Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Silvia koma í dag. Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 bók- band, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, al- menn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, hár- greiðslustofan opin og postulín, kl. 13 handa- vinna, kl. 9–16.30 pútt- völlurinn opinn. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans, dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf Kl. 9.45 Glerbræðsla, kl. 13.15 bútasaumur og leikfimi karla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, vídeókrókurinn opinn, pútt í Hraunseli kl. 10–11. 30, leikfimi i Bjarkarhúsi kl. 11.20, glerlist kl 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13, Framsögn kl. 16.15, Fé- lagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellsbæ. Opið kl. 13–16, kl. 13 tré- skurður, kl. 15 les- klúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borgara, Vor- boðar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. glermálun. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og kera- mik, kl. 10.50 róleg leik- fimi, kl. 13 félagsvist og gler- og postulín, kl. 17 bobb, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia , kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlu- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og bridge. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK Gullsmára spilar í félagsheimilinu í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur kl. 16 á Háaleitisbraut 58–60, í umsjá Margrétar Hró- bjartsdóttur. Allar kon- ur velkomnar. Félag kennara á eftir- launum. Bókmenntir 1. fundur bókmennta- klúbbsins verður í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg í dag og síðan hálfsmánaðar- lega. Fræðslu- og skemmtifundur verður í Húnabúð, Skeifunni 11, laugardaginn 4. október kl. 13.30. Á dagskrá er félagsvist, veislukaffi og fræðslu- og skemmti- efni sem Jón R. Hjálm- arsson sér um að þessu sinni. Í dag er fimmtudagur 2. októ- ber, 275. dagur ársins 2003, Leódegaríusmessa. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. (Jóhannes 16, 14.)     Páll Hilmarsson ogSverrir Jakobsson fjalla um Gljúfrasteins- málið á murinn.is: „Þetta er undarleg ráðstöfun því að hún takmarkar rann- sóknarfrelsi fólks, án þess að fyrir því liggi gild rök. Hvers vegna mega ekki aðrir bókmennta- fræðingar skoða þessi bréf til jafns við þau Hall- dór og Helgu? Og auðvit- að hljóta allir að spyrja sig að því hvers vegna Hannes Hólmsteinn Giss- urarson má ekki líta á bréfin, þar sem hann hef- ur lýst því yfir að hann vinni nú að ritun á ævi- sögu skáldsins.     Ekki er það neitt leynd-armál að ýmsir hafa lýst efasemdum um for- sendur Hannesar fyrir því að vinna að slíkri bók. Mun hann nálgast við- fangsefnið af sanngirni og hleypidómaleysi? Um það er ekki hægt að full- yrða fyrr en bók hans birtist á prenti. Hitt er ljóst, að Hannes mun ekki vinna sitt verk betur ef honum er meinaður að- gangur að tilteknum skjölum. Hvað þá skjölum sem búið er að lýsa því yf- ir að séu ekki leyndarmál og hafa verið „gefin þjóð- inni“, eins og það var orð- að 1996.     Ritskoðun er aldrei afhinu góða. Hið sama gildir um hömlur á rann- sóknafrelsi. Það hafa allir frelsi til að gagnrýna bækur Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, líkt og annarra þeirra sem stunda rannsóknir. En verður sú gagnrýni sann- gjörn, ef áður er búið að hindra hann í að ná jafn góðri yfirsýn yfir við- fangsefnið og honum er fært? Hljóta það ekki að vera steinar sem varpað er úr glerhúsi, ef fjöl- skylda Nóbelsskáldsins ætlar síðan að gagnrýna gjörninginn?     