Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR /01 /02 /13 /14 /15 /11 /#6# /#/2#      /#6# /#/2# 7482 7582 7182 7282 5382 5482         /#6# /#/2# 382 982 482 782 582 082             1#6# 02#6# 1#6# 02#6# 482 782 582 082 182 /82  !"#    $% &# ' $&( ) '             Sími 0047 22 57 62 36, netfang: glenn.ruud@bi.no www.bi.no/emba • Sannarlega alþjóðlegt nám sem býður upp á tvöfalda gráðu • 18 mánaða nám á ensku, byggt á lotum (modules) og sniðið að þörfum þeirra sem vilja stunda vinnu meðfram MBA-náminu • Námið er skipulagt í 20 lotur sem fara fram í Osló og háskólasvæðum ESCP-EAP (Oxford, París, Madrid, Berlín). • Gagnvirkt nám inn á milli lota. • Hefst 6. janúar. BI Norwegian School of Management í samvinnu við ESCP-EAP MBA STJÓRNUNARNÁM TODD Bradley forstjóri Palm Inc. fyrirtækisins sem er stærsti framleiðanda lófatölva í heimi, seg- ir að eftirspurn fyrirtækja eftir tölvunum sé nú loks á uppleið eftir að hafa verið dræm í tvö ár í röð. Tap Palm Inc. var einungis 1,7 milljarðar íslenskra króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði þessa árs, samanborið við 19,7 milljarða króna tap á sama tíma á síðasta ári. Helstu keppinautar Palm á mark- aðnum eru framleiðendur net- tengdra farsíma sem og aðrir fram- leiðendur lófatölva, eins og t.d. Dell tölvufyrirtækið bandaríska sem hélt innreið sína á lófatölvumark- aðinn á síðasta ári. Verð hlutabréfa í Palm hefur hækkað um 26% frá áramótum. Lófatölvur loks á uppleið MIKILL meirihluti stjórnenda fyrirtækja, eða 85%, er ánægður með þá þjónustu sem hann fær hjá endur- skoðanda sínum og rúmur helmingur fyrirtækja hefur skipt við sama end- urskoðanda í meira en 10 ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Viðskiptaráðgjöf IBM gerði meðal 376 stjórnenda fyrirtækja fyr- ir Félag löggiltra endurskoðenda. Tæplega helmingur, eða 48%, sagðist mjög ánægður með þjónustu endurskoðandans síns og 37% stjórn- endanna voru frekar ánægð en 7% voru óánægð. Þá höfðu 76,7% fyrir- tækjanna átt í viðskiptum við núver- andi endurskoðanda sinn í 6 ár eða meira og 54,7% í 11 ár eða meira. Af þeim fyrirtækjum sem skipt höfðu um endurskoðanda á sl. fimm árum sögðu 27% helsta ástæðuna hafa ver- ið eigendaskipti en meðal annarra ástæðna voru breytingar á högum, lagabreytingar, óánægja, samruni og nýtt fyrirtæki. Gæðin skipta mestu máli Stjórnendur fyrirtækja bera almennt traust til stéttar endurskoðenda en á kvarðanum 0 til 10 fengu endurskoð- endur einkunnina 8,04. Í samanburði fengu lögfræðingar 6,77, fasteigna- salar 5,51 og fjármálaráðgjafar 5,12. Loks skipta gæði þjónustunnar hjá endurskoðendum stjórnendur fyrir- tækja langmestu máli, ef marka má könnunina. Næstmestu skiptu per- sónuleg tengsl og verð þjónustunnar. Tveir þriðju töldu gæðin skipta meira máli en verðið, rúmur þriðjungur sagði gæði og verð jafnmikilvæga þætti en 2% sögðu verðið skipta meira máli. Þegar spurt var hvor aðili bæri meiri ábyrgð á áreiðanleika árs- reiknings fyrirtækisins, endurskoð- andinn eða stjórn og framkvæmda- stjóri, töldu flestir, eða 53,2%, stjórn og stjórnendur bera mesta ábyrgð, þriðjungur sagði ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda jafnmikla og 13,7% töldu að ábyrgðin væri endur- skoðandans. Athygli vekur að stjórn- endur lítilla fyrirtækja telja endur- skoðandann fremur bera meiri ábyrgð en stjórnendur stórra fyrir- tækja. Stjórnendur ánægðir með end- urskoðandann sinn                       *  +   +  ,   -  +.   ++     )  / !"#$ %  & 0          1  2   #  ( #  4        1    %  & 0   1    5      6'  1  .  +. '(")$ !!")