Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 55 LEIFUR S. Garðarsson, alþjóð- legur körfuboltadómari, hefur fengið úthlutað hjá FIBA tveimur leikjum á Evrópumótunum. Leifur dæmir annars vegar leik FC Kaupmannahöfn frá Danmörku og KK Hemofarm frá Júgóslavíu í undankeppni Evrópumóts karla sem fram fer í Farum í Danmörku 29. október og hins vegar leik Rhondda Rabels frá Wales og Delta Basket frá Ítalíu í Evrópu- keppni kvenna sem fram fer í Wales 30. október. Leifur dæmir í Evrópu- keppninni RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóð- verja í knattspyrnu, varar við ís- lenska landsliðinu, segir það vera sýnda veiði en ekki gefna. Íslend- ingar hafi gert út um vonir Tékka um að komast á síðasta heimsmeist- aramót og því megi ekki undir neinum kringumstæðum vanmeta íslenska landsliðið. Ekkert sé gefið gegn Íslandi. Þjóðverjar og Íslend- ingar mætast í Hamborg í riðla- keppni EM í knattspyrnu annan laugardag. „Íslendingar líkt og svo margar aðrar þjóðir, eru sterkari nú en fyr- ir tíu árum,“ segir Völler og biður stuðningsmenn þýska landsliðsins að hafa báða fætur á jörðinni. Ekki bætir úr skák að nokkrir sterkir leikmenn þýska liðsins eru meiddir og geta ekki tekið þátt í leiknum. Sama er reyndar upp á teningnum hjá íslenska landsliðinu. Meðal þeirra leikmanna þýska liðs- ins sem eru meiddir eru Dietmar Hamann, Sebastian Deisler, Jens Nowotny og Torsten Frings. Völler hvetur leikmenn sína til að bíta í skjaldarrendur gegn Íslend- ingum og með því freista þess að hrífa Michael Ballack, hinn sterka leikmann Bayern München, með, en hann hefur ekki náð sér á strik í síðustu landsleikjum Þjóðverja. Völler segist ekki velta því fyrir sér hvað gerist ef þýska landsliðinu tekst ekki að halda efsta sæti riðils- ins og vinna sér þar með sjálfkrafa rétt á sæti í lokakeppni EM. „Fari maður að velta fyrir hvað gerist ef þetta og hitt á sér stað þá missir maður sjónar á aðalatriðunum,“ segir Rudi Völler. Völler varar við bjartsýni Hafnfirðingar tóku vörnina traust-um tökum strax í byrjun og gekk ágætlega að finna glufur í vörn HK, sex leikmenn gerðu fyrstu sjö mörk þeirra. Hins- vegar var sóknarleik- ur HK ekki eins burðugur og sterk flöt vörn Hauka átti ekki í vandræðum. Einungis Aug- ustas Strazdas og Alexaner Arnarson tókst að finna leiðina að markinu framhjá Birki Ívari Guðmundssyni og saman skoruðu þeir tveir sex fyrstu mörk HK. Þjálfari HK þurfti því að hrókera í sókninni og Andrius Rack- auskas gekk einna best að spreyta sig. Oft hefur reynst Haukum vel að ná forystu í byrjun og tvö mörk eftir hraðaupphlaup frá bræðrunum Pétri og Þorkeli Magnússyni skutu Hauk- um í 7:4 á 12. mínútu. Staðan í hálfleik var 14:11 og lítið breyttist. Eftir sem áður gekk HK- mönnum lítt að saxa á forskotið og þrátt fyrir að Hafnfirðingum væri oft- ar vikið af leikvelli tókst HK ekki að nýta sér það og Hörður Flóki kom í veg fyrir að Haukar næðu að bæta við forskot sitt. Þegar leið á leikinn hófu Haukar af miklum klókindum að hanga í sókninni svo HK-menn þurftu fyrir vikið að reyna að stytta sóknir sínar og brjóta upp sókn Hauka en það gekk ekki. „Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og hefðum átt að vera búnir að hrista þá af okkur en eins og við var að búast varð þetta hörkuleikur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem var duglegastur hjá Haukum. „Við ætluðum að hætta að skjóta í Hörð Flóka eins og í síðasta leik og spila al- mennilega vörn, eða bara yfir höfuð spila vörn, því það gerðum við ekki síðast. Við vorum alveg ömurlegir og spiluðum illa síðast svo við urðum nú að sýna okkar rétta andlit. Við gerð- um það í dag. Stigin voru nauðsynleg því HK kemst eflaust í úrvalsdeildina og gott að hafa stig með okkur.“ Best- ur hjá Haukum var Birkir Ívar Guðmundsson, sem varði 17 skot og oft á ögurstund þegar HK var að komast inn í leikinn. Sem fyrr segir var Ásgeir Örn drjúgur og tók oft af skarið auk þess að Matthías Árni Ingimarsson, ungur línumaður, sýndi að hann er tilbúinn í deildina. „Ég er draugfúll yfir þessum úrslit- um,“ sagði Hörður Flóki, markvörður HK, eftir leikinn. Hann lagði sann- arlega sitt lóð á vogarskálarnar en það dugði ekki til. „Við erum sjálfum okkur verstir. Við missum þá fram úr okkur í lok fyrri hálfleiks og erum þremur mörkum undir í hálfleik. Síð- an fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og erum að elta þá eftir það. Við fáum samt fullt af tækifær- um til