Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það þarf nú trúlega meira en létt bank á dyr til að rjúfa friðhelgi einkalífs sægreifanna. Málþing og símenntun Athyglisbrest- ur og ofvirkni MÁLÞING umskólagöngubarna með at- hyglisbrest, ofvirkni (AD/ HD) og hegðunarvanda verður haldið í Kenn- araháskóla Íslands í Reykjavík á morgun kl. 14.00 - 17.00. Málþingið er haldið í tilefni af 15 ára af- mæli Foreldrafélags barna með AD/HD. Auk for- eldrafélagsins standa að málþinginu Eirð, ráðgjaf- ar- og fræðsluþjónusta, Heimili og skóli, Kennara- samband Íslands, Samfok og Símenntunarstofnun KHÍ. Sólrún B. Kristins- dóttir er forstöðumaður Símenntunarstofnunar. Hvað gerir Símenntun- arstofnun KHÍ? „Hún sinnir námskeiðahaldi, fyrst og fremst fyrir þær stéttir sem KHÍ menntar, þ.e. leik- og grunnskólakennara og þroska- þjálfa. Einnig höfum við boðið upp á námskeið sem henta öðrum. Hægt er að panta hjá okkur nám- skeið sem eru sniðin að þörfum viðskiptavina. Það geta verið fé- lagasamtök, stofnanir eða fyrir- tæki og er ekki bundið við menntakerfið. Við getum greint þarfirnar og sett saman námskeið á ýmsum sviðum. T.d. er í boði kennsla í framsögn, ritun, ís- lensku, samskiptum á vinnustöð- um, stjórnun og ýmsu fleira sem lýtur að almennri menntun. Eins bjóðum við þeim sem út- skrifast frá KHÍ upp á endur- menntun. T.d. valnámskeið í menntunarfræðum, sem tekin eru með nemendum í Kennaraháskól- anum, ýmist sem staðbundið nám eða fjarnám. Nefna má námskeið í framsögn og leikrænni tjáningu, lífsleikni, skólastarfi og fjölmiðl- um, táknmáli, tónlist og tónlistar- þroska. Þá eru námskeið um kennarann og röddina, kennslu í fámennum skólum og margt fleira. Svo bjóðum við námskeið sem eru opin öllum, án tillits til starfs eða menntunar.“ Er mikið kennt í fjarnámi? „Já, nokkur símenntunarnám- skeið eru að öllu leyti kennd í fjar- námi. T.d. upplýsingatækni í tungumálakennslu, glærugerð í PowerPoint og námskeið í lífs- leikni/neytendafræði.“ Hvað eru nemendur Símennt- unarstofnunar KHÍ margir á ári? „Þegar allt er talið, námskeið sem haldin eru hér og úti á vett- vangi, voru nemendur hjá okkur í fyrra á fimmta hundrað en það sem af er þessu ári þá eru þeir á áttunda hundrað.“ Hverjir kenna hjá ykkur? „Það er fyrst og fremst starfs- fólk Kennaraháskólans, en einnig höfum við fengið kennara annars staðar frá.“ Nú standið þið, ásamt fleirum, að málþingi um skólagöngu barna með athyglisbrest, ofvirkni og hegðunarvanda? „Já, þetta er ákveðin nýjung af okkar hálfu og mál- þingið er haldið í sam- vinnu við fleiri samtök og félög. Við komum þarna að málefni sem brennur bæði á kenn- urum, foreldrum og skólum. Það þarf að vekja athygli á þessu mál- efni í samfélaginu. Í kjölfarið höf- um við hugsað okkur að bjóða upp á námskeið þar sem fjallað verður m.a. um skólagöngu barna með AD/HD. Tilgangurinn er að auka skilning og skoða hvernig skóla- kerfið tekur við þessum börnum og athuga frá ýmsum sjónarhorn- um hvaða leiðir eru til úrbóta. Fjöldi barna sem greind eru með AD/HD hefur aukist í skóla- kerfinu síðastliðin ár og það er ákveðin vöntun á úrræðum. Talið er að um 6% barna í hverjum ár- gangi séu greind með AD/HD. Flestir kennarar kannast við svona börn í sínum bekkjum.“ Hvernig getur málþingið komið að gagni? „Þar kynnum við málefnið frá sjónarhóli foreldra og kennara. Einnig verður rætt um hvernig skólinn bregst við börnum sem eru erfið í hegðun. Þá verður fjallað um aukna færni og þekk- ingu kennara og bætta kennslu- tilhögun. Svo verður rætt um samskipti skólans, kennara og foreldra barna með AD/HD.“ Býður KHÍ upp á sérmenntun fyrir kennara á þessu sviði? „Í framhaldsdeild skólans er boðið upp á nám í sérkennslu, þar sem fjallað er um þessi mál. En það má segja að námskeiðið, sem við munum halda, verði fyrsta skrefið í sí- og endurmenntun kennara á þessu sviði.“ Hvernig verður fyrirkomulag námskeiðsins? „Markmiðið verður að kynna mismunandi nálganir og fólk með mismunandi sjónarhorn mun kynna þau. Þátttakendur í nám- skeiðinu fá að velja sér ákveðna stefnu eða leið sem þeir svo til- einka sér að nota.“ Eru þessar stefnur eða leiðir allar jafngildar? „Það eru engin tvö tilvik eins og þess vegna þarf að kynna sér ýmsar leiðir til að geta mætt öllum þess- um tilvikum. Það er oft sagt að börn passi ekki inn í kerfið en það má eins spyrja hvort kerfið henti börnunum? Það er ein leið til að nálgast lausn á vandamálinu.“ Hvenær verður námskeiðið? „Ætlunin er að það verði haldið á vorönn 2004. Bæði er reiknað með að skólar geti fengið stutt námskeið til sín og eins að það verði lengra námskeið í Kenn- araháskólanum.“ Sólrún Björg Kristinsdóttir  Sólrún Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður Símenntunar- stofnunar Kennaraháskóla Ís- lands, er fædd á Patreksfirði 1954. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1974, kennarapróf frá Kennara- háskóla Íslands 1981 og lauk MA-gráðu frá University of Hull í fjölmiðla- og kennslufræðum árið 2000. Starfaði sem kennari í Grundarfirði þar til hún flutti til Englands 1989. Var forstöðu- maður Gagnasmiðju Kennarahá- skóla Íslands frá 1999 og tók við forstöðu Símenntunarstofnunar KHÍ 2002. Fjöldi barna með AD/HD hefur aukist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.