Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Molinn rís | Í dag verður und- irrituð viljayfirlýsing um byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis á Reyðarfirði. Það eru Landsafl, Ís- lenskir aðalverktakar, Hönnun, Landsbankinn og Fjarðabyggð sem munu standa að framkvæmdinni. Stefnt er að byggingu 3000 fer- metra húsnæðis í miðbæ Reyð- arfjarðar, á þeim reit sem útibú Landsbankans stendur í dag. Kostn- aður við framkvæmdina liggur ekki fyrir og er næsta skref þeirra sem að viljayfirlýsingunni standa að vinna kostnaðaráætlun samfara lokahönnun byggingarinnar.    Djúpavogi | Hátíð til heiðurs Stefáni Jónssyni, rithöfundi, frétta- og al- þingismanni var haldin á Djúpavogi um helgina. Þátttakendur voru á öllum aldri og var veðrið sér- staklega gott. Hátíðin hófst með svonefndu Faðirvorahlaupi, en Stefán segir frá því í bók sinni Að breyta fjalli, að hann hafi hlaupið frá Teigarhorni að Rjóðri, heimili sínu, á þremur Faðirvorum. Í Löngubúð skiptist fólk daglangt á að lesa upp úr bókum Stefáns og á laugardagskvöld var hátíðardag- skrá á Hótel Framtíð. Björn Hafþór Guðmundsson flutti hátíðarávarp og sérstakir heiðursgestir voru tvö börn Stefáns, þau Hjörleifur og Helga. Flutti Hjörleifur stutta tölu um föður sinn. Heimamenn töfruðu fram hvert atriðið á fætur öðru, leiklestur, söng og spjall og kunnu gestir greinilega vel að meta dag- skrána. Sögur af veggtjaldi og nikkuball Fjarfundabúnaður Djúpavogs- hrepps var vel nýttur þetta kvöld því Árni Gunnarsson, fyrrum sam- starfsmaður og vinur Stefáns, birt- ist gestum á veggtjaldi þar sem hann sagði margar skemmtilegar sögur af Stefáni. Hátíðinni lauk svo með undurfögrum söng Berglindar Einarsdóttur við undirleik Svavars Sigurðssonar. Eftir að formlegri dagskrá lauk var slegið upp harm- onikkuballi með sveitarstjóranum í broddi fylkingar, en Björn Hafþór var einn af skipuleggjendum þess- arar hátíðar. Að breyta fjalli og 368 gamlir kaffibollar Á sunnudagsmorgunn hélt svo tíu manna hópur af stað upp á Búlands- tind, en þeir sem treystu sér ekki til að reyna að breyta fjallinu spókuðu sig um hömrum klæddan bæinn með Ingimari Sveinssyni sem fræddi fólk um sögu staðarins. Kaffibollasýning sett var upp í tengslum við hátíðina vakti sérstaka athygli gesta en Stefán var mikill kaffidrykkjumaður. Á sýningunni voru alls kyns áhöld sem tengjast neyslu þessa merkilega drykkjar og þar einnig að finna upplýsingar um leyndardóma og sögu kaffis og kaffiljóð eftir ýmsa góða menn. Rétt þykir að láta fljóta með eina kaffivísuna sem ort er af Jóni Sig- urðssyni í Rjóðri. Í eldhúsið þá inn ég fer ilmur ljúfur mætir. Kvenfólkið og kannan er krafturinn sem bætir. Hlaupið á þremur faðirvorum Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hlaupið á þremur faðirvorum: Galvaskur hópurinn sem þreytti faðirvorahlaup í tilefni af hátíðinni. Búlandstindur gnæfir hnarreistur yfir í fjarska. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Egilsstöðum | Austur-Hérað hefur undirritað samning við Ból- holt ehf. sem felur í sér uppsetningu á fjögurra þrepa hreinsi- virki við útrásir holræsakerfa á tveimur stöðum í sveitarfélaginu. Annars vegar við Einbúablá á Egilsstöðum og hins vegar á Hall- ormsstað. Austur-Hérað er fyrsta sveitarfélagið hér á landi sem tekur slíkan hreinsibúnað í notkun fyrir svo stóra byggð. Samningurinn við Bólholt er gerður eftir ítarlega úttekt á hol- ræsamálum Austur-Héraðs, þar sem m.a. voru bornir saman kostir einnar miðlægrar hreinsistöðvar og aðskildra hreinsi- virkja. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar formanns Umhverfisráðs Austur-Héraðs er sú leið sem hér er farin mun hagstæðari og um leið sveigjanlegri en uppbygging á einni stórri hreinsistöð. Auk þess sem hreinsigeta fjögurra þrepa hreinsivirkja sé meiri en gert sé ráð fyrir í miðlægri stöð. Hér sé því verið að fara mun hagkvæmari leið en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun um byggingu miðlægrar hreinsistöðvar og verði hún nú tekin út úr fjárfestingaáætlun. Hægt verði að byggja upp aðskilin hreinsivirki jafnóðum og byggðin stækkar og þörf krefur. Til langs tíma litið sé sveitarfélagið því að fara mun hagkvæmari, sveigjanlegri og árangursríkari leið, segir Sigurður. Nýjung á Íslandi Óskar Bjarnason hjá Bólholti, segir fyrirtækið hafa rekið samskonar búnað, en þó mun smærri, við útrás holræsakerfis í Fellahreppi frá því árið 2000 með mjög góðum árangri. Búnaður- inn sem nú verður settur upp er margfalt stærri og afkastameiri. Óskar segir að strax og samningurinn við Austur-Hérað var undirritaður, hafi verið hafist handa við að teikna og hanna hreinsivirkin og nú sé verið að útvega nauðsynlegan búnað er- lendis frá. Reiknað sé með að hefja uppsetningu í nóvember og opna hreinsivirkin fyrir jól. Þau verði að langmestu leyti grafin í jörðu og því lítið sjáanleg ofanjarðar og það eina sem muni verða sjáanlegt sé eitt lítið bjálkahús og loki. Fjögurra þrepa hreinsivirki eru nýjung sem Bólholt er að inn- leiða hér á landi. Óskar segir að samningurinn við Austur-Hérað sé því fyrsti samningurinn af þessari stærðargráðu sem Bólholt gerir hvað þetta varðar. Hann segir mikinn áhuga á þessu hjá sveitarfélögum og líklegt að fleiri fylgi í kjölfarið á næstu mán- uðum. Austur-Hérað og Bólholt semja um uppsetningu á nýrri tegund hreinsivirkja við útrásir holræsakerfa Sveigjanlegri leið fyrir sveitarfélagið Ljósmynd/ÁÓ Hreinsibúnaður: Sigurður Ragnarsson, Eiríkur Bj. Björg- vinsson, Óskar Bjarnason og Skúli Björnsson við undirritun samningsins milli Austur-Héraðs og fyrirtækisins Bólholts. KAFFIBOLLASÝNING sem Guð- rún Aradóttir setti upp í tengsl- um við hátíðina á Djúpavogi vakti mikla athygli, en Stefán Jónsson var einmitt mikill kaffidrykkju- maður. Þetta mun fyrsta kaffi- bollasýningin á Íslandi; að minnsta kosti er ekki vitað til þess að slík sýning hafi verið haldin hér fyrr. Alls voru 368 bollar til sýnis og þar á meðal sérstakur skeggbolli (lengst til hægri) en slíkir voru einatt í eigu heldri manna sem skörtuðu yfir- varaskeggi og vildu ekki að það blotnaði. Á sýningunni mátti einn- ig sjá gamla kaffibrúsa og kaffi- kvörn frá því um aldamótin 1900. 368 kaffibollar Jarðhitaboranir | Í vikunni kem- ur jarðborinn Grímnir til Reyð- arfjarðar og á að nota hann til að bora könnunarholur við Sléttu í Reyðarfirði. Verið er að kanna legu og halla jarðhitasprungu á staðnum og á að auki að bora 600 m djúpa til- raunaholu. Reyðfirðingar vonast eft- ir að nægt magn af heitu vatni finn- ist svo nýta megi til húsahitunar.    Fáskrúðsfjarðargöng | Búið er að sprengja samtals yfir einn kílómetra af heildarlengd Fáskrúðsfjarð- arganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Þeim megin hafa 389 metrar verið sprengdir, en Reyð- arfjarðarmegin 630 metrar. Heild- arlengd ganganna verður 5.694 metrar.    Olíuleki | Um eitt hundrað lítrar af gasolíu láku í höfnina á Seyðisfirði á dögunum. Verið var að sandblása og mála fjóra tanka sem komið höfðu frá Reyðarfirði til viðgerðar. Þurfti að velta tönkunum á hlið og þegar sá fyrsti hafði verið lagður, rann úr honum olía út á hafnarbakkann og fram í sjó. Olían var hreinsuð upp og olli ekki skaða.    Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstað | Mikið brim gerði í Norðfirði í norðanveðrinu sem gekk yfir landið nú á dögunum. Óvenju miklu af þara skolaði á land með briminu í fjöruna utan við svo- kallaða Eyri. Er talið að vegna þess hve vel áraði í sjónum hafi verið góð sprettutíð fyrir þarann og hann vaxið betur en vant er. Lagt var kapp á að ryðja þaranum strax aftur í sjóinn til að koma í veg fyrir rotnun, sem getur verið hröð í til- tölulega hlýju veðri. Kemur þá megn fnykur af þaranum og einnig getur klakist í honum fluga sem mönnum þykir hvimleið, þó venju- lega standi flugnafárið stutt yfir. Þari úr mar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.