Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ með kúlu á endanum. Þeir losna ekki út penslinum og þola upp undir 300 gráða hita sem þýðir að óhætt er að nota þá við grillið svo fram- arlega sem menn eru ekki að pensla kolin. Handfangið er úr burstuðu ryðfríu stáli. Kostar 1.750 kr. í Kokku. Kostir: Þægilegur í notkun, þolir há- an hita og auðvelt að þrífa. Gallar: Engir sérstakir, hugsan- lega finnst einhverjum hann þungur þegar pensluð er 300. bollan. Penslar eru þarfaþing í eldhúsinu en hafa ýmsa meinlega galla. Helsta vandamál við pensla er að þeir fara úr hárum, þ.e. burstahárin losna á endanum og það er ekki kræsilegt að fá slíkt upp í sig. Annað sem tak- markar notagildi pensla er að burst- ahárin eru alla jafna ekki eldþolin, nokkuð sem sumir átta sig skyndilega á þar sem verið er að pensla grill- steikina. Þessi óvanalegi pensill frá danska fyrirtækinu Steel-Function er bráðsniðug lausn því burstahárin eru ekki hár, heldur sílíkonþræðir Hárlaus háhitapensill Sagan segir að fyrir rúmum áratug hafi húsmóðir í Ottawa gripið nýja gerð af raspi sem maðurinn hennar hafði komið með heim með sér, og rifið appelsínu á honum. Raspurinn virkaði svo vel að úr varð ný gerð af rifjárni fyrir eldhúsið. Rifjárn almennt eru þannig gerð að kýld eru göt á stálþynnu og skarp- ar brúnir gatanna eru síðan notuð til að rífa með. Þetta dugir þokkalega við flest það sem þarf að rífa en ým- islegt er erfitt eða ógerningur að rífa með slíku járni. Það virðist aftur á móti hægt að rífa hvað sem er með rif- járninu nýja sem heitir Micro- plane en yfirborð rifjárnsins sé al- þakið hundruðum örsmárra rakblaða. Microplane rifjárnin er hægt að fá í ýmsum stærðum og grófleika eftir því hvað á að gera. Kostar 2.250 kr. í Kokku. Kostir: Rifjárn sem rokkar, rífur allt á mettíma, hart (parmesan) og mjúkt. Ryðfrítt stál og plast, beint í upp- þvottavélina. Gallar: Eftir að hafa prófað járnið var ég hálf hræddur við það, það er svo ótrúlega beitt. Kæri blogger.com…  http://kaninka.net/stefan „Luton og Tranmere mætast í beinni útsend- ingu á Sky á mánudagskvöld eins og fram hefur komið á þessari síðu. Af þessu tilefni hefur stuðningsmannaklúbbur Luton í Noregi ákveðið að safnast saman á bar í Osló. Þangað mæta á fjórða tug Luton-manna, sem sumir hverjir koma alla leið frá Tromsö – það er þriggja tíma flug… Eru einhverjir Luton-menn á Akureyri sem nenna að skjótast suður til að horfa á leikinn með mér?“ 1. október 14.11  http://vera.hobbiti.is/ „Að sjálfsögðu þegar ég sest niður og ætla að vera hrikalega dugleg að klára stóra samkeppn- isréttarverkefnið mitt, þá bókstaflega GET ég ekki hugsað um neitt annað en lag sem ég heyrði fyrir óralöngu síðan... og ég bara ÞARF að fá þetta lag – fullnægja hlustiþörfinni – og SVO get ég kannski byrjað að skrifa. Þetta er hrikalegt ástand… urrr… kannski ég fari fram og nái mér í kaffibolla nr. 3 á meðan ég stari stjörfum augum á kazaað!“ 1. október 11.34  http://www.mikkivefur.is/gunni/ „Jæja, þá er dómur fallinn í bili: Ég er enn B- dómari. Ég verð að viðurkenna að ég er svekktur yfir því, en nú er bara málið að nota þetta sem hvatningu og bíða rólegur eftir að glufa mynd- ist, sem mér verði boðið að fylla upp í. Ég þyk- ist vita hvað vantar upp á hjá mér, og hlýt því að leggja hart að mér við að lagfæra það á næstu dögum, vikum og mánuðum.“ 1. október 10.39  http://brynja.klaki.net/dagbok/ „OMG! Ég hef loksins smá tíma aflögu til að reyna að klára þessa helv.andsk.drasl-ritgerð, og þá allt í einu virkar ekki vefpóstur HÍ!?!?!?!?! Og þá get ég ekki nálgast breyttu ritgerðina sem yfirmaðurinn minn sendi mér!?!! Og þá er ég í djúpum skít af því ég hef aldrei á ævi minni haft jafn mikið að gera og ég hef í hreinskilni sagt ekki hugmynd um hvernig ég á að komast yfir allt og halda samt geðheilsu minni?!!?!!?!? AAARRRRRG.