Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 og sölu- menn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. STEFNT er að opnun tónlistar- og ráðstefnuhúss á Miðbakka Reykja- víkurhafnar fyrir árslok 2008. Á húsið að geta staðið undir sér og skilað hagnaði strax á fyrsta rekstrarári. Þá er talinn góður rekstrargrundvöllur fyrir fyrsta flokks alþjóðlegu hóteli í tengslum við húsið. Heildarkostnaður við húsið auk hótelsins er 12,5 millj- arðar króna. Gríðarlega mikil vinna framundan Ekki er útilokað að hluti lóðarinnar verði látinn af hendi í ljósi lóðarum- sóknar Landsbankans í miðbænum. Kynnt var í gær skýrsla sem unnin var fyrir Austurhöfn-TR ehf., sem var stofnað af ríki og borg í apríl sl. til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Reiknað er með að húsið verði 15 þús- und fm að flatarmáli og á að rúma 1.500 manna tónleikasal, allt að 750 manna ráðstefnusal, 450 mann æf- inga- og tónleikasal sem einnig geti nýst til ráðstefnuhalds, aðstöðu lista- manna og skrifstofur Sinfoníuhljóm- sveitar Íslands, sextán 4–500 manna fundarasali, og þjónustu-, stoð- og tæknirými. „Það verður ekkert aftur snúið í þessu máli núna,“ sagði Ólafur B. Thors stjórnarformaður Austurhafn- ar-TR. „Þetta liggur fyrir og fer væntanlega víða um heim og auðvitað vonumst við eftir góðum undirtekt- um. Þetta er allra fyrsti, litli áfanginn í einhverskonar uppskeruhátíð af því sem búið er að gera. Auðvitað er gríð- arlega mikil vinna framundan og verkefnið er ótrúlega flókið og grípur inn á þætti, s.s. skipulagsmál, hafn- arstarfsemi, alla ferðamennsku á Ís- landi og allt það sem á réttilega heima inni í tónlistarhúsi. Síðan á eftir að reka þetta allt saman, þannig að þetta er fyrsta litla skrefið en þetta er þó skref og því er lokið núna.“ Hann sagði það órætt innan stjórn- arinnar hvaða áhrif umsókn Lands- bankans fyrir 7.200 fm lóð fyrir höf- uðstöðvar sínar, austan Pósthús- strætis og sunnan Geirsgötu, gæti haft á málið. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR útilokaði þó ekki að lóðin yrði látin af hendi. „Að sumu leyti felst í því tæki- færi að láta þennan hluta lóðarinnar af hendi og það léttir þá á fjárhags- byrði verkefnisins,“ sagði hann. „Vafalaust verður skipulagið til norð- urs endurskoðað, þannig að það kem- ur til álita að lóðin verði stækkuð til norðurs.“ Stefnt að opnun tónlistar- og ráðstefnuhúss 2008 Morgunblaðið/Þorkell Blaðamönnum var kynnt skýrslan í gær. Frá vinstri á myndinni: Stefán Hermannsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur og núverandi fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, Ólafur B. Thors, formaður stjórnar, og Stefán P. Eggertsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar VSO. FRAM kom í frétt í Morgun- blaðinu í gær að íslenskir fjöl- miðlar hefðu sent inn nöfn 28 fjöl- miðlamanna til KSÍ vegna landsleiks Þjóðverja og Íslendinga sem fram fer í Hamborg 11. októ- ber nk. Þar kom ennfremur fram að Ríkisútvarpið hefði sent inn nöfn sjö manna. Bogi Ágústsson, yfir- maður fréttasviðs RÚV, sendi blaðinu athugasemd í gær vegna fréttarinnar. Þar kemur fram að Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeildar, hafi þurft að til- greina fjölda starfsmanna Ríkisút- varpsins, sem þyrftu fyrirgreiðslu KSÍ, fyrir hálfum mánuði. Samúel hafi viljað hafa borð fyrir báru og nefna fleiri en færri og geta þá af- þakkað miða á leikinn síðar. Þá hafi ekki legið fyrir ákvörðun um með hvaða hætti fjallað yrði um leikinn í miðlum Ríkisútvarpsins. Nú liggi þetta fyrir. Ríkisút- varpið sendi tvo menn til að lýsa leiknum. Geir Magnússon fari utan föstudaginn 10. október og sendi fréttir fyrir leikinn auk þess að lýsa honum í sjónvarpi. Þá fari Bjarni Felixson utan að morgni leikdags og heim að kveldi. Hann muni lýsa leiknum í útvarpi og senda heim fréttir. Auk þess kemur fram í athuga- semd Boga að Ríkisútvarpið