Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NTÆKNI F YRIR Skemmstu var haldin í Hot- el Nordica árleg haustráðstefna Teymis. Á ráð- stefnunni var meðal annars rækileg kynning á nýrri útgáfu Oracle gagna- grunnsins, Oracle 10g, en meðal þess sem vakti athygli manna var að for- stjóri Oracle í Danmörku, Stig Jørg- ensen, flutti opnunarávarp ráðstefn- unnar og meðal gesta voru ýmsir fleiri frammámenn Oracle á hinum Norðurlöndunum. Aðalerindi Stigs Jørgensens var þó ekki að tala á haustráðstefnunni heldur var hann hingað kominn að ræða við helstu viðskiptavini Skýrr og Teymis og undirrita nýja samninga við Skýrr um margháttað samstarf fyrirtækj- anna í framtíðinni. Stig Jørgensen var yfirmaður Oracle í Tékklandi frá 1999, en tók við forstjórastöðunni 1. sept. síðast- liðinn af Peter Perregaard. Í viðtöl- um eftir að hann tók við starfinu lét hann þau orð falla að dregið yrði úr tilraunastarfsemi Oracle í Danmörku og meiri áhersla lögð á að treysta reksturinn, skera niður í rekstri þess og auka tekjur, en einnig hyggst hann auka samstarf við samstarfs- fyrirtæki og treysta þeim til hluta af þeirri þróunarvinnu sem unnin hefur verið innan fyrirtækisins. Löng og farsæl saga Samstarf Teymis og Oracle á sér langa sögu, hófst 1996, en Skýrr tók upp samstarf við Oracle fyrir fjórum árum. Á síðasta ári keypti Skýrr svo Teymi og rekur fyrirtækið í dag sem sjálfstæða einingu. Eftir þau kaup hefur skapast ákveðin verkaskipting milli fyrirtækjanna, og þannig sinnir Skýrr Oracle viðskiptalausnum en Teymi gagnagrunnum og viðfanga- miðlurum. Stig Jørgensen segir að í ljósi langra samskipta fyrirtækjanna komi varla á óvart að þau séu að treysta það samstarf enn frekar. Að hans sögn fela samningarnir sem undirritaðir voru að þessu sinni í sér að fyrirtækin treysta markaðssam- starf sitt og að einnig séu Skýrr og Teymi nú orðin fullgildir aðilar að al- þjóðlegu þjónustuneti Oracle eftir að hafa tekið þátt í því að hluta í nokk- urn tíma. Einnig sé áhersla lögð á staðfærslu Oracle viðpskiptahugbún- aðar í samningunum, ekki bara þýð- ingu heldur að færa hann að íslensk- um stöðlum og vinnureglum og er íslensk útgáfa nú hluti af alþjóðlegri útgáfu á Oracle viðskiptahugbúnaði. „Þegar allt er talið má segja að sam- starf Oracle og Skýrr og Teymis sé orðið traustara og nánara en áður var,“ segir Jørgensen. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, skýrir þessa staðfærslu á Oracle við- skiptahugbúnaðinum nánar: „Við höfum þýtt grunnþætti kerfisins og viðmótið sem blasir við þeim sem nota þurfa hugbúnaðinn og að auki hafa náð því samkomulagi við Oracle að íslenska er eitt af málunum sem hægt er að velja þegar hugbúnaður- inn er settur upp, 30. viðurkennda tungumálið hjá Oracle. Fyrir vikið kemur til dæmis íslensk útgáfa af viðskiptahugbúnaði Oracle út 30 dög- um eftir að bandaríska útgáfan kem- ur á markað, sem er þá á sama tíma og danska útgáfan, þýska, ítalska franska og svo má telja. Til viðbótar við þetta má svo nefna að við höfum staðfært launakerfi viðskiptabúnað- arins, en fram að þessu hafa menn stuðst við heimatilbúnar lausnir. Það að staðfæra launakerfið, sem hefur ekki áður verið gert hér á landi, er vissulega gríðarlega dýrt en það er til marks um hvað við viljum leggja á okkur gagnvart viðskiptavinum okk- ar, ekki síst þar sem íslenskt atvinnu- líf siglir hraðbyri inn í alþjóðlegt við- skiptaumhverfi,“ segir Hreinn og bendir einnig á að það að íslenska sé orðin hluti af alþjóðlegri útgáfu á Oracle viðskiptahugbúnaði sé síðan viðurkenning Oracle á íslenskum markaði. Það hefur talsvert verið rætt á undanförnum árum hvort þýða eigi hugbúnað almennt og þá hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Í þeirri umræðu sýnist sitt hverjum og margir