Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVÍAR hafa miklar áhyggjur af afleiðingum þess að Danir lækkuðu í gær áfengisgjald um 47%. Í Dagens Nyheter var haft eftir Thomas Lindvall, sem stýrir áfengisverslun í Malmö, að hann efaðist um að rekstr- argrundvöllur yrði fyrir versl- uninni. Áfengi þar verður margfalt dýrara en í verslunum hinum megin við Eyrarsund. Opnuð hefur verið áfengis- verslun við Danmerkurenda Eyrarsundsbrúarinnar. Í búð- inni kostaði lítraflaska af Absolut-vodka 220 danskar krónur í fyrradag en verðið lækkaði í gær í 165 krónur. Fá ekki að nota fósturvísa BRESKUR dómari úrskurðaði í gær að tveim konum væri óheimilt að láta koma frystum fósturvísum fyrir í sér gegn vilja fyrrverandi maka sinna. Í frétt BBC var haft eftir kon- unum, Natallie Evans og Lorr- aine Hadley, að þær hygðust áfrýja dómnum. Konurnar reyndu að fá sínu framgengt þrátt fyrir að í lögum segi að báðir aðilar verði að vera sam- þykkir geymslu og notkun á fósturvísum sínum á öllum stig- um ferlisins. Þær segja að með banninu sé verið að brjóta mannréttindi þeirra. Þá segja konurnar að hefðu þær orðið barnshafandi með venjulegum hætti og slitið samvistum við feðurna þá hefðu þeir engan rétt til að tjá sig um það hvort þær myndu eignast barnið. DNA-efni úr Mijailovic á hníf DNA-erfðaefni sem fannst á hníf er notaður var til að bana Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, reyndist vera úr Mijailo Mijailovic, meintum morðingja hennar, að sögn dag- blaðsins Expressen. Sýni af hnífnum voru rannsökuð á afar fullkominni rannsóknastöð í Bretlandi. Mijailovic var hand- tekinn í liðinni viku og hafði blaðið eftir heimildarmönnum að sænska lögreglan hefði nú nægar sannanir fyrir sekt hans. Páfi mikið veikur HÁTTSETTIR embættismenn í Páfagarði hafa nú rofið margra ára þögn um heilsufar páfa. Lengi hefur verið ljóst að Jóhannes Páll II., sem er 83 ára, væri sjúkur en að undan- förnu hefur komið fyrir að hann hefur ekki lokið við ræður og aðstoðar- maður orðið að taka við. „Allir sjá það. Hann er örmagna en ekki í anda og hugrekkið er óbilað,“ sagði belgíski kardínál- inn Gustaaf Joos í gær. STUTT Lækka áfengis- gjald Jóhannes Páll II. páfi ALMENNT séð þarf að túlka ákvæði mannréttindasáttmála Evr- ópu til að hægt sé að nota þau við innlenda dómstóla. Mannréttinda- dómstóllinn í Strassborg er aðeins síðasta úrræðið, haldreipið sem fólk hefur ef það er ósátt við úrskurð í eigin landi,“ segir Svisslendingurinn Luzius Wildhaber. Hann hefur verið forseti mannréttindadómstólsins frá 1998 og flutti erindi á málþingi Lög- fræðingafélags Íslands í liðinni viku þar sem yfirskriftin var Mannrétt- indasáttmáli Evrópu og áhrif hans á íslenskan rétt. 50 ár eru síðan sátt- málinn, sem dómstóllinn byggir starf sitt á, tók gildi. Wildhaber er spurður hvort dóm- stóllinn teygi sig stundum of langt í túlkunum, gangi á fullveldi aðildar- ríkjanna. „Hugtakið fullveldi hefur alltaf verið mjög hlaðið pólitískri merk- ingu,“ segir Wildhaber. „Menn áttu til að túlka það svo að þjóðríkið gæti gert það sem það vildi, hvort sem var gagnvart eigin borgurum eða er- lendu fólki í landinu. Ég get aðeins sagt að ef menn samþykkja grund- vallaratriðin að baki mannréttinda- sáttmálanum er að sjálfsögðu verið að samþykkja að ríkið geti ekki gert hvað sem það vill. Á því eru takmörk og um það held ég að allir séu sam- mála, einnig þeir sem ræða um at- lögu gegn fullveldinu. Þeir taka þá afstöðu að dómstólar og stjórnvöld í landinu sjálfu muni gera það sem nauðsynlegt er. Í sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga. Látum þau gera það en við, sem erum síðasta úr- ræðið, grípum þá inn til að tekið sé tillit til grundvallaratriðanna í allri Evrópu. Fullveldi tilfinninga- hlaðið hugtak Ef við í einhverju tilfelli segjum að mál hafi verið of lengi að velkjast í kerfinu eða að aðgangur að dómara hafi ekki verið nógu vel tryggður eða rangt hafi verið staðið að samsetn- ingu dómstóls finnst mér erfitt að ræða málið á forsendum spurninga um jafnóljóst og tilfinningalega hlað- ið hugtak og fullveldi. Menn vildu á sínum tíma koma upp viðvörunarbúnaði með sáttmál- anum til að hindra að grimmdarverk seinni heimsstyrjaldar endurtækju sig. Okkar hlutverk er í stórum dráttum það sama og stjórnlaga- dómstóls í Evrópu. Vandinn við að draga mörkin er áfram til staðar og hve langt dómstóllinn eigi að ganga. En á endanum er það okkar eigin sjálfsagi sem tryggir að við látum ríkjunum sjálfum eftir mikilvægustu málin, að því tilskildu að þau brjóti ekki gegn grundvallarreglum.