Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 31
E RLING Blöndal Bengtsson kemur ætíð reglulega til Ís- lands enda tengdur landinu sterkum böndum þar sem móðir hans var íslensk, ættuð frá Ísafirði. Fyrir hálfu öðru ári, þegar Erling var hér síðast á ferð, hélt hann tvenna rómaða tónleika, annars vegar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hins vegar einleikstónleika í Salnum. Í Íslandsheimsókn sinni nú leikur hann Konsert í e-moll eftir Aram Khatsjatúrjan og heldur auk þess tónleika ásamt tengdadóttur sinni, píanóleikaranum Ninu Kavtaradze, í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, sunnudagskvöldið 5. október kl. 20 og í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, þriðjudagskvöldið 7. október kl. 20. Spurður hvers vegna þessi kons- ert Khatsjatúrjans hafi orðið fyrir valinu svarar Erling því til að fyrir því séu ýmsar ástæður. „Ég stakk upp á því að þessi konsert Khatsj- atúrjans yrði leikinn í fyrsta lagi sökum þess að hann hefur aldrei áður verið leikinn á Íslandi og í öðru lagi vegna þess að Khatsjat- úrjan hefði orðið hundrað ára á þessu ári og afmælistónleikar eru ekki verra tilefni en hvað annað. Auk þess er konsertinn mér afar kær og mér er farið að þykja vænt um hann eins og gamlan vin þar sem hann hefur fylgt mér alveg síðan 1949, en það ár frumflutti ég hann í Skandinavíu í Kaupmanna- höfn. Síðan þá hef ég margoft leik- ið hann og auðvitað spillir ekki fyr- ir að konsertinn er afskaplega fallegur og einstaklega vel sam- inn,“ segir Erling, en þess má geta að frá því að hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika hérlendis árið 1946, þá aðeins fjórtán ára gamall, hefur hann spilað nær alla selló- konserta tónbókmenntanna fyrir landann. Litríkur og spennandi konsert Að sögn Erlings felst ein aðal- ástæða þess hve gaman er að spila konsert Khatsjatúrjan í því hve fjölbreyttur hann er. „Verkið býr í raun yfir sínu litlu af hverju. Khatsjatúrjan átti náttúrlega ræt- ur að rekja til Armeníu og í öllum verkum hans má heyra óm af þess- um austræna bakgrunni. Tónlist hans er þannig mjög litrík, spenn- andi og tvímælalaust afar kraft- mikil á köflum, en auk þess býr konsertinn yfir dásamlegum, löngum og rólegum þætti. Þetta er yndislegur konsert þar sem kostur gefst á að sýna hinar margþættu hliðar sellósins. Konsertinn er alla vega í mjög miklu uppáhaldi hjá mér.“ Aðspurður hvort verkið sé tæknilega erfitt svarar Erling því umsvifalaust neitandi, en bætir síðan sposkur við: „Auðvitað er allt erfitt ef maður ætlar sér að gera það almennilega. Konsertinn er einfaldlega svo vel skrifaður og fellur vel að sellóinu, andstætt við til að mynda sum nútímaverk sem geta verið mun snúnari. En auðvit- að er konsertinn tæknilega krefj- andi, ef svo væri ekki þá myndi manni nú bara leiðast,“ segir Erling og hlær. Ákveðin forréttindi að fá að kenna Að lokinni tónleikaferð sinni hér á Íslandi segir Erling leiðina liggja aftur til Bandaríkjanna þar sem hans bíði þrettán óþreyjufullir nemendur, en Erling er prófessor í sellóleik við Michigan-háskóla í Ann Arbor. „Við Merete, kona mína, höfum búið í Bandaríkjunum síðustu þrettán ár þar sem ég kenni hópi framúrskarandi nem- enda frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Allan minn tónlistarferli hef ég kennt samhliða spilamennskunni. Og þegar maður hefur jafngóða nemendur og ég til dæmis hef í Michigan þá er alltaf jafngaman að kenna. Í raun má segja að maður njóti ákveðinna forréttinda að fá að kenna svona góðum nemum. Auk þess heldur kennslan manni tví- mælalaust við, því það eru sífellt nýir hlutir sem maður þarf að taka afstöðu til. Unga fólkið leitar til manns með vangaveltur sínar, bæði listrænar og tónlistarlegar spurningar og vandamál sem mað- ur verður að reyna að leysa í sam- vinnu við þá. Ég tel afar var- hugavert að loka sig af og spila bara í einrúmi. Það er svo mik- ilvægt að sjá hlutina alltaf frá fleiri en einni hlið og það heppilega við tónlistina er að það eru jafnmörg sjónarhorn og mennirnir eru margir.“ Auk sellókonserts Khatsjatúrj- ans leikur Sinfóníuhljómsveitin rúmenska rapsódíu nr. 2 í D-dúr op. 11 eftir Georges Enesco og Sinfóníu nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Jóhannes Brahms. Stjórnandi á tónleikunum er Damian Iorio og hefjast tónleikarnir að vanda kl. 19.30. „Konsertinn er mér afar kær“ Erling Blöndal Bengts- son leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld. Silja Björk Huldudóttir ræddi við sellóleikarann heimsfræga. Morgunblaðið/Kristinn „Auðvitað er allt erfitt ef maður ætlar sér að gera það almennilega,“ segir Erling Blöndal Bengtsson. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Háskólabíói. silja@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 31 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Herraskór Teg. 978040 Litur svartur St. 40-46 VERÐ 2.995 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér glæsilega ferð í sérflugi sínu til Kúbu þann 4. nóvember. Það er ævintýri að kynnast þessari ótrúlegu eyju með óviðjafnanlega náttúru og mannlíf og menningu sem á engan sinn líka í heimin- um. Tryggðu þér síðustu sætin í haust. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 14 sætin · 4. nóv. – 7 nætur · 2. mars – 7 nætur Verð kr. 78.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 89.950 Flug, skattar, gisting á Arenas Doradas ****, íslensk fararstjórn. Kúba 4. nóvember frá kr. 78.950 Sérflug Heimsferða Munið Mastercard ferðaávísunina  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544 ATVINNA mbl.is VEGNA mikillar eftirspurnar verða Stórtónleikar í Salnum flutt- ir í fjórða sinn laugardaginn 4. október kl. 14.30 og fimmta og allra síðasta sinn, mánudagskvöld- ið 6. október kl. 20. Gunnar Guðbjörnsson heldur af landi brott, en í hans stað kemur Snorri Wium. Að öðru leyti er um sömu söngtónleika að ræða og aðr- ir flytjendur eru sem fyrr þau Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundar- son. Á efnisskránni eru vinsælar aríur og dúettar úr þekktum óp- erum eftir Mozart, Gounod, Bizet og Puccini, svo og íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kalda- lóns, Markús Kristjánsson, Emil Thoroddsen og Bjarna Thorsteins- son. Tvennir aukatón- leikar í Salnum LEIKHÚSUMRÆÐUR um leikrit Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, verða í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Umræðurnar verða að lokinni sýningu, kl. 21.30. Þær sem taka þátt eru Dagný Krist- jánsdóttir prófessor, Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og Ingibjörg Magnadóttir leik- myndahönnuður. Leikhúsum- ræður að lok- inni sýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.