Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i ! l i i . kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 8, 10 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4. með ensku tali ATH. Fjölgunsýningartíma Fór bei nt á toppinn í USA! Sýnd kl. 8 og 10.45. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. Sýnd kl. 6. með ísl. tali. Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu Þeir eru mættir aftur! Frá ofur -framleiðandanum Jerry Bruckheimer. eir eru ttir aftur! Frá ofur -fra leiðandanu Jerry ruckhei er. Spæjarinn Kalli Blómkvist lendir í svakalegum ævintýrum með vini sínum Rasmus. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. TÓNLISTARMAÐURINN Bill Bourne er kominn hingað öðru sinni til tónleikahalds. Bourne kom hingað síðast fyrir tveimur árum fyrir milli- göngu KK, en það má segja að þeir séu andans bræður í tónlistinni. Þá lék hann víða um land og m.a. með KK. Bourne er Vestur Íslendingur og er dótturdóttursonur Stephans G. Stephanssonar. Hann hefur unnið til kanadísku Juno-verðlaunanna tvisv- ar, en verðlaunin jafnast á við Grammyverðlaunin í Bandaríkj- unum. Í tónlistarsköpuninni brúar Bourne bil margra stefna og vinnur úr blús, keltneskri og afrískri tónlist, „cajun“, meðal annars. Nýverið kom út hljómdiskurinn Voodoo King, sem hann mun m.a. kynna. Í þessari heimsókn mun Bill Bourne halda tónleika á veitinga- staðnum Paddýs í Keflavík í kvöld kl. 22.00 en svo verður hann í Norræna húsinu á sunnudaginn 5. október klukkan 16.15. Aðgangseyrir kr. 1.000. Kominn heim Bill Bourne með hljómleika á Íslandi www.billbourne.com SMOKIE var ein vinsælasta hljóm- sveit áttunda áratugarins og átti smelli eins og „Living Next Door to Alice“, „Lay Back in the Arms of Someone“ og „Don’t Play Your Rock’n’Roll to Me“. Sveitin var endurreist við enda níunda áratugarins og skemmst er frá því að segja að það hefur verið brjálað að gera hjá henni síðan og hefur hún ferðast um öll heimsins höf og gott betur. Morgunblaðið sló á þráðinn til Mike Craft söngvara, sem er þriðji söngvarinn frá upphafi. Hann kom inn í bandið 1995 er Alan Barton, þáverandi söngvari, dó á voveifleg- an hátt í rútuslysi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til landsins en hinir strákarnir komu á sínum tíma. Þeir hafa verið að minnast á það, hvað það var gaman hérnan síðast. Þannig að ég er spenntur.“ Mike segir að það sé mikið stuð í herbúðum Smokie um þessar mundir. Nóg sé að gera og þeir túri átta mánuði á ári og þeir hafi kom- ið í allar heimsálfur, spiluðu meðal annars í Mongolíu á dögunum fyrir 25.000 manns. Mike segir að áður en hann gekk til liðs við Smokie hafi hann starfað við hinn endann á borðinu, var að vinna að markaðsmálum fyrir A&M og Polygram. Hann hafi hins vegar alltaf spilað tónlist í frí- stundum og hafi þekkt strákana í Smokie lengi vel, enda sé hann frá sama bæ og þeir, Bradford. „Strákarnir höfðu samband við mig stuttu eftir slysið og sögðu að þeir ætluðu að halda ótrauðir áfram. Þeir spurðu hvort ég vildi prófa að syngja og ég sló til.“ Mike segir að tónleikadagskráin samanstandi af gömlu og nýju efni, en eitthvað af nýjum plötum hefur verið að koma út undanfarin ár. Og hann segist ekki vera hissa á vin- sældum Smokie í dag. „Þetta er stuðband sem höfðar til allra. Og við erum mikið tón- leikaband. Þannig að … nei … ég er ekki hissa á velgengninni (hlær).“ Hin fornfræga Smokie leikur á Íslandi Hver man ekki eftir Alice? Smokie í dag. Tónleikar Smokie verða í kvöld og á morgun á Broadway. Miða er hægt að nálgast á staðnum. ÞRIÐJA kvikmyndin um Neo og fé- laga verður frumsýnd á sama tíma á sama degi í mörgum borgum, þar á meðal Reykjavík. Matrix-byltingin verður frumsýnd kl. 14 miðvikudag- inn 5. nóvember í Sambíóunum, kl. 14 í Lundúnum, kl. 6 að morgni í Los Angeles en þá verður klukkan 9 fyrir hádegi í New York, 17síðdegis í Moskvu og kl. 22 að kvöldi í Tókýó. Ekki er óalgengt að kvikmynd sé frumsýnd á mörgum stöðum í heim- inum í sömu vikunni og stundum kemur það fyrir að mynd sé frumsýnd í mörgum borgum heims á sama degi, en varla hefur mynd verið frumsýnd á sömu klukkustundinni í svo mörgum borgum sem nú. Með þessu hyggst kvikmyndafyrirtækið Warner vekja enn frekari athygli á myndinni. Það verður fróðlegt að sjá hvort uppselt verður á frumsýninguna í Hawaii, en hún verður kl. 4 að nóttu þar. Matrix-byltingin frumsýnd samtímis um allan heim Að morgni í New York, um miðjan dag í Reykjavík og að kvöldi í Tókýó Ljósmynd/Jasin Boland Samtaka nú, kýlum á það! Barist í byltingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.