Mörgum gremst það,ef Halldóri Laxness er brugðið um óheilindi. Telja að starf hans og hugsjónir standi óhagg- aðar, þótt reynt hafi ver- ið að gera lítið úr því. Þeir sem deila þeirri skoðun geta ekki annað en harmað það, að Hann- es Hólmsteinn eða hver annar sem vill, fái ekki að sannreyna það. Afkom- endur skáldsins sýna hon- um lítinn sóma, ef þeir ætla að koma í veg fyrir slíkt. Ekki er Halldóri Guðmundssyni heldur sýnt mikið traust, ef því er ekki treyst að hann muni skrifa betri bók um Halldór Laxness en ein- hver annar, nema að hon- um sé veitt forskot á aðra.     Aðgangshömlur á skjölHalldórs Laxness eru í mótsögn við allt það sem skáldið stóð sjálfur fyrir. Ekkert getur heldur ver- ið fjær þeim anda sem fylgdi gjöf eiginkonu skáldsins til Landsbóka- safnsins, á degi hinnar ís- lensku tungu 16. nóvem- ber 1996.“ STAKSTEINAR Ritskoðun? Víkverji skrifar... DÓTTUR Víkverja finnstmatur helst ekki almenni- legur nema hann hafi verið eld- aður utan heimilisins og lang- best er auðvitað ef hann er einnig snæddur utan þess. Þannig þykja t.d. heimagrillaðir gæðahamborgar hálfóætir en allt öðru máli gegnir um ham- borgara sem eldaðir eru annars staðar og kosta margfalt meira. Sama lögmál gildir í raun um flesta aðra rétti. Víkverji hefur reynt að spyrna við fótum og benda á að peningar vaxi ekki trjánum, það gangi ekki að éta alltaf úti eða kaupa bara tilbúna rétti. Skilningur eða viðbrögð hafa lítil sem engin verið – svona ámóta og hjá Víkverja sjálfum þegar verið var að reyna að þvinga ofan í hann mauksoðinn hafragraut með sögum af börnunum í Bíafra sem myndu allt gefa fyrir að fá slíkan graut. x x x TEMPORA mutantur, et nosmutamur in illis, sögðu Róm- verjar, tímarnir breytast og menn- irnir með – og ekki síst kröfur þeirra til lífsins gæða. Mælistikan sem gilti í gær er ekki gild í dag og kannski eins gott að sætta sig við það. Með slíkum hugsunum reynir Vík- verji að minnsta kosti að hugga sjálf- an sig þar sem hann stendur yfir pottunum að elda heimilismat á meðan unglingsdóttirin og móðirin (hneigð til landráðamennsku) háma í sig heimsenda pítsu. Sé hlaupið á milli kynslóða verða breytingarnar á kröfunum og stund- um viðmiðunum auðvitað enn ljósari. Víkverji átti því óláni að fagna að ganga í háskóla og flytjast því með reglulegu millibili á milli leiguíbúða í bænum. Bæði þá en eins ekki síður eftir að hann komst í eigið hús- næði, hafa vinir og fjölskylda auðvitað spurt út í nýja hús- næðið. Hvað eru þetta margir fermetrar? Hvað er baðher- bergið stórt? Er garður? o.s.fr.v. Sem sagt allar þessar hefðbundnu spurningar þegar fólk flytur í nýtt húsnæði. x x x AMMA Víkverja sem nú ervel á níræðisaldri spurði aftur á móti aldrei um slíkt. Hún virtist engan áhuga hafa á að vita hvort nýja íbúðin væri 50 fer- metrar eða 200, eða hvort herbergin væru tvö eða fimm eða annað í þeim dúr. Nei, í hvert einasta skipti sem Víkverji flutti kom alltaf sama spurningin frá ömmunni: Hvernig er það, er góður hiti þar? Eins og það væri almennt vandamál í íbúðar- húsnæði undir lok 20. aldarinnar! En Víkverji vissi þó auðvitað hvað klukkan sló, amman alin upp í torfbæ austur á fjörðum og gekk um á sauðskinnsskóm í æsku. Deilur um heimsendan eða heimeldaðan mat fölna í samanburðinum. Morgunblaðið/Jónas Erlendssson UNDIRRITAÐUR sem