Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0               !           ! "    #  $$%&$'% (%$))* "#   $  %  " &   '   '   (       *+, +)* +'+ -,- +-+ $,* *$.   /0 ( 1                                                           )* %   +  !&     SEIGLA ehf. afhenti fyrir nokkru nýjan bát til Færeyja, Marianna FD-282. Bátnum var siglt til Fær- eyja til nýrra eigenda sem er Mari- anna sp/f Strendur í Færeyjum. Marianna er af gerðinni Seigur 1210 og er nýsmíði nr. 9 hjá Seiglu ehf. Báturinn er útbúinn til veiða með línu. Í Færeyjum var settur í hann BFG uppstokkari. Báturinn er rúm- ir 12 metrar að lengd og 3,6 metrar að lengd. Mótuð dýpt er 1,44 metrar. Mesti ganghraði er 30 sjómílur á klukkustund við 2.300 sn/mín. Aftast er vélarrúm með Volvo penta D12 vél 650 hp. Fellikjölur er á bátnum og bógskrúfa frá Cramm. Lestin tekur 13 660 lítra kör. Stýrishúsið er vel búið JRC tækj- um frá Vikmar í Færeyjum, dýpt- armælir, radar og tölvuplotter. Tvöfalt gler er staðalbúnaður í þessum bátum. Í lúkarnum eru tvær kojur og bekkur með leðurlíki, eldhúsinnrétt- ingin er stór með keramik hellu- borði, vaski, ísskáp, sjónvarpi og ör- bylgjuofni. Til upphitunar er Webasto-miðstöð. Björgunarbúnaður er frá Víking. Á gólfum, gafli og veggjum er kvartsefni frá Mallnad. Báturinn er hálfyfirbyggður það er að segja stjórnborðssíðan er opin en bakborðssíðan er með skýli sem nær yfir alla síðuna og nær 1 metra inn á dekkið og ver mennina sem vinna við uppstokkarann og línuna eftir að hún hefur verið stokkuð upp fyrir sjógangi og veðri. Seigla selur fiski- bát til Færeyja TVEIR nýir starfsmenn hafa haf- ið störf hjá Barry Group á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á rækju, einkum frá Kanada, og öðr- um fiskafurðum.  Aðalsteinn Gottskálksson hef- ur hafið störf sem sölustjóri hjá Barry group á Íslandi ehf. Er meg- inverkefni hans að selja íslenskar sjávarafurðir til Evrópu. Aðal- steinn er fisk- tæknir að mennt og lauk viðskipta og rekstrarnámi hjá Endumennt- unarstofnun HÍ vorið 2001. Aðal- steinn hefur yfir 25 ára reynslu í sjávarútvegi. Hann hefur unnið við framleiðslustjórnun hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum á Vestfjörðum og sem framleiðslustjóri og frystihússtjóri hjá Frystihúsi KEA á Dalvík á ár- unum 1977–1983. Hann starfaði hjá sjávarafurðadeild Sambandsins við vöruþróun og gæðamál 1983–1985 og hjá söluskrifstofu Iceland Seafood í Bretlandi frá 1985–1989 við sölu og tæknistörf. Frá 1989–1999 var Að- alsteinn hjá Íslenskum sjávarafurð- um, lengst af sem framkvæmdastjóri söluþjónustu. Frá miðju ári 2000 starfaði Aðalsteinn hjá útflutnings- fyrirtækinu Nastar þar til hann hóf störf hjá Barry Group á Íslandi. Að- alsteinn er kvæntur Fríðu Björk Gunnarsdóttir leikskólakennara og eiga þau einn son.  