Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 10

Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Raftónlist í Reykjavík FÉLAGARNIR EXOS OG TÓM- AS T.H.X. STANDA FYRIR RAFTÓNLISTARDAGSKRÁ Á VÍDALÍN Í OKTÓBER. Raftónlist verður í fyrirrúmi í október á Vídalín en þeir sem standa fyrir dagskránni eru Arnviður Snorrason, Exos, og Tóm- as Höskuldsson, Tómas T.H.X. Þeir eru báðir tónlistarmenn og plötusnúðar og hafa verið mikilvirkir í því að standa fyrir ýmiss konar tónlistaruppákomum, m.a. undir nafninu 360 gráður. Það sem einkennir dagskrána á Vídalín í október er fjölbreytni en margar raftónlistarstefnur fá þar inni auk hipp hopps. Svo kem- ur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves þarna inní þannig að það er margt í gangi í mánuðinum. Það sem ber einna hæst er end- urkoma hinnar fornfrægu sveitar Ajax en af nógu er að taka. „Við höfðum samband við eigandann og hann var opinn fyrir þessu og til í þetta,“ segir Exos um upphafið. Ein af uppákomunum er kvöld á vegum væntanlegrar út- varpsstöðvar, Yoko.is, þar sem fram koma m.a. Móri og For- gotten Lores. Exos segir að útvarpsstöðin taki til starfa í nóv- ember og eigi eftir að leggja áherslu á raftónlist og hipp hopp. Hann segir að dagskráin gefi góða mynd af því sem er að ger- ast í raftónlist í Reykjavík. „Þetta er það sem er að gerast hjá helstu plötusnúðum og raftónlistarmönnum,“ segir hann en m.a. má heyra á Vídalín í október „drum & bass“, „oldschool“, tæknó, hipp hopp, „progressive“ og „electroclash“. Exos bendir á að Kapital sinni hústónlistinni vel og Pravda sé með poppaðri tónlist þannig að dagskráin á Vídalín leiti á önnur mið. Hver er staðan í raftónlist á Íslandi? „Það eru alltaf fleiri og fleiri tónlistarmenn að koma upp og ekki lengur bara nokkrir stórir toppar.“ Á Vídalín í kvöld spila Exos og Tómas T.H.X. ásamt fleirum og á laugardag verður hipp hopp-kvöld á staðnum. Á laugardags- kvöldið halda Exos og Tómas á Grand Rokk og standa þar fyrir tæknókvöldi með bæði plötusnúðum og lifandi tónlist. Allt um þessa dagskrá og meira til má síðan lesa í dagatalinu hérna fyr- ir neðan. |ingarun@mbl.is NASA DJ Sóley sér um dans- stemmninguna. KK OG MAGGI KK og Magnús Eiríksson spila og syngja í Bíóinu á Akranesi í kvöld en þeir verða í Austurbæ í Reykjavík á laugardagskvöld. Allir tón- leikarnir hefjast kl. 21.00. Um aðra tónleika þeirra má lesa í Stað og stund á Mbl.is. Kapital Margeir ásamt vel völdum gestum. Kapital er nýr skemmtistaður þar sem hústónlistin ræður ríkjum. Fræbbblarnir Fræbblarnir með tónleika á Champions Café og spila ný lög og líka þessi gömlu góðu. Í svörtum fötum Hljómsveitin Í svörtum föt- um með ball á Players í Kópavogi. ÚTÞRÁ Ungu fólki á aldrinum 15–25 ára stendur til boða að kynna sér þau fjölbreyttu tækifæri sem standa til boða varðandi nám, leik og starf erlendis. Kynningin fer fram í Hinu hús- inu, Pósthússtræti 3–5, og stendur frá kl. 15 til 18. V I K A N 3 . - 9 . o k t . LaugardagurFöstudagur GRAND ROKK Rokkararnir í Singapore Sling með tónleika. Kl. 23.30 NORÐURKJALLARINN Nortón hita upp fyrir Maus í Norðurkjallara Mennta- skólans við Hamrahlíð. Metz Margeir snýr skífum eftir kl. 23. Nýr matseðill er kominn í gang. Vinsælustu réttir frá eldri seðli halda áfram og fjölmargir nýir bætast við. Trommuleikur Íslandsmeistarakeppni í trommu- leik fer fram á Grand rokk. Kl. 20 Brimkló á balli Hljómsveitin Brimkló spilar á NASA við Austurvöll. Brimkló heldur síðan á Sel- foss á laugardag og spilar á Hvíta húsinu. Þorir þú í Kung Fú? Strákarnir í Kung Fú ætla að halda uppi stemmningunni á Gauki á Stöng langt fram eftir morgni. Frítt inn alla nóttina. KAPITAL Alfons X, sem er líka þekkt- ur sem Árni Einar, spilar. Neðanþindar ljóðagerð Hagyrðingarnir Hjálmar Frey- steinsson, Björn Ingólfsson, Einar Kolbeinsson, Ósk Þor- kelsdóttir og Friðrik Stein- grímsson skemmta í Íþrótta- húsinu í Hrafnagili. Pétur Pétursson stjórnar og gefur tóninn: Fræg þau eru af gráum glettum og greindin talin lítils verð, en nokkuð góðum ná þau sprettum við neðanþindar ljóðagerð. Kl. 21.30 V Í D A L Í N Thunder records v.s. Electro Clash # 1. Fram koma DJ Grétar, DJ Taktik, DJ Sveinbjörn, DJ Bjargey, Chico rockstar, Exos og Tómas THX. METZ Sverrir Sub spilar eftir kl. 23. Geisladiskurinn Soul Food eftir DJ Andrés er til sölu á Metz og er gefins fyrir matargesti. TÆKNÓ Electric Techno með tæknódagskrá á Grand Rokki milli 23 og 4. Fram koma Exos, Octal, Tómas THX og Oculus Dormans. Hipp Hopp Hipp hopp-kvöld með DJ B Ruff, DJ Magic DJ Fingerprint og DJ Sóley á Vídalín. Þotuliði réttarba Stóðréttir í Víð dalstungurétt o stóðréttarball í Víðihlíð, þar se hljómsveitin Þotuliðið spilar Gaukurinn Tónleikar með Hundred Rea- sons, Mínus og Dáðadrengj- um frá kl. 20.30 til 01.00. Svo sér Á móti sól um að hrista upp í mann- skapnum fram eftir öllu. Lokahóf KSÍ Frakkinn Michel Platini og eiginkona hans, Christele, verða heiðursgestir á loka- hófi KSÍ sem haldið er á laug- ardagskvöld á Broadway. Í minningu JOHNNY CASH Tónleikar til minningar um Jo- hnny Cash í Þjóðleikhúskjall- aranum. Megas, Rúnar Júl., Mínus, Trabant o.fl. DISKÓ- HLJÓM- SVEITIN The Hefn- ers frá Húsavík spilar á Þjóðleik- húskjall- aranum og ætlar að skapa stemmningu í lík- ingu við þá sem ríkti á diskóárunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.