Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓKAÚTGÁFAN Bjartur gefur út fjölbreytt úrval af bókmenntum á þessu hausti, frumsamdar bækur og þýddar, fyrir börn og fullorðna. Með- al þeirra Bjartshöfunda sem senda frá sér frumsamin verk að þessu sinni eru Bergsveinn Birgisson, Bragi Ólafsson, Huldar Breiðfjörð, Jón Kalman Stefánsson, Sjón, Sigurjón Magnússon, Viðar Hreinsson og Þor- valdur Þorsteinsson. Meðal erlendra höfunda á útgáfulista forlagsins eru J.K. Rowling, Haruki Murakami, Magnus Mills, Zadie Smith, Ian McEwan og Dan Brown. Ævisaga og ferðabók Andvökuskáld er titillinn á öðru bindi ævisögu Stephans G. Stephans- sonar eftir Viðar Hreinsson sem nú- komið er út. Fyrra bindið, Landnem- inn mikli, kom út á liðnu ári. Þar var fjallað um landnámsár Stephans fram til aldamóta en í síðara bindinu er við- fangsefnið líf og skáldskapur hans á árunum 1899–1927. Múrinn er vinnutitill á nýrri ferða- bók eftir Huldar Breiðfjörð. Í bókinni segir Huldar frá ferð sinni sumarið 2002 um hrjóstrugar byggðir Norður- Kína. Sögulegur skáldskapur og þýddar barnabækur Sjón sendir frá sér verkið Skugga- Baldur, rómantíska skáldsögu sem gerist um miðja 19. öld. Aðalpersón- urnar eru presturinn Baldur, grasa- fræðingurinn Friðjón og vangefna stúlkan Abba sem tengist lífi og ör- lögum mannanna tveggja með af- drifaríkum hætti. Höfuðpersónan í nýrri skáldsögu Sigurjóns Magnús- sonar, Borgir og eyðimerkur, er Kristmann Guðmundsson rithöfund- ur. Verkið gerist á einum degi í lífi skáldsins árið 1964. Jón Kalman Stef- ánsson sendir frá sér Snarkið í stjörn- unum. Örlagaríka fjölskyldusögu sem lýsir lífi ungs móðurlauss drengs í Reykjavík í kringum 1970 og storma- sömu hjónabandi langafa hans og langömmu um aldamótin 1900. Landslag er aldrei asnalegt nefnist bók skáldsagnahöfundarins Berg- sveins Birgissonar. Verkið lýsir lífi nokkurra trillukalla í deyjandi sjáv- arbyggð og tilraunum þeirra til að finna þorskinn, ástina og guð. Vésteinn Lúðvíksson sendir frá sér nýja ljóðabók. Fimmta bókin um galdradrenginn Harry Potter nefnist Harry Potter og Fönixreglan. Bókin kom út á ensku í sumar og mun birtast í hérlendum bókabúðum í íslenskri þýðingu Helgu Haraldsdóttur 1. nóvember næst- komandi. Íslensk þýðing Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur á sögunni Ljónadrengur- inn eftir Zizou Corder. Bókin er enn ekki komin út í Bretlandi á frummál- inu en hefur þó þegar vakið slíka at- hygli að Steven Spielberg ætlar að kvikmynda söguna. Höfundarnafnið er dulnefni breskra mæðgna en sagan segir af óvenjulegum dreng sem get- ur talað tungumál kattardýra og lend- ir í ógleymanlegum ævintýrum á ferðalagi með farandsirkus. Að auki gefur Bjartur út tvær nýj- ar bækur í bókaflokknum Litlir bóka- ormar, Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen í nýrri þýðingu Þór- arins Eldjárn og Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans eftir Isaac Basevish Singer í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Nútíma heimsbókmenntir Í október og nóvember koma síðan út hjá forlaginu þrjár af þeim skáld- sögum sem staðið hafa upp úr í Bret- landi undanfarin misseri. Þetta er hin margverðlaunaða skáldsaga Frið- þæging eftir Ian McEwan í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, Blikk- kóngarnir eftir strætóbílstjórann Magnus Mills í þýðingu Snæbjörns Arngrímssonar og Áritunarmaðurinn eftir Zadie Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttir. Zadie Smith er ung að aldri, fædd 1975, og hefur vak- ið mikla athygli fyrir kröftugar, grimmar og fyndnar bækur um líf nú- tímafólks á jaðrinum. Þá gefur Bjartur út spennubókina Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. Bókin, sem kom út í vor, er eftir áður lítt þekktan höfund. Hún komst óvænt í efsta sæti metsölulista New York Times strax í fyrstu viku og hef- ur setið við toppinn síðan. Sagan ger- ist í París og London samtímans og snýst m.a. um leyndardómsfulla for- tíð Leonardo Da Vinci og dulin tákn í verkum hans. Systurfyrirtæki Bjarts