Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 43 Ég á svo erfitt að með að hugsa mér til- veruna án elskulegrar móður minnar sem var alltaf til staðar með góð ráð og átti svo auðvelt með að brosa við tilver- unni. „Erfiðleikar eru bara til þess að efla mann og styrkja,“ sagði hún, og hve það er stór sannleikur. Það var svo gott að syngja, tala eða bara þegja saman, allar stundir voru svo notalegar. Hún hafði líka svo einstak- lega góða frásagnargáfu sem nýttist svo vel við nám og starf. Þessi eig- inleiki gerði allt svo létt og leikandi. Henni þótti svo gaman að ferðast, það þufti ekki að fara langt því alls staðar var náttúran svo falleg. Oft fórum við á Þingvöll og tjölduðum forðum daga, bara yfir helgi. Þessi ævintýr eru nú svo dýrmæt. Hún þreyttist aldrei á að segja frá nöfnum í náttúrunni og þjóðsögum sem þeim tengdust. Þó barnssálin gæti ekki munað það allt þá var það allt í lagi, það myndi rifjast upp einhvern tíma seinna. Oft var þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu í Lyngheiðinni. Ef ekki voru þar börn sem sóttu í aðstoð við heimanámið var spiluð vist með til- heyrandi „Selfossmeldingum“ og hlátrasköllum. Seinna þegar ég var komin með börn var hún mín stoð og stytta enda sóttu þau í að vera í návist hennar því alltaf var stund fyrir alla. Þau hafa fengið að njóta visku hennar og styrks og fyrir það vil ég þakka. Nú eiga þau þessar ómetanlegu stundir í farteskinu. Við minningar ljúfar nú ylja ég mér og minnist þín móðir mín kær. Ég bið þess að englarnir vaki yfir þér í einlægni hjarta mitt slær. Þú umvafðir elskunni allt um kring JÓNA ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR ✝ Jóna ÞórunnVigfúsdóttir fæddist á Stóru- Hvalsá í Hrútafirði 30. mars 1919. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Kumbaravogi 19. september síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Selfosskirkju 27. september. og áttir svo mikið að gefa. Í lífinu ætíð ég lofsöng þér syng og læt hann mig hugga og sefa. (Þ.G.) Þorbjörg. Hún elsku besta amma mín, sem alltaf var mér svo góð, er nú dáin. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu en hana. Ég man alltaf eftir því þegar ég sat hjá henni og hún sagði mér sögur, þær voru alltaf svo sérstakar. Þetta voru ekki einhverjar sögur, heldur sögur sem hún hafði upplifað. Það var svo gott að koma til hennar hún var alltaf að tína eitthvað gott í „gogginn“ á mér. Hún orti líka tölu- vert þótt hún hafi sem minnst viljað gera úr því. Mér finnst gott núna að lesa ljóðin og sögurnar hennar. Þögull og gugginn grætur glugginn minn einn í kvöld, er rökkrið raðar skuggum á rauðanætur tjöld. Þín vegna glugginn grætur sem glætt hefur ást mína og trú. Ekkert mér vekur yndi sem einveran sjálf – og þú. Einveran veitir mér yndi því ekkert mig trufla má. Ég lifi það allt upp aftur sem áttum við saman þá. Ég sakna þín sárast um nætur er sé ég ei handa skil. En þú kemur eflaust aftur! Ó, hvað ég hlakka til! (J.Þ.V.) Þorsteinn Árni Steindórsson. Elsku Jóna. Það er september 2003. Það var líka september 1973. Þá var líka sama veðrið, sól og stilla, rok og rigning. Sami haustilmurinn í lofti fyrir 30 árum þegar ég kom fyrst með Ragga inn á heimili ykkar Gísla. Ferðirnar þangað urðu bara fleiri og fleiri. Þið tókuð svo vel á móti mér, það var eins og ég hefði alla tíð til- heyrt fjölskyldunni. Þá voru enn margir í heimili að Lyngheiði 7, sumir komu og aðrir fóru, en enginn lét sig vanta í sunnudagslærið með pörunni þinni, stökku og góðu. Þér fannst heldur ekki verra að ég var að byrja að læra á bíl, þú varst sjálf nýlega komin með bílpróf og eig- in bíl, rauða Fólksvagninn, þann fyrsta af mörgum. Þá sagðirðu oft: „Komdu út að keyra.