Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Torfason KL. 02.53 LAUGARDAGURINN 26 . SEPTEMBER | NEÐRI HÆÐIN Á SÓLON Fimmtudagskvöldin eru græn á Sólon með plötusnúðum. Um helgar eru Svali og Þröstur 3000 í diskóbúrinu og dansað á efri hæðinni. Þegar svo ber undir eru beinar út- sendingar úr enska boltanum og meistaradeildinni á efri hæðinni. Myndirnar á veggjunum eru eftir Claudiu. Byrjum á klisjunni; hvernig er að vera ungur myndlistarmaður á Íslandi? „Það er ágætt. Ekki síst vegna tækifæra eins og þessarar Grasrótarsýningar. Hún er haldin einu sinni á ári og er núna haldin í fjórða skipt- ið. Safnið velur þátttakendur úr umsóknum.“ Hvar annars staðar fá ungir listamenn inni núna? „Maður fær til dæmis tækifæri til að sýna undir stiganum í Galleríi i8. Svo opnaði Gallerí Kling og Bang í vor og hefur verið ágætur vett- vangur fyrir unga listamenn. Gallerí Hlemmur hefur líka verið á sínum stað. Þetta er ekki al- slæmt, ef maður hefur bein í nefinu held ég.“ Þetta er þá kannski ekki fyrir þá metn- aðarlausu? Er þetta ekki svolítið hark? „Jú, enda er talað um að nýtingin úr Listahá- skólanum sé frekar dræm. Ég þori samt ekki að fara með neinar tölur í því sambandi. Maður þarf að vera viss um hvað maður vill.“ Er algjörlega nauðsynlegt að fara í Lista- háskólann ef maður ætlar að verða mynd- listarmaður? „Ég myndi segja að það væri nauðsynlegt að fara í skóla. Annað heyrir undantekninga til hjá listamönnum. Þetta skiptir miklu máli.“ Þú lifir ekki á þessu einu saman. Ertu í fullu starfi með listinni? „Já, en reyndar var ég að hætta því ég er að fara til Vínar. En annars er það svolítið málið.“ Hvað ertu að fara að gera í Vín? „Ég er að fara með kærustunni minni, sem verður skiptinemi þar. Hún er í þrívíðri hönnun í Listaháskólanum. Ég ákvað að skella mér með og er núna búinn að sækja um framhaldsnám við Akademíuna.“ Hvaða gráðu myndirðu þá fá? „Hérna er bara hægt að fá BFA-gráðu, en þar myndi ég fá diplomagráðu, sem er í raun ígildi meistaragráðu og metin þannig víðast hvar.“ Er þá ætlunin að vera úti? „Já. Við ætlum að halda sýningu í Berlín, Morgunblaðið/Árni Sæberg Listin krefst sjálfsaga eins og annað Huginn Þór Arason er ungur myndlistarmaður; ekki nema 27 vetra. Hann er samt eldri en tvævetur og hefur verið að fást við ýmislegt að undanförnu. Nú stendur yfir Grasrótarsýning í Nýlistasafninu, en hann er einn þrettán ungra listamanna sem eiga verk á henni. VINNUSTOFA MYNDLISTARMANNSINS nokkur héðan og fimm ungir myndlistarmenn frá Vín. Hún verður opnuð í janúar, 23. janúar nánar tiltekið. Það er gott að fara núna til Vínar með undirbúning að þessari sýningu í huga.“ Áttu heilræði fyrir ungt fólk sem hefur hug á að leggja fyrir sig myndlist? „Sjálfsagi og skipulagning skipta öllu máli. Það er líka mikilvægt að leyfa sér að gera það sem skólinn býður upp á; nýta tímann til að gera hitt og þetta. Það er aldrei ítrekað nógu oft við nemendur, að nýta tímann vel. Maður verður að finna út úr þessu sjálfur, enda er maður látinn í friði og ber ábyrgð á sjálf- um sér. Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að gera ekki neitt og ég gerði það eins og fleiri. En þegar maður hættir í skólanum fer maður smám saman að finna að sjálfsagi er nauðsyn- legur. Maður varð svolítið þreyttur á kenn- urunum þegar þeir voru að segja manni að slá ekki slöku við, en auðvitað höfðu þeir rétt fyrir sér.“ |ivarpall@mbl.is HUGINN VIÐ BRÚSAVERK SITT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.