Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í fyrra kom út í Frakklandi reynslusaga starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, Jean-Sélim Kanaan. Bók- in hét Ma guerre à l’in- différence og rekur höfundurinn þar ýmislegt sem á daga hans hafði drifið við hjálparstörf í Sómalíu, Bosníu og Kosovo. Umheimurinn (lesist: við öll) á það til að verða ónæmur fyrir hörmungum stríðshrjáðra þjóða. Á því tekur Kanaan í bók sinni en hann fjallar líka um baráttu hjálparstarfsmannanna við að verða ekki sjálfir slíku ónæmi að bráð. Starfsmaður samtaka eins og Sameinuðu þjóðanna má auð- vitað ekki gleyma því hvers vegna hann gefur kost á sér til svo krefjandi starfa; hann má ekki byrja að einblína á launin eða þau tæki- færi sem gefast til að ráðskast með líf annars fólks. Hann má ekki heldur vera í slíku starfi vegna þess að hann sé orðinn háður hasarnum, orðinn einhvers konar „stríðsfíkill“. Staðreyndin er því miður sú, að margir þeirra sem ráðast til starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar gera það á röngum forsendum og sjálfsagt hitti Kanaan slíkt fólk í sínu starfi. Það var honum þess vegna dagleg barátta að verða því ekki samdauna. Ástæða þess að hér er lagt út frá bókarskrifum Kanaans er sú að því miður háttar þannig til að hann var meðal þeirra starfs- manna Sameinuðu þjóðanna sem biðu bana í sprengjutilræði á höf- uðstöðvar samtakanna í Bagdad 19. ágúst sl. Nú er staðfest að tuttugu og þrír hafi beðið bana í þessu tilræði og einn til viðbótar dó í annarri árás hryðjuverka- manna á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad fyrir rúmri viku. Hafa yfirmenn samtakanna fyrir vikið gripið til þess ör- þrifaráðs að kalla meginþorra starfsmanna sinna frá Írak. Þetta er miður m.a. fyrir íbúa þessa stríðshrjáða lands sem þurfa á aðstoð Sameinuðu þjóðanna að halda. Jean-Sélim Kanaan var 33 ára gamall. Ég þekkti hann ekki per- sónulega en frænka hans í Frakklandi er vinkona mín og ég var í heimsókn hjá henni í París daginn sem Kanaan lést. Hann var tveimur árum eldri en hún. Mikill samgangur var milli fjöl- skyldnanna. Kanaan fór til hjálparstarfa í Sómalíu 1992 og síðan Bosníu ár- ið eftir. Hann stundaði nám við Harvard 1994–96 og hélt síðan aftur til Bosníu á vegum Samein- uðu þjóðanna. Þaðan fór hann til Kosovo. Seinna starfaði hann í New York og nú allra síðast var hann búsettur í Genf í Sviss. Sprengjutilræðið 19. ágúst sl. vakti skiljanlega sterk viðbrögð, ekki síst fyrir þá sök að æðsti embættismaður Sameinuðu þjóð- anna í Bagdad, Sérgio Vieira de Mello, var meðal þeirra sem biðu bana. De Mello var merkur mað- ur og fráfall hans mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar – rætt hafði verið um hann sem hugsanlegan arftaka núverandi fram- kvæmdastjóra, Kofis Annan. Bein árás á Sameinuðu þjóð- irnar heyrir til tíðinda og vekur sérstakar áhyggjur um þróunina: almenn sátt hlýtur að þurfa að ríkja um að þeir sem láta gott af sér leiða njóti sérstakrar frið- helgi. Árásum á starfsfólk Sam- einuðu þjóðanna á átakasvæðum hefur hins vegar fjölgað á und- anförnum árum og það er geig- vænleg þróun: þrátt fyrir deilur stórþjóðanna um hlutverk Sam- einuðu þjóðanna (einkum örygg- isráðsins), og þrátt fyrir að ým- islegt megi gagnrýna við störf samtakanna, eru þau afl sem læt- ur gott af sér leiða í heimi hér. Sú staðreynd að mikilvægur og mikilhæfur einstaklingur sem de Mello var meðal fallinna í árás- inni í Bagdad þýðir þó auðvitað ekki að önnur líf skipti ekki máli. Gleymi menn að huga að öllum hinum, sem beðið hafa bana í Írak (og annars staðar á átaka- svæðum) á undanförnum mán- uðum, eru þeir orðnir hættulega ónæmir fyrir hörmungunum. Þá koma baráttuorð Jeans-Sélims Kanaans í góðar þarfir. Kanaan var, að því er virðist, fær í sínu starfi. Haft er eftir starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í frétt The Los Angeles