“ 28. september 12.37  http://solrunosk.blogspot.com/ „Fékk furðulegt símtal í fyrradag. Vona að það hafi verið símaat. Símtal frá einhverjum kalli sem sagði að ég hefði verið að hringja í hann og varð alveg brjálaður þegar ég sagði að þetta hlyti að vera einhver misskilningur (og baðst af- sökunar, svona ef þetta skyldi vera rétt). Hann varð alltaf æstari og æstari og þá fór ég bara að hlæja, hann fór þá að tala spænsku inn á milli, kallaði með senjorítu og var með hótanir. Sagðist vera læknir (I’m a doctor so don’t mess with me???) og ætla að hringja í lögfræð- inginn sinn. Ég skellti á á endanum en mikið svakalega vona ég að þetta hafi verið einhver sem ég þekki að fíflast.“ 1. október 9.12  http://www.simnet.is/campdavid/bla/ „Oh man! Heldurrað hels dévaffdéspilarinn hafi bara ekki dáið akkúrat þegar ek er með Boss’ Daughter, Head of State, Dreamcatcher, Matrix Reloaded, Ædentity, Wrong Turn, Ammmríkan Pæ 3, Legally Blonde 2, Kallaengla 2 ok Túm- reidertvö að láni… fokkfokkfokk… þarf barasta að kaupa nýjan spilara á morgun, nema að það sé einhver góðhjörtuð sál haddna úti sem á lif- andi spilara og vill ættleiða mig næstu vikuna eða svo.“ 30. september 21.56 Heimasíða listamannsins Bjadddna Hell, this.is/ herrahelviti, er vissulega meðal þeirra frumlegri. Bjadddni fæst við flest listform; ljósmyndun, list- málun, gerð sjónvarpsmynda, tónlistarmyndbanda, geisladiskahulstra, listaverka á boli, veggspjalda, og afbökun vörumerkja, svo eitthvað sé nefnt. Bjadddni hefur gert myndbönd fyrir ýmsar hljóm- sveitir, eins og Botnleðju og Maus. Sjón er sögu rík- ari: this.is/herrahelviti. Beint úr helvíti VEFS ÍÐAN 200.000 NAGLBÍTAR – HJARTAGULL Akureyrska sveitin 200.000 naglbítar sendir á mánudag frá sér sína þriðju breiðskífu sem ber heitið Hjartagull. Kjarni hljómsveitarinnar er bræðurnir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir sem hafa spilað saman í tíu ár, fyrst í þungarokk- hljómsveitinni Askur Yggdrasils, þá í 200.000 naglbítum. Askur Yggdrasils gaf út eina snældu 1994 og Naglbítarnir tóku upp tíu laga plötu á ensku 1995, áttu lag á Spírum 1997, gáfu úr Neondýrin 1998, Vögguvísur fyrir skuggaprins 2000 og svo kemur Hjartagullið eftir helgi. BUBBI MORTHENS – 1 .000 KOSSA NÓTT Á 1.000 kossa nótt er Bubbi á álíka slóðum og á Sól að morgni sem kom út á síðasta ári, syngur um fjölskylduna, hamingjuna og lífið. Líkt og á síðustu plötu eru víða á plötunni vísanir í eldri verk hans og ekki síður í verk þeirra tónlistar- manna sem höfðu áhrif á hann þegar hann var að feta sig af stað á tónlistarbrautinni. THE ITALIAN JOB (PS2/XBOX) – E IDOS Með frægustu glæpamyndum Breta er The Italian Job sem varð gríðarlega vinsæl á sjöunda áratugnum. Hún var endurgerð fyrir stuttu, tals- vert breytt, en þykir ekki síður vel heppnuð. Líkt og alsiða er um spennumyndir sem eru líklegar til vinsælda gerði Eidos tölvuleik byggðan á myndinni sem heitir einmitt The Italian Job. Hægt er að spila leikinn ýmist eftir söguþræði myndarinnar, glíma við þrautir í honum og svo fara í hreinræktaðan kappakstur. NICK COHEN – PRETTY STRAIGHT GUYS Tony Blair stóð í ströngu í vikunni á landsfundi Verkamannaflokksins breska. Hann ber öðrum fremur ábyrgð á að eyðimerkurgöngu flokksins lauk fyrir sex árum en þá hafði hann endurnýjað stefnuskrá flokksins og sótt fram undir nafninu New Labour. Nick Cohen er einn þeirra sem sáu í hillingum hvernig Verkamannaflokkurinn myndi skapa nýtt þjóð- félag og því einn þeirra sem finnst hann svikinn vegna þess að nýja þjóðfélagið er eins og það gamla. Einskonar samtímasaga um brostnar vonir og pólitíska tækifærismennsku. J. RANDY TARABORRELLI – MICHAEL JACKSON: THE MAGIC AND THE MADNESS