hafa haldið því fram að það hljóti að tefja endurnýjun á hugbún- aði hér á landi ef menn þurfi að bíða eftir íslenskum útgáfum. Í ljósi þess að íslenska útgáfa af Oracle kemur út 30 dögum eftir að bandarísk útgáfa kemur á markað eiga þau rök ekki við að sögn þeirra Hreins og Jørgen- sens. Þeir leggja og báðir áherslu á að það sé grundvallaratriði að hug- búnaðurinn sé fáanlegur á móður- máli þess sem á eftir að nota hann. Jørgensen tekur svo djúpt í árinni að segja að útilokað hefði verið að ná nú- verandi markaðsstöðu Oracle í Dan- mörku ef búnaðurinn hefði ekki verið með dönsku viðmóti. „Þeir sem segja að engu skipti þó að viðmót hugbún- aðar sé á ensku eru oftar en ekki sér- fræðingar eða menntamenn,“ segir Hreinn, „gleyma því að þegar kemur að notendunum, því fólki sem mun vinna við búnaðinn daglega, þá er ómetanlegt ef hann er á máli sem það skilur vel.“ Samskipti á traustum grunni Mannabreytingar urðu hjá Teymi í sumar og nokkrir starfsmenn hættu hjá fyrirtækinu með það fyrir augum að stofna fyrirtæki um gagnagrunns- þjónustu, þar á meðal á Oracle, í beinni samkeppni við Teymi. Stig Jørgensen segir að þetta hafi engin áhrif á samskipti Oracle við Skýrr eða Teymi, Oracle sé skuldbundið til að veita íslenskum viðskiptavinum sínum allan hugsanlegan stuðning hér eftir sem hingað til. „Það er al- siða í tölvuiðnaðinum að menn vilji stofna eigið fyrirtæki og ekkert nema gott um það að segja. Sam- skipti okkar við Skýrr og Teymi standa aftur á móti á svo traustum grunni að þó að einhverjir starfs- menn hætti hjá fyrirtækjunum hefur það ekkert að segja á meðan Skýrr stendur við sína hlið samkomulags okkar um þjónustu við Oracle við- skiptavini sína.“ Hreinn tekur undir að það sé alltaf að gerast að menn vilji standa á eigin fótum, spreyta sig í að reka eigið fyr- irtæki. „Þetta er í þriðja sinn sem það gerist hjá Teymi og hefur ekki skaðað fyrirtækið til lengri tíma litið, og eins hefur þetta gerst hjá Skýrr án þess að hafa merkjanlega áhrif á starfsemi fyrirtækisins.“ Eins og fram kemur er Teymi að öllu leyti í eigu Skýrr en er þó rekið sem sjálfstætt fyrirtæki innan Skýrr og skörp skil á milli að því er Hreinn segir. Að sögn hans er verkaskipt- ingin byggð á svipaðri högun og hjá Oracle fyrirtækinu sjálfu. „Segja má að Oracle skiptist í tvennt, annars vegar í viðskiptahugbúnað og hins vegar gagnagrunna og grunntækni. Oracle vinnur enda með fjölda ann- arra fyrirtækja og þar á meðal fyr- irtækjum sem gagnagrunnshluti fyr- irtækisins er í harðri samkeppni við. Það sama á við að mörgu leyti hér á landi, einhverjir viðskiptavina Teym- is líta á Skýrr sem samkeppnisaðila og því eðlilegt að hafa fyrirtækin að- skilin, en einnig skiptir líka máli að andi fyrirtækjanna er mjög ólíkur, Skýrr hefur langa reynslu í við- skiptalausnum en Teymi er aftur á mót sérhæft fyrirtæki í gagnagrunn- um og tæknilausnum.“ Breytt viðskiptaumhverfi Þeir Hreinn og Jørgensen segja að niðursveiflan í viðskiptaheiminum undanfarin misseri hafi breytt við- skiptaumhverfi fyrirtækjanna til muna, fólk sé varkárara í fjárfesting- um hvort sem það er við kaup á hug- búnaði eða vélbúnaði; „menn grand- skoða hvort fjárfestingin eigi eftir leysa vandamál sem er til staðar eða auka sóknarfæri og skila þannig hagnaði,“ segir Jørgensen. „Það hef- ur vitanlega áhrif á starfsemi fyrir- tækis eins og Oracle og við höfum þurft að bregðast við, ekki bara með því að aðstoða fyrirtæki við að taka ákvarðanir sem við teljum að séu réttar fyrir þau heldur hefur það einnig haft áhrif á innra starf Oracle, hefur skapað innri samkeppni í fyr- irtækinu sem er til góðs að mínu viti.