að komast inn í leikinn á ný og jafna en gefum þess í stað allt frá okk- ur. Það vantaði bara herslumuninn. Við ætluðum einfaldlega að vinna þennan leik – eins og HK-liðið gerir þegar það nær góðri baráttu, góðri vörn og góðri stemmningu. Vörnin var að vísu góð lengst af en sóknin ekki nógu góð, mér finnst okkur skorta aga. Auðvitað eru Litháarnir að koma inn í liðið en mótið er hálfnað svo það er ekki endalaust hægt að bíða eftir að þeir komist inn í leik okk- ar. Það var gott og blessað að vinna Hauka í Digranesi í síðasta leik en það hefði verið enn betra að vinna þá aftur hérna til að sýna úr hverju við erum gerðir. Þetta var samt ekki al- slæmt en það vantaði herslumuninn.“ Strazdas var bestur hjá HK, sérstak- lega í sókninni þegar hann skoraði ýmist sjálfur eða gaf góðar sendingar, sem gáfu mörk. Alexander Arnarson var einnig drjúgur á línunni framan af en minna sást til hans þegar lokað var fyrir sendingar inn á hann. Elías Már Halldórsson og Andrius Rackauskas skoruðu úr nokkrum færum. Morgunblaðið/Sverrir Hvert ertu að fara, kallinn? gætu varnarmenn HK, Alexander Arnarson, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson og Jón Bersi Ellingsen, verið að segja við Matthías Árna Ingimarsson, leikmann Hauka. Haukar skref- inu á undan HK TVEGGJA marka forskot Hauka reyndist HK-mönnum ógerlegt að brúa þegar liðin mættust í suðurriðli Íslandsmótsins að Ásvöllum í gærkvöldi. Hafnfirðingar sýndu einnig aga og klókindi þegar þeim tókst að hanga á þessu forskoti fram eftir síðari hálfleik – eða allt þar til gestirnir úr Kópavoginum misstu móðinn, sem Haukar nýttu sér til að skjótast fram úr í 28:23 sigri. Haukar unnu fyrstu rimmu liðanna í sumar, í keppni meistaranna, og HK flengdi Hauka í Digranesi í riðla- keppninni en þeir náðu að hefna harma sinna í gærkvöldi. Hefndin skiptir samt tæplega mestu máli, frekar stigin sem fylgja liðum inn í úrvalsdeildina og hefur hvort lið safnað tveimur í sarpinn. Stefán Stefánsson skrifar  SIGFÚS Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið burstaði Wilhelmshavener, 34:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15, en í síðari hálfleik héldu læri- sveinum Alfreðs Gíslasonar engin bönd og þeir hreinlega völtuðu yfir gesti sína. Stefan Kretzschmar var markahæstur hjá Magdeburg með 10 mörk. Gylfi Gylfason var ekki á markalista Wilhelmshavener.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 4 mörk, þar af eitt úr vítakasti, fyrir Essen sem vann góðan sigur á Göppingen, 31:20. Jasliesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göpp- ingen.  MEISTARARNIR í Lemgo unnu öruggan sigur á Wetzlar á útivelli, 32:20. Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sighvatsson skoruðu 2 mörk hvor fyrir Wetzlar.  EINAR Jónsson skoraði eitt mark þegar lið hans Wallau Massenheim tapaði 37:35 fyrir Flensburg í fyrra- kvöld. Rúnar Sigtryggsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Wallau.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn fyrir Kärnten sem sigraði Admira Wacker, 2:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.  BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest í leiknum við Preston í ensku 1. deildinni í gærkvöld.  FORRÁÐAMENN karlaliðs ÍR sem leikur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik leita nú að erlendum leik- manni í stað Nate Poindexter sem búið var að semja við í sumar. Bandaríkjamaðurinn átti að koma til landsins í fyrradag en kom ekki og útskýringar leikmannsins á fjarveru sinni voru á þeim nótunum að for- ráðamenn ÍR brugðu á það ráð að rifta samningnum við leikmanninn. Poindexter lék með Hamarsmönn- um tímabilið 2001–2002 þar sem hann skoraði að meðaltali 25 stig í leik, tók 9 fráköst og gaf um 6 stoð- sendingar í þeim 22 leikjum sem hann lék með liðinu.  JÓHANNES Karl Guðjónsson og Ívar Ingimarsson léku báðir með varaliði Wolves sem gerði 3:3 jafn- tefli við Leeds í fyrrakvöld. Hvor- ugur náði að skora en fyrsta mark Úlfanna kom eftir að markvörður Leeds varði skalla Ívars en náði ekki að halda boltanum. Jóhannes Karl nældi sér hins vegar í gult spjald á 22. mínútu.  EFTIR hálfsársdvöl hjá kínversku knattspyrnuliði er Paul Gascoigne kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna hvar hann hyggst leika með Al-Jazira næstu mánuði. Gascoigne segist vera í toppæfingu og hann hlakki til þess að spreyta sig á nýjum slóðum. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.