Um Michael Jackson má segja að ekkert sé of sérkennilegt til að vera satt. Legíó bóka hefur komið út þar sem sögð er saga Michaels Jack- sons frá ótal hliðum, en þessi bók Taraborrelli byggist á marga ára rannsóknum. Fyrsta útgáfa hennar kom út fyrir rúmum áratug en skammt er síðan Taraborrelli, sem er meðal annars frægur fyrir ævisögur Madonnu, Diana Ross og Grace Kelly, endurskrifaði stóran hluta bókarinnar. Meðal annars kemur fram í bókinni að samfarir þeirra Lisu Marie Presley og Jacksons hafi verið góðar og að hann hafi verið mikill foli í rúminu, en aldrei mátti víst kveikja ljósið. OUTKAST – SPEAKERBOXXX/THE LOVE BELOW Rappsveitin Outkast hefur náð langt fyrir það hve ólíkir þeir eru tónlistarmenn Andre 3000 og Big Boi. Á nýrri skífu sinni, sem kom út í vikunni, eiga þeir hvor sinni diskinn, Andre 3000 á The Love Below og Big Boi Speakerboxxx. Kemur ekki á óvart að The Love Below er mjög fjölbreytt plata full af fönki og sálartónlist sem kryddað er með djassi, en Big Boi er aftur á móti jarðbundnari og betri þegar upp er staðið, hann er ekki að reyna að vera öðruvísi en hann er. Norah Jones kemur við sögu í einu lagi á The Love Below, en á Speakerboxxx er fullt af gestum. DAVID HOLMES – FREE ASSOCIATION Let’s Get Killed er jafnan talin með helstu danstónlistarplötum síðasta áratugar, en hún kom út 1997. Síðan hefur David Holmes verið ið- inn við ýmiskonar útgáfustarf, meðal annars gef- ið út aðra tónlistarmenn. Á Free Association kem- ur hann fram með hljómsveit sinni og tónlistin er fyrir vikið ekki eins ævintýraleg og oft áður. |arnim@mbl.is ÚTGÁFAN AMPLITUDE (PS2) – SONY COMPUTER ENTERTAINMENT Meðal forvitnilegustu leikja síðasta árs var leikurinn Frequency sem sameinaði tónlist og spennuleik. Leikandi stýrði fari eftir áttstrendum göngum þar sem hann átti að tína til sín hljóma sem urðu á vegi hans og setja þannig saman lög. Stiga- gjöf fór eftir því hve flókið lagið var og hve langan tíma tók að setja það rétt saman. Einnig var hægt að endurhljóðblanda lög. Í vikunni kemur þessi leikur í nýrri og mik- ið endurbættri útgáfu, kallast nú Ampli- tude, þar sem meðal annars er að finna lag eftir Quarashi. Í Amplitude eru 25 lög í ýmsum stíl- brigðum sem hægt er að setja saman í leiknum, lög með POD, Garbage, Quar- ashi, Run-DMC, Weezer, Pink, Papa Roach, Slipknot, blink-182 og Akroba- tik, svo dæmi séu tekin, en Quarashi- lagið, Baseline, er þriðja lagið sem leik- andi rekst á í fyrsta borði og það erf- iðasta í því borði. Leikurinn er flókinn og tíma tekur að komast inn í hann en eftir það kemst ekkert annað að. Færni í hon- um byggist á viðbragðsflýti og takt- tilfinningu, þeir sem ekki geta dansað ættu kannski að spá í eitthvað annað. Hægt er að spila leikinn yfir Netið ef menn eru með Nettengda PS2-tölvu, en einnig geta margir spilað samtímis. Quarashi í tölvuleik Piparkvörn er ekki bara piparkvörn, í það minnsta ekki ef maður er með Peugeot-kvörn í höndunum. Peugeot-kvarnirnar eru með lífstíð- arábyrgð sem nær yfir allt nema ryð, slit meðtalið. Kvarnarhúsið er hægt að fá í ýms- um útfærslum, sú sem prófuð var úr burstuðu stáli, mjög eiguleg og traust, þung í hendi, en hægt er fá kvarnir með hús úr ýmsum viðarteg- undum og glæru plasti. Sjálf kvörnin er úr hertu stáli. Tennur á kvarnarhlut- unum, þ.e. innri og ytri hluta kvarnarinnar, nuggast aldrei saman og halda fyrir vikið skerpu sinni, enda eru þær ekki að naga hver aðra og sáldra stál- salla í matinn. Kostar 8.400 kr. í Kokku. Kostir: Piparkvörn sem aldrei missir bitið, ekki er hægt að fara fram á meira. Fer líka vel á borði. Gallar: Koma væntanlega ekki í ljós fyrr en eftir lífstíðarnotkun. Læt vita. Peugeot piparkvörn Rifjárnið ógurlega GRÆJURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.