Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3|10|2003 | FÓLKÐ | 9 Minning um ungan mann MEÐ MÖMMU SINNI, EDDU ÞÓRARINSDÓTTUR LEIKKONU. FRÓÐI HAFÐI TÓNLISTARSNILLDINA FRÁ PABBA SÍNUM, FINNI TORFA STEFÁNSSYNI TÓNSKÁLDI. ELÍZA GEIRSDÓTTIR, SÖNGKONA KOLRÖSSU KRÓKRÍÐANDI, VAR KÆR- ASTA FRÓÐA Á TÍMABILI OG ALLTAF GÓÐUR VINUR HANS. Á þriðjudaginn voru 9 ár síðan Fróði Finnsson tónlistarmaður lést, aðeins 19 ára að aldri, eftir fjögurra ára baráttu við krabbamein. Fróði skildi eftir sig stóran hóp ættingja og vina, sem hann hafði djúpstæð áhrif á. Hópurinn ætlar að minnast þessa ógleymanlega drengs með tónleikum á næsta ári, þegar tíu ár verða liðin frá fráfalli hans. Hér eru svipmyndir úr viðburðaríkri en allt of stuttri ævi Fróða. |ivarpall@mbl.is SMÁRI TARFUR, SEM SEINNA VAR Í QUARASHI, VAR GÓÐUR VINUR FRÓÐA. FRÓÐI ÁTTI HEIMA Í BANDARÍKJUNUM Í TVÖ ÁR OG STUNDAÐI ÞÁ KNATTSPYRNU. HANN VAR HÁLFGERT LEYNIVOPN, ENDA ÖRVHENTUR OG -FÆTTUR OG GAT KOMIÐ ANDSTÆÐINGUNUM Á ÓVART. MEÐ RAUÐHÆRÐUM VINI SÍNUM 17. JÚNÍ 1979. UPPSTILLT INFUSORIA. KARL GUÐMUNDSSON TROMMARI, SEM SVO VAR Í KOLRÖSSU/BELLATRIX, GÍSLI SIGMUNDSSON BASSALEIKARI OG GUÐJÓN ÓTTARSSON GÍTARLEIKARI VORU MEÐ FRÓÐA Í SVEITINNI. Hægt er að styðja Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna með því að leggja inn á reikninginn 0301-26-545; kenni- tala 630591-1129. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 588 75 55. Heimasíða félagsins er á slóðinni www.skb.is. ÞAÐ TÖLUÐU ALLIR VIÐ MANN „Það hafði alltaf verið stór draumur hjá mér að fara út sem skiptinemi,“ segir Hug- rún Geirsdóttir, sem fór til Prag í Tékklandi á vegum AFS. „Mig langaði til að fara út, ég sjálf, ein og prófa eitthvað nýtt. Sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Mér fannst skiptinemaáætl- unin bjóða upp á góðan möguleika að kynnast menningu landsins sem ég byggi í, nýjum viðhorfum og menningu. Ég elti æv- intýraþrána.“ Hvernig var í Tékklandi? „Það var rosalega gaman og varla hægt að lýsa öllu þessi ferli í stuttu máli. Þetta var náttúrlega ekki alltaf toppurinn. Maður lenti í ýmsu í sambandi við að vera að heiman og án vina, en á heildina litið gerði maður ekkert nema græða á þessu.“ Kynntistu skemmtilegu fólki? „Já, mjög góðu fólki. Bæði krökkunum frá hinum löndunum, öðrum skiptinemum, og fólki í Tékklandi. Einhvern veginn eru viðhorfin ólík því sem tíðkast hér heima. Ég bjó hjá góðu fólki, í góðum skóla og átti góða vini.“ Var ekkert leiðinlegt fólk þarna? „Auðvitað er fólk í meginatriðum eins alls staðar í heiminum. Það er svo misjafnt hvað hverjum og einum finnst leiðinlegt. Ég lenti aldrei í neinum leiðindum.“ Hvað kom þér á óvart við að búa í útlöndum? „Ég var vön því að sjá skiptinema hér heima, hvernig tekið er á móti þeim. Þeir eru oftast einir eða halda sig í hópum, en úti var rosalega vel tekið á móti manni. Það töluðu allir við mann. Ég hélt ég yrði meira ein með sjálfri mér.“ FLYTUR ÚT TIL KÆRASTANS „Mig hafði lengi langað til að fara og komast úr verndaða umhverfinu hér heima,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, sem fór til Hondúras á vegum AUS. „Það hafa allir gott af því að sjá þær hrikalegu aðstæður sem langflestir þarna búa við.“ Hvernig var í Hondúras? „Það tók stundum á, en var líka gam- an og gefandi.“ Hvað var erfiðast? „Til dæmis að sjá börn á götunni að sniffa lím úr glerkrukkum. Sex manna fjölskyldu í einu herbergi og stundum ekkert vatn og ekkert rafmagn.“ Hvernig bjóst þú? „Ég bjó rosa fínt,“ segir hún og hlær. „Maður upplifði tvo aðskilda heima. Fólkið sem búið er hjá þarna úti sendir sín börn frá sér og tekur önnur í stað- inn. Þetta er allt efnafólk sem hefur efni á að senda börnin sín. Við lendum því alltaf hjá efnuðum fjölskyldum. Ég hafði ekki undan neinu að kvarta.“ Kynntistu skemmtilegu fólki? „Já. Ég nældi mér meira að segja í kærasta,“ segir hún og hlær. „Það var breskur strákur sem var að gera það sama og ég. Ég vann líka með frábærum krökkum, sem allir komu frá Evr- ópu.“ Eruð þið enn þá saman? „Ég og kærastinn minn? Já, ég er að fara að heimsækja hann um mánaðamótin, hann kem- ur í nóvember og svo ætla ég að flytja til hans um áramótin.“ Ungt fólk á aldrinum 15 til 25 ára getur kannað þau fjölbreyttu tækifæri sem standa til boða varðandi nám, leik og starf erlendis á kynningu í Hinu húsinu frá 15 til 18 í dag. Fjölmargir möguleikar eru í boði og verður kynning á þjónustu AFS á Íslandi, Alþjóðlegum ung- mennaskiptum (AUS), EES-vinnumiðluninni, Enskuskólanum Bell, Nordjobb, Snorra West-verkefninu, Stúdentaferðum, Ungu fólki í Evrópu og Upplýsingamiðstöð Hins hússins. Hugrún Geirsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir eru á meðal þeirra sem fóru utan síðastliðinn vetur og hafa sögu að segja. |pebl@mbl.is Leiðin út í heim… DRAUMURINN RÆTTIST HJÁ HUGRÚNU Í TÉKKLANDI.HEBA, Í RAUÐA BOLNUM, MEÐ STELPUM SEM HÚN VANN MEÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.