Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 33 ví enda sé í raun ekki mikið sem eigi eftir að selja að Landssímanum undanskildum. „Við höfum ekki tekið möguleikann á sölu hans með í reikninginn við gerð fjárlaga ársins 2004. Ef við lítum á tekju- afgang ríkissjóðs án söluhagnaðar og án þess að vera með óregluleg gjöld þá var afgangurinn 6,5 milljarða í afgang árið 2002, fimm samkvæmt fjár- lögum fyrir árið í ár en tæpa tvo eftir samþykkt fjáraukalaga í ár. Við sjáum að á þennan mæli- kvarða, sem er miklu betri mælikvarði á hag- sveifluáhrif ríkissjóðs, þá er veruleg breyting á því hversu mikið afgangurinn eykst frá árinu í ár til næsta árs.“ Geir sagðist vilja láta þess getið að í fjárlaga- frumvarpinu sé í fyrsta sinn birt sérstök stefnu- mótandi áætlun til fjögurra ára. „Það er lang- tímaáætlun í ríkisfjármálunum þar sem ríkis- stjórnin hefur markað sér ákveðna stefnu gagnvart því hvernig hún vill standa að ríkisfjár- málunum í gegnum þær miklu framkvæmdir sem framundan eru á næstu árum.“ Fjármálaráðherra sagði að þannig vildu menn láta ríkisfjármálin virka til mótvægis við annað sem sé í gangi í hagkerfinu. „Þá kemur það í ljós að við höfum sett okkur þau markmið, til sam- anburðar við 0,75% afgang árið 2004, að afgang- urinn verði 1,75% af landsframleiðslu árið 2005 og 1% árið 2006. Síðan eru horfur á því að á árinu 2007 verði ríkissjóður rekinn með halla og það er ekki óeðlilegt miðað við það að þá er búist við lægð í framkvæmdum og menn komnir yfir þann topp sem skapast vegna framkvæmda á Austurlandi og ekki óeðlilegt að ríkissjóður verði þá rekinn með lítilsháttar halla. Þessari langtímaætlun er ætlað að undirstrika að það er ekki nægilegt nú að leggja fram áætlun til eins árs, við verðum að horfa fjög- ur ár fram í tímann til þess að sjá hvernig við ætl- um að stýra skútunni klakklaust í gegnum þessar risavöxu framkvæmdir án þess að steyta á skeri. Þess vegna þurfa menn að setja sér markmið til lengri tíma en eins árs og það er það sem við höf- um nú gert,“ sagði fjármálaráðherra. Svigrúm fyrir 20 milljarða króna skattalækkanir Geir benti á að stefnt væri að því að draga úr fjárfestingum ríkisins árin 2005 og 2006 og bæta því svo aftur inn í næstu árin á eftir. „Jafnframt þurfum við að gæta vel að því að samneyslan auk- ist ekki umfram það sem hægt er að standa undir á tímabilinu. Við reiknum með því að árlegur vöxtur í henni verði ekki nema 2% að raungildi og að til- færsluútgjöldin svokölluðu aukist ekki nema 2,5% að raungildi. En þrátt fyrir það að við sjáum fram á að skila drjúgum afgangi árin 2005 og 2006 þá er samt svigrúm fyrir skattalækkanir upp á u.þ.b. 20 milljarða. Það er pláss innan þessa ramma til þess að ganga í skattalækkanir sem koma til fram- kvæmda á árunum 2005 til 2007 samkvæmt ákvörðunum sem teknar verða síðar. Varðandi nánari útfærslu er henni lýst í stjórnarsáttmál- anum en þar er rætt um lækkun tekjuskatta, eignaskatta erfðafjárskatta, virðisaukaskatts sam- kvæmt nánari útfærslu sem við ætlum síðan að ræða í tengslum við kjarasamninga í vetur,“ sagði fjármálaráðherra. Geir tók fram að gengið sé út frá varfærnissjón- armiðum í áætluninni og ekki sé reiknað með fram- kvæmdum vegna stækkunar Norðuráls né tekjum af sölu eigna ríkisins, þ.e.a.s. sölu Landssímans. „En ef ráðist verður í þær framkvæmdir og ef kemur til sölu Landssímans þá eigum við það til góða, það myndi þá einfaldlega bæta stöðuna sem því nemur, þ.e. auka tekjur ríkissjóðs og gefa okk- ur færi á að borga skuldir og spara vaxtakostnað.