Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NNÝSKÖPUN  EF vilji er fyrir því að nýsköpun og frumkvöðlastarf blómstri á Íslandi á næstu árum og áratugum þarf fjár- magn og þekkingu. Þetta segir G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003, að sé helsti lærdóm- urinn af þeim fjórum samkeppnum um gerð viðskiptaáætlana sem haldn- ar hafa verið til þessa hér á landi, en fyrsta keppnin fór fram árið 1999. Samtals bárust um 60 viðskipta- áætlanir í Nýsköpun 2003. Um 1.250 manns skráðu sig til keppni að þessu sinni, sem er tvöföldun frá síðustu keppni. Þá sóttu rúmlega 500 manns námskeið á vegum keppninnar, en þau voru haldin á þrettán stöðum vítt og breitt um landið. Ágúst segir að árangurinn af Ný- sköpun 2003 hafi verið ágætur. Hinn mikli fjöldi sem hafi skráð sig til keppni og sótt námskeið á vegum hennar endurspegli ákveðna þörf fyr- ir meiri þekkingu og fræðslu. Fjöldi viðskiptaáætlana sem borist hafi í keppnina á þessu ári sé svipaður og verið hefur í fyrri keppnum. Það segir hann að sé þó frekar lágt hlutfall af heildarfjölda skráninga. „Ég heyri stundum sagt að það sé mikil vinna að gera viðskiptaáætlun og erfitt að fjármagna það verkefni svo vel sé,“ segir hann. „Þetta er ef- laust rétt, en hitt er líka staðreynd að töluverða aðstoð og fjármuni er hægt að fá til nýsköpunarverkefna. Ugg- laust getum við þó bætt okkur í upp- lýsingagjöfinni og munum gera það.“ Sem dæmi um þá aðstoð sem fólki stendur til boða til að vinna að ný- sköpun nefnir Ágúst að Byggðastofn- un hafi sett talsverða fjármuni í ný- sköpunarverkefni auk þess sem Nýsköpunarsjóður hafi í gegnum árin fjárfest í fjölda fyrirtækja. Þá hafi stjórnvöld eflt nýsköpunarmiðstöðina IMPRU umtalsvert, sem sé mjög já- kvætt. Þar standi frumkvöðlum til boða mjög fjölbreytt þjónusta auk þess sem hægt sé að sækja um fjár- hagslega fyrirgreiðslu af ýmsum toga. „Stærstur hluti nýrra fyrirtækja er engu að síður fjármagnaður af frum- kvöðlunum sjálfum, oft með viðbótar áhættufjármagni frá ættingjum, vin- um eða vinnufélögum. Ég hef lagt áherslu á það á námskeiðunum og fyr- irlestrum í tengslum við Nýsköpun 2003, að þetta sé jákvæð þróun og betri leið en t.d. að fá uppáskriftir á lán eða slíkt. Hitt er hins vegar jafn- augljóst, að þegar fyrirtæki eru fjár- mögnuð með þessum hætti eiga fjár- festarnir, sem í þessum tilvikum eru jafnvel nátengdir frumkvöðlunum, rétt á vandaðri viðskiptaáætlun.“ Þekkingin í framhaldsskólana Ágúst segist ávallt hafa litið á sam- keppni um gerð viðskiptaáætlana sem þekkingarmiðlun. Staðfesting hafi fengist fyrir því úr ýmsum áttum að það hefur náðst að miðla grunnþekk- ingu til mjög margra einstaklinga og fyrirtækja um land allt. Nú sé hins vegar komið að því að skipta þurfi um gír. Einkanlega sé mikilvægt að miðla meiri þekkingu í frumkvöðlafræðum inn í framhaldsskólana. „Ég hef verið að kynna hugmynd á því sviði sem ég tel að geti virkað vel. Í sem stystu máli gengur hugmynd mín út á það að koma á fót sjálfseign- arstofnun sem verði fjármögnuð af opinberum aðilum, hálfopinberum að- ilum og einkaaðilum. Hlutverk svona sjálfseignarstofnunar verður fyrst og fremst að finna og gefa út heppilegt námsefni, þjálfa kennara í frum- kvöðlafræðum og halda úti virkri þjónustu við grunn- og framhalds- skólana og