Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 17 NÝTT sjóminjasafn verðuropnað við Grandagarð ánæsta ári og mun safniðverða rekið sem alhliða sjóminjasafn og sjálfseignarstofnun. Safnið gengur nú undir heitinu Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, en endanlegt nafn hefur þó ekki verið ákveðið. Borgarráð hefur samþykkt að fela borgarstjóra að fylgja eftir tillögum undirbúningshóps um stofnun sjó- minjasafnsins og er ætlunin að leita eftir samstarfi við hagsmunaaðila um að setja á laggirnar sjálfseign- arstofnun um stofnun og rekstur þess í fyrrum húsnæði Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur á Grandagarði 8. Þar er gert ráð fyrir sýningarrými upp á 1.500 fermetra á tveimur hæðum, en safnið er hugsað sem alhliða sjó- minjasafn. Reykjavíkurhöfn hefur keypt húsnæðið og mun leiga safn- inu aðstöðuna, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns undirbún- ingshópsins. Hún segir stórkostlegt að nú skuli vera að komast á laggirnar sjóminja- safn í Reykjavík sem taka muni á öll- um þáttum sjávarútvegssögu lands- ins og muni sem alhliða safn stunda rannsóknir á sögu sjávarútvegs og siglinga á Íslandi. „Og auðvitað er mikilvægt að þarna sé sögð saga strandbúa, tómthúsmanna og fjöl- skyldna þeirra og hvernig þetta byrjaði nú hér í Reykjavík.“ Samkvæmt tillögunni sem borgar- ráð samþykkti mun Reykjavíkur- höfn kaupa húsnæðið á Grandagarði fyrir 115 milljónir króna, en reiknað er með að annað eins fari í endurgerð á húsnæðinu fyrir safnastarfsemi. Sjóminjasafnið mun síðan leigja að- stöðuna af Reykjavíkurhöfn. Reykjavíkurborg og ríkið kosta rekstur safnsins og reiknað er með að einkaaðilar kosti uppsetningu fyrstu sýningar sjóminjasafnsins. Einkaaðilar fjármagni fyrstu sýninguna „Við viljum gjarnan reyna að fá einkaaðila og sjávarútvegsfyrirtæki til að vinna með okkur að því að setja upp sýninguna. Höfnin á húsnæðið og safnið leigir það, Reykjavíkur- borg og ríkið hjálpa til við reksturinn og í þriðja lagi mun verða leitað eftir því við einkaaðila að kaupa bása á sýningunni fyrir ákveðið verð. Út á það gengur okkar tillaga sem borg- arstjóri vinnur síðan úr og það er fyrirhugaður stór kynningarfundur í næstu viku með sem flestum hags- munaaðilum,“ segir Sigrún. Hún segir að tillaga starfshópsins geri ráð fyrir alhliða sjóminjasafni í Reykjavík, en ekki sértæku safni líkt og í öðrum sjóminjasöfnum hér á landi, sbr. Saltfisksetrið og Síldar- minjasafnið. „Við viljum líka taka á siglingum og landhelgisgæslu en Reykjavík hefur auðvitað verið mið- stöð þessara þátta og síðan er saga Reykjavíkurhafnar stórmerkileg.“ Ákveðið hefur verið að Þjóðminja- safnið hætti rekstri Sjóminjasafns Íslands, sem staðsett hefur verið í Hafnarfirði undanfarin ár. Að sögn Sigrúnar hefur verið rætt við Þjóð- minjasafnið um að nýja sjóminja- safnið í Reykjavík fái til vörslu alla reykvíska muni aftur, en margir gripanna voru upphaflega í eigu borgarinnar þegar sjómenn settu upp vísi að sjóminjasafni á Hallveig- arstöðum á sínum tíma. „Síðan má segja að Þjóðminja- safnið hafi tekið það yfir og haft það í kjallaranum en kannski aldrei virki- lega sýnt því neinn sóma. Þaðan fóru minjarnar á sjóminjasafnið í Hafn- arfirði. Þjóðminjasafnið hefur í raun tekið þá ákvörðun að hætta rekstri þess, þannig að við höfum rætt um að fá reykvíska muni aftur,“ segir Sigrún. Húsnæðið og staðsetningin hentar vel fyrir sjóminjasafn Helgi Sigurðsson, safnvörður á Árbæjarsafni, hefur verið starfs- maður undirbúningshópsins sl. eitt og hálft ár og mun að líkindum verða fyrsti starfsmaður nýja sjóminja- safnsins. Gert er ráð fyrir fjórum stöðugildum til að byrja með, en safnið verður byggt upp í nokkrum áföngum. Að sögn Helga er staðsetn- ing BÚR-hússins