Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 37 www.NIVEA.com L ASH DESIGNER Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn sem gefur tvöfalt lengri og þykkari augnhár. LENGD ÞYKKT Stutta hliðin fyrir takmarkalausa þykkt. Langa hliðin fyrir óendanlega lengd. NYTT! LASH DESIGNER ALÞJÓÐAVÆÐINGIN hefur ver- ið til góðs fyrir heimsviðskiptin. Einkum hefur hagur iðnríkjanna batnað mikið við al- þjóðavæðinguna. Þróunarlöndin hafa hins vegar ekki fengið að taka fullan þátt í alþjóðavæð- ingunni. Iðnríkin hafa ekki viljað opna markaði sína fyrir hinum ódýru landbúnaðarvörum þróunarland- anna. Þau vernda markaði sína svo mjög með niðurgreiðslum og toll- múrum, að ódýrar landbún- aðarvörur fátæku landanna komast ekki inn á þessa markaði nema að mjög litlu leyti. Ráðstefna Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar ( WTO) í Cancun í Mexíkó átti að freista þess að leiðrétta þetta misrétti að ein- hverju leyti þannig að fátæku löndin kæmu landbúnaðarvörum sínum í auknum mæli inn á markaði ríku landanna. En ráðstefnan fór út um þúfur. Þegar á reyndi voru ríku löndin ekki tilbúin til þess að opna markaði sína fyrir ódýrum landbún- aðarvörum fátæku landanna. Það er talað mikið um það í ræðum á Vest- urlöndum og í iðnríkjum um allan heim að hjálpa þurfi þróunarlönd- unum og víst veita Vesturlönd mikla aðstoð til fátækustu landanna. En þegar kemur að viðskiptahags- munum iðnríkjanna vilja þau ekki missa neitt af sínum hagnaði. Iðnrík- in vilja frjálsa verslun þar sem það hentar þeim en þau vilja ekki opna markaði sína fyrir ódýrari landbún- aðarvörum frá fátæku löndunum. Besta hjálpin við fátæku löndin væri einmitt sú, að leyfa þeim að taka að fullu þátt í frjálsri verslun, veita þeim aðgang að mörkuðum ríku iðn- ríkjanna. Meiri peningar til hernaðar en til fátækra landa Einn virtasti hagfræðingur samtím- ans, Jeffrey D. Sachs, var hér á ferð fyrir skömmu og gerði þessi mál að umtalsefni. Hann er sérstakur ráð- gjafi Kofi Annan, aðalritara Samein- uðu þjóðanna, í málefnum þróun- arlandanna, en SÞ vinna nú að því að draga úr fátækt í heiminum og jafna lífskjörin. Sachs gegndi stöðu prófessors í hagfræði við Harvard- háskóla í tvo áratugi. Hann hefur verið efnahagsráðgjafi margra ríkisstjórna í Austur-Evrópu, í S-Ameríku og í Afríku. Sachs var mjög harðorður í ræðum og við- tölum hér á landi um ástandið í mál- efnum fátæku landanna. Gagnrýndi hann iðnríkin, ekki síst Bandaríkin, harðlega fyrir aðgerðarleysi í þess- um málum. Hann gagnrýndi einnig Bandaríkin harðlega fyrir fjár- austur til hernaðar í Írak og í öðrum heimshlutum og sagði, að framlög Bandaríkjanna til aðstoðar þróun- arlöndum væru aðeins brot þeirra framlaga, er þau létu til hernaðar. Sama verndarstefnan á Íslandi Ísland hefur staðið með iðnríkjunum á alþjóðaráðstefnum WTO um frjáls- ari viðskipti. Ísland hefur stutt þá stefnu iðnríkjanna að opna mjög lít- ið markaðina fyrir ódýrum landbún- aðarvörum þróunarlandanna. Bandaríkin hindra innflutning á ódýrri baðmull frá fátækum löndum í Afríku til þess að vernda eigin baðmullarframleiðslu. Ísland tor- veldar innflutning á kjöti og græn- meti til þess að vernda eigin fram- leiðslu. Verndarstefna Íslands kemur lítið sem ekkert við þróun- arlöndin. En í grundvallaratriðum er verndarstefna Íslands í landbún- aðarmálum hin sama og vernd- arstefna Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins. Ísland vill frjáls viðskipti með fisk og iðnaðarvörur. Það hentar Íslandi vel, en Ísland vill ekki sama frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Það er því tvískinnungur í málflutningi Íslands og iðnríkjanna um nauðsyn frjálsra viðskipta. Ljóst er, að ef fullt frjáls- ræði í viðskiptum næði einnig til landbúnaðarvara mundi það verða til mikilla hagsbóta fyrir neytendur. Verð á landbúnaðarvörum mundi þá stórlækka. Það yrði mikil kjarabót fyrir almenning. Fátæku löndin fá ekki aðgang að mörkuðum ríku landanna Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Á MORGUN, föstudag, hefst landsþing Ungra jafnaðarmanna en það verð- ur haldið í Reykjavík að þessu sinni. Fyrir landsþinginu liggur að kjósa nýja forystu og formann en eins og kunnugt er þá hefur núverandi formaður tek- ið sæti á Alþingi. Tveir félagsmenn gefa kost á sér í embætti formanns; Margrét Gauja Magnúsdóttir, ritari UJ, og Andrés Jónsson, formaður UJ í Reykjavík. Síðastliðið ár starfaði ég með Margréti Gauju í Hinu hús- inu – upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks í Reykja- vík. Starfið í Hinu húsinu er krefjandi og gefur góða innsýn í málefni ungs fólks. Reynslan úr Hinu húsinu mun án nokkurs vafa nýtast Margréti Gauju vel í starfi formanns Ungra jafn- aðarmanna. Auk starfsins í Hinu húsinu hefur Margrét Gauja fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, góða menntun og mikla reynslu af fé- lagsstörfum. Það er mitt mat að með Margréti Gauju eignist Ungir jafnaðarmenn kröft- ugan og duglegan formann sem mun láta að sér kveða svo eftir verður tekið. Kjósum Margréti Gauju í formanninn. Til að lesa meira um Margréti Gauju, reynslu hennar og stefnumál er hægt að fara á vef stuðningsfólks hennar á slóðinni www.upsaid.com/margret. Margréti Gauju í formanninn Eftir Sigfús Þ. Sigmundsson Höfundur er nemi í H.