$ '"*$ +,"#$ -"), *"## +"+' +"'! NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins er hættur nýfjárfestingum. Sjóðurinn fylgir einungis eftir álitlegum eldri fjárfestingum og veitir lán í litlum mæli. Þetta kom fram í máli Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins, á málþingi um starfsskilyrði sprotafyrirtækja í gær. Málþingið er liður í viku nýsköpunar, sem nú stendur yfir. Gunnar Örn sagði að Nýsköpunarsjóður hefði frá því hann tók til starfa í ársbyrjun 1998 fjárfest í um 100 fyrirtækjum fyrir samtals um 3,3 millj- arða króna. Lánveitingar sjóðsins til vöruþróunar og markaðsaðgerða hefðu frá upphafi numið sam- tals um 1,1 milljarði króna og verkefnafjármögn- un eða styrkir tæpum 700 milljónum. Hann sagði að eiginfjárstaða nýsköpunarsjóðs um síðustu áramót hefði verið tæpir 3,7 milljarðar króna. Nú væri sjóðurinn fjárvana og því hefði nýfjárfest- ingum verið hætt. Hann sagði að lítið áhættufjármagn væri til staðar hér á landi um þessar mundir. Áhættu- fjárfestar væru að mestu horfnir og Nýsköpunar- sjóður að mestu einn á þessum markaði. Miklar kröfur væru því gerðar til hans Fram kom í máli Gunnars Arnar að hann teldi að meðal mikilvægustu verkefna Nýsköpunar- sjóðs á næstu misserum væri að vinna að útgöngu sjóðsins úr einstökum félögum þar sem líklegt væri að ávöxtun hans væri veruleg. Þá sagði hann að sjóðurinn ætti að hætta afskiptum af félögum sem hann hefur ekki trú á lengur. Skoða eigi mögulega breytingu á stefnu og starfsemi sjóðs- ins, tryggja frið um hann sem alvöru áhættu- fjárfesti og læra af öðrum sambærilegum sjóðum erlendis. Einnig sé mikilvægt að gera eiganda sjóðsins grein fyrir stöðu hans og mikilvægi í því umhverfi sem hann starfar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en yfirumsjón með honum er í höndum viðskiptaráðherra. Þörf á vitneskju um vandann Rögnvaldur J. Sæmundsson, lektor við Háskól- ann í Reykjavík greindi á málþinginu frá helstu niðurstöðum svonefndrar GEM rannsóknar, sem Háskólinn í Reykjavík kynnti síðastliðið vor. Í þessari rannsókn er lögð áhersla á að kanna frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi í alþjóðlegum saman- burði, einkenni íslenskrar frumkvöðlastafsemi auk þess sem þar kemur fram mat íslenskra sér- fræðinga á umhverfi frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Fram kom í máli Rögnvalds að frumkvöðla- starfsemi hér á landi væri umtalsverð og meiri en í helstu nágrannalöndunum. Hann sagði að ým- islegt benti hins vegar til þess að þessi frum- kvöðlakraftur væri ekki nýttur vel. Helstu ástæð- ur þess væru í fyrsta lagi skortur á fjármagni. Sérfræðingar telji þetta einn helsta veikleikann í þessum efnum hér á landi en fjármagnsmarkaður- inn sé ekki að sinna þessu verkefni sem skyldi. Í annan stað sagði Rögnvaldur að hér á landi væri skortur á frumkvöðlamenntun. Í því fælist að nokkuð vantaði upp á þekkingu á frumkvöðlaferl- inu, bæði hjá frumkvöðlunum sjálfum og í stuðn- ingsumhverfinu. Í þriðja lagi nefndi Rögnvaldur að stjórnvöld þyrftu að koma í meira mæli að þessum málum en hingað til. Þau þyrftu að láta þessi mál sig meiru varða því þau leystust ekki af sjálfu sér. Rögnvaldur lauk máli sínu á því að segja að skoða þyrfti betur en gert hefur verið af hverju vandamálið í sambandi frumkvöðlastarfsemi er það sem það er. Þannig vantaði til að mynda betri skilning á því af hverju væri skortur á fjármagni í þessi verkefni. Ólíklegt væri að hægt yrði að leysa þetta vandamál á meðan ekki væri vitað hvað það er. Nýsköpunarsjóður hættur nýfjárfestingum Sjóðurinn er fjárvana og lítið áhættufjármagn er til staðar hér á landi STÆRSTA farsímafyrirtæki í Japan, NTT DoCoMo, sagði frá því í gær að fjöldi notenda þriðju kynslóð- ar farsímaþjónustu hjá fyrirtækinu, 3G, væri kominn yfir eina milljón. Þriðju kynslóðar viðskiptavinir DoCoMo eru þó langtum færri en viðskiptavinir keppinautarins KDDI, sem býður upp á þjónusta sem samkvæmt Reuters er tækni- lega frábrugðin þjónustu DoCoMo. Viðskiptavinir KDDI eru 10 millj- ónir talsins. DoCoMo með milljón 3G ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.