“ – Hvernig gengur nýjustu aðildar- ríkjum sáttmálans, sem staðfestu hann eftir 1989, að laga sig að starfs- háttum dómstólsins? „Þau fengu ekki langan tíma til þess, að vissu leyti fengu þjóðir V-Evrópu meiri tíma vegna þess að í fyrstu voru málin svo fá. Nýju ríkin fengu að vita að þegar þau væru gengin í Evrópuráðið ættu þau að staðfesta mannréttindasáttmálann innan tveggja ára, síðar var frest- urinn styttur í eitt ár. Þau áttu því við ýmiss konar erfiðleika að stríða sem er eðlilegt. Geysimiklar framfarir Mörg mál berast frá Mið- og Aust- ur-Evrópulöndunum, í fyrra voru um 60% af öllum málum þaðan, 10% frá Tyrklandi og afgangurinn frá V-Evrópu. Þegar horft er til þessara nýju ríkja tel ég að þau hafi öll tekið ákvæði sáttmálans inn í lagakerfi sín, dómstólar landanna styðjast við sáttmálann og þetta gengur býsna vel. Þegar upp er staðið hafa orðið geysimiklar framfarir í átt til rétt- arríkis, lýðræðis og varðveislu mannréttinda í þessum löndum. Ríkin lengra í austri sem komu inn nokkrum árum seinna, flest eftir 1995, eiga enn í erfiðleikum með þessa aðlögun en ég held að í grund- vallaratriðum sé ákvæðum sáttmál- ans beitt þar. En við verðum að kenna dómurum í löndunum að skilja og túlka ákvæðin og síðan hvetja þá til að nota þau. Þetta gerist ekki í einu vetfangi, líklega tekur þetta heila kynslóð en umskiptin munu skipta sköpum.“ – Rætt hefur verið í Evrópuráðinu að enn viðgangist pyntingar í Rúss- landi. Er hugsanlegt að þið hafið tek- ið vægar á nýju ríkjunum, að þið lag- ið ykkur að pólitískum veruleika? „Hvað dómstólnum viðkemur er svarið skýrt: nei. Og ég verð líka að segja að ég veit ekki hvernig við ætt- um að geta það. Pyntingar eru alls staðar pyntingar, sé maður líflátinn deyr hann, þetta er alls staðar eins. Þegar úrskurðir okkar eru rannsak- aðir kemur í ljós að við höfum ekki endurskoðað hefðir okkar með tilliti til aðstæðna í nýju aðildarríkjunum. Við höfum forðast að notast við tvö- falt siðgæði og við notum sömu staðla og fyrr.“ Wildhaber segir dómstólinn hafa samþykkt þá ákvörðun dómara í Tyrklandi að banna stjórnmálaflokk eins og Refah sem boðar að taka beri upp lög íslams, sharia. Í slíku sam- félagi kveða múslímaklerkar upp úr- skurði. „Við höfum sagt að halda beri fast í grundvallarreglur um lýðræði. Við getum ekki til langframa afhent öðr- um aðilum eitt af valdsviðum ríkisins þar sem ekki er um lýðræðislegt eft- irlit að ræða. Ef flokkur boðar afnám lýðræðis en vill fá að keppa um völd- in er sennilega verjandi að banna hann. Við verðum að halda áfram að draga mörkin við lögmæta sam- keppni um völd. Leyfa ber trúarleg tengsl en ef flokkar hneigjast til að gera út af við grundvöll lýðræðis og mannréttinda er í undantekningar- tilvikum hægt að banna þá,“ segir dr. Luzius Wildhaber, forseti Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Réttarríkið mun skipta sköpum í A-Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Dr. Luzius Wildhaber, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, dr. Luzius Wildhaber, segir að meirihluti mála, sem lenda á borði dómstólsins, sé nú frá nýjum aðildarríkjum í austanverðri álfunni. kjon@mbl.is ’ Menn vildu á sín-um tíma setja upp viðvörunarbúnað með sáttmálanum til að grimmdarverk seinni heimsstyrj- aldar endurtækju sig ekki. ‘ FYRSTI skóladagurinn var í Írak í gær en ekki var þó alls staðar unnt að hefja kennslu. Eru sumar skóla- byggingar illa farnar eftir átökin í landinu og úr öðrum hefur öllu ver- ið rænt. Þá vantar víða kennslu- bækur og önnur hjálpargögn. Hafa Bandaríkjamenn, alþjóðlegar hjálp- arstofnanir og Írakar sjálfir tekið höndum saman um að bæta úr því. Kennaralaun hafa verið hækkuð mikið. Í tíð Saddams voru þau á bilinu 380 til 988 ísl. kr. á mánuði en verða nú 5.100 og upp í 25.500 kr. Myndin er af börnum í skóla í Bagdad en þau þurfa ekki lengur að hrópa „Lengi lifi Saddam“ í hvert sinn sem gest ber að garði. Nýjar kennslubækur, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa tekið að sér að útvega, 72 milljónir talsins og laus- ar við mynd af forsetanum fyrrver- andi, voru hins vegar tilbúnar í tæka tíð fyrir skólasetninguna. Þrátt fyrir alla erfiðleikana voru börnin mjög ánægð með að setjast á skólabekk enda gefur það vonir um, að lífið í landinu fari nú að fær- ast í eðlilegra horf en það hefur verið í að undanförnu.Reuters Fyrsti skóladag- urinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.