raunar símenntunarkerfið líka. Það þarf að vekja áhuga og miðla fræðslu til skólastjórnenda og kenn- ara. Síðan ákveður hver skóli fyrir sig hvaða leiðir hann fer í frumkvöðla- fræðslu. Þannig munu sumir vilja not- ast við aðferðir eða kerfi sem þeir telja að henti í sínum skóla, aðrir fara hægt í sakirnar og enn aðrir óska eftir ráðgjöf og þjónustu áðurnefndrar sjálfseignarstofnunar. Aðalatriðið er að vekja áhuga og skapa forsendur fyrir fjölbreyttu og skapandi námi í frumkvöðlafræðum. Ég vil nefna dæmi: Nemandi X fer í frumkvöðlanám, sem alltaf er blanda af þekkingaröflun og skapandi starfi. Viðkomandi tekur virkan þátt í nám- inu og fer að koma auga á viðskipta- tækifæri hér og þar í umhverfinu. Hann þarf að gera ýmsa útreikninga, sem kalla á þjálfun í stærðfræði. Þá þarf hann að skoða sig um á Netinu og glugga í erlendar bækur, sem kall- ar á tungumálaþjálfun. Hann þarf að vinna með fjölda fólks til að námið skili árangri og jafnvel stýra vinnu annarra, halda kynningu fyrir hópi fólks o.s.frv. Gott frumkvöðlanám getur þannig fengið nemendur til að blómstra og ná árangri, jafnvel þá sem áður voru slakir og áhugalausir.“ Ágúst segir að ýmislegt hafi gerst til að hægt verði að hrinda þessari hugmynd hans í framkvæmd. Að frumkvæði skólameistara Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu, Eyjólfs Guðmundssonar, sé þetta verkefni komið af stað. Eyjólfur hafi komið á fót vinnuhópi ásamt Þró- unarstofu Austurlands, Fræðsluneti Austurlands og fræðsluyfirvöldum á Höfn. „Ég tók þátt í starfi hópsins og síð- an þróaðist málið stig af stigi. Vegna þess áhuga og krafts sem er á Höfn þótti okkur einboðið að óska eftir því við Frumkvöðlasetur Austurlands að fá aðstöðu fyrir starfsemina í húsnæði þess og var það auðsótt. Verkefnið verður því með skrifstofu á Höfn, en auðvitað er það eðli málsins sam- kvæmt staðsett um land allt. Þetta er jú ekki einhver stór stofnun sem við ætlum að koma á laggirnar heldur samstarfsvettvangur fjölda aðila. Mitt markmið er að mynda fagstjórn þar sem fengnir verði fulltrúar frá öll- um háskólum í landinu, frá stuðnings- kerfi atvinnulífsins, fjármálastofnun- um og fyrirtækjum. Þannig verði hægt að ná saman að einu borði þeim aðilum sem hafa þekkingu og áhuga á að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að því að ungt fólk sjái og leiti tækifæra þar sem þau eru, nefnilega í sinni eig- in heimabyggð.“ Ágúst segir verkefnið hafa fengið frábærar undirtektir hjá þeim stofn- unum og fyrirtækjum sem það hefur verið kynnt fyrir. Það hafi einnig ver- ið kynnt fyrir iðnaðarráðherra. „Það er með þetta verkefni eins og annað frumkvöðlastarf, að ekkert gengur nema nauðsynlegt fjármagn sé til staðar,“ segir G. Ágúst Péturs- son. Þörf á fjármagni og þekkingu til nýsköpunar Vinnuhópi hefur verið komið á fót á Höfn í Hornafirði til að stuðla að virkri þjónustu við grunn- og framhaldsskóla í frumkvöðlafræðum Morgunblaðið/Þorkell G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri Nýsköpunar 2003. Nýlega lauk samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana, Nýsköpun 2003. G. Ágúst Pétursson hefur verið verkefnisstjóri keppninnar frá upphafi. Hann var spurður um árangurinn af keppninni og hvað væri framundan í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.