Davíð Jóhann Davíðsson hefur hafið störf sem sölustjóri hjá Barry Group á Íslandi ehf. Meginverkefni hans er að selja íslenskar sjávar- afurðir til megin- lands Evrópu. Davíð er rekstr- arfræðingur frá Tækniskóla Ís- lands. Davíð hef- ur ýmsa reynslu í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Frá árinu 1998 hefur hann verið búsettur í Þýskalandi og starf- að við sölu ferskra og frystra sjáv- arafurða, frá árinu 2000 sem sölu- stjóri hjá Iceland Seafood GmbH í Hamborg. Davíð er kvæntur Guð- rúnu Hafsteinsdóttur og eiga þau tvö börn. Tveir nýir starfsmenn hjá Barry Group Aðalsteinn Davíð Jóhann N EMENDURNIR 22 koma frá 15 þjóðlöndum og hafa þeir síðustu daga verið að kynna sér hina ýmsu þætti tengda sjávarútvegi á Akureyri og Eyjafirði. Námið hófst 1. september og stendur til febrúarloka. Þetta er sjötta árið sem skólinn er starfræktur og hafa 62 nemendur lokið náminu að sögn Tuma Tómassonar forstöðumanns skólans, en honum til aðstoðar er Þór Ásgeirsson. Þeir fé- lagar hafa farið með hópinn vítt og breitt, m.a. fékk hann að kynnast gamaldags taðreykingu í Mývatnssveit og þótti mörgum mikið til koma. Þá var farið í siglingu um Eyjafjörð og fiskeldi sem í firðinum er stundað skoðað; þorskur, ýsa, lax og kræklingur þar á meðal. Tumi sagði að hópurinn yrði á Akureyri í rúma viku og tíminn væri vel nýttur til fyr- irlestra um margs konar málefni, farið væri í heimsóknir til sjávarútvegsfyrirtækja og starf- semi þeirra skoðuð og þá væri nemunum ætlað að vinna að verkefni um það sem fyrir augu og eyru bar. „Við spyrjum nemana að því hvaða lærdóm þau hafi dregið af verunni fyrir norð- an, hvaða hugmyndir þau hafi fengið og hvern- ig þau geti nýtt sér þær heimafyrir. Við reyn- um alltaf að fá þau til að tengja hlutina við sinn veruleika,“ sagði Tumi. Auka þekkingu, skilning og færni Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóð- anna er nú starfræktur sjötta árið í röð, en að sögn Tuma er markmið hans að stuðla að því að fólk frá þróunarríkjum, þar sem sjávarútvegur er mikilvægur, fái tækifæri til að kynnast upp- byggingu sjávarútvegs í hinum vestræna heimi og auki þannig þekkingu, skilning og færni á sínum sérsviðum. Hann sagði að byggt hefði verið á reynslu Jarðhitaskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna, sem lengi hefur verið við lýði hér á landi og er enn starfandi. Sá skóli hefði orðið til í miðri orkukreppu. „Við byggðum á reynslu Jarðhitaskólans, sem er verkefni sem skilað hefur góðum ár- angri. Hann var okkur góð fyrirmynd, en eftir því sem árin líða hefur Sjávarútvegsskólinn æ meir farið eigin leiðir, þróast í að verða sjálf- stæðari og honum hefur vaxið fiskur um hrygg. Hingað komu fyrsta árið sex nemendur, en nú eru þeir 22 talsins.“ Hluti af þróunaraðstoð Tumi sagði að tilurð sjávarútvegsskólans mætti m.a. rekja til þess að Íslendingar hefðu viljað auka þróunaraðstoð sína og þetta væri ein leið til þess. Hann nefndi að mörg ríkjanna sem eiga fulltrúa í Sjávarútvegsskólanum hefðu fært landhelgi sína út í 200 mílur og menn hefðu vaknað upp við að eiga skyndilega auðlind sem nýst gæti til að auka velferð í við- komandi landi. „Þess vegna fengu menn mik- inn áhuga á sjávarútvegi og vildu auka við þekkingu sína svo unnt væri að bæta lífskjörin í viðkomandi löndum. Það er því góð leið að senda fólk frá þessum ríkjum hingað til náms.