Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall- grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist- jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Kettir á borð bæjarstjóra | Eftir margvísleg og stundum illvígt hnútukast og kærumál varðandi kattahald og eyð- ingu villikatta á Ísafirði er málið komið á borð Halldórs Halldórssonar bæjar- stjóra, að því er segir í Bæjarins besta. Í síðustu viku vísaði bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar kattamálum til meðferðar í bæj- arráði og samþykkti jafnframt að að- gerðum við útrýmingu villikatta yrði hætt um sinn. Í bæjarráði voru í vikunni lögð fram drög að samþykkt um kattahald í Ísa- fjarðarbæ, unnin af Þorleifi Pálssyni bæjarritara og yfirfarin af Antoni Helga- syni, heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða. „Einnig var lagt fram bréf varðandi hús- dýrahald í bæjarfélaginu, og þó einkum kattahald, frá Ara Sigurjónssyni, nefnd- armanni í landbúnaðarnefnd Ísafjarð- arbæjar, og Þóri Erni Guðmundssyni, starfsmanni nefndarinnar. Jafnframt var lögð fram á fundi bæjarráðs tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar, sem hann lagði fram á síðasta bæjarstjórn- arfundi,“ segir blaðið. Bæjarráð vísaði drögunum að sam- þykkt um kattahald til bæjarstjóra til frekari vinnslu, eins og segir í bókun ráðsins. Áður hefur komið fram, að kattaverndarmaður á Ísafirði hefur verið kærður til lögreglu. Hann hefur á hinn bóginn kært kattaveiðimann Ísafjarð- arbæjar til lögreglu. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skiltaþjófar eru enn áferð á Vestfjörðumog saknar Vega- gerðin fjölda umferð- arskilta sem stolið hefur verið allt frá Dýrafirði og inn í Ísafjarðardjúp, í sumar og í haust, skv. Bæjarins besta á Ísafirði. Nú síðast var tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði að horfið hefði skilti af at- hafnasvæði verktakafyr- irtækisins Kubbs við til- vonandi leiðigarð undir Seljalandsmúla; skilti sem varar við sprengingum. Önundur Jónsson, yf- irlögregluþjónn á Ísafirði, biður fólk um að láta lög- reglu vita verði það skilt- anna vart. „Það er einhver að safna umferð- armerkjum og því hlýtur að fara að bera á þessu. Þetta eru varúðar- og leið- beiningarskilti og það væri gott að fá ábendingar um hverjir iðki að taka þau niður,“ segir hann í BB. Skiltum stolið Búðardal | Það var mikið um að vera í Grunnskól- anum í Búðardal þegar u.þ.b 280 börn úr 4.–7. bekk samstarfsskólanna á Vesturlandi komu í heimsókn. Skólarnir eru á Lýsuhóli, Reykhólum, Tjarnarlundi, Kleppjársreykjum, Heiðarskóla, Andarkíl, Varma- landi og Laugagerðisskóla og Búðardal. Börnunum var skipt í hópa og keppt var í ýmsum greinum; stærsti þátturinn var knattspyrnukeppni, þá var hópunum blandað saman í ratleik, það var teiknisamkeppni og einnig gátu börnin att keppni í skák og spilum. Þrátt fyrir að veðrið léki ekki við þau mátti ekki annað sjá en allir hefðu gaman af. Morgunblaðið/Helga Samstarfsdagur Baldur Jónassonhafði orð á því aðfyrirsögnin á bak- síðu Morgunblaðsins í gær hefði verið ein sú skáldleg- asta um langt skeið, en hún var svohljóðandi: „Á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf.“ Fyrirsögnin kveikti vísu hjá Baldri: Fátækt barn á berum iljum tifar í haustsins mynd það heggur eina rauf og hljóðlátt línu ævi sinnar skrifar á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf. Á ferðalagi um fölnuð lauf Aðalfundur Ey-þings, sveitarfé-laga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, tekur undir sjónarmið sveit- arstjórna sem telja nauð- syn að GSM-far- símakerfið verði viðurkennt sem örygg- iskerfi. Þá er krafist betra aðgengis að gagnaflutningskerfum. Einnig lýsir aðalfund- urinn furðu á því að íbú- ar á svæðinu njóti ekki allir góðra skilyrða við móttöku útsendinga