“ n og langtímaáætlun í ríkisfjármálum samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs ða skattalækkun 2005 og 2006 Morgunblaðið/Kristinn d til almannatrygginga. Þar til; annars vegar spá um tvinnuleysi á næsta ári og áðstafanir ríkisstjórnarinnar útgjalda. Þá lækki fjárfesting aðartilfærslur um 20%. Sagt kun nái til allra sviða ríkisins stofnkostnaði í hjúkrunar- ks standi vaxtagjöld í stað. útgjaldasparnaður ríkis- felst í niðurfellingu á endur- ssjóðs af hluta tryggingar- nnurekenda vegna viðbótar- aðar launþega. Samtals er jöld ríkisins lækki um ríflega rð króna vegna þessa. Þá er um að stjórnsýslustofnanir um rekstri um 1%. Það á að milljónum króna í útgjalda- sparnað. Lækkun neyslu- og rekstrartil- færslna felst í 740 milljóna króna lækkun útgjalda sjúkratrygginga, einkum vegna lyfjakostnaðar, hjálpartækja og sérfræði- læknisaðstoðar. Þá lækka vaxtabætur um 600 milljónir króna þar sem lagt er til að hámark vaxtagjalda miðist við 5,5% af skuldum í stað 7% vegna íbúðakaupa. Loks er gert ráð fyrir að útgjöld atvinnu- leysistryggingasjóðs lækki um 170 millj- ónir króna. Lækkun stofnkostnaðar felst í eins milljarðs króna lækkun framlaga til vegagerðar frá fjárlögum þessa árs auk þess sem framlög til ýmissa stofnkostn- aðarverkefna og tækjakaupa ríkisstofn- ana lækka samtals um 500 milljónir króna. Áætlað er að skatttekjur milli áranna 2003 og 2004 hækki um 14,5 milljarða króna en heildartekjur aðeins um 2,2 milljarða. Það er vegna þess að ekki er gert ráð fyrir sölu eigna á næsta ári, en á þessu ári eru tekjur vegna sölu eignar- hluta ríkisins í fyrirtækjum 12,4 milljarð- ar. Alls verða skatttekjur 252 milljarðar og heildartekjur rúmir 279 milljarðar. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur ein- staklinga hækki um 8,5% á næsta ári. Þá gefur fjármálaráðherra sér þær forsendur að staðan á vinnumarkaði batni og laun hækki. Nemur tekjuskatturinn tæpum 67 milljörðum króna sem er rúmur fjórðung- ur allra skatttekna ríkissjóðs. Sagt er að hátekjuskattur lækki úr 5% í 4% og skili samtals 1,4 milljörðum króna. Fyrirtæki og lögaðilar skila tæpum 8 milljörðum krónum í tekjuskatt en skatt- hlutfall þeirra er miklu lægra en einstak- linga eða 18%. Virðisaukaskattur skilar stærstum hluta skatttekna ríkissjóðs eða um þriðj- ungi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur skili 4,6 milljörðum meira í tekjur á næsta ári en þessu. Alls geti hann numið 86 millj- örðum króna. Ein forsendan er sú að einkaneysla aukist um 3,5%. Heildarskattar á vöru og þjónustu nema tæplega 131 milljarði króna árið 2004 og hækka um rúmlega 8 milljarða frá áætlun 2003. Þessi hækkun er sögð end- urspegla fyrst og fremst aukin umsvif í efnahagslífinu á næsta ári. Launagreiðslur hækka Launagreiðslur ríkisins til opinberra starfsmanna eru áætlaðar rúmir 77 millj- arðar á næsta ári og hækka um 5,5% frá fjárlögum þessa árs en 2,4% frá áætlaðri útkomu. Kjarasamningar gera ráð fyrir almennri 3% hækkun launa ríkisstarfs- manna