“ Sjávarútvegsskólinn er rekinn samkvæmt samningi utanríkisráðuneytisins og Hafrann- sóknastofnunar við Háskóla Sameinuðu þjóð- anna í Japan, en Hafró er í forystu fyrir form- legu samstarfi um rekstur hans við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Skólinn er hluti af þró- unaraðstoð Íslendinga og er fjármögnun hans hluti af þróunaraðstoð okkar, en 15% kostn- aðar er greiddur af Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Auk þess er jafnan greitt fyrir 2-3 nema árlega af þróunarstofnunum í sínum heima- löndum. Fólk valið inn í skólann Tumi sagði að Ísland væri kjörið land fyrir sjávarútvegsskólann því í öðrum löndum við norðanvert Atlanthafið væri sjávarútvegur meira rekinn í líkingu við landbúnað. Niður- greiðslur tíðkuðust og litið væri á rekstur sjáv- arútvegs sem byggðamál. „Okkur, einum þjóða, hefur tekist að byggja upp velferðar- þjóðfélag á okkar sjávarútvegi. Hér er rekinn myndarlegur veiðiskapur og vinnsla sjávar- fangs auk þess sem íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli haslað sér völl í útlöndum. Þann- ig að við erum að reka okkar sjávarútveg með myndarlegum hætti á alþjóðlegan mæli- kvarða,“ sagði Tumi. Hann sagði að forsvarsmenn skólans hefðu í fyrstu valið samstarfslönd og haft að leiðarljósi við það val að sjávarútvegur væri viðkomandi landi mikilvægur eða þá að hann skipti máli á afmörkuðu svæði innan landsins. Það ætti til að mynda við um Suður-Afríku og Mexíkó, sjávar- útvegur væri ekki svo ýkja mikilvægur fyrir umrædd lönd, en á sérstökum svæðum innan þeirra skipti hann gríðarlegu máli. Þá væru valin fyrirtæki innan landanna til samstarfs og eða stofnanir, en þetta væru iðulega fyrirtækið eða stofnanir sem gegndu lykilhlutverki varð- andi uppbyggingu á fagþekkingu og fag- mennsku varðandi sjá Þeir nemar sem svo væ sjávarútvegsskólanum menn þessara fyrirtæk nemendurnir hafa að s gráðu háskólanáms og komnir, þannig hefði um nema lokið meistaragrá Í fyrstu er boðið upp sjávarútvegi og farið y sem hina hefðbundu meðferð og vinnslu afla mál og veiðistjórnun o þættir spiluðu saman og reka arðbæran sjávarút ar nemendur svo til að s ast hér á landi í samhe gerast á þessum vettv landi,“ sagði Tumi. Að þessari almennu sérhæfingin við, allt efti hvers nema. Nú eru í veiðitækni sem Einar H um, gæðastjórnun og f Guðrúnar Ólafsdóttur h fiskiðnaðarins, veiðistj Árnasonar hjá Háskóla lagi geta menn lagt áher um þann þátt námsins marsson hjá Hafrannsó námið tekur sex vikur að því búnu vinna nema að lokaverkefni. Það sn fangsefnum sínum í he úr hópnum vinna sín lo en aðrir dvelja í höfu samt raunar allt landið Mætum alls miklum ve Nemendur í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Hafnarbáturinn Sleipnir rennir út úr Fiskihöfninni á fögrum haustdegi. Um borð eru 22 nemendur Sjávar- útvegsskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna sem kynntu sér starfsemi Akureyrarhafnar undir leiðsögn Péturs Ólafs- sonar skrifstofustjóra Hafna- samlags Norðurlands. Mar- grét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson brugðu sér með í sjóferðina. Hópurinn um borð í Sleipni, dráttarbáti Hafnasamlags Norðurlands, áður Tumi Tómasson forstöðumaður, Þór Ásgeirsson aðstoðarmaður hans og P son skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands á bryggjunni á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.