allra ríkisfjölmiðla. Í sambandi Eskifirði | Sýning á verkum Errós stendur nú í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði og er samstarfsverkefni hennar og Listasafns Reykja- víkur. Myndirnar á sýningunni eru nítján talsins og unnar á ár- unum 1974 til 1996. Þorbjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri safnadeildar Listasafns Reykja- víkur, segir að sýningin hafi sér- staklega verið búin til fyrir sýn- ingarrýmið á Eskifirði. „Það er mikil eftirspurn eftir verkum Errós til sýninga, einkum er- lendis en einnig vaxandi hér á landi. Við vinnum sýningar fyrir þá sem hafa áhuga á því úr safn- inu okkar,“ segir Þorbjörg. Verk Errós eru nú einnig til sýnis á Húsavík. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Unglingarnir á Eskifirði: Þeim þykja myndir Errós dálítið geggjaðar en flestar merkilegar og dálítið eins og teiknimyndasaga úr gömlum og nýjum veruleika. Erró og æskan á Eskifirði Samtímalist Keflavík | Tafir gætu orðið á flugi til og frá landinu eftir að hlaðmenn á Keflavíkurflug- velli tilkynntu að þeir muni ekki vinna auka- vinnu til að mótmæla auknu vinnuálagi. Hlaðmennirnir funduðu á þriðjudags- kvöld og ákváðu að hætta yfirvinnu. Eftir að fulltrúar þeirra funduðu með yfirstjórn Flugþjónustunnar IGS í gærmorgun segja þeir ekkert hafa breyst. Flugþjónustan er dótturfyrirtæki Flug- leiða og eitt af þremur fyrirtækjum sem hleð- ur flugvélar á Kefla- víkurflugvelli. Bjarni Pétursson, einn fulltrúi hlaðmann- anna, segir að vel megi búast við töfum á flugi vegna aðgerðanna. Verið sé að mótmæla því að hlaðmenn séu látnir ganga í önnur störf þegar álagið á þeirra deild minnki: „Mælirinn er fullur með þessari stefnu fyrirtækisins að ætla að vera með tvöfalda ráðningu.“ Hann segir mikið um álagstoppa í starfinu, sérstaklega á morgnana og seinnipart dags, og unnið á 12 tíma vöktum. „Við höfum haft biðtíma þegar morgunálagið er búið og menn vilja ekki sætta sig við að fara á tækjaverkstæði eða í flugeldhúsið á milli þess sem þeir hlaða vélarnar,“ segir Bjarni. Vilja nýta starfskraftana betur Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flug- þjónustunnar, segir að í þessari vinnu myndist miklir álagspunktar, og þess á milli sé mun minna að gera. Hugmynd Flugþjón- ustunnar sé því að nýta starfskrafta sína til annarra starfa þegar minna er að gera við hlaðningar. „Það eru verkefni í öðrum deildum í fyr- irtækinu og við höfum reynt í sumar að nýta þessa starfsmenn í öðrum deildum, t.d. í fraktmiðstöðinni, tækjaverkstæði og flug- eldhúsi, allt innan sama fyrirtækisins.“ Bjarni segir að í gegnum tíðina hafi það ekki tíðkast að hlaðmenn fari í önnur störf en að hlaða vélarnar, og segir ráðningu nýrra starfsmanna á þeim forsendum að þeir vinni önnur störf á milli álagspunkta löglega en siðlausa. Hlaðmenn vilja annað- hvort að þeir verði áfram eingöngu í því að hlaða vélarnar og í störfum því tengdu, eða þeir fái umbun fyrir að aukið vinnuálag, segir Bjarni. Einhverjar tafir gætu orðið á flugi    Bátavör við Bygggarða | Í sumar sam- þykkti umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar tillögu meirihlutans um að bátavörin við Bygggarða yrði endurgerð. Nú þegar er undirbúningur hafinn og hefur vinnuhópur undir forystu fyrrverandi formanns um- hverfisnefndar, Jens Péturs Hjaltested, verið skipaður til að ýta verkefninu úr vör. Fram kemur á heimasíðu bæjarins að vinnuhópurinn hefur m.a. leitað til þeirra Heimis Þorleifssonar, Ólafs Vals Sigurðs- sonar og Kristins Magnússonar fyrrverandi safnvarðar lækningaminjasafnsins í Nes- stofu um heimildir og upplýsingar því reynt verður að gera vörina sem líkasta því sem var. Vinnuhópurinn mun leggja tillögur sínar ásamt kostnaðaráætlun fyrir umhverf- isnefnd í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.