Morgunblaðið - 02.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 02.10.2003, Page 1
2. október 2003 Á skólabekk hjá Sameinuðu þjóð- unum, ónýttar aflaheimildir krókaafla- marksbáta, minni afli uppsjávarfiska Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ELDI á bleikju hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Áætluð framleiðsla hér á landi í ár er um 2300 tonn og útflutningsverð- mætið að nálgast milljarð. Stærsti einstaki framleiðandinn er Silungur á Vatnsleysuströnd með allt að 1.100 tonnum á þessu ári. Silfur- stjarnan er næst stærst en auk þessu eru 15 smærri aðilar í bleikju- eldi hér á landi. Heimsframleiðsla á eldisbleikju nemur um 3.500 tonnum á ári og er Silungur einn því með tæplega þriðjung alls bleikjueldis í heimin- um og Ísland alls með um 60 til 70%. Auk eldisbleikjunnar er árlegt framboð af villibleikju um þúsund tonn. Stefna á 1.500 tonn Jónatan Þórðarson, framkvæmda- stjóri Silungs, er ánægður með vöxt fyrir tækisins. „Við vorum með um 200 tonn fyrir fimm árum og þá þótti það mikið. Á þessu ári ætlum við að framleiða 1.000 til 1.100 tonn og á næsta ári er stefnan sett á að minnsta kosti 1.500 tonn. Maður verður að vera með ákveðna stærð- arhagkvæmni í þessu, til að geta svarað sveiflum í umhverfi,“ segir Jónatan. Jónatan segir að verð á bleikju sé að meðaltali 30 til 40% hærra en verð á laxi, en hann selst nú á heimsmarkaði á um 240 krónur ís- lenzkar kílóið. „Silungur var einnig í laxeldi, en við ákváðum að draga okkur út úr því og losuðum okkur við dreggjarnar af því í fyrra. Við erum mjög ánægðir með þá ákvörð- un, því þetta kom vel út fyrir okkur. En það sem er heppilegt fyrir einn framleiðanda er ekki endilega heppilegt fyrir næsta, menn þróa sinn rekstur með tilliti til aðstæðna. Gengisþróun viss ógn Verð er nokkuð stöðugt, sama er hægt segja um hægt vaxandi mark- að í Bandaríkjunum, á Norðurlönd- um og Benelúxlöndunum. Gengis- þróun íslensku krónunnar er náttúrulega viss ógn í útflutnings- rekstri hérlendis og hér er spáð sterkri krónu næstu árin. Við erum að finna leiðir til að takast á við það. Þótt innri vöxtur okkar í Silungi sé ásættanlegur hafa framleiðendur gætt sín á því að ofbjóða ekki mark- aðnum. Einnig hefur átt sér stað viss grisjun framleiðenda. Þannig að gæði íslenskrar bleikju sem er almennt í boði eru meiri. Það hjálp- ar sölunni.“ Útflutningur á bleikju skilar milljarði króna Silungur á Vatnsleysuströnd orðinn stærsti framleiðandi heims á bleikju Morgunblaðið/Hjörtur Jónatan Þórðarson í Silungi hamp- ar vænni bleikju. ÁSTAND hörpudiskstofnsins í Breiðafirði er nú afar slæmt en í mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar í síðasta mánuði kom í ljós að stofninn hefur minnkað um 12% frá síðustu mælingu í apríl sl. Stærð stofnsins er nú innan við 30% af því sem hann var að jafnaði á síðasta áratug. Hér eru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunarinnar að skoða sýnishorn úr Breiðafirðinum um borð í rannsóknaskipinu Dröfn RE. Skelin á Breiðafirði skoðuð Morgunblaðið/Muggur LAXELDI Sæsilfurs í Mjóafirði hefur gengið vel að undanförnu. Um þúsund tonnum hefur þegar verið slátrað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og fer laxinn jafnóðum ferskur úr landi. Verðið hefur hækkað um 55 krónur á kíló og er viðmiðunarverð í Noregi nú ríflega 240 krónur á kílóið. Um þessar mundir er einnig verið að setja út hálfa milljón haust- seiða í kvíar Sæsilfurs í Mjóafirði. Guðmundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs, segir eldið ganga vel. Tekizt hafi að lágmarka árstíðabunda erfið- leika vegna hlýinda í sjónum síðla sumars og séu þeir nú að baki með kólnandi veðri. Allt á réttri leið „Það er búið að slátra um þúsund tonnum frá okkur og við áætlum að alls verði slátrað um 2.500 tonnum af laxi á þessu ári. Verðið er á uppleið og vöxturinn góður svo þetta er allt á réttri leið. Við erum einnig að setja haustseið- in í kvíar um þessar mundis, alls um hálfa milljón seiða svo brunnbáturinn Snæfugl er að allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Hann hefur sótt megnið af seiðunum í Öxarfjörðin er fór nýlega einnig eina ferð til Grindavíkur að sækja seiði,“ segir Guðmundur Valur. Hann