hefur verið lesandi Morg- unblaðsins frá því hann fór að geta lesið hefur tvívegis fundið að því við ritstjóra vefsíðu Morgunblaðsins að ekki er getið um veður í Bolungarvík á forsíðu vef- síðu Morgunblaðsins. Það er undirrituðum alveg óskiljanlegt hvers vegna slíkt er ekki gert, því Bol- ungarvík er ein af höfuð veðurstöðum landsins. Einnig hef ég fundið að því við ritstjóra Morgun- blaðsins hve lítið af fréttum berast frá Bolungarvík sem er í engu samræmi við það sem er að gerast hér og þá fjölbreyttu mannlífsflóru sem hér er að finna. Fer ég þess vinsamlega á leit við ritstjórana að úr þessu verði bætt hið fyrsta. Kveðja, Víðir Benediktsson. Fyrirspurn HVAÐ þýðir fyrirsögnin á þættinum hennar Ingveld- ar Ólafsdóttur „Í hosiló“? Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar hafi samband í síma 544 8300. Alka-Seltzer Í MORGUNBLAÐINU sl. mánudag var fyrirspurn til læknis um Alka-Seltzer, hvort bannað væri að selja það á Íslandi. Mig langar að benda fólki á að til er lyf sem er nákvæmlega það sama og Alka-Seltzer en heitir öðru nafni, Treo. Þetta lyf fæst í lausasölu í apótekum. Haraldur S. Dansgólf óskast ÉG óska eftir dansgólfi sem er stærra en frímerki svona eins og Glaumbær var í gamla daga. Dansgólfi þar sem hætt er að taka krúsidúllur án þess að trampa á næsta manni við hress lög. Dansfífl. Ekki samur og áður ÉG varð mjög svekkt þegar ég fór í Glæsibæ nýlega því þá kom í ljós að Bókabúðin sem þar var og verslun Hans Petersen eru báðar hættar. Finnst mér búið að skemma Glæsibæ með þessum aðgerðum, staður- inn er ekki samur og áður. Kaupandi. Tapað/fundið Lyklakippa týndist LJÓSBLÁ lyklakippa týndist við Spöngina í Graf- arvogi. Þetta er lyklakippa með mörgum lyklum. Kipp- an er með nafni á. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 9962. Geisladiskar í óskilum TVEIR geisladiskar í poka fundust í bíl aðfaranótt sl. sunnudags. Upplýsingar í síma 552 2440. Lyklakippa týndist í Hraunbæ LYKLAKIPPA úr hvítum kaðli með þremur lyklum fannst á milli Hraunbæjar 150–152. Upplýsingar í síma 866 6790. Gleraugu í óskilum FUNDIST hafa gleraugu á Egilsgötu í brúnu hulstri. Uppl. í síma 552 5136. Dýrahald Gosi er týndur GOSI týndist frá Leifsgötu fyrir viku. Hann er svartur, hálfur norskur skógarkött- ur, orðinn mikið gráhærð- ur. Hann er með ól og merkur Leifsgata 7. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 587 3171 eða 567 5213. Kisi er týndur KISI er tveggja ára, brún- bröndóttur og gæfur fress. Hann hvarf að heiman frá Eskihlíð 14, 24. sept. sl. og hefur ekki sést síðan. Vin- samlegast hafið samband í síma 561 0811 og 690 2634. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Veðurlýsing á forsíðu vefjar Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 krækja í, 4 kvendýrið, 7 lint, 8 málmi, 9 reið, 11 beint, 13 kvið, 14 villt, 15 brjóst, 17 hafa fyrir satt, 20 snák, 22 stundir, 23 erfið, 24 rás, 25 ástfólg- inn. LÓÐRÉTT 1 krabbategund, 2 klám- fengið, 3 sigaði, 4 stertur, 5 dý, 6 hafna, 10 nemur, 12 auð, 13 álit, 15 trygg- ingafé, 16 kvæðið, 18 stjórnar, 19 ilmur, 20 kraftur, 21 skógur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 förumaður, 8 fólið, 9 kýrin, 10 aki, 11 rígur, 13 rytja, 15 ruggu, 18 falur, 21 mær, 22 trant, 23 ástin, 24 barlóminn Lóðrétt: 2 öflug, 3 urðar, 4 arkir, 5 umrót, 6 ófár, 7 unna, 12 ugg, 14 yla, 15 ryta, 16 glata, 17 umtal, 18 fráum, 19 lætin, 20 rann. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.