og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði eru í húfi.“ Miðstjórn ASÍ segir samskipti og leikreglur á vinnumarkaði í húfi Sendinefnd hittir verka- menn við Kárahnjúka í dag JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segist hafa áhyggjur af stöðu deilumála við Kárahnjúkavirkjun og þeirri ímynd sem Impregilo hafi skapað sér í huga landsmanna. „Við hjá Landsvirkjun gerum samninga þar sem gengið er frá því að öll framkvæmdin sé unnin samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Við höfum ætlast til að op- inberar stofnanir sjái til þess að það sé gert og að verkalýðshreyf- ingin og Samtök atvinnulífsins líti eftir launamálum. Hitt er alveg ljóst að við höfum áhyggur af því að staða Impregilo í þjóðfélaginu er ekki nógu góð. Þar þurfa þeir að bæta sig,“ segir Jóhannes Geir. Hann segir jafnljóst að landinn hafi verið „í þeim gír að útlending- urinn skyldi fá að finna fyrir því“. Hann segir Landsvirkjun vera ánægða með upphaf fram- kvæmdanna sjálfra. Þar vinni Impregilo faglega að öllu. Deilurn- ar hafi meira snúist í kringum upp- setningu vinnubúða. Varðandi kröfu ASÍ um að Landsvirkjun haldi eftir greiðslum til Impregilo vegna mögulegra krafna erlendra starfsmanna um vangoldin laun segir Jóhannes Geir að ákvæði í þessa veru fylgi öllum samningum sem þessum. Slík ákvæði séu virk allan samningstímann en sýna þurfi fram á vanefndir með óyggj- andi hætti. „Ég vek athygli á að tilboð Impregilo var mjög nálægt kostn- aðaráætlun Landsvirkjunar, sem miðar að sjálfsögðu við innlendan kostnað af öllum verkþáttum. Hin tilboðin voru himinhátt yfir áætl- un. Þegar samið var endanlega við Impregilo voru nokkur atriði fín- pússuð og þá fengu þeir töluverða hækkun, meðal annars til að tryggja að launakröfum yrði full- nægt við verkið,“ segir Jóhannes Geir. Stjórnarformaður Landsvirkjunar Hefur áhyggjur af ímynd Impregilo FORSTJÓRI Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson, segist ekki hafa séð neitt athugavert við þær launa- greiðslur sem erlendir starfsmenn undirverktakanna Technoservice og Edilsider, er unnið hafa við upp- setningu vinnubúða við Kára- hnjúkavirkjun, fengu síðdegis í gær. Gissur fór gagngert austur vegna þessa og vildi ganga úr skugga um að launaseðlar og annað fyrirkomulag væri eftir settum reglum. „Starfsmennirnir komu og undirrituðu launaseðla á íslensku og fengu umslag með þeirri pen- ingafjárhæð sem stóðu á launaseðl- unum, ýmist í íslenskum krónum eða evrum. Við gengum úr skugga um þetta og þurfum varla meiri staðfestingar við. Það sem ég sá var jákvætt,“ segir Gissur. Hann segir suma starfsmennina síðan millifæra launin á reikninga í gegnum inn- lenda og erlenda banka. Gissur skoðaði einnig aðbúnað á virkjanasvæðinu.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Starfsmenn Tecnoservice, sem unnið hafa við að reisa vinnubúðir við Kárahnjúkavirkjun, fengu laun sín greidd út í gær. Þeir töldu vel og vandlega upp úr launaumslögum sínum og kvittuðu svo fyrir hjá fulltrúa Impregilo. Engar at- hugasemdir  Sendinefnd/4 MIKIL og hörð átök voru fyrir að- alfund Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í Valhöll í gær. Fyrst og fremst var deilt um á annað þúsund umsóknarbeiðn- ir um inngöngu í félagið, en svo fór að annar frambjóðandi til formanns og 11 frambjóðendur til stjórnar drógu framboð sín til baka og var því sjálfkjörið til formanns og stjórnar. Fráfarandi stjórn Heimdallar ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að fresta afgreiðslu 1.152 umsókn- arbeiðna um inngöngu í félagið vegna rökstudds gruns um að um- sóknirnar væru ekki sendar til stjórnarinnar af viðkomandi ein- staklingum. Í kjölfarið dró Bolli Thoroddsen framboð sitt til for- manns og meðframbjóðenda til stjórnar til baka og sendi frá sér yfirlýsingu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttbær en í ljósi þeirra svika og andlýðræðislegu vinnu- bragða, sem fráfarandi stjórn, og formaður hennar, yfirlýstur stuðn- ingsmaður mótframboðsins, hafa beitt okkur og stuðningsmenn okk- ar, verður ekki séð, að boðaður að- alfundur sé haldinn á lýðræðisleg- um og eðlilegum forsendum,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. „Ummæli Bolla Thoroddsen koma mér á óvart og mér þykir leiðinlegt að hann hafi ákveðið að draga framboð sitt til baka,“ segir Magnús Þór Gylfason, fráfarandi formaður. „Í félaginu eru um 4.100 félagsmenn sem höfðu rétt til að kjósa og það kemur mér á óvart að Bolli treysti sér ekki til þess að fara í kosningar þar sem fé- lagsmenn Heimdallar velja for- mann. Í ljósi þess að mikið af fólki var skráð í Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa um það vitneskju var ekki hægt að láta eins og allt væri í stakasta lagi.“ Atli Rafn segir að fara þurfi yfir umsóknirnar og vega þær og meta, en ljóst sé að stjórnin þurfi að móta skýrari reglur um inntöku nýrra meðlima. „Ég trúði því aldr- ei fyrirfram að þetta yrði svona harðvítugt og mikil átök fyrir fundinn,“ segir hann um kosninga- baráttuna síðustu daga fyrir aðal- fundinn, „en ég vonast til að tím- inn lækni þau sár sem hafa komið upp og það verður bara að vera þannig.“ Mikil átök fyrir að- alfund Heimdallar Atli Rafn Björnsson  Inntökubeiðnir/47 ÁNÆGJA hefur aukist með störf fjögurra ráðherra Framsóknar- flokksins og tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri Gallupkönnun, en mest er ánægjan með störf Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis- ráðherra. Samkvæmt könnuninni eru 60,4% kjósenda ánægðir með störf Geirs, 59,3% með störf Halldórs, 52,8% með störf Guðna Ágústsson- ar, landbúnaðarráðherra, 52,7% með störf Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, og 52,1% með störf Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra. Undir 50%-markinu eru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra (49,6%), Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra (47%), Árni Magnússon, félags- málaráðherra (42,8%), Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra (33,8%), Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra (31,5%), Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra (29,2%), og Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra (17%). Um 91,5% kjósenda Sjálfstæð- isflokks eru ánægð með störf Dav- íðs og 81,1% kjósenda Framsóknar eru ánægð með Halldór. Mest ánægja með Geir og Halldór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.