í Danmörku, Ferdinand A/S, gefur Da Vinci Mysteriet út þar í landi á þessu hausti. Guðrún Hannesdóttir hefur skrifað og teiknað nýja bók fyrir börn á aldr- inum 3-7 ára. Sagan kallast Hvar. Áð- ur hefur Guðrún gefið út fjölda barna- bóka með myndskreytingum, síðast ævintýrið um Pomperipossu. Fjölbreytt bókaúrval Bjarts Guðrún Hannesdóttir Huldar Breiðfjörð Guðrún Eva Mínervudóttir Ian McEwan KONA, með regnhlíf, virðir hér fyrir sér röð af rauðum styttum sem virðast kunna illa regninu sem bylur á kollum þeirra. Stytturnar eru hluti inn- setningar sem komið hefur verið fyrir meðfram aðal- verslunargötu Peking- borgar, en þær eru hluti af listatvíæringi sem nú stendur yfir í borginni. Tvíæringurinn er alþjóð- legur að yfirbragði og geymir um 600 listaverk, unnin af rúmlega 300 lista- mönnum frá yfir 40 lönd- um. Reuters Kulda- legt regn LÚTUHLJÓÐFÆRIÐ sem flest ungmenni í dag þekkja bara sem „gítar“ og tætt getur heyrnina úr notendum með ærandi hávaða áður en varir (Pete Townshend í Who er ekki eina dæmið um það) er jafn- framt meðal hljóðlátustu tónamboða sem þekkjast. Þ.e.a.s. í hinni upphaf- legu órafmögnuðu mynd klassíska spænska gítarsins. Á okkar hljóð- mengunartímum er því merkilegt að uppgötva hversu mjög þessi þýð- lynda „forneskja“ Íberíuskagans, er strax myndi kafna í skvaldri minnsta kaffihúss, skuli þrátt fyrir allt höfða til ungs fólks. Kom það vel fram af góðri aðsókn að tónleikum Hannesar Þ. Guðrúnarsonar í Salnum á þriðju- dagskvöldið var. Fullkomin athygli hlustenda, þar sem ekki heyrðist aukatekin ræsking allt kvöldið, und- irstrikaði enn frekar að varla hefðu menn álpazt inn af tilviljun. Tónleikarnir voru hinir fyrstu af fimm í tónleikaröð kennara Tónlist- arskóla Kópavogs sem nú er haldin þriðja árið í röð. Hannes lauk burt- fararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1993, stundaði framhaldsnám við Tónlistarskólann í Björgvin hvað- an hann lauk einleikaraprófi og prófi í kammertónlist, og starfar nú sem gítarkennari við Tónlistarskólann í Kópavogi. Mátti skilja af viðtali í Mbl. á mánudag að tónleikarnir í Salnum væru n.k. opinber frumraun hans á höfuðborg- arsvæðinu. Efnisskráin stóð fremur stutt, tæpa klukkustund án hlés, en var skemmtilega valin og án þess að flíka veðruðustu brúkunarskævuðum gít- arbókmennta líkt og algengt var á árum áður þegar gítarleikarastétt landsins var fámennari en nú er. Fyrirsögnina „Suðrænt og seiðandi“ mátti og til sanns vegar færa, því tónskáldin voru öll frá latnesku Am- eríku – Augustin Barrios Mangore (1885–1944) frá Paragvæ, Manuel M. Ponce (1882–1948) frá Mexíkó og Leo Brouwer (f. 1957) frá Kúbu. Allir gítarleikarar nema Ponce, er hins vegar mun hafa starfað náið með brautryðjanda sígilds gítarleiks, Andrési Segovia, og þykir hafa samið einn bezta gítarkonsert allra, Conc- ierto del sur (1941), enda þótt „del Aranjuez“ Rodrigos hafi enn vin- sældavinninginn. „Seiðandi“ var einnig orð með réttu um verkin er flest höfðu sín hljóðlátu en heillandi sérkenni til að bera og hvöttu til tímabærrar íhug- unar um að ekki er allt fengið með aflinu. Fyrst voru þrjú stykki eftir Barrios. Villancico de Navidad var að andblæ í samræmi við heiti sitt um fæðingu Krists; einföld lítil barna- gæla í 6/8 pastoraltakti og m.a. gædd fínlegum flaututónum. Barcarola (Bátssöngur) var rólegur vals, sömu- leiðis leikinn af afslappaðri yfirvegun þrátt fyrir örlítið þverbandaglamur. La Samaritana (e.t.v. mætti rekja biblnesku titlana til áhrifa Krists- munka í föðurlandi höfundar) var nokkru lengra og sumpart vakrara verk í ABA formi, leikið með streym- andi flæði og allgóðri hraðatækni. Af 24 stuttum prelúdíum Ponces lék Hannes fimm, er ekki voru nánar tilgreindar. Vakti mesta athygli sú fjórða í röðinni er var einna viðamest og túlkunin eftir því blæbrigðarík- ust, auk hinnar tokkötukenndu nr. 5. Víðfeðmasta verk kvöldsins, einnig eftir Ponce, kom þar á eftir, Thème variée et Finale, er auk síðróman- tískrar undirstöðu bar með sér ný- klassísk-impressjónísk frönsk áhrif