Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 39 UNDANFARIÐ ár hef ég starfað í stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, fyrst sem meðstjórnandi en tók við stöðu rit- ara í haust. Einnig hef ég starfað sem ritari Æskulýðs- sambands Íslands. Á þessu tímabili hef ég kynnst stjórn- arstörfum innan UJ vel og hef unnið þar gott og lærdóms- ríkt starf. Ég hef mikinn áhuga á að halda þeirri vinnu áfram og var hvött til, því hef ég, Margrét Gauja Magn- úsdóttir, ákveðið að bjóða mig fram til formanns Ungra jafnaðarmanna á komandi landsþingi. Ég hef fylgst grannt með stjórn- málaumræðu frá unglingsárum með sívaxandi áhuga. Það er ekki síst vegna reynslu minnar úr námi í upp- eldis-, menntunar og atvinnulífs- fræðum við Háskóla Íslands. Auk eig- in reynslu af vinnumarkaði, en ég hef starfað sem kennari, lögreglumaður, ráðgjafi, leiðbeinandi og aðstoð- armaður prófessors. Mín áhugasvið innan stjórnmála eru allt það sem snertir ungt fólk í ís- lensku samfélagi. Ég tel að ungliða- hreyfingin verði að koma málefnum sínum á framfæri, þá sérstaklega við þá er ákvarðanirnar taka, því það sem við gerum í dag skiptir máli fyrir komandi kynslóðir. Að mínu mati eiga íslensk stjórn- mál að hlúa að ungu fólki, í því felst fjárfesting framtíðarinnar. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum og tryggja ungu fólki jöfn tækifæri, hvar sem er á landinu, til að blómstra og nýta hæfileika sína. Á öllum Norðurlöndum nema Ís- landi hefur verið unnið að markvissri stefnumótun hvað ungt fólk varðar af hálfu stjórnvalda. Hefjast verður handa við skilvirka markmiðssetn- ingu og stefnumótun hér á landi þeg- ar í stað. Til að hefjast handa þarf að taka lög um æskulýðsmál til gagn- gerrar endurskoðunar, með tilliti til þess að þau voru samþykkt árið 1970. Síðan þá hafa 80 félagsmiðstöðvar ris- ið um land allt auk 10 ungmennahúsa. Iðnmenntun þarf einnig að taka til endurskoðunar með það fyrir augum að nemendur sem sækja sér iðn- menntun geti gengið stoltir til náms. Þetta mun án efa minnka það mikla brottfall úr menntaskólum sem á sér stað. Ég tel styttingu stúdentsprófs mikilvæga og vil berjast gegn sam- ræmdum prófum á framhalds- skólastigi. Þar töpum við þeim fjöl- breytileika sem einkennir íslenskt ungt fólk. Ég vil styrkja starf stétt- arfélaga til þess að efla hag og velferð ungs fólks á vinnumarkaði. Að endur- menntun standi því til boða og rétt- indi séu tryggð. Ég trúi á mátt umræðunnar. Hug- mynd sem verður að umræðu getur síðar orðið að veruleika í samfélagi okkar. Ég er ekki að bjóða mig fram til formanns Ungra jafnaðarmanna til að fara með vald, heldur til að dreifa valdi, umræðu og ákvörðunartöku, því við unga fólkið þurfum að láta í okkur heyra. Íslendingar eru jafnaðarmenn í hjarta sínu. Margir hafa ekki fundið vettvang fyrir hugsjónir sínar í stórum jafnaðarmannaflokki fyrr en nú. Því tækifæri megum við ekki glata. Stjórnmál eru skemmtileg og þau koma öllum við. Sem formaður mun ég koma þeim skilaboðum áleiðis, á jákvæðan hátt, til ungs fólks og styrkja gott starf okkar Ungra jafn- aðarmanna. Til þess að koma þessum málefnum áleiðis leita ég eftir þínum stuðningi á landsþingi Ungra jafnaðarmanna 3.–5. október næstkomandi. Íslendingar eru jafnaðar- menn í hjarta sínu Eftir Margréti Gauju Magnúsdóttur Höfundur er rannsóknarmær og lestarstjóri hjá Hinu húsinu. UM HELGINA fór ég að skoða sýningu um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Áhugi minn beindist einkum að skipulagi tengdu byggingu Tónlistarhússins. Ég er enn svo bláeygur að trúa því að eftir hálfrar aldar bið sé nú loksins kominn tími á húsið þótt margt bendi reyndar til þess að það verði ekki byggt fyrr en búið er að byggja allar þær virkjanir, fót- boltastúkur, sundlaugar og jarðgöng sem hægt er að koma fyrir í þessu landi. En ef kraftaverkið á nú samt eftir að gerast þá langar mig til að benda á tvennt sem þarf að laga áð- ur en það verður of seint. Neðanjarðar? Hið fyrra er að samkvæmt