Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK SLEMMUFIÐRINGUR fer um norður þegar hann tekur upp spilin sín, þrjá efstu sjöundu í hjarta og ýmislegt góðgæti til hliðar: Norður ♠ G2 ♥ ÁKD8543 ♦ – ♣ÁDG6 Það er enginn á hættu og austur gefur. Hann passar í byrjun, makker líka, en vestur opnar á veikum tveimur í tígli. Hver er fyrsta sögnin? Vel kemur til greina að stökkva í fjögur hjörtu, en doblið heldur slemmu betur inn í myndinni og við skul- um slá því föstu að norður dobli. Þá gerist þetta: Vestur Norður Austur Suður – – Pass Pass 2 tíglar Dobl 3 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar ? Tígulsagnir AV koma ekki á óvart, en hitt er óvænt að makker skuli melda hjarta. Hvað á nú að gera? Norður ♠ G2 ♥ ÁKD8543 ♦ – ♣ÁDG6 Vestur Austur ♠ D10943 ♠ K876 ♥ – ♥ 106 ♦ KDG1064 ♦ Á83 ♣93 ♣10852 Suður ♠ Á5 ♥ G972 ♦ 9752 ♣K74 Þetta er eitt af spilum bik- arúrslitaleiks Essosveit- arinnar og Félagsþjónust- unnar. Dálkahöfundur var með spil norðurs á öðru borðinu og stökk í fjögur grönd til að spyrja um lykil- spil. Ég þóttist vita að makker myndi ekki sýna slemmu mikinn áhuga með gosann hæstan í hjarta, en ásaspurningu yrði hann að svara. Ásmundur Pálsson var í suður, en í AV voru Magnús E. Magnússon og Jónas P. Erlingsson: Vestur Norður Austur Suður Magnús Guðm. Jónas Ásmundur – – Pass Pass 2 tíglar Dobl 3 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar 4 grönd 5 spaðar Pass* Pass 6 hjörtu Allir pass Pass Ásmundar yfir fimm spöðum sýndi einn ás (DOPI-reglan, svokallaða: Dobl=0, Pass=1). Það kom vel til greina að skjóta á sjö hjörtu yfir fimm spöðum, en ég ákvað að leyfa AV að fórna fyrst í sex spaða. Jón- as var með á nótunum og kaus að passa sex hjörtu, því hann vildi ekki þurfa að taka ákvörðun yfir sjö hjörtum. Út af fyrir sig skynsamlegt, því sjö hjörtu eru borðleggj- andi og sjö spaða má taka fimm niður (1.100) með tígli út. Á hinu borðinu opnaði Björn Eysteinsson á einum spaða með spil vesturs. Makker hans var Guð- mundur Sv. Hermannsson, en NS voru Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson: Vestur Norður Austur Suður Björn Erlendur Guðm. Sveinn – – Pass Pass 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar 6 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Eins og sagnir þróuðust var Erlendur tilbúinn til að segja sjö hjörtu yfir sex spöðum, en til þess kom ekki: Guðmundur doblaði sex hjörtu, enda með ás í vörninni og makker hafði opnað! Erlendur fékk auð- vitað 13 slagi og Félags- þjónustan vann 7 IMPa á spilinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert heillandi og fyndin/n. Um leið þorir þú að segja hug þinn. Þú skilur fólk og áttar þig á því hvað knýr það áfram. Í ár gætu langþráðir draumar ræst. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur hjá þér þörf til að ganga í augun á einhverjum, sem skiptir máli, í dag. Best er að þú sýnir hvað í þér býr. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag passar máni stein- geitar við sól nautsins. Þetta er góður dagur til viðskipta og samskipta við mikilvægt fólk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sumir eru ákaflega svart- sýnir í dag. Ekki hafa áhyggjur af peningum, reikningum eða öðru. Þér mun brátt líða betur, þótt ekkert breytist. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Máninn er andspænis krabb- anum í dag og því dugir ekk- ert hálfkák í samskiptum við aðra. Ekki krefjast of mikils eða búast við of miklu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki beita þig of mikilli hörku vegna skipulagsleysis. Enginn er fullkominn. Þú ert á lífi hvað sem uppvask- inu líður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Enga sjálfsgagnrýni á sköp- unarsviðinu. Kröfuharka gerir að verkum að þú blind- ast á eigin hæfileika. Þú ert betri en þú heldur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Alvarleg samtöl við foreldra eða fjölskyldu gætu dregið úr þér kjark, en láttu það ekki á þig fá. Glasið kann að vera hálftómt í dag, en brátt verður það hálffullt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Máttur jákvæðrar hugsunar er ómældur. Ef þú ert viss um eigin takmarkanir munu þær hamla þér, en það er þitt að ákveða hvers þú