Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3|10|2003 | FÓLKÐ | 13 Morgunblaðið/Ásdís Fæst ljóðin gamaldags Ljóðið góðir reykpíkingar vann samkeppni í skóla- blaðinu Heimasætunni í Kvennaskólanum í fyrra. Skólaskáldið er Kristín Svava Tómasdóttir og er hún 17 ára. Ertu svolítið að fást við ljóðasmíðar? „Já, svolítið. Ég byrjaði snemma, hef birt ljóðin mín á ljóð.is og tekið þátt í samkeppnum. Ætli ég hafi ekki byrjað að skrifa sögur átta eða níu ára, en eitthvað seinna byrjaði ég á ljóðunum.“ Stefnirðu á að gefa ljóðin út? „Ég er með fullt af ljóðum á ljóð.is, en það hefur líka komið eitt ljóð út eftir mig í smásagnasafni eft- ir unglinga og í skólablaðinu. Svo birtist brot úr ljóðinu sem ég vann með í fyrra í Séð og heyrt. Það var mikill vegsauki,“ segir hún og hlær. „Við sung- um það vinkonurnar í söngvakeppninni í Kvenna- skólanum, þannig að það er til lag við það líka.“ Er þetta ekki dálítið gamaldags? „Það fer nú eftir því hvernig ljóðin eru. Ég held að fæst af mínum ljóðum séu gamaldags. Mörgum finnst gamaldags að yrkja með rími eða stuðlum og höfuðstöfum og hringrími, en maður er lítið í því.“ Eru ljóðin enn leiðin að hjarta hins kynsins? „Ég veit það ekki. Ég hef ekki látið á það reyna hingað til. Það gengur örugglega í einhverjum til- vikum. Ætli það sé ekki persónubundið.“ góðir reykpíkingar reykjavík er píka reykjavík er lífsreynd píka sem fætt hefur af sér tvöhundruðþúsund borgarbörn reykjavík er saklaus píka sem fæðir aðeins eingetin afkvæmi einsog maría mey reykjavík er blaut píka sem þegar upp er staðið býður alla velkomna innri barmar austurstrætis alltaf eins þótt draumar mínir rætist innri barmar austurstrætis ertast við fótspor þín leggöngin hefjast á lækjartorgi þar sem sæðisgulir strætisvagnar bruna í átt að egginu sem bíður með sultardropa í nefi uppá hlemmi reykjavík er píka þú ert snípurinn og ég líka Ljóðin eru flest í formi lagatexta, sem ort eru af Andra Þór Sturlusyni 19 ára skóla- skáldi í Verzlunarskólanum. Fæstu svolítið við ljóðasmíðar? „Já, samt aðallega textagerð, ýmist fyrir mína hljómsveit eða aðrar. Ég er í hljóm- sveitinni Litlir sætir strákar. Það er allur gangur á ljóðagerðinni; fer eftir því í hvernig skapi ég er í. Oftast er skapið ekkert sér- staklega gott og ég heldur pirraður á heim- inum, heimskulegum reglum og fleiru. Mað- ur getur nú samt alveg verið hress líka.“ Ætlarðu að gefa ljóðin út? „Vonandi næ ég einhvern tíma að gefa út geisladiska og þá yrðu lögin mín sungin, vonandi. Það er ekkert stefnumál að gefa út ljóðabók. En kannski safnast þetta upp og þá veit maður aldrei.“ Er ekki svolítið gamaldags að semja ljóð? „Nei, það held ég ekki. Í öllum lögum eru sungin ljóð. Þannig að nei, mér finnst það ekkert gamaldags.“ Eru ljóð ennþá leiðin til að hrífa hitt kynið? „Ég hef nú bara ekki prófað það. Ég held þó að þau dugi skammt. Ef þú ert algjört fífl, þá bjargar þér ekkert ljóð. Sama hversu sniðugt það er.“ Stjórnmálamaður verður til Þegar ég var lítill missti mamma mig á höfuðið. Hún sagði að það væri allt í lagi, því ef ég væri eitthvað eins og pabbi minn, þá myndi ég aldrei nota það. Þegar ég var lítill og saklaus. Sótti mig enginn í leikskólann. Það tekur því ekki sagði pabbi, hann á hvort eð er að fara aftur á morgun. Þegar ég var varla fermdur. Vildi enginn vera vinur minn, því ég átti svo ljót föt. Og leit út eins og dvergur í golfi. En þegar ég verð eldri. Ætla ég að hefna mín á öllum. Verða fjármálaráðherra og hækka skatta. Morgunblaðið/Árni Torfason Ljóð bjarga ekki fíflum bíóvefur mbl.is • Upplýsingar • Sýningar tími • Söguþráður • Myndskeið Kíktu á mbl.is Fylgstu með hvað er að gerast í bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.