og virtist á köflum jafnvel ekki laust við djass-sölsulegan bakgrunn. Nútímalegasta tónmálið var eðli- lega yfir þrem verkum Brouwers – æskuforseta hópsins, en fráleitt hins hugmyndasnauðasta. Fyrstu tvö, Elogio de la Danza og Danza Caract- eristica, gátu sumpart minnt á Villa- Lobos; frjálstónöl, rapsódísk og ertnisleg í fasi og lipurlega flutt, sér- staklega seinna virtúósíska verkið er skartaði rytmísku belgbanki og rúmbukenndum ef ekki djasslegum undirtónum. Lokaverk Browers, Canción de cuna, var bráðfallegt „sönglag“ fyrir gítar í e.k. rondó- formi með rytmísku flaututónariffi á staccato í A-köflum; sömuleiðis vel og blæbrigðaríkt leikið. Túlkun Hannesar var í heild mót- uð af yfirveguðu öryggi, syngjandi tærum tóni og góðri tilfinningu fyrir andstæðum í blæ og hrynjanda, enda þótt einstaka hæðarstökk upp háls- inn hefði kannski mátt hitta ögn öruggar í mark. Engu að síður var ljóst að stéttinni hefur bæzt nýr fulltrúi, er eftir gæti átt að veita frambærilegustu gítarleikurum sunnan fjalls verðuga samkeppni. Hljóðlátt en heillandi TÓNLISTSalurinn Einleiksverk eftir Barrios, Ponce og Brouwer. Hannes Þ. Guðrúnarson gítar. Þriðjudaginn 30. september kl. 20. GÍTARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Hannes Þ. Guðrúnarson BRESKA blaðið Daily Telegraph birti í fyrradag viðtal við Ólaf Elíasson myndlistarmann þar sem farið var mjög lofsamlegum orðum um fram- lag hans til sam- tímalista í heim- inum í dag, og hann sagður hafa stundað „einhverja líf- legustu, vits- munalegustu og glöggskyggn- ustu listsköpun sem sést hefur í heiminum á síðustu árum“. Til- efnið er sýning Ólafs í túrbínusal nútímalistasafnsins Tate Modern, sem opnuð verður almenningi 16. október, en þó hálfur mánuður sé til stefnu virðist áhugi fjölmiðla þegar vakinn. Sýningin hefur hlotið heitið „The Weather Project“ eða „Veð- urverkefnið“, en nokkur leynd hvílir enn yfir því hvað þar mun bera fyrir augu, þótt það tengist augljóslega veðri eins og reyndar kom fram í Morgunblaðinu í nóv- ember á síðasta ári. Stærð rýmisins hefur ákvarðað verkin Í viðtalinu við Daily Telegraph segir Ólafur að þau verkefni sem hingað til hafa ratað í hinn risa- stóra túrbínusal Tate-safnsins séu öllum kunn, fyrst og fremst vegna þess að þau hafa verið svo ótrúleg. „Stærð rýmisins hefur ákvarðað þau,“ segir hann. Sýn- ingarnar í túrbínusalnum hafa dregið milljónir manna að safninu og með þeim hætti orðið mik- ilvægur hluti ímyndarhönnunar safnsins gagnvart samfélaginu, enda er það yfirlýst stefna safns- ins að vilja þjóna almenningi sem best, en ekki bara hinum innvígðu á sviði myndlistar. Ólafur segir því í viðtalinu að sín sýning snúist „nánast um það að sýna í túrb- ínusalnum sjálfum, sem gæti vald- ið einhverjum vonbrigðum“. Fram kemur að hann hefur fylgst mjög vel með stefnumótun safns- ins og umræðum því tengdum. Nálgun hans hvað samvinnu við safnið varðar er á gagnrýnum nótum og hefur haft mótandi áhrif á safnastarfið sjálft hvað verkefni hans viðkemur. Safnaumhverfið eins og hvaða umhverfi annað Að sögn Daily Telegraph er það skoðun hans að vinsælum stofnunum á borð við Tate beri skylda til að þjóna sem „ónæm- iskerfi gegn hlutgervingu líkama okkar, skynjunar okkar og þeirra leiða sem við höfum til að leggja mat á hlutina“. Hann segir okkur m.a. þurfa að velta því fyrir okk- ur hvað felist í því að ýta þúsund manns í gegnum sýningarsal á einni klukkustund. „Mér finnst ekkert að því að fá þúsund manns í gegn, en ég vil vita hvað það leiðir af sér.“ Ólafur segir ennfremur að „fólk hafi fyrir misskilning til- hneigingu til að halda að það geti farið út úr samfélaginu og inn á söfn eins og til sé þröskuldur sem það getur stigið yfir til að komast í einhvers konar draumaheim. En í raun og veru er safnaumhverfið alveg eins og hvaða umhverfi annað sem vekur mann til um- hugsunar, jafnvel verslunarmið- stöð“. Styttist í opnun Ólafs Elíassonar í Tate Modern Ónæmis- kerfi gegn hlutgerv- ingu Ólafur Elíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.