fyr- irliggjandi tillögum á að grafa göng undir Geirsgötu til að komast gang- andi að Tónlistarhúsinu frá mið- bænum. Samt er ein aðalhugmynd skipulagsins einmitt tenging svæð- isins við miðbæinn! Mér hefði virst sjálfgefið að setja bílabrautina í stokk og leyfa tónlistargestum að ganga á jörðinni, en þessu hefur ver- ið snúið við. Neðanjarðarkerfi fyrir gangandi fólk er sem betur fer ekki algengt erlendis nema við brýna nauðsyn, svo sem til að komast ofaní í kjallara eða neðanjarðarlestir. Í miðborg Stokkhólms er t.d. neð- anjarðartorg til að auðvelda fólki að komast í lestarnar og heitir það Sergels-torg. Þar hefur lengi – eins og við hliðstæðar aðstæður í öðrum löndum – verið pissufýla og miðstöð glæpastarfsemi borgarinnar. Veg- farendur flýta sér í gegn og forðast að líta hver í augu annars. Þeir vita að þarna er stunduð alls kyns neð- anjarðarstarfsemi, eins og hún er einmitt kölluð. Hins vegar hefur gengið vel í Stokkhólmi – eins og annars staðar – að láta bíla keyra í göngum þar sem lítið pláss er fyrir þá uppi á jörðunni og fylgir því hvorki glæpastarfsemi né pissufýla. Ópera og fleira Þegar komið er inn í sjálft Tónlist- arhúsið má sjá á skýringum að þar er gert ráð fyrir sinfóníutónleikum og ráðstefnum, en ekki er minnst á aðra starfsemi sem fram gæti farið í húsinu. Um margra ára skeið hefur verið rætt um að ópera og aðrar list- greinar væru í brýnni þörf á að njóta aðstöðunnar með Sinfóníunni og ráðstefnufólki. Sjálfur hef ég skrifað margar blaðagreinar um málið, en svör hafa aldrei borist, hvorki frá fulltrúum ríkis né borgar, sem ætla að byggja húsið saman. Ég tel mig hafa fært fram fullgildar röksemdir fyrir máli mínu, en samt verið svar- að með þögninni – með þeirri einu undantekningu að fyrir ári síðan lýsti fyrrverandi menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, sig sam- þykkan því að gengið yrði hálfa leið við að gera húsið hæft til óperuflutn- ings. Síðan hefur áfram verið þagað um þetta þótt stefnt sé á að opna Tónlistarhúsið árið 2008. Þetta er ekki gott mál. Eins og ég hef oft bent á – og margir vita – þá þarf ópera á Íslandi nauðsynlega á betri aðstöðu að halda, ekki síður en Sinfóníuhljómsveitin. Þessar list- greinar eiga samleið, því helmingur óperuflytjenda leikur í hljómsveit- inni. Rekstur óperu hefur orðið æ dýrari og það þarf stóran sal með mörgum sætum til að standa undir starfseminni. Um þessi atriði ríkir enginn ágreiningur, bara mikill doði. Til að leysa þetta þarf að ganga svo frá málum að hægt verði að sýna óperur og fleiri sviðslistgreinar í hinum stóra 1500 manna sal Tónlist- arhússins. Það mun kosta fé að byggja gott svið í húsinu, en þó minna en að gera nýja aðstöðu ann- ars staðar. Vegna sinnuleysis stjórnvalda hvað varðar aðstöðu fyrir óperu í Tónlistarhúsinu hafa talsmenn Ís- lensku óperunnar tekið upp á því að biðja um annan sal fyrir óperu í hús- inu; 800 sæta sal með fullkominni sviðsaðstöðu fyrir óperuflutning. Það þarf þó ekki langa umhugsun til að sjá að slík tillaga felur í sér tvö- földun á kostnaði við byggingu fyrir tónlistaraðstöðu í húsinu því kostn- aður við slíkan óperusal yrði engu minni en við stærri sinfóníusalinn. Eftirfarandi spurningar hljóta því að vakna og væri óskandi að að- standendur Tónlistarhúss hjá ríki og borg svari þeim: 1. Hvernig verður aðstöðu til óperuflutnings háttað á sem hag- kvæmastan hátt á Íslandi í framtíð- inni? Hér er bæði átt við útvegun viðeigandi aðstöðu og hagkvæmni reksturs. 2. Af hvaða ástæðum er ekki gert ráð fyrir slíkri aðstöðu í Tónlistar- húsinu? 3. Eru meiri líkur eða minni á því að byggðir verði tveir stórir (og dýr- ir) salir í húsinu í stað eins? 4. Er ekki líklegt að það muni gagnast öllum vel að fá meiri starf- semi í Tónlistarhúsið en vikulega tónleika Sinfóníunnar og einstaka ráðstefnur? Svör óskast fyrir 2008 því betra er að hugsa fyrst og byggja svo en öf- ugt. Neðanjarðar í tvö tónlistarhús? Eftir Árna Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.