“ Hreinn tekur í svipaðan streng, segir að menn séu nú komnir á jörð- ina eftir að hafa fjárfest í blindni í upplýsingatækni vegna óskilgreinds ótta um að fyrirtæki þeirra myndu annars missa af lestinni. „Viðskipta- vinir okkar í dag grandskoða öll kaup og uppfærslur sem gerir að verkum að við verðum að vera fljótari til að bregðast við en áður og hafa öll svör á reiðum höndum.“ Skýrr hefur gengið í gegnum mikl- ar breytingar á undanförnum árum, hefur breyst úr því að vera gagna- vinnslurisi í nútímalegt þjónustufyr- irtæki. Hreinn tekur undir það að Skýrr hafi gengið í gengum miklar umbreytingu á síðustu árum og nefn- ir sem dæmi að Skýrr hafi alla jafna þróað hugbúnað, en núorðið horfi menn meira til staðlaðra lausna og þannig bjóði fyrirtækið upp á Oracle lausnir og einnig frá ýmsum öðrum fyrirtækjum, svo sem VeriSign, Bus- iness Objects og Cambio. „Við leggj- um æ meiri áherslu á að hjálpa við- skiptavinum að nýta búnað sinn, að ná meiru út úr fjárfestingu sinni. Fyrirtækið hefur líka breyst mikið og hratt og þannig voru allir starfs- menn á hugbúnaðarsviði forritarar fyrir fimm árum en nú eru 70–80% starfsmanna á Oracle-sviði ráðgjafar sem eru með menntun í viðskipta- fræðum. Þessi breyting hefur gengið hratt fyrir sig en á sama tíma höfum við reynt að breytast ekki of hratt til að glata ekki stöðugleika.“ Stöðugleiki og gagnaöryggi Samkeppni á gagnagrunnssviðinu hefur verið hörð í kjölfar samdrátt- arins. Stig Jørgensen hefur ekki far- ið leynt með þá skoðun sína að helsti samkeppnisaðili Oracle sé SAP og hann telur að Oracle eigi eftir að ná góðum árangri í þeirri samkeppni á næstu mánuðum og árum enda séu lausnir fyrirtækisins mun sveigjan- legri. Hvað samkeppni við Microsoft SQLserver varðar segist hann ekki velta því svo mikið fyrir sér sem stendur, Oracle í Danmörku sé að leggja áherslu á stærri fyrirtæki og á þeim markaði noti enginn SQL Serv- er. Hvað varðar Open Source hug- búnað eins og MySQL og Postgre- SQL segir hann að slíkir grunnar henti vissulega fyrir sitthvað. „Aftur á móti held ég að menn treysti al- mennt ekki á slíka grunna í umfangs- miklum rekstri, treysti frekar á grunn eins og Oracle sem er með yf- irburði í stöðugleika og þannig upp settir að aðgangsstýringar eru mjög traustar; litlar líkur á að óviðkom- andi geti komist í gögn. Þetta er líka spurning um þjónustuþáttinn því þó að það sé hugsanlega ódýrt að koma upp Open Source gagnagrunnum þá verða menn líka að geta treyst á það að örugg þjónusta sé ævinlega til staðar líkt og Oracle hefur skuld- bundið sig til að veita. Open Source gagnagrunnar henta vel til ýmissa nota, en þegar mikið liggur við held ég að menn eigi eftir að treysta á gagnagrunn eins og Oracle, því opnu grunnarnir eiga langt í land með að nálgast það rekstrar- og gagnaöryggi sem Oracle býður upp á,“ segir Jørgensen og Hreinn tekur undir þetta, en bætir svo við: „Það má þó alls ekki skilja þetta sem svo að Oracle hafi eitthvað á móti Open Source hugbúnaði, næg- ir að benda á að það var eitt fyrsta stórfyrirtækið til að lýsa yfir stuðn- ingi við Linux og allur Oracle-hug- búnaður keyrir á Linux í dag ekki síður en á Windows svo dæmi sé tek- ið. Það að Oracle skuli keyra öll eigin kerfi á Linux sýnir betur en margt annað hvaða trú fyrirtækið hefur á Linux.“ Aukið samstarf Oracle og Skýrr Stig Jörgensen, forstjóri Oracle í Danmörku, og Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr. Skýrr hefur gengið í gegnum miklar breyt- ingar á undanförnum árum, ekki síst í sam- bandi við samstarf sitt við Oracle. Árni Matthíasson ræddi við þá Stig Jørgensen, forstjóra Oracle í Danmörku, og Hrein Jakobsson, forstjóra Skýrr.                                  !"#$%&'$()%*)% +,)-./00)-,(12.0 3)..)--+4(555 4    6    / 6         #     7  # 8 4  ) 9  :     !     6                        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.