einstaklega góð fyrir sjóminjasafn; á bakkanum við fiskibátahöfnina og í göngufæri frá miðbæ Reykjavíkur. Þá eru uppi áform um viðlegukant fyrir báta við austuhlið hússins, sem snýr beint að höfninni, og þar geta bátar sem eru sögulegir og enn á floti lagst að bryggju. Þá er húsið sjálft sýning- argripur í sjálfu sér sem fyrrum fisk- vinnsluhús Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Helgi segir að húsið henti einnig afar vel undir sýningar, það er ein- falt að gerð og auðvelt að rífa burt milliveggi og opna rými. Húsnæðið er samtals 1.900 fermetrar á tveimur hæðum, sem eru um 10–13 metra breiðar og um 90 metra langar, og er reiknað með að sjálft sýningarrýmið verði um 1.500 fermetrar. Efri hæðin hefur nýlega verið innréttuð á smekklegan hátt og mun því nýtast vel þegar í byrjun undir fyrstu sýn- ingu safnsins. „Þar má hefja starfsemi með litlum tilkostnaði í sýningarsal sem er um 360 fermetrar auk annarra rýma. Neðri hæðin er hins vegar óinnréttuð í grófu ástandi og þar er talsvert verk framundan. Auk þess þarfnast húsið allt mikilla endurbóta að utan,“ segir Helgi. Verður að líkindum opnað um mitt næsta sumar Auk sýningarrýmis á efri hæð eru nú þegar fyrir hendi 3 nýinnréttaðar skrifstofur, fundarherbergi og í and- dyrinu er aðstaða fyrir kaffiveitingar fyrir um 30 manns auk snyrtinga fyrir gesti og starfsfólk. Að sögn Helga er kjörið að gera fínlegri og fræðilegri þáttum sjávarútvegs skil þarna á efri hæðinni og þaðan er einnig frábært útsýni yfir bátahöfn- ina og til borgarinnar, ekki síst af út- sýnissvölum sem hægt verður að ganga út á úr norðurenda efri hæðar. Samkvæmt áætlun um uppbygg- ingu safnsins mun starfsemin fyrst hefjast á efri hæð en annar áfangi felst í standsetningu neðri hæðar og uppsetningu á sýningum þar. Þriðji áfanginn er frágangur á útisvæðinu við austurhlið hússins og útgangur út á það. Það var fyrirtækið List & Saga sem sá um hugmyndir að uppsetn- ingu sýninga, en gert er ráð fyrir að safnið verið opnað 11. maí á næsta ári. Helgi segir það nokkra bjartsýni en segist sjá fyrir sér að safnið verði opnað um mitt næsta sumar. Húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Grandagarði gengur senn í endurnýjun lífdaga Morgunblaðið/Þorkell Sjóminjasafnið á Grandagarði: Austurhlið safnsins snýr að höfninni en þar verður settur upp viðlegukantur fyrir sögulega báta sem enn eru á floti. Tilbúinn: Helgi safnvörður á efri hæð BÚR-hússins, en þar verður sett upp fyrsta sýning Sjóminja- safnsins í Reykjavík á næsta ári. Sjóminjasafn verður opnað á næsta ári Sjóminjasafn verður líklega opnað í Reykja- vík næsta sumar. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér fyrirhugaða starfsemi þess. eirikur@mbl.is w w w .c lin iq ue .c om www.lyfja.is 100% ilmefnalaust GÓÐ GJÖF Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-17 Lyfju Spönginni föstudag kl. 13-17 Lyfju Smáralind laugardag og sunnudag kl. 13-17 Lyfju Smáratorgi mánudag kl. 13-17 Lyfju Garðatorgi þriðjudag kl. 13-17 Lyfju Setbergi miðvikudag kl. 13-17 Lyfju Laugaveg fimmtudag kl. 13-17 Kaupauki! 4 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE þá er þessi gjöf til þín.* • Repairwear næturkrem 7 ml • Rinse-off farðahreinsir 30 ml • Long pretty maskari • Different varalitur pink whisper Meðan birgðir endast* Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyfju Árvekni um brjóstakrabbamein Til leigu ca 700 fm á 2. hæð í þessu glæsilega húsi. Um er að ræða sama hús og KPMG verður í. Húsið er alveg nýtt og verður það tilbúið til afhendingar í nóvember 2003. Upplýsingar veita Gunnar í síma 693 7310 eða sölumenn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Borgartún 31 - Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.