Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Sími 588 1200 ERLING Blöndal Bengtsson leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Há- skólabíói í kvöld, en auk þess heldur hann tónleika ásamt tengdadóttur sinni í salnum í Kópavogi á sunnudag og í Hömr- um á Ísafirði á þriðjudag. /31 Morgunblaðið/Kristinn Erling spilar með Sinfóníuhljómsveitinni ÁÆTLAÐ verðmæti útfluttrar bleikju á þessu ári er allt að einn milljarður króna. Á þessu ári verða framleidd um 2.300 tonn til útflutnings, en það er 60 til 70% af allri framleiðslu eldisbleikju í heim- inum. Eldisfyrirtækið Silungur á Vatnsleysu- strönd er stærsti framleiðandi á bleikju í heim- inum með allt að 1.100 tonn í ár og 1.500 tonn á því næsta. Eldið á bleikjunni gengur víðast hvar vel en tvö stór eldisfyrirtæki eru í rekstri hér á landi, auk fimmtán smærri. Silfurstjarnan í Öxarfirði er næststærst. Verð á eldisbleikju er að jafnaði 30 til 40% hærra en á eldislaxi, en markaðurinn fyrir bleikjuna er aðeins brot af laxamarkaðnum og því mjög viðkvæmur fyrir verðsveiflum. Jónatan Þórðarson, framkvæmdastjóri Sil- ungs, er ánægður með gang mála. „Verð er nokk- uð stöðugt, sama er hægt að segja um hægt vax- andi markað í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum og Benelúxlöndunum. Gengisþróun íslensku krónunnar er náttúrulega viss ógn í útflutnings- rekstri hérlendis og hér er spáð sterkri krónu næstu árin. Við erum að finna leiðir til að takast á við það. Þótt innri vöxtur okkar í Silungi sé viðunandi hafa framleiðendur gætt sín á því að ofbjóða ekki markaðnum. Einnig hefur átt sér stað viss grisj- un framleiðenda, þannig að gæði íslenskrar bleikju sem er almennt í boði eru meiri. Það hjálpar sölunni,“ segir Jónatan. Verð á laxi hefur hækkað Útflutningur á eldislaxi hefur gengið vel í ár. Sæsilfur í Mjóafirði hefur slátrað um þúsund tonnum og fer fiskurinn út jafnóðum, ýmist til Evrópu eða Bandaríkjanna. Laxinum er slátrað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og er áætlað að slátra um 1.500 tonnum til viðbótar fyrir árs- lok. Verð á laxinum hefur hækkað um 55 krónur síðan í sumar og er nú um 240 krónur á kílóið. Meðal framleiðenda í Noregi eru vonir um enn frekari verðhækkanir, upp í allt að 330 krónur á kílóið fyrir áramót. Bleikjan er eftirsóttur matur, bæði í Bandaríkj- unum og á Norðurlöndum. Bleikjan skilar millj- arði í ár  Útflutningur/C1 SAMKOMULAG náðist í gær milli ítalska verktakafyrirtækis- ins Impregilo og landssamtaka innan Alþýðusambands Íslands um fyrirkomulag launauppgjörs erlendra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun. Samkomulagið var staðfest með undirritun bók- unar á fundi samráðsnefndar um virkjanasamninga, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, að- stoðarframkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, sem sæti á í nefndinni. Uppnám skapaðist á fundi samráðsnefndarinnar í fyrra- kvöld þegar lögmaður Impregilo hér á landi, Þórarinn V. Þórar- insson, boðaði að hann hefði ekk- ert umboð til að ganga frá sam- komulagi við verkalýðshreyf- inguna sem fulltrúar hennar sögðu að hefði verið í burðarliðn- um. Til þess verks kæmu lög- fræðingar til landsins frá Mílanó í næstu viku. Lögmaðurinn boð- aði síðan samráðsnefndina til fundar í gær þar sem hann hafði fengið í hendur umboð frá fyr- irtækinu. Á öðrum fundi nefnd- arinnar í gærkvöldi var undirrit- uð bókun sem byggist á samkomulagi Impregilo og full- trúa landssamtaka ASÍ í nefnd- inni. Samkomulagið snýst eingöngu um uppgjör launa erlendra starfsmanna. Í því er meðal ann- ars kveðið á um greiðslu launa í banka og útgáfu launaseðla á ís- lensku, einnig að yfirtrúnaðar- maður verkamanna á virkjana- svæðinu hafi aðgang að gögnum og möguleika á að sannreyna að launagreiðslur fari fram með réttum hætti. Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær ályktun þar sem mótmælt er framferði Impregilo í samskipt- um þess við launafólk á Kára- hnjúkasvæðinu. Ákveðið var að sendinefnd á vegum ASÍ og fleiri landssambanda verkalýðsfélaga færi á svæðið í dag til að ræða við verkamenn, innlenda sem er- lenda. Einnig var ákveðið að óska eftir fundi með Landsvirkjun þar sem m.a. yrði farið fram á að greiðslum til Impregilo yrði hald- ið eftir vegna mögulegra krafna erlendra starfsmanna um van- goldin laun. Samkomulag náðist um uppgjör launa  Sendinefnd/4 GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, segist ekki hafa séð neitt athugavert við þær launagreiðslur sem erlendir starfsmenn undirverktakanna Technoservice og Edilsider, er unnið hafa við uppsetningu vinnubúða við Kára- hnjúkavirkjun, fengu síðdegis í gær. Gissur fór gagngert austur vegna þessa og vildi ganga úr skugga um að launaseðlar og annað fyrirkomu- lag væri eftir settum reglum. Með honum í för var starfsmaður Svæðisvinnumiðlunar á Egils- stöðum. Gissur skoðaði einnig aðbúnað á virkj- anasvæðinu og átti fund með yfirmönnum Impregilo. Hann segist hafa hvatt þá til að bæta úr samskiptamálum og ráða fleiri Íslendinga en gert hefur verið. Ekkert athugavert við greiðslurnar  Engar athugasemdir/4 ♦ ♦ ♦ STEFNT er að opnun sjóminja- safns í Reykjavík næsta sumar. Safninu verður komið fyrir á Grandagarði, í húsnæði sem var í eigu Bæjarútgerðarinnar. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela borgarstjóra að fylgja eftir tillögum undirbún- ingshóps um stofnun sjóminja- safns í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur undirbúningshópsins, segir að því stefnt að sjóminjasafnið taki á öllum þáttum sjávarútvegssögu landsins og muni sem alhliða safn stunda rannsóknir á sögu sjávar- útvegs og siglinga á Íslandi. Einnig verði sögð saga strand- búa, tómthúsmanna og fjöl- skyldna þeirra. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurhöfn kaupi húsnæði fyrrverandi Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Grandagarði 8 fyrir 115 milljónir króna og leigi sjóminjasafninu. Reiknað er með að jafnhá upphæð fari í end- urbætur á húsnæðinu. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg og ríkið kosti rekstur safnsins. Sjóminjasafn á Grandagarði  Höfuðborgin/17 TEKJUR þeirra þrettán út- gerðarfélaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands drógust saman um 15% frá fyrri helmingi síð- asta árs til fyrri helmings þessa árs, en höfðu vaxið um 23% frá sama tímabili árið 2001. Þá hefur framlegð farið lækk- andi á milli ára, var að meðaltali 29% fyrri hluta ársins 2001, 26% á sama tímabili 2002 og 21% á þessu ári. Athygli vekur að þró- un framlegðar tveggja stærstu félaganna, Brims og Samherja, hefur verið óhagstæðari en hjá greininni í heild þrátt fyrir að al- mennt sé talið að stærri einingar skili auknu hagræði. Mestum hagnaði á fyrri hluta árs skilaði Grandi og er hann jafnframt með sterkasta eigin- fjárhlut fyrirtækjanna þrettán. Brim skilaði mestu tapi á tíma- bilinu og virðist sem sameining félaganna þriggja hafi litlu skil- að enn sem komið er. Samdráttur í tekjum út- gerðarinnar  Er allt best/B6 FÉLAGSMENN í verkalýðs- félögum innan Flóabandalagsins leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum og margir einnig þótt það gæti leitt til minni hækkunar almennra launa. Flóabandalagið fékk IMG Gall- up til að gera viðhorfskönnun meðal félagsmanna í Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur, meðal annars til undirbúnings komandi kjara- samningum. Einnig var spurt um ýmis atriði sem varða þjónustu fé- laganna. Í niðurstöðunum sem birtar eru á vef Eflingar kemur meðal annars fram að 90% félagsmanna vilja leggja áherslu á hækkun lægstu launa en 5% eru því ósam- mála. Þá eru 84% sama sinnis þótt slíkt gæti þýtt minni hækkun al- mennra launa. Svarendur skipt- ast í tvo jafna hluta þegar spurt er hvort fremur ætti að leggja áherslu á prósentuhækkun launa eða krónutöluhækkun. Flestir nefndu skattamál þegar spurt var um áherslur gagnvart ríki og sveitarfélögum, um það bil tvöfalt fleiri nefndu þann þátt en húsnæðis-, verðlags- og vaxtamál. Síðustu mánaðartekjur, fyrir skatta, hjá þeim sem svöruðu reyndust vera liðlega 172 þúsund á mánuði og rúm 118 þúsund þeg- ar aðeins var litið til dagvinnu. 48% töldu að fjárhagsstaða þeirra væri betri nú en fyrir þremur ár- um, ívið fleiri en í sambærilegri könnun sem gerð var á árinu 2002. Skoðanakönnun Flóabandalagsins vegna komandi samninga Áhersla á lægstu launin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.