Times nýverið að Kanaan hafi verið „eins og ungur Sérgio“. Raunar segir í frétt blaðsins að de Mello hafi sjálfur beðið Kanaan um að koma til liðs við sig í Bagdad. Kanaan var aðeins búinn að vera einn dag í Bagdad þegar hann hvarf á vit feðra sinna. Það voru ekki nema þrjár vikur liðnar síðan eiginkona Kanaans hafði al- ið barn í þennan heim og vinkona mín í Frakklandi segir að hann hafi aðeins ætlað að stoppa stutt við í Írak, hann hugðist raunar senn láta af störfum hjá Samein- uðu þjóðunum. Kanaan ku nefni- lega hafa fengið bágt fyrir í ein- hverjum kreðsum fyrir áðurnefnd bókarskrif sín. Eftir því sem ég kemst næst ætlaði Kanaan þó ekki að hætta að reyna að láta gott af sér leiða í vályndum heimi, aðeins breyta ofurlítið til, m.a. til að geta verið með fjölskyldu sinni. Það blasa næg verkefni við í hjálparstarfi, menn þurfa ekkert endilega að vera hjá Sameinuðu þjóðunum vilji þeir gera gagn. Illvirkjarnir sem stóðu fyrir sprengjutilræðinu í Bagdad 19. ágúst sl. telja sig kannski geta réttlætt dauða Jeans-Sélims Kanaans og hins mikilhæfa Sérg- ios Vieira de Mellos út frá ein- hverjum pólitískum forsendum. Þeir telja sig sennilega geta rétt- lætt að ráðist sé gegn starfsfólki samtaka sem hafa það að mark- miði að stuðla að friði í heiminum og bæta lífsskilyrði þeirra sem hafa það hvað verst. Hvað á að segja við slíka menn? Hvernig getur maður ver- ið annað en ónæmur fyrir hverj- um þeim málstað sem þeir berj- ast fyrir? Ég get skilið að sumir Íraka vilji Bandaríkjamenn á brott frá landinu – en ég fæ ekki skilið rökin á bak við árásina á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í Bagdad. Voðaverk í Bagdad Kanaan var aðeins búinn að vera einn dag í Bagdad þegar hann hvarf á vit feðra sinna. Það voru ekki nema þrjár vikur liðnar síðan eiginkona Kanaans hafði alið barn í þennan heim […] VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ er gott að búa á Íslandi á því leikur ekki nokkur vafi. Það er erfitt að greina að um sömu þjóð sé að ræða og bjó hér við slæman kost fyrir ekki ýkja mörgum kynslóðum. Við er- um meðal ríkustu þjóða í heimi. Eng- inn líður sult, allir fá að ganga í skóla, samfélagið og foreldrar veita börn- unum sínum ótakmarkaða athygli og eru tilbúin að gera hvað sem er fyrir þau. Eða er svo? Hér er ég kominn að því efni sem ég vildi tala um, því að ég hef málfrelsi til þess. Er allt gott? Það er nefnilega ekki eins gott fyrir alla að búa á Íslandi. Það eru ekki allir ríkir á Íslandi þrátt fyrir að Landsfaðirinn vilji telja okkur trú um það. Það er því miður fólk á land- inu bláa sem líður sult og því miður hefur sá hópur farið stækkandi. Við getum jú öll sent börnin okkar í grunnskóla það er tryggt með lög- um. En þar endar líka jafn réttur ungra Íslendinga til menntunar. Ójöfn aðstaða Ég segi þetta vegna þess að það er ekki á færi allra foreldra að senda börnin sín í framhaldsskóla. Við horfum upp á það ósamræmi sem er fólgið í því að foreldrar barna í byggðarlögum sem ekki hafa fram- haldsskóla verða leggja í umtalsverð auka fjárútlát til þess að kosta barn- ið til náms í þeim skóla sem það kýs sér (val á framhaldsskólum er frjálst á Íslandi). Á meðan geta aðrir haft börnin sín heima á meðan á náminu stendur. Þó hefur ríkið komið til móts við framhaldsskólanema með styrk sem í eina tíð var nefndur dreifbýlisstyrkur, en hann er því miður bara allt of lítill. En við hvað hafast börnin okkar þegar skóladeginum er lokið? Hafa þau öll eitthvað við að vera og er okkur sama hvað það er? Sú tíð er liðin að við getum sent börnin okkar út eftir heimanám og treyst því að ekkert slæmt komi fyrir. Hugur barna og ungmenna eru frjór en til þess að hann dafni þarf að tryggja að þau fái að takast á við þau verk- efni sem snertir þeirra áhugasvið og greind. Félagsmiðstöðvar Í dag eru 80 félagsmiðstöðvar fyr- ir börn á grunnskólaaldri í kringum landið, flestar eru