segir það einnig athyglisvert hve mik- ið þorskurinn sæki að eldiskvíunum. „Við sjáum hann vel í neðansjávarmyndavélunum okkar. Hann virðist sækja í lyktina af laxinum og í það æti sem óhjákvæmilega fellur lítils- háttar til og svo sækja trillukarlarnir í þorsk- inn við kvíarnar, sem við erum lítið hrifnir af. Það er því óhætt að segja að það sé líflegt hjá okkur,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson. Slátra 20 til 25 tonnum á dag „Það hefur gengið alveg þokkalega hjá okkur að slátra, þetta eru svona 20 til 25 tonn á dag, fer svolítið eftir stærðinni á fiskinum,“ segir Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri fisk- vinnslu Síldarvinnslunnar. Hann segir að nú sé slátrað þrjá til fjóra daga í viku, en slátrun verði aukin fljótlega. Verið er að setja upp nýjan flokkara frá Marel og að því loknu er gert ráð fyrir því að 15 til 20 manns vinni við slátrunina. Laxinum er dælt beint inn í sláturhúsið úr brunnbátnum. Fyrst fer hann í svokallaða kæliskrúfu, síðan er hann blóðgaður og látið blæða úr honum í ann- arri kæliskrúfu. Þá er hann slægður í slæging- arvél og fer síðan í gæðamat og flokkun fyrir pökkun og ísun. Laxinn fer síðan út í gámum, með skipum til Evrópu en í flugi til Bandaríkj- anna. Gengur vel að selja Jón Kjartan Jónsson, forstöðu- maður fiskeld- issviðs Samherja, segir að vel gangi að selja laxinn. Hann fari jafnóðum út, bæði til Banda- ríkjanna og Evrópu. Meira hafi verið selt til Bandaríkjanna í sumar, þegar verð hafi verið lágt í Evrópu en með hækkandi verði vex hlut- ur Evrópu. „Sé miðað við fob-verð í Osló er það nú um 22 norskar krónur á klíó af heilum, slægðum fiski og hefur hækkað um 5 norskar krónur frá því í sumar. Mest af laxinum fer ferskt utan, en lítilsháttar magn er fryst eftir því hvernig stendur á með einstakar stærðir á mörkuðum. Þegar flutt er í gámum fara þeir með skipi frá Eskifirði til Evrópu. Það sem fer með flugi er flutt landleiðina til Keflavíkur og þaðan til Bandaríkjanna. Batnandi horfur eru um þessar mundir og því ástæða til bjartsýni á framhaldið,“ segir Jón Kjartan Jónsson. Þúsund tonn utan af laxi frá Sæsilfri Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Brunnbáturinn Snæfugl dælir laxaseiðum í kvíar Sæsilfurs á Mjóafirði. MEÐALVERÐ á fjórum helstu botnfisktegundunum hefur lækkað umtalsvert á fiskmörkuðum lands- ins það sem af er árinu. Alls voru seld tæp 50 þúsund tonn þorski, ýsu, ufsa og karfa á mörkuðunum á fyrstu 9 mánuðum ársins. Verðmæti aflans var um 6,5 milljarðar króna. Fiskmarkaðirnir hafa boðið upp samtals 49.670 tonn af botnfiskteg- undunum fjórum og nemur verð- mæti þeirra um 6.519 milljónum króna. Alls fóru um 28.253 tonn af þorski um fiskmarkaði landsins frá áramót- um til septemberloka og nam verð- mæti þeirra um 4,6 milljörðum króna. Meðalverð á þorskkílói hefur lækkað um tæp 13% frá áramótum en verðið fór hæst í febrúar, var þá 193,25 krónur en var lægst í ágúst, 133,42 krónur. Meðalverðið á tíma- bilinu er rúmar 162 krónur. Alls voru seld um 13.307 tonn af ýsu á mörkuðunum á fyrstu 9 mán- uðum ársins, fyrir um 1.532 millj- ónir króna. Meðalverð á ýsu hefur lækkað verulega frá upphafi ársins eða um tæp 43%. Verðið var hæst í janúar, 159 krónur, en fór lægst í rúmar 70 krónur í ágúst. Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum í síðasta mán- uði var tæp 91 króna en meðalverð síðustu 9 mánaða er rúmar 116 krónur. 45% verðlækkun á ufsa Þá fóru um 5.597 tonn af ufsa um fiskmarkaðina á fyrstu 9 mánuðum ársins og nam verðmæti þeirra rúm- um 236 milljónum króna. Meðalverð á ufsa hefur einnig lækkað umtals- vert á tímabilinu eða um rúm 45%. Það var hæst rúm 71 króna í janúar en fór niður í rúmar 29 krónur í júlí. Meðalverð á ufsakílóinu frá áramót- um er rúmar 48 krónur. Af karfa voru seld 2.533 tonn af tímabilinu, fyrir um 157 milljónir króna. Veruleg verðlækkun hefur einnig orðið á karfa á tímabilinu eða tæp 39%. Meðalverð á karfakílói var hæst í janúar, rúmar 96 krónur en fór lægst í júlí eða rúmar 42 krónur. Meðalverð á karfakílóinu frá ára- mótum er rúmar 65 krónur. Mikil verðlækkun á fiskmörkuðum                                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.