“ Svo keyrðum við upp að fjalli og ég æfði mig. Þetta var í „þá daga“, fyrir tíma æfinga- akstursins. Þú varst á undan þinni samtíð í svo mörgu. Á þessum tíma vannstu hjá Pósti og síma, við að sendast með skeyti og kvaðningar. Á einni nóttu höfðu 60 ný hús risið upp úr jörðinni hér á Sel- fossi, „Viðlagasjóðshúsin“, öll síma- laus, en margir áttu erindi við sína nánustu sem bjuggu hér eftir gosið í Eyjum. Þá var gaman að sendast með og fyrir þig með símakvaðningarnar. Þetta var nefnilega góð og gild ástæða til að fara út að aka. Eða þegar stórflóð myndaðist í vorleysingum á Austurveginum og vatnið flæddi upp í og inn í bílinn og við bara hlógum eins og fífl og keyrð- um nokkrar aukaferðir á Austurveg- inum. Svo fæddist okkur Ragga hún Linda litla og seinna Gísli og Jóna. Þú varst hafsjór af fróðleik sem þú miðl- aðir þeim, sagðir þeim endalausar sögur, hvort heldur ævintýri, Íslend- ingasögur eða þjóðsögur. Aldrei þreyttist þú heldur á að lesa fyrir þau allar bækurnar sem sóttar voru á bókasafnið. Gaman var að ferðast með ykkur Gísla um landið. Það kom enginn að tómum kofunum hjá þér, þú vissir nöfnin á hverju fjalli, hverjum dal og allt þar á milli. Þú kunnir skil á ótal atburðum sem gerst höfðu á hverjum stað. Jarð- fræðina og sögu landsins varstu með á hreinu, þú hafðir svar við hverri spurningu. Jóna mín, þakka þér fyrir öll árin sem við bjuggum á loftinu í Lyng- heiðinni og þú taldir ekki eftir þér að hafa Lindu með þér í einu og öllu og koma henni í leikskólann á meðan ég hélt áhyggjulaus yfir Heiðina í Fóst- urskólann. Með þessu fyrirkomulagi gátum við sloppið við að flytja til Reykjavíkur. Elsku Jóna mín. Það eru mín for- réttindi að hafa átt þig sem tengda- mömmu og ömmu Lindu, Gísla og Jónu. Blessuð sé minning þín. Lísbet Nílsdóttir. JÓNA KRISTÓ- FERS- DÓTTIR ✝ Jóna Kristófersdóttir iðju-þjálfi fæddist á Blönduósi 20. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ í Reykjavík 7. september síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Iðjuþjálfafélag Íslands. HINSTA KVEÐJA Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær móðir okkar, amma og langamma, THORA ÞORLÁKSSON, er látin. Hún verður jarðsungin í Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 3. október kl. 13.30. Sveinn Birgir Rögnvaldsson, Guðný Kristín Rögnvaldsdóttir, Þóra Hallgrímsdóttir, Þuríður Hallgrímsdóttir, Erlingur Sigurgeirsson, Anna Guðný Hallgrímsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson, Snorri Hallgrímsson, Guðný Kristín Erlingsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÉTAR BÍLDSFELLS GRÍMSSON, Syðri-Reykjum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 4. október kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landspítalann við Hringbraut. Lára Jakobsdóttir. Grímur Þór Grétarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ólafur Grétarsson, Selma S. Gunnarsdóttir, Guðmundur Hrafn Grétarsson, Þórey S. Þórisdóttir, Ingibjörg Ragnheiður Grétarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Grétarsdóttir, Einar Guðmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, vinar, sonar, bróður og mágs, REYNIS HALLDÓRS HILMARSSONAR sjómanns, Rjúpnahæð 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í heimahlynn- ingu Karitasar og hjúkrunarfólk á deild 11E, Landspítala Hringbraut, fyrir góða umönnun og stuðning. Jóney Rún Reynisdóttir, Karen Reynisdóttir, Anna Jóna Reynisdóttir, Sigurlína Hreinsdóttir, Hilmar Karlsson, Dagbjört Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego, Jón Hilmarsson, Guðrún H. Theodórsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson, Svanur Pálmar Hilmarsson. Sonur minn, bróðir, mágur og frændi, PÉTUR JÓAKIMSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Sólvangs í Hafnarfirði. Jóakim Pétursson, Sigurður Jóakimsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GESTUR BREIÐFJÖRÐ RAGNARSSON, Selsvöllum 12, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 4. október kl. 13.30. Jóhanna Garðarsdóttir, Steinunn Gestsdóttir, Tryggvi Sæmundsson, Ragnar Breiðfjörð Gestsson, Margrét Helgadóttir, Hanna Rún Gestsdóttir, Reynir Garðar Gestsson, Inga Þórðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.