muni veita þremur kvikmyndagerðar- mönnum liðsinni vegna leiksins. Fyrir milligöngu þess fái þeir að- gang að æfingum liðsins og miða á leikinn. Þeir munu gera myndina sjálfir en Ríkisútvarpið hefur ákveðið að kaupa myndina. Í sömu frétt í gær kom fram að Morgunblaðið hefði sótt um fyr- irgreiðslu fyrir fjóra menn. Blaðið mun senda tvo blaðamenn á leik- inn og einn ljósmyndara. RÚV send- ir tvo menn til Ham- borgar ♦ ♦ ♦ OLÍUFÉLÖGIN hafa ákveðið að lækkað verð á gasolíu, flotaolíu og svartolíu frá og með fyrsta október. Olíufélagið Esso reið á vaðið í gær með lækkun á gasolíu og flotaolíu upp á 1,20 krónur á hvern lítra og svartolíu um 1,70 krónur á lítra. Olís og Skeljungur fylgdu síðdegis í kjöl- farið með sömu verðlækkunum. Verðlækkunin er sögð endur- spegla þróun heimsmarkaðsverðs í þessum tegundum og jákvæða þróun krónunnar gagnvart Bandaríkjadoll- ar að undanförnu. Olíufélögin lækka olíuverð dagar, vetur er innan seilingar, allt getur gerst og mannskepnan með alla sína tækni og visku getur ekki annað gert en horft fram á veginn og vonað sitt besta. Indælt sumar er að baki og fyrir það þakka margir. SEPTEMBERMÁNUÐUR kvaddi Blönduósinga með birtu og hlýju og ljóst er að septembersól ársins 2003 hefur sagt sitt síðasta. Októbersól rís örlitlu síðar en sólin í gær, haustið er komið. Við blasa óræðir haust- Ljósmynd/Jón Sig. Síðasta septembersólin SJÓVÁ-ALMENNAR selja ekki tjónabifreiðar án þess að þær séu skráðar sem slíkar, að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, fram- kvæmdastjóra tjónasviðs fyrirtækis- ins. „Við teljum okkur fara að settum reglum,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir að sumir bílar séu skráðir sem tjónabílar í bifreiðaskrá en aðrir ekki. Halldór Gunnar Eyjólfsson segir að mjög ýtarlega sé farið yfir hvern bíl sem komi til félagsins. Númerin séu tekin af öllum bílum sem fyrirtækið kaupi og þeir skráðir á nafn Sjóvár-Almennra. „Við teljum okkur vera með mjög mikla þekk- ingu á því hvaða bílar eru tjónabílar og hvaða bílar ekki og við erum með sérfræðinga í okkar röðum sem meta þetta.“ Halldór Gunnar segist hafa óskað eftir upplýsingum frá FÍB um þetta mál eftir yfirlýsingar félagsins um að tjónabílar væru ekki skráðir sem slíkir í bifreiðaskrá en ekki fengið nein svör. Þessi skráning hafi verið tekin upp fyrir um tveimur og hálfu ári og hugsanlega hafi ekki verið al- farið staðið rétt að málum í byrjun, „en það gerist ekki í dag,“ segir hann. Halldór Gunnar bendir á að þeir bílar sem fari verst út úr tjóni séu með skemmt burðarvirki og þeir séu merktir sem tjónabílar, en upp- lýsingar um það fari til Umferðar- stofu. „Þegar sá eigandi, sem eignast bílinn einhvern tímann í framtíðinni, ætlar að sækja númerin á ný á bílinn á hann ekki að geta fengið þau af- hent nema viðurkenndir úttektarað- ilar hafi farið yfir bílinn.“ Segir tjónabíla skráða sem slíka FYRSTI vinnu- dagur Jóns Sig- urðssonar, sem skipaður hefur verið í embætti seðlabanka- stjóra, var í gær. Ásamt Jóni eru Birgir Ís- leifur Gunn- arsson og Eirík- ur Guðnason seðlabankastjórar. Jón sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að dagurinn hefði farið í kynnisferð um bankann, hann hefði kynnt sér fólkið og húsið. Jón er þó ekki með öllu ókunnugur starfi bankans þar sem hann hefur setið í bankaráði í þrjú ár og átti einnig þátt í samningu laga um bankann. Jón sagði að- spurður að bankastjórarnir hefðu með sér ákveðna verkaskiptingu og yrði farið yfir það næstu daga. Birgir Ísleifur er formaður banka- stjórnarinnar og sagði Jón að Birgir myndi leiða umræður um þau efni. Ingimundur Friðriksson, sem gegnt hefur starfi seðlabanka- stjóra síðustu tólf mánuði, hverfur aftur til starfs aðstoðarbanka- stjóra í bankanum, sem hann tók við árið 1994. Nýr seðla- bankastjóri hóf störf í gær Jón Sigurðsson seðlabankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.