Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 21% á þriðja fjórðungi ársins og heildarvísitala aðallista hækkaði um 18% á sama tímabili. Frá áramótum til septemberloka hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 34% og heildarvísitalan um 27%. Af einstökum félögum á að- allista Kauphallar Íslands hækk- aði Marel mest á þriðja fjórð- ungi ársins, eða um 44%, og í öðru sæti var Pharmaco, sem hækkaði um 42%. Þegar litið er á fyrstu níu mánuði ársins í heild var hækkunin hins vegar meiri hjá Pharmaco en hjá Mar- el, 93% á móti 55%, en þessi tvö félög hækkuðu einnig mest þeg- ar horft er á fyrstu níu mán- uðina. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu lækkaði ekkert Úrvalsvísi- tölufélag á þriðja fjórðungi árs- ins, en Samherji og Össur lækk- uðu þegar litið er á fyrstu níu mánuði ársins. Í Hálffimm fréttum Kaup- þings Búnaðarbanka segir að síðari hluti þriðja ársfjórðungs hafi einkennst af miklum átök- um á innlendum hlutabréfa- markaði þar sem barist hafi ver- ið um ítök í nokkrum af stærstu hlutafélögunum. Mikil hækkun hlutabréfa hafi fylgt þessum átökum, en verðið hafi lítillega gefið eftir frá því það fór hæst. Úrvalsvísitalan fór hæst í 1.848 stig um miðjan september, en lokagildi septembermánaðar og þar með ársfjórðungsins var 1.824 stig. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,2% í gær og endaði í 1.813 stigum. Hækkun yfir línuna Allar atvinnugreinavísitölur Kauphallarinnar hækkuðu á þriðja fjórðungi ársins, en þegar litið er á fyrstu níu mánuðina lækkaði ein þeirra. Það var vísi- tala sjávarútvegsins, sem lækk- aði um 7%, en hækkaði um 3% á þriðja fjórðungnum. Vísitala lyfjagreinar hækkaði langmest, hvort sem litið er á þriðja fjórðung eða allt tímabilið frá áramótum. Þetta er í sam- ræmi við það að í vísitölunni eru aðeins tvö félög og annað þeirra og það sem vegur mun þyngra er Pharmaco, sem hefur hækkað mikið eins og áður er nefnt. Hitt félagið er Líf, en það lækkaði bæði á þriðja fjórðungi ársins og á fyrstu níu mánuðum þess. Sjóvá hækkaði um 37% Fjármála- og tryggingafélög hafa hækkað heldur meira en Úrvalsvísitalan, en vísitala þeirra hækkaði um 23% á þriðja fjórðungi ársins og um 38% frá áramótum. Öll þessi félög hækk- uðu talsvert í verði á þriðja fjórðungi ársins, en Sjóvá-Al- mennar tryggingar þó mest, eða um 37%. Landsbankinn hækkaði um 28%, Tryggingamiðstöðin um 27% og Íslandsbanki og Kaupþing Búnaðarbanki um 19%. Aðrar atvinnugreinavísitölur en lyfja- og fjármála- og trygg- ingavísitalan hækkuðu mun minna, flestar um 10%–15% á þriðja fjórðungi ársins. Erlendir markaðir hækka Flestar erlendar hlutabréfavísi- tölur hækkuðu á þriðja fjórðungi ársins líkt og íslensku vísitöl- urnar, en talsvert minna þó. Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjun- um hækkaði um 10% á þriðja fjórðungi ársins en Dow Jones og S&P 500-vísitölurnar hækk- uðu minna, eða um 3% og 2%. Flestir evrópskir markaðir hækkuðu einnig í fjórðungnum og markaðir í Asíu hækkuðu töluvert. Japanska vísitalan Nik- kei 225 hækkaði til að mynda um 13%. Mikil hækkun hluta- bréfa á 3. ársfjórðungi Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 21% á 3. fjórðungi ársins og hefur hækkað um 34% frá ársbyrjun. Pharmaco hækkaði um 42% á fjórðungnum.                                   !"#$%& # '   (  $$$$$$$$$$$$$$ %) * +$,  ! $$$$$$$$$ -                          . VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS ALCOA hefur til- kynnt að G. John Pizzey muni láta af störfum sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins snemma á næsta ári. Arftaki hans verður Norðmaðurinn Bernt Reitan, yfirmaður áldeildar Alcoa í New York, sem hefur verið einna fremstur í flokki við samninga- viðræður vegna álversins í Reyðarfirði. Reitan tekur sömuleiðis við af Pizzey sem stjórnarformaður dótturfyrirtækis Alcoa í Ástralíu og yfirmaður Íslandsverkefnisins. Frami Reitan hjá Alcoa hefur verið skjótur en hann réðst þar til starfa fyrir þremur árum. Áður hafði hann unnið hjá Elkem í Noregi í tuttugu ár og er því vel að sér um íslenska stóriðju þar sem norska fyrirtækið hefur verið meðal aðaleigenda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Á dögunum undirritaði Reitan bygg- ingarsamninginn við Bechtel, fyrir hönd Fjarðaáls. V I Ð S K I P T I Reitan verður aðstoðarfor- stjóri Alcoa Bernt Reitan S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Nýsköpun Nýsköpunarsjóður fjárvana 2 Flugrekstur á tímamótum Sameiginlegt eignarhald Air France og KLM 4 ER ALLT BEST Í HÓFI? SAMSON eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 187,5 milljónir hluta í Landsbanka Íslands á genginu 5,25. Kaupverð hlutarins er því 984,4 milljónir króna. Eignarhlutur Samsons fyrir viðskiptin nam 41,8% af heildarhlutafé Landsbankans en eftir viðskiptin nemur eignarhluturinn 44,43% af heildarhlutafé Landsbankans. Þar sem Samson átti yfir 40% hlut þegar lögum um yfirtökuskyldu var breytt þann 1. júlí úr 50% í 40% er félagið ekki yfirtöku- skylt þrátt fyrir að hafa aukið hlut sinn. Er um það ákvæði í nýju lögum að þeir sem eiga á bilinu 40-50% hlutafjár í félagi þegar lögin tóku gildi þann 1. júlí sl. verði ekki yf- irtökuskyldugir fyrr en þeir fari yfir næsta 5% bil. Því er Samson ekki yfirtökuskylt fyrr en eignarhlutur þess nær 45%. Samson með 44,43% í Lands- bankanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.