á suðvesturhorn- inu en þær eru reknar af sveit- arfélögunum. Sveitarfélögin leggja í dag mismikla rækt við þessa starf- semi, flest standa sig vel en því mið- ur eru nokkur sem mættu gera bet- ur. Óþarft er að minnast á íþróttahreyfinguna, hennar starf hefur verið og er ómetanlegt. Ungmennahús En frá aldrinum 16 ára og upp úr er svo til ekkert sem við sem sam- félag höfum að bjóða ungmennum okkar við að vera þegar skóla og/eða vinnu líkur. Þó eru rekin í dag 10 ungmennahús sem stofnað var til m.a. af Rauða krossinum. En sú starfsemi þarf dyggan stuðning og verður að fá að dafna og margfald- ast. Til þess að svo megi vera þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá okk- ur öllum, við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að það er ekk- ert til sem heitir unglingavandamál, því vandi ungmenna í dag er yfirleitt til kominn vegna afskiptaleysis for- eldra og samfélagsins. Sem dæmi um það afskiptaleysi sem við höfum sýnt í þessum málaflokki er að í dag er starfað eftir 33 ára gömlum lög- um um æskulýðsmál, þá voru t.d. engar félagsmiðstöðvar. Besta leiðin sem er í augsýn er sú að binda í lög þá grundvallar- starfsemi í sveitarfélögum sem býð- ur og tryggir ungmennum kost á því að rækja félagslíf sitt og rækta áhugamál sín líkt og gert er í ung- mennahúsum. Ef ungu fólki er sýnt traust og því boðinn kostur á að rækta hæfileika sína þá erum við að búa til einstaklinga sem eru betur í stakk búnir að takast á við lífið í nú- tíma samfélagi. En við þurfum að byrja Ungir jafnaðarmenn þurfa að standa að þeirri hugarfarsbreytingu í samfélaginu sem nauðsynleg er til þess að efla æsku þessa lands. Við þurfum því að standa saman að öfl- ugri umræðu um þessi mál á lands- þinginu okkar fyrstu helgina í októ- ber. Og í framhaldi af því standa að umræðu í samfélaginu því orð eru til alls fyrst. Veljum Margréti Á landsþinginu sem í hönd fer verður valinn formaður samtaka okkar, og ég tel mikilvægt að við veljum okkur manneskju í embættið sem hefur þekkingu á þeim málum sem hér um ræðir. Því styð ég Mar- gréti Gauju Magnúsdóttur í embætti formanns UJ. Margrét er með reynslu af störfum sem snerta þenn- an málaflokk, en hún hefur unnið sem kennari, lögreglumaður, unnið fyrir Hitt húsið og er í námi í upp- eldis-, menntunar- og atvinnulífs- fræðum við Háskóla Íslands. Þá er Margrét með ósvikinn áhuga á þess- um málaflokki, kostur sem er ótví- ræður því hér erum við að tala um mikilvægasta þjóðfélagsmálið sem við tökum okkur fyrir hendur, því það sem við gerum æsku þjóð- arinnar í dag, eða það sem við gerum ekki, snertir hana um alla framtíð. Vinnum að góðri framtíð Eftir Jóhann Hjalta Þorsteinsson Höfundur er sagnfræðinemi. „HVAÐ ætlar þú að gera í málum tónlistarhússins?“ spurði ég nokkra unga frambjóðendur sl. vor. Menn störðu á mig eins og naut á nývirki og héldu áfram að steikja pylsur og gefa blöðrur. Enginn gat svarað mér, ekki einu sinni borg- arfulltrúar sem ég hitti á förnum vegi. Reyndar sagði mér ungur kosninga- fulltrúi að ég gæti troðið þessu tónlist- arhúsi á þann stað sem sólin ekki skín. Í framhaldi hef ég verið að fylgjast með þessum ungu þingmönnum. Ég hef lesið og heyrt mörg viðtöl og veit núna um eina sem ekki gengur í sokkum, einn hætti að ganga með slaufur og fékk sér bindi, svo eru nokkrir sem hafa áhuga á lestri góðra bóka og aðrir ætla að hvíla bílinn sinn um stund. Af hverju þorir enginn af nýliðunum að tjá sig um tónlistarhúsið? Sin- fóníuhljómsveit Íslands átti stóran þátt í því að breyta Reykjavík úr sveit í borg og með tónlistarhúsi gæti hún gert höfuðstaðinn að heimsborg. Þar sitja sérfræðingar í hverju sæti og hver með yf- ir 20 ára nám að baki. Mér er því óskiljanleg öll sú umræða að Reykjavík gæti sparað um 70 milljónir á ári ef að þeir hættu að borga sinfóníunni. Borgin er miklu frekar að missa af hagnaði. Hvern hefði grunað að t.d. Reykjanesbær