Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálf- ari tók þátt í nokkrum viðureignum við Hollendinga á sjöunda ára- tugnum, m.a. þegar Íslendingar töpuðu 1–0 á heimavelli árið 1976. Hvernig var að eiga við Hollendinga? „Á þessum tíma voru hollensku liðin með þeim betri í heiminum. Ég man vel eftir leikjunum 1973. Þá fór ég út með landsliðinu en var reyndar meiddur. Í hollenska liðinu voru svakalegir leikmenn á borð við Cryuff, Neeskens og Rensenbrink og leikirnir töpuðust stórt. Síðan spilaði ég nokkra leiki gegn Hollendingum síðar og þá voru Davíð og Golíat að eigast við. Þeir voru einfaldlega það sterkir á þeim tíma og munurinn meiri, því færri atvinnumenn voru í íslenska liðinu.“ Hvernig leist þér á dansarana í landsliðinu? „Þetta er mjög fríður hópur og skemmtilegur; þetta eru nátt- úrlega klassadansarar. Ég er ánægður með þetta, vona að það takist vel til hjá þeim og verði vel sótt. Það er léttleiki í hópnum og ég sá greinilega að þetta eru at- vinnumenn og hópurinn góður. Dóttir mín er í ballett, þannig að ég hef aðeins fylgst með og er því ekki alveg ódómbær á þetta.“ Voru leikmennirnir í formi? „Jájájá. Það var greinilegt.“ Sigrum við Hollendinga? „Það ætla ég að vona,“ segir hann og hlær. „Að það verði breyt- ing á, við snúum dæminu við og Íslendingar sigri í þessum leik.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Greinilegt að þetta eru atvinnumenn ÁSG EIR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR DANSVERKIÐ MATCH Íslendingar eiga harma að hefna gegn Hollendingum í knattspyrnu eftir sex tap- leiki gegn þeim á sjöunda áratugnum, þótt Íslendingar hafi einu sinni unnið vin- áttuleik gegn Hollendingum 4–3 árið 1961. Nú gefst Íslendingum tækifæri til að skakka leikinn, en á óvæntum vettvangi. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nk. fimmtudag dansverkið Match í Borgarleikhúsinu, en það fjallar um landsleik Ís- lands og Hollands í knattspyrnu og var sérsamið fyrir dansflokkinn. Í tilefni af því þáðu dansararnir góð ráð frá Ásgeiri Sigurvinssyni og Janusi Guðlaugssyni á Laug- ardalsvelli, en þeir hafa báðir spilað landsleiki gegn Hollendingum. |pebl@mbl.is Janus Guðlaugsson spilaði gegn Hol- lendingum á útivelli með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni árið 1977 í HM og tapaðist leikurinn 4-1. Ári síðar spilaði hann aftur á útivelli gegn Hol- lendingum, að þessu sinni í Evr- ópukeppninni, og tapaðist leikurinn 3-0. Hvernig er að spila gegn Hollend- ingum? „Þetta voru tveir af fyrstu landsliðs- leikjum mínum. Þeir eru eftirminnilegir, því Hollendingar voru ákaflega sterkir á þessum tíma, lentu í öðru sæti á HM bæði 1974 og 1978. Leikirnir sem við spiluðum gegn þeim árið 1973 höfðu tapast 5-0 og 8-1 og margir spáðu stórum ósigrum, tveggja stafa tölu. Ég fékk það verkefni að vera fyrir aftan Guðgeir Leifsson á miðjunni, sem var nú ekkert alltaf sá viljugasti að hlaupa til baka og fyrir utan það að gæta Rob Rensenbrink, sem var afskaplega fljótur og leikinn. Það er líklega erfiðasti mót- herji sem ég hef nokkurn tíma dekkað.“ Hvernig líst þér á landsliðið með dönsurum? „Ég átti aðeins náðugri dag í dag í þjálfarastöðunni, en fyrir tuttugu árum. Þarna er enn einn angi menningarinnar tengdur knattspyrnunni að spretta upp. Mér finnst þetta framtak hjá Íslenska dansflokknum alveg frábært. Ég vil helst sjá verkefnið stækka og verða opnunaratriði á úrslitakeppni Evr- ópumótsins, fá þá fleiri dansara inn, þannig að það verði tvö knattspyrnulið með þjálfara og dómara.“ Eru leikmennirnir í formi? „Þeir eru allavega mun liðugri en við knattspyrnumennirnir. Það er kraftur í verkinu og líka mikill húmor í því.“ Heldurðu að Íslendingar vinni? „Við höfum tvo möguleika, annað hvort að dansinn verði okkar innlegg í lokamót Evrópumótsins, en ég vonast nú frekar eftir því að sjá íslenska lands- liðið þar. Það væri fínt að fá hvort tveggja. Er ekki í lagi að gera sér vonir?“ Liðugri en við JANUS VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR Þú ert í íslenska landsliðinu. „Já, það er víst.“ Hefurðu langa reynslu af fótbolta? „Bara ekki neina. Núna er maður allt í einu far- inn að sjá þetta í nýju ljósi. Ef sýndur var fótbolti í sjónvarpinu, þá skipti ég yfir á aðra stöð. En nú dokar maður við fótboltafréttirnar. Því hef ég ekki lent í áður.“ Stefnirðu að sigri gegn Hollendingum? „Að sjálfsögðu.“ Er eitthvað líkt með dansi og fótbolta? „Heilmikið. Það kemur manni á óvart. Til dæmis snerpa, útsjónarsemi og að beita líkamanum á réttan hátt.“ Hvort ertu meira í sókn eða vörn? „Ég er í vörninni. Ég er svolítið hörð í vörninni.“ KATRÍN JOHNSON Þú ert í íslenska landsliðinu. „Já.“ Hefurðu langa reynslu af fótbolta? „Nei, ég hef lítið fylgst með fótbolta. En ég hef samt alltaf verið mikill KR-ingur.“ Stefnirðu að sigri? „Að sjálfsögðu.“ Hvað eiga dans og fótbolti sameiginlegt? „Þetta er hvort tveggja púl. Það er alveg á hreinu. Mikil hreyfing. Ákveðið keppnisskap hlýtur að vera fyrir hendi, þótt það sé talsvert meira í fót- boltanum. Og góður liðsandi er mikið mál á báðum stöðum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.