Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 57 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Djúpið og Galleríið Bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir 10-35 manna hópa Restaurant Pizzeria Gallerí - Café TÖKUR eru nú hafnar á kvik- myndinni Dís, sem byggð er á sam- nefndri bók eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludótt- ur og Silju Hauksdóttur. Þær eru jafnframt höfundar handrits en það er Silja sem sér um leikstjórn. „Fyrsti dagurinn er búinn að ganga mjög vel,“ segir Silja. „Von- um framar eiginlega. Við leggjum okkur líka í líma við að hafa gam- an af þessu.“ Leikstjórastarfið leggst vel í Silju og segir hún að það hjálpi vissulega mikið að hún sé afar kunnug efninu. Hún segir að byrj- að hafi verið á útitökum en allt í allt muni tökur standa í u.þ.b. sex vikur. „Grasið er enn fallegt og við er- um að skima eftir slíkum stöðum. Myndin á að gerast að sumri til og í kringum mig eru léttklæddir leikarar með bláar varir (hlær).“ Undirbúningur hefur staðið í nokkra mánuði og Silja segir að sannarlega hafi þurft að huga að ýmsu. Stakir fagmenn séu hins vegar með henni í barningnum og hún sé hvergi bangin hvað fram- haldið varðar. Framleiðandi Dísar er Sögn ehf. og stefnt er á að myndin verði klár snemma á næsta ári. Morgunblaðið/KristinnÁlfrún Örnólfsdóttir fer með hlutverk Dísar. Dís lifnar við Þeir Jakob og Goði höfðu í nógu að snúast. Silja fylgist með framvindunni. Fyrsti tökudagur á Dís PEARL JAM gefur út safn óútgefinna laga á næstunni. Útgáfan verður á tveimur diskum, inniheldur 31 lag, sjaldgæf og áður óútgefin og kemur til með að heita Lost Dogs. Útgáfu- dagur er 11. nóv- ember. Sama dag kemur út mynd- diskurinn Live at the Garden … MADONNA gæti verið í vondum mál- um því sonur tískuljósmyndarans Guy Bourdin hefur höfðað mál gegn henni fyrir að herma í leyfisleysi eftir ljós- myndum föður síns í myndband- inu við lagið „Hollywood“ … R.E.M. gefur út enn eina safnplöt- una 28. október. Platan heitir In Time: The Best of R.E.M. 1988–2003 og mun innihalda 18 vinsælustu lög sveitarinnar frá tímabilinu. Sérstök viðhafnarútgáfa mun einnig fást fyrst eftir að platan kemur út þar sem verður að finna aukadisk með sjaldgæfum upp- tökum og mynd- disk með mynd- böndunum. Átján lög verða á plöt- unni, þ.m.t. tvö ný lög; „Bad Day“ og „Animal“ … MATTHEW JAY er látinn aðeins 24 ára að aldri. Þessi upprennandi söngv- ari og lagahöfundur féll út um glugga á sjöundu hæð háhýsis og lést af völdum meiðsla sem hann hlaut. Engar frekari skýringar liggja fyrir um dauða hans en hann var einsamall þegar fallið átti sér stað og hann skildi engin skilaboð eftir. Jay var gjarnan borinn saman við landa sína Badly Drawn Boy og Nick Drake en eftir hann liggur ein plata, Draw, sem hann gaf út árið 2001 við góð- ar undirtektir gagn- rýnenda … STUART CABLE, fyrrum trommari Stereophonics, sem var rekinn af fé- lögum sínum á dög- unum segist í al- gjöru sjokki og skilur ekki hvað olli. Opinber skýring sveitarinnar er að hann hafi ekki sýnt henni nægilegan áhuga en hann segir það tóma þvælu. Hann hamrar á að hann hafi aldrei vilj- að hætta og hafi allt frá stofnum helgað sig bandinu heilshugar. Hann viðurkennir að hafa neyðst til að missa af tvennum tónleikum eftir að hafa farið í lækn- isaðgerð. Í viðtali um helgina áréttaði Kelly Jones, for- sprakki sveitarinnar, að Cable hefði ekki verið með á nótunum í alllangan tíma og því hefðu þeir Richard bassa- leikari ekki átt annan kost en að láta hann róa. Cable íhugar nú að höfða mál gegn gömlu félögunum sínum … POPPkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.