ert megnug/ur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir haft áhyggjur af peningum í dag. En hvað þarf mikið til að öðlast ör- yggi? Ef peningar væru svar alls væri allt ríka fólkið ham- ingjusamt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Bjartsýni ræður ríkjum í dag, en dregur úr henni með kvöldinu. Eitt er víst; meiri ánægja bíður á morgun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert varkár í dag, en ekki láta það verða til þess að þú fallir frá spennandi fyrirætl- unum. Þú munt brátt líta þær jákvæðari augum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Eldri vinur gæti veitt þér góð ráð í dag. Þú þarft ekki að fara eftir þeim, en gætir lært á því að hlusta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmudaginn 2. október, er sjötug Guðríður Sigurgeirsdóttir til heimilis að Stóru-Tjörnum í Þing- eyjarsveit. Guðríður er að heiman í dag. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. a3 h6 5. d3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. g3 Be6 8. Bg2 Dd7 9. 0-0 Bd6 10. d4 0-0-0 11. e4 Rxc3 12. bxc3 exd4 13. cxd4 Bc4 14. Be3 Bxf1 15. Dxf1 Kb8 16. e5 Bf8 17. Hb1 He8. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Egypta- landi. Anthony Kosten (2.514) hafði hvítt gegn Esam Aly Ahmed (2.403). 18. e6! Hxe6 19. d5 Dxd5 20. Rd4 Dd7 21. Db5 og svartur gafst upp. 5. um- ferð Evrópu- keppni taflfélaga fer fram í dag. Hægt er að nálg- ast upplýsingar um mótið og lesa pistla Hellismanna frá skákstað á hellir.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Sigriður Þessar duglegu stúlkur, Eva Björg Bjarnadóttir og Ársól Drífa Ólafsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu 2.360 kr. til styrktar Regnbogabörnum. ÍSLANDS MINNI Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Eggert Ólafsson LJÓÐABROT DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 2. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Þóra Karólína Þór- ormsdóttir og Júlíus S. Júlíusson, Þinghólsbraut 10, Kópa- vogi. Þau eru að heiman í dag. KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Í OKTÓBER Nánari upplýsingar á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is og í síma 486 8870 þar sem tekið er við skráningu. VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI • 10.-12. Kyrrðardagar um haust Sr. Kristján Valur Ingólfsson annast leiðsögn og fjallar í hugleiðingum sínum um samhljóm hins heilaga í helgihaldi og einkalífi. Kyrrðardagarnir verða í Skálholtsbúðum enda áhersla á útivist í haustlitum Skálholts. • 17.-19. Kyrrðardagar tengdir myndlist Staðarlistamenn fyrr og nú. Benedikt Gunnarsson, Jóhanna Þórðardóttir og Jón Reykdal flytja hugleiðingar um valdar myndir sínar . Kyrrðardagarnir verða í Skálholtsskóla. Dagur líffæragjafar í Evrópu 4. október 2003 Í tilefni dagsins stendur Félag nýrnasjúkra fyrir kynningu á félaginu og líffærakortum í húsnæði félagsins í Hátúni 10b, 9. hæð, laugardaginn 4. október kl. 14.00–16.00. Allir velkomnir. Sími 567 3718 virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 Opið STÓRAR STÆRÐIR Ný sending Heimilisfang: Bólstaðarhlíð 32 Stærð eignar: 106,3 fm. Bílskúr: 23 fm. Brunabótamat: 12,5 millj. Byggingarár: 1956 Áhvílandi: 7 millj. Verð: 16,9 millj. Björt og falleg 4ra herb. 106,3 fm íbúð á miðhæð í þríbýli ásamt 23 fm bílskúr. Stórar og bjartar samliggjandi stofur, suðursvalir. Tvö svefnherb. með parketi. Baðherb. nýlega flísalagt. Íbúðin er vel skipulögð. Barnvænt og rólegt hverfi á besta stað í Hlíðunum. Páll Kolka fasteignamiðlari RE/MAX sýnir eignina. Páll Kolka, Sími 590 9517/820 9517, pallkolka@remax.is Remax Þingholt Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali Bólstaðarhlíð - Sérhæð Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Garðabær - Við lækinn Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • Fax 588 4479 Garðabær Vorum að fá í einkasölu fallegt 203 fm einbýli á þessum eftirsótta stað. Innb. bílskúr. Húsið er mikið endurnýjað að innan, m.a. nýtt eldhús, parket, glæsil. nýtt bað- herb., halogen-lýsing í loftum. Rúmgóðar stofur með arni o.fl. Staðsetningin er einstök við læk- inn og hraunið. Verð 32 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.