Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 21
   LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 21 Er veisla framundan?.. Glæsilegur veislusalur Ferðafélagsins í Mörkinni til leigu Komum líka með veisluna heim til þín Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari ww w. es tee lau de r.c om Árvekni um brjóstakrabbamein Frískari og fallegri húð án þess að fara á stofu Nýtt: Idealist Micro-D Deep Thermal Refinisher í samfélagi við Idealist Skin Refinisher. Þetta nýja krem gefur þér kost á mildri húðslípun heima við. Hið einstaka TripleSphere Refinishing System endurnýjar yfirborð húðarinnar á undraverðan hátt. Hitagæf kornin ná djúpt inn í húðina, hjálpa til við að losa hana við eiturefni og minnka umfang svitaholanna. Strax við fyrstu notkun hefurðu öðlast þessa geislandi húð sem þú óskar þér. Þú finnur hve hún er slétt og mjúk. Þú sérð hve hún er hrein og björt, smáhrukkur og svitaholur varla sjáanlegar lengur. Gjöfin þín Tilboðið gildir í snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni, Smáralind, Skeifunni, Spönginni og Akureyri Prófaðu nýjasta rakakremið. Gefðu augnhárunum fallega sveigju með góðum maskara. Sjáðu sjálfa þig í nýju ljósi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.600 kr. eða meira í snyrtivörudeildum Hagkaups dagana 2.-8. október færðu fallega gjöf með eftirfarandi glaðningi: Nýtt: Daywear Plus - dagkrem Pure Color varalitur - Shimmer Illusionist - maskari Idealist - undrakrem Intuition - ilmur Falleg snyrtitaska Verðgildi gjafarinnar er kr. 6.200 *meðan birgðir endast Fagradal | Á undanförnum árum hefur Sólheima- skriðjökullinn minnkað stórlega. Það sést best á því að hér áður voru ferðamenn nánast komnir upp að jökli þegar komið var á bílaplanið uppi við jökul- sporðinn. En í dag þarf að ganga töluverðan spotta til að komast upp að jökli. Ferðamenn láta það þó ekki aftra sér því þarna upp frá er nánast aldrei mannlaust svæði. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólheimaskriðjökull minnkar stöðugt Grímsey | Erika Veld, hollensk kona búsett í Amsterdam, gisti Grímsey í nokkra daga. Tilgang- urinn var að ljósmynda og teikna eyjuna og útsýnið til Íslands. Erika er menntuð listakona frá Listaháskólanum í Kröningen og Listaskóla Jan van Eyck. Hún hefur aðallega lagt fyrir sig teiknun og málun en á síðari árum hefur húnbætt ljósmyndun við. Eins hefur hún gefið út tvær bæk- ur og skrifað nokkrar smásögur. Það var einmitt með hópi ljós- myndara frá Hollandi sem Erika kom fyrst til Íslands árið 1996. Landið fannst henni strax, bæði stórkostlegt og fallegt. Þegar hún kom heim úr þessari fyrstu ferð sinni, spurði fólk hana, hvort hún væri ástfangin og hver hann væri. Það er ekki hann – heldur ÞAÐ svaraði Erika. Nefnilega landið – Ísland. Erika er sérstaklega heilluð af eyjum og þess vegna heimsótti hún eyjuna við nyrsta haf. Meðferðis hafði Erika bók fulla af teikn- ingum frá Svalbarða en þar dvaldi hún fyrr í sumar. Eriku fannst áhugaverð sagan um Dr. Daníel Willard Fiske, velgjörðamann Grímseyinga, og afmælisdag hans, 11. nóvember, sem löngu er orðinn fastur hátíðisdagur í lífinu hér. Dagurinn minnti hana á 11. nóv- ember í gamla þorpinu hennar í Hollandi, þegar börnin þar gengu á milli húsa með ljósker og sungu fyrir fólk í minningu dýrðlingsins St.Martin sem var svo gjöfull mað- ur að hann gaf meira að segja hempuna sína. Þegar Erika yfirgaf Grímsey fylgdi henni önnur bók, sú er full af skissum með hólum, hæðum, stígum, klettum, fuglum og fiskum. Líka ölduganginum og hvítfyss- andi löðrinu við hafnargarðinn í Grímsey, í norðanbáli með tign- arleg fjöllin á norðurströndinni í bakgrunni. Morgunblaðið/Helga Mattína Ástfangin: Það er ekki hann heldur það! Erika við vegvísinn í Grímsey. Ástfangin af Íslandi Full mappa af hólum, hæðum, stígum, klettum, fuglum og fiskum Sauðárkróki | Nemendur á húsa- smíðabraut Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki eru þessa dagana á fullu við að byggja sumarhús undir stjórn kennara sinna, þeirra Atla Más Óskarssonar og Vals Ingólfssonar. Frá því er greint á skagafjordur- .com að sumarhúsið sé samvinnu- verkefni FNV og Krókshúsa ehf. sem er eigandi hússins og hefur eft- irlit með byggingu þess. Ráðgert er að smíðinni ljúki í maí 2004 en þá verður húsið flutt í or- lofshúsabyggðina við Varmahlíð. Vonast er til að þessi samvinna verði upphafið að enn frekari samvinnu skólans við fyrirtæki á Norðurlandi vestra, segir á heimasíðunni. Nemendur FNV byggja orlofshús Suðurlandi | Vegagerðinni bárust hvorki fleiri né færri en ellefu til- boð í gerð Árbæjarvegar á Suður- landi, frá þjóðvegi að Heiðarbrún, sem og hluta Gaddstaðaflatavegar. Átta tilboð voru undir áætlun Vega- gerðarinnar, sem var upp á 17,9 milljónir kr. Á verkinu að vera lok- ið í júlí 2004. Jón og Tryggvi hf. á Hvolsvelli voru lægstir með 13,9 milljóna kr. tilboð en hæst bauð Landherji 21,3 milljónir. Þau átta tilboð er voru undir áætlun komu öll frá sunn- lenskum verktökum en hin komu frá höfuðborgarsvæðinu. Ellefu tilboð í Árbæjarveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.