gæti haldið 30.000 manna menningarhátíð? Var þörfin aldrei fyrir hendi fyrr en sl. ár eða erum við alltaf að vanmeta menningarþörf okkar vegna aðstöðuleysis? Finnum hefur t.d. tekist að gera klassíska tónlist að einu stærsta aðdráttarafli í ferðamannaiðnaði sínum og þar stendur tónlistarlíf í miklum blóma. Menningarlíf Reykjavíkur er að staðna. Samkvæmt könnunum vill ungt fólk í Reykjavík í meira mæli flytj- ast til útlanda í menninguna eins og það segir. Nú er komin viss mettun á tónleikahald í bíó- og íþrótta- húsum Reykjavíkur. Við erum að staðna með gríð- arlega mikinn og ónýttan mannauð. Síðastliðið sumar hitti ég iðnjöfurinn frú Boch (frá Villeroy & Boch) á óperusýningu í smáþorpinu Merzig í Suður-Þýskalandi. Hún stóð þarna ásamt hr. Kohl sem rekur samnefnt lyfjafyrirtæki í héraðinu og sam- an voru þau aðalstyrktaraðilar óperuhátíðarinnar í þessu 25.000 manna byggðarlagi. Eftir viðkunnanlega kynningu spurði ég „hvers vegna dælið þér fjár- munum í óperusýningar uppi í sveit?“ Herra Kohl horfði á mig hissa og sagði „annars fengi ég ekkert hámenntað fólk til starfa hérna“ en frú Boch horfði bara á mig, hló, hristi höfuðið og sagði „þú ert nú meiri kallinn“. Henni þótti spruningin bera vott um fá- visku. Tónlistar- og óperuhús eru alþjóðlegir samkomu- staðir. Óperuhús í Evrópu laða að sér efnamikla ferða- menn sem og bláfátæka studenta, þangað er þjóðhöfð- ingjum boðið og þar hittast diplómatar. Óperan er alþjóðleg hámenning sem á sér djúpar rætur um allan heim. Ég hef ferðast mikið og hvarvetna hitt hóp Ís- lendinga í óperuhúsum. En þetta á ekki bara við um útlönd. Þegar Rakarinn frá Sevilla var sýndur í Ís- lensku óperunni var alltaf góður hópur ferðamanna í salnum og þeir komu niður eftir sýningar og kjössuðu okkur söngvarana og sögðust ekki hafa búist við þessu á Íslandi. Já, meira að segja hópur óperuunnenda frá Boston mætti til Reykjavíkur til þess eins að sjá Rakarann í Ís- lensku óperunni. Sýningar Macbeth kórónuðu svo leik- árið með alþjóðlegri umfjöllun hörðustu krítíkera sem stærstu hús þessa heims mættu vera stolt af. En samt afsaka menn sig og ræskja þegar óperan og tónlistarhúsið eru nefnd á nafn. Á meðan rísa íþrótta- hallir og viðbyggingar við þær athugasemdalaust. Forseti Þýskalands sagði í sumar að við værum fyrst og fremst menningarþjóð og stæðum uppúr sem slík. En miðað við þann aðbúnað sem tónlistarmenn búa við samanborið við íþróttirnar er mér með öllu óskilj- anlegt hvers vegna tónlistarmenn voru pantaðir í Perluveisluna frægu til að skemmta en ekki hóp- íþróttamenn. En það er önnur hlið á málinu sem gróðaþenkjandi þingmenn ættu að skoða. Menningarmálaráðherra Bæjaralands sagði að al- mennt mat Munchen-borgar væri að ef óperunni yrði lokað færu 3 til 5 alþjóðleg fyrirtæki með. Ekki það að þetta fólk væri alltaf í óperunni, heldur að óperan væri stærsta liststofnun borgarinnar sem höfðaði til alþjóðasamfélagsins og að til þess væri horft. Nýja tónlistarhúsið þarf ekki á ráðstefnusal að halda eins og allir segja. Nei, þessi ráðstefnusalur þarf á tónlistarhúsi og óp- eru að halda til að geta lifað. Óperan á að fá heimili við nýja tónlistarhúsið og ég get lofað ykkur því að ráðstefnum á Íslandi mun fjölga. Að setja óperuna í Borgarleikhúsið væri eins og að setja æfingarvöll KR í fótbolta út á miðjan gólfvöll Keilis. En hvert er vandamálið? Þurfa ekki báðir á grasi og bolta að halda og passa því vel saman? Hvað ætlið þið að bjóða ferðamönnum uppá ef að þeir hafa ekki áhuga á amerísku bíói og „one night stand a’la Ice- landair“? Frá nýliðum Alþingis krefst ég viðbragða. Þorið þið að taka afstöðu? Hver er framíðarsýn ykkar? Ef þið þorið ekki að tjá ykkur opinberlega þá hikið ekki við að hringja í mig. Hér er mikið í húfi. Tónlist fyrir unga þingmenn Eftir Davíð Ólafsson Höfundur er söngvari við Íslensku óperuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.