Í. LÍTIL og meðalstór fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í at- vinnulífi flestra iðnvæddra þjóða. Þau eru oftast sveigjanlegri en stórfyrirtækin og fljótari að laga sig að nýjum aðstæðum. Í vest- anverðri Evrópu, þ.e. Evrópusam- bandsríkjunum, EFTA-ríkjunum og Sviss, eru yfir 20 milljónir fyr- irtækja, þar af fellur langstærstur hluti undir skilgreininguna lítil og meðalstór, með færri en 250 starfsmenn og ársveltu undir 40 milljónum evra. Tveir þriðju hlut- ar allra starfsmanna í fyrirtækjum á þessu svæði eru í þjónustu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þar verða flest ný störf til. Því minni sem fyrirtæki eru þeim mun minna er markaðssvæði þeirra. Aðeins 13% af veltu lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða til vegna útflutnings en 21% af veltu stórra fyrirtækja. Vaxtarmögu- leikar fyrirtækja felast ekki í meiri umsvifum á heimamarkaði heldur fyrst og fremst í útrás á nýja markaði, þ.e.a.s. útflutningi. Nýsköpun og þróun eru forsendur þess að ná árangri í útflutningi. Eitt af markmiðum rann- sóknaáætlunar Evrópusambands- ins er að tryggja samkeppnishæfni Evrópu og fjölga störfum. Því er ekki að undra að Evrópusam- bandið leggur vaxandi áherslu á að tryggja þátttöku lítilla og með- alstórra fyrirtækja í rann- sóknaverkefnum sem það styrkir. Rannsóknaáætlun sambandsins skiptist í sjö forgangssvið. Það er yfirlýst markmið að 15% af fjár- magni forgangssviðanna sjö renni til lítilla og meðalstórra fyr- irtækja. Auk beinnar þátttöku fyr- irtækja í rannsóknum getur þátt- taka þeirra falist í því að taka við og nýta sér niðurstöður úr rann- sóknum sem fara fram á rann- sókna- eða háskólastofnunum. Fyrir utan forgangssviðin sjö er sérstakur sjóður, 450 milljónir evra, ætlaður sérstaklega í rann- sóknir fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki. Í þann sjóð er hægt að sækja um tvenns konar verkefni og þau geta verið á hvaða sviði sem er, svo framarlega sem þau falla að meginmarkmiðum rann- sóknaáætlunarinnar. Mörg íslensk fyrirtæki kannast orðið við svokallaða CRAFT- áætlun (Cooperative Research Action for Technology) en hún hefur verið starfrækt með svip- uðum hætti frá árinu 1992. Í sam- starfshópi fyrir CRAFT-verkefni þurfa að vera a.m.k. þrjú fyrirtæki í a.m.k. tveimur löndum og a.m.k. tvær rannsóknastofnanir í a.m.k. tveimur löndum sem vinna rann- sóknavinnuna fyrir fyrirtækin. Stærð verkefna getur verið á bilinu 0,5–2 milljónir evra og geta rannsóknirnar staðið í eitt til tvö ár. Ný tegund verkefna, sem sér- staklega miða að því að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja, eru svokölluð Collective Research- verkefni. Þátttakendur í þess hátt- ar verkefnum eru fyrirtækja- samtök, að lágmarki tvenn lands- samtök frá jafnmörgum löndum eða ein Evrópusamtök og a.m.k. tvær rannsóknastofnanir í tveimur löndum sem inna af hendi rann- sóknavinnuna fyrir fyrirtækja- samtökin. Þessum rannsóknum er ætlað að leysa verkefni sem nýtast heilum iðngreinum eða stórum hópum fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á að niðurstöður skili sér til fyrirtækja í viðkomandi grein og þess vegna er þjálfun og nýting niðurstaðna mikilvægur þáttur. Hlutverk fyrirtækjasamtakanna er m.a. að tryggja að niðurstöður skili sér út í aðildarfyrirtækin og komi þar að gagni. Kostnaður við slík verkefni getur verið á bilinu tvær til fimm milljónir evra og lengd þrjú til fimm ár. Vikan 29. september til 3. októ- ber er helguð nýsköpun í fyrir- tækjum. Föstudaginn 3. október efna RANNÍS og Samtök iðnaðar- ins til funda í Háskólanum í Reykjavík þar sem styrkir Evr- ópusambandsins til handa litlum og meðalstórum fyrirtækjum verða kynntir. Dagskráin fyrir há- degi fjallar um CRAFT og er ætl- uð fyrirtækjum en eftir hádegi verður fjallað um Collective Re- search og er sú dagskrá sér- staklega ætluð starfsmönnum fyr- irtækjasamtaka og rannsókna- stofnana. Nýsköpun í fyrirtækjum – forsenda framfara? Eftir Hjördísi Hendriksdóttur og Ragnheiði Héðinsdóttur Hjördís er forstöðumaður Alþjóða- sviðs RANNÍS og Ragnheiður er mat- vælafræðingur Samtaka iðnaðarins. RagnheiðurHjördís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.