ef frá eru taldir samningar við framhaldsskólakennara þar sem hækkun í upphafi ársins er nokkru lægri eða 1,5%. Þeir samningar verða hins vegar lausir í lok apríl og þá þarf að semja við kennara framhaldsskólanna upp á nýtt. Að með- altali er því gert ráð fyrir rúmlega 2,8% hækkun launa og að gjaldfærðar lífeyr- isskuldbindingar verði nær óbreyttar frá þessu ári eða 4,7 milljarðar. Áætlað er að útgjöld lífeyristrygginga aukist um ríflega tvo til þrjá milljarða vegna samkomulags ríkisstjórnarinnar við Landssamband eldri borgara og Ör- yrkjabandalagið um sérstaka krónutölu- hækkun einstakra bótaflokka og um ann- an milljarð þar sem öldruðum fjölgar. Þá er sagt að bætur hækki almennt um 3% í upphafi ársins. Gert er ráð fyrir að greiðslur í atvinnu- leysistryggingasjóð lækki um rúman milljarð frá áætluðum útgjöldum sjóðsins 2003 en hækki í fæðingarorlofssjóð um rúmar 250 milljónir króna. Helmingur útgjalda í velferðarmál Tæp 50% af öllum útgjöldum ríkissjóðs fara í heilbrigðismál og almannatrygging- ar samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Nema þau alls 135,4 milljörðum króna. Þetta er ívið hærra hlutfall en í fjárlögum fyrir árið 2003. Þá var það 47%. Útgjöld í þessum málaflokki hafa hækkað mikið sé miðað við ríkisreikning árið 2000 þegar hlutfall útgjalda til velferðarmála var rúm 40%.. Fræðslumálin er annar útgjaldamesti málaflokkurinn. Þar í gegn fara 25 millj- arðar króna á næsta ári samkvæmt frum- varpinu. Það er rúmum milljarði meira en í ár. Háskólar og framhaldsskólarnir skipta bróðurlega á milli sín 21 milljarði. Samgöngumál eru einnig fyrirferðar- mikill málaflokkur en í hann er áætlað að ráðstafa 18 milljörðum króna. Það er lækkun frá 2003 um rúma 2,5 milljarða króna. rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2004 á Alþingi og boðar aðhald í ríkisfjármálum )  7" (  ( ( "7  ( "7  ( "7   ( "7   &( ( "7  ( "7  ( "7     ( "7  ( "7   ( "7  ( "7       +&(  ? +     5  / 7 " 5 (? @AB ?@AC @B?A? BB@A @BA ?@A BA BCA BA? ?@A@ C?A ?A A $$ $%&'  ('&) * &  '(&% $) '%$&% $+ $)+&% $$ )(&% + (+)& ( ''& ( $('&$  )$&( $ $'&+ +( ''$&+ ?A A A CA @A A A A AC A A A A +, +, +, +, +, +, +, +, +, +, +, +, +,  - "   # (   @?&   -. / '# * * "" 7"   5  ( + = ( 6"" 0 & +  "( +*"" " .&'" +, "0" )  &( 0  ( +, =    7 ( +8""" )   &( '  '&  HORFUR eru á umtalsverðum hag- vexti á næstu árum en þrátt fyrir verulega aukin efnahagsumvif helst verðbólga tiltölulega stöðug þótt hún geti aukist tímabundið þegar fram- kvæmdir standa sem hæst. Afkoma ríkissjóðs styrkist samhliða auknum umsvifum og umtalsverður afgangur verður á ríkissjóði þrátt fyr- ir áformaðar skattalækkanir en við- skiptahalli mun aftur á móti fara vax- andi vegna aukinna kaupa á innfluttum vörum. Þetta er meðal helstu atriða í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytsins en þar eru birtir framreikningar um horfur í efnhagsmálum til ársins 2010. Fjármálaráðuneytið tekur fram að búist sé við minni hagvexti en í fyrri spá þar sem ekki sé lengur gengið út frá stækkun Norðuráls á Grundar- tanga. Helstu uppsprettur hagvaxt- arins verði því á Austurlandi samfara umtalsverðri kaupmáttaraukingu heimilanna sem hafi í för með sér aukin neyslu- og fjárfestingarútgjöld. Verulega muni hægja á hagvexti þeg- ar framkvæmdum ljúki en þá vegi þar upp á móti áhrif fyrirhugaðara skattalækkana og aukinna fram- kvæmda á vegum ríkisins. Í þjóðhagsspánni segir að búast megi við að launabreytingar verði heldur meiri þegar framkvæmdir verði í hámarki og að atvinnuleysi verði hverfandi og kaupmáttur heim- ilanna muni því halda áfram að vaxa á næstu árum. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins Verðbólgan helst tiltölulega stöðug  Selja á hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni og hlut Hafró í Fiskeldi Eyjafjarðar. Þá á einnig að selja hlutabréf rík- isins í Flugskóla Íslands. Tekj- ur af sölu eigna nema um 540 milljónum samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 2004.  Óskað er eftir heimild til að kaupa hverasvæði Geysis í Haukadal. Þá er einnig beðið um heimild til að selja um 37 ríkisjarðar að hluta eða öllu leyti.  Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2003 gerir ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 6,2 milljarðar eða 3,2 millj- örðum minni en í samþykktum fjárlögum og fyrri fjárauka- lögum.  Áætlað er að útgjöld til sendiráða Íslands verði 1,5 milljarðar á næsta ári og lækki milli ára. Framlag til rekstrar sendiráða og fastanefnda verður 1,5 milljarður til við- bótar og hækkar á milli ára. Hlutfallslega hækka útgjöld til sendiráðsins í Kaupmanna- hafnar mest eða um tæp 19%.  Hlutfall skatttekna af lands- framleiðslu hækkar á næsta ári lítillega samhliða auknum hagvexti eða úr 29,2% í 29,3%.  Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að vaxtatekjur verði næstum jafnháar vaxta- gjöldum. Á árinu 1998 námu vaxtagjöldin 7,7 milljörðum króna.  Í langtímaáætlun er stefnt að því að ríkissjóður verði rek- inn með 15,4 milljarða króna afgangi 2005, með 9,6 millj- arða afgangi 2006 en að 7,4 milljarða halli verði á árinu 2007 þegar dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda.  Gert er ráð fyrir að vöru- gjöld á bensín hækki um 8% á næsta ári og skili 600 milljóna króna tekjuauka.  Á árinu 2004 er gert ráð fyr- ir að bílainnflutningur haldi áfram að aukast en mun hæg- ar en 2003 eða úr 12 þúsund í 13 þúsund bíla.  Gengið er út frá því að tekjur ríkissjóðs vaxi úr 279,4 milljörðum árið 2004 í 319,7 milljarða árið 2007 eða um 14,4%. Gjöldin vaxi úr 273 milljörðum árið 2004 í 325,4 milljarða árið 2007 en það aukning um 19,2%.  Selja á varðskipið Óðin og ráðstafa andvirðinu til að kaupa eða smíða á nýju varð- skipi. Unnið er að endur- skoðun löggjafar um Land- helgisgæsluna.  Greiðslur fyrir mjólkurfram- leiðslu á næsta ári nema 4,4 milljörðum, fyrir sauðfjárfram- leiðslu 2,6 milljarðar og 280 milljónir króna fyrir grænmet- isframleiðslu. Heildar- greiðslur nema því 7,3 millj- örðum.  Fjárveiting til Fjármálaeft- irlitsins hækkar um rúm 10% gangi tillögur í fjármála- frumvarpinu eftir og nemur tæpum 300 milljónum króna. Rúmar 157 milljónir renna til Samkeppnisstofnunar og er það 2% hækkun frá fjárlögum 2003.  Gert er ráð fyrir að starf- semi húsbréfadeildar Íbúða- lánasjóðs verði með svip- uðum hætti og fyrri ár. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi getur Íbúðalánasjóður tekið lán fyrir 78 milljarða á næsta ári. Það er 21% aukning milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.