Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega raðhús eða parhús í Garðabæ, á Seltjarnarnesi eða í Lindum í Kópavogi. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 588 9090 eða 861 8511. Raðhús/parhús óskast Í Guardian og Independent sagði, að Blair hefði minnt á Margaret Thatcher þegar hún sagði, að hún væri ekki með neinn bakkgír og Tim- es sagði, að í þetta sinn hefði Blair sleppt „ódýru klisjunum“ og flutt sína hógværustu ræðu frá því hann varð forsætisráðherra. Telegraph sagði, að Blair hefði í ræðu sinni einnig sett ofan í við Gordon Brown fjármálaráðherra en margir líta svo á, að með mjög kröft- ugri ræðu sinni hafi Brown verið að minna á, að hann væri hinn ókrýndi eftirmaður Blairs. Þótt Blair hefði komið víða við í ræðu sinni, hefði hann ekki vikið einu orði að fjár- málaráðherranum. Í Financial Tim- es sagði, að honum hefði tekist að blanda saman „óvenjulegri hóg- værð og alkunnri einurð“. Umfjöllun fjöl- miðla á megin- landinu var í svip- uðum tón og Le Monde spáði því, að Blair myndi ná að stíga upp úr „írösku flensunni“. Süddeutsche Zeitung sagði, að enn einu sinni hefði Blair „brunnið af sannfæringarkrafti og ástríðu“ en Frankfurter Allge- meine Zeitung sagði, að hann gæti sjálfum sér um kennt andstreymið vegna þess, að hann hefði ekki sagt sannleikann um Íraksstríðið. Ánægja með ræðu Blairs á flokksþingi Sagður minna á Thatcher FJÖLMIÐLAR í Bretlandi og á meginlandinu voru í gær almennt sammála um, að Tony Blair forsætisráðherra hefði styrkt mjög stöðu sína sem leiðtogi með ræðu sinni á þingi Verkamannaflokksins. Var því spáð, að hann ætti eftir að jafna sig á „írösku flensunni“. Tony Blair Heimildarmenn AFP úr röðum stjórnmálamanna segja að stjórnin hafi samþykkt að hefja nýja áfang- ann sem áætlað sé að kosti sem svar- ar 7,6 milljörðum króna. Þessi hluti öryggismúrsins er 45 km langur. Engu að síður ákvað stjórnin að láta undan þrýstingi Bandaríkja- stjórnar, sem er andvíg múrnum, og skilja eftir eitt op á honum, að sögn heimildarmannanna. Hermenn eiga að standa vörð við opið. Áformin voru samþykkt með mikl- um meirihluta atkvæða. Stjórnin frestaði hins vegar ákvörðun um hvort múrinn ætti að ná í kringum Ariel, sístækkandi byggð ísraelskra landtökumanna á svæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Var það gert af ótta við, að Bandaríkjamönn- um líkaði það ekki en búist er við ákvörðun um það síðar. Samþykkt var þó, að reist yrði sérstök girðing við gyðingabyggðina í Ariel sem síð- ar yrði hægt að tengja við múrinn. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, sagði í gær að ákvörðun Ísr- aelsstjórnar hindraði friðarumleit- anir. Ísraelsstjórn segir að öryggismúr- inn sé nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að vígamenn geti gert sprengjuárásir í Ísrael. Mikil gagnrýni Múrinn hefur verið harðlega gagnrýndur á alþjóðavettvangi og í skýrslu Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna í fyrradag sagði, að hann væri brot á alþjóðalögum og jafngilti ólöglegri upptöku palest- ínsks lands. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sem aðsetur hafa í New York, sögðu í bréfi til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í gær, að Bandaríkjastjórn ætti að beita Ísraelsstjórn refsiaðgerðum og draga úr fjárframlögum til hennar, minnka þau um jafnmikið og bygg- ing múrsins kostaði. Ætlar að skilja eftir op á múrnum til að friða Bandaríkjamenn Jerúsalem. AFP. Ísraelsstjórn ætlar að lengja öryggismúrinn Reuters Palestínsk börn við flak bíls í eigu Ahmed Faraj, herskás félaga í Frelsisfylkingu Palestínumanna. Notuðu Ísraelar jarðýtu við að eyðileggja bílinn er þeir handtóku Faraj í gær í borginni Qalqilya á Vesturbakkanum. RÍKISSTJÓRN Ísraels ákvað í gær að hefja nýjan áfanga í smíði ör- yggismúrs sem verið er að reisa á Vesturbakkanum. Ísraelar hafa verið gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir smíðina þar sem veggurinn liggur sums staðar talsvert inn á palestínsk landsvæði. FRAM kemur í nýrri könnun námsmatsstofnunarinnar EVA í Danmörku að þarlend- ir grunnskólanemendur eiga erfitt með að bjarga sér á ensku þrátt fyrir margar kennslustundir í faginu, að sögn Jyllandsposten. Aðeins 46% nemenda í níunda bekk skiluðu við- unandi svörum í könnun þar sem þeir áttu að endursegja texta með venjulegu, ensku tungutaki, segja frá einhverju sem þeir höfðu upp- lifað, tjá tilfinningar og nota nákvæmt orðalag. Ulla Tørnæs mennta- málaráðherra segir ljóst að taka þurfi á þessu máli. Vill hún m.a. að lögð verði áhersla á að kanna með reglubundn- um hætti kunnáttu nemend- anna til þess að kennarar eigi auðveldara með að ráða bót á því sem aflaga fer. En það er ekki aðeins staða nemenda sem veldur mönnum áhyggjum. Að sögn fulltrúa EVA gera enskukennarar allt of mikið af því að tala móð- urmálið í tímum í stað þess að notast við ensku. Yfirvöld menntamála hafa sett fram það markmið að talað sé og kennt á ensku í enskutímum til að þjálfa nemendurna en á því er mikill misbrestur, að- eins um 4% kennara fullnægja þeirri skyldu. Fulltrúi danskra tungu- málakennara, Hanne Feld, viðurkennir að ekki sé nóg gert af því að tala ensku í tímunum. „Að sjálfsögðu á að tala eins litla dönsku og framast er unnt en menn mega ekki verða svo þver- girðingslegir að nemendur geti ekki fylgst með,“ segir hún. Léleg ensku- kunnátta Ulla Tørnæs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.