Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3|10|2003 | FÓLKÐ | 11 Lesið í skóg og tálgað í tré Í tilefni af sýningu á tréstyttum Sæ- mundar Valdimars- sonar býður Lista- safn Reykjavíkur til námskeiðs í tré- skurði á Kjarvals- stöðum í dag. Námskeiðsgjald 3.500 kr. Óperan til Vest- mannaeyja Íslenska óperan sýnir óperutvenn- una Madama Butterfly og Ítölsku stúlkuna í Alsír í Höllinni í Vest- mannaeyjum. Tvennan var frumsýnd í Óperunni í vor. Kl. 20 Fimmtudagur Stöð 3 fer í loftið, en það er ný sjónvarpsstöð Norðurljósa sem sér- hæfir sig í gaman- þáttum. Undir- tóna- kvöld á Vídalín Þeir sem fram koma verða Yagya (live), dj Ísar Logi, dj Einóma og Ruxpin. Fimmtudagur Fyrsti skyggnilýsingarþátturinn í íslensku sjónvarpi á Stöð 2 klukk- an 20.00. Umsjónarmaður er Þórhallur Guðmundsson miðill en honum til aðstoðar er Guðrún Möller. Ertu að bíða eftir fréttum að handan? MIÐVIKUDAGUR Djass- tónleikar Kvartett Ómars Guðjóns- sonar gítarleikara spilar á Kaffi list, en með hon- um eru Óskar Guð- jónsson á saxafón, Jóhann Ásmundsson á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Tónleikarnir eru lið- ur í djasstónleikaröð á Kaffi list á fimmtudögum og er ókeypis inn. Fimmtudagur kl. 21.30 Viridiana eftir Luies Bunuel sýnd í Kvik- myndasafni Íslands. Myndin olli miklum deilum þegar hún var frumsýnd árið 1961. Þetta var fyrsta mynd sem Bunuel gerði í heimalandi sínu Spáni í 29 ár. Þrátt fyrir að myndin ynni Gull- pálmann í Cannes var hún ekki sýnd þar fyrr en 16 árum síðar, enda fordæmd af spænskum stjórnvöldum og Vatíkaninu. Hún fjallar um nunnu sem opnar hús sitt fyrir heimilislausum, en þeir bregðast ekki við með því þakk- læti sem hún býst við. Þriðjudagur Kl. 20 Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur fo lk id @ m bl .is Litboltaíþróttin er meinlaus, sé farið að settum reglum og hlífðarbúnaður notaður. Bannað er að fara inn á keppnissvæðið án hlífðargrímu og þess vegna eru alvar- leg slys fátíðari í litbolta en golfi, segir Ragnar Unn- arsson hjá Litbolta ehf. í Kópavogi. Haustin og vorin eru vinsælustu árstíðirnar fyrir þessa íþrótt, en þá koma hópar í stórum stíl til að reyna sig í hertækni. Hverjir koma helst í litbolta? „Fyrirtækjahópar, steggjahópar og skólahópar.“ Þetta er sem sagt hópaíþrótt. Það þýðir ekkert að koma einn til ykkar. „Nei, það er lágmark að átta manns spili leikinn í einu. Annars verðum við að troða viðkomandi inn í aðra hópa og það er stundum erfitt.“ Er mikið um að „byssumenn“ mæti til ykkar? „Já, hermenn af Keflavíkurflugvelli eru mjög duglegir við að mæta. Þarna eru allt öðruvísi reglur en í herþjálf- uninni. Þeir mæta mjög reglulega og það mætti jafnvel kalla þá fastakúnna.“ Er litbolti stundaður allt árið í kring? „Já, en þó mest á vorin og haustin. Þónokkuð á sumr- in þó líka.“ Hvað kostar þátttakan hvern leikmann? „2.900 krónur fyrir dagskrána, sem tekur hátt í þrjá tíma. Í því er innifalinn galli, hlífðargríma, byssa og hundrað kúlur. Svo er hægt að kaupa hundrað aukakúl- ur á 990 krónur, en það er algengt að hver leikmaður kaupi 2–300 kúlur aukalega.“ Þið eruð með grillaðstöðu. „Já, að lokinni dagskrá geta hóparnir fengið sér grill- mat, við erum með aðstöðu fyrir allt að 100 manns. Við erum líka með bjórdælu, ef menn vilja koma með bjór- kút. Svo má nefna að við erum með sérstaka dagskrá fyrir steggja- og gæsahópa, þar sem sá sem er á leiðinni í heilagt hjónaband er klæddur í kanínugalla og hinir fara á skyttirí, eftir þessa venjulegu dagskrá.“ Er ekki sárt að fá boltana í sig? „Nei, það hefur verið orðum aukið. Venjulegur leik- maður, í hlífðargalla, fær afar sjaldan marbletti af því að fá litbolta í sig. Einu sinni spurði tveggja metra hár vaxt- arræktarjötunn mig í fúlustu alvöru hvort þetta væri ekki vont. Þá var erfitt að halda andlitinu.“ |ivarpall@mbl.isB o lt ar í li t Morgunblaðið/Ásdís Væru ekki stríð svo miklu betri, ef notast væri við litbolta, í stað byssukúlna? c, ð á alli i- og í em r. Í fyrsta þætti vetrarins af Mósaík í Sjón- varpinu frumflytur Quarashi nýja út- færslu sína á lagi Jóhanns G. Jóhanns- sonar, Orð, morð úr Poppleiknum Óla. Þriðjudagur kl. 21.25 Að láta ekki baslið smækka sig Heimildarmynd um skáldið og Vestur-Íslendinginn Stephan G. Stephansson. Handrit eftir Sonju B. Jónsdóttur, Salvöru Nordal og Jón Egil Bergþórsson, sem jafn- framt sá um kvikmyndastjórn. Kl. 14:15 Fyndnastur í Kópavogi Fyndnasti maður Kópavogs eftir Þorstein Guðmundsson er fyrsta sunnudagsleikrit Ríkisútvarpsins í vetur. Leikstjóri er Óskar Jónasson. Kl. 13.00 Lífið í St. Pétursborg Tvær heimildarmyndir verða sýndar í bíósal MÍR á Vatnsstíg 10 klukkan 15.00 og fjalla báðar um lífið í St. Pétursborg, sem einnig hefur verið nefnd Petrograd og Len- íngrad. Aðgangur öllum heimill og ókeypis. Kl. 20:45 NIKOLAJ OG JÚLÍA Sýningar hefjast á nýrri átta þátta röð af danska myndaflokknum Nikolaj og Júlía í Sjónvarpinu. Hljómar Hljómar verða með afmælistónleika í Austurbæ kl. 20.00. Þá verða slétt 40 ár liðin frá því að hljóm- sveitin steig fyrst á stokk í Krossinum í Njarðvík. UPPISTANDS- KEPPNI í Leikhúskjallaranum í til- efni af því að Stöð 3 er að fara í loftið. Fyrri undan- úrslit þar sem tveir kom- ast áfram og sér Love Gúrú um kynninguna. Fimmtudagur kl. 21.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.