Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3|10|2003 | FÓLKÐ | 15 SEX HNÝSILEGUSTU  Hetjan/Hero (2002). Einn allra merkasti leik- stjóri Kína, Zhang Yimou (Blóðakrar, Rauða luktin, Sagan af Qiu Ju m.a.) kannar hefðbundnar kínversk- ar hetjuímyndir með fornri sögu af banatilræði við fyrsta keisarann í Kína, Chin Shi Huan Di. Leikhóp- urinn ekki af verri endanum, bardagahetjan Jet Li, Tony Leung og Maggie Cheung. Zhang Yimou er einkar vandaður leikstjóri með mikla tilfinningu fyrir litum og angan umhverfis og næman mannskilning. Tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe, verð- launuð m.a. í Berlín.  Fíllinn/Elephant (2003). Gullpálmahafi síðustu Canneshátíðar byggir sum- part á þeim hræðilegu atburðum sem urðu í gagn- fræðaskóla í bandaríska bænum Columbine fyrir nokkrum árum þegar tveir nemendur hófu skothríð á félaga sína og kennara. Höfundurinn Gus van Sant (My Own Private Idaho, Good Will Hunting) fylgist með hvunndegi tíu nemenda sem endar því miður ekki hversdagslega. Í senn drama og ádeila.  Dogville (2003). Myndir danska ólíkindatólsins Lars von Trier eru sannarlega ekki allra en það er engin leið að láta þær fram hjá sér fara. Þessi fyrsta mynd hans eftir Dancer in the Dark er alþjóðleg samframleiðsla með stjörnum á borð við Nicole Kidman, Harriet And- ersson, Lauren Bacall, Paul Bettany, James Caan o.m.fl. Kidman leikur konu á flótta undan glæpa- mönnum sem leitar athvarfs hjá íbúum bandarísks smábæjar. Afar sérkennilega sviðsett eins og von Triers er von og vísa. Fyrsti hluti þríleiks hans um Bandaríkin, land tækifæranna.  Ljótir fallegir hlutir/ Dirty Pretty Things (2003). Spennandi drama frá einum fjölhæfasta leikstjóra Breta Stephen Frears (The Hit, High Fidelity, My Beautiful Laundrette) um innflytjendur í London sem lenda í háskalegri atburðarás á skuggalegu hóteli þar sem þau starfa. Hefur unnið til fjölda verðlauna. Meðal leikara eru Audrey Tatou (Amélie) og Sergi Lopez (Harry kemur til hjálpar).  Adam/Young Adam (2003). Ewan McGregor þykir vera í sínu besta formi í þess- um skoska rökkurkrimma þar sem hann leikur ut- angarðsmann sem kemst í hann krappan þegar hann og félagar hans finna lík ungrar konu. Meðal annarra leikara eru Tilda Swinton og Peter Mullan. Þessi mynd leikstjórans Davids Mackenzie hefur vakið mikla athygli og hrifningu, m.a. á Edinborg- arhátíðinni í haust.  Þrettán/Thirteen (2003). Sannleikurinn um bandarískar unglingsstúlkur eins og hann er afhjúpaður í þessari mynd leikstjórans Catherine Hardwicke ku vera sá að þær séu gjör- samlega hamslausar gangandi tímasprengjur, á kafi í dópi, sexi, svikum og prettum. Hardwicke samdi handritið með þrettán ára stúlku, Nikki Reed, sem einnig leikur eitt aðalhlutverkanna, ásamt Ev- an Rachel Wood og Holly Hunter. Hefur verið líkt við Kids eftir Larry Clark. OG EIN UTANBORÐS  Rannsókn á huliðsheimum/Enquete sur le monde invisible (2002). Þessi franska heimildarmynd eftir Jean-Michel Roux um óljós mörk/engin mörk milli hins yfirnáttúrulega og náttúrulega á Íslandi er einhver magnaðasta og fal- legasta kvikmyndaupplifun ársins. Einstaklega lífrænt samspil stórbrotinnar myndatöku, ekki síst af náttúrunni, tónlistar, áhrifahljóða og skemmtilega „leik- stýrðra“ viðtala við Íslendinga sem standa á fyrrnefndum mörkum. Mynd sem andar eins og lifandi vera, þessa heims og annars. Og Hótel Borg verður aldrei söm í huganum. Sýnd hjá Filmundri í Háskólabíói á aðeins þremur sýningum. Nú þegar prýðilegar leifarnar af Bresku bíódögunum eru að hverfa af veisluborðum í Háskólabíói er tjaldað til nýrrar hátíðar í Regnboganum. Þar koma réttirnir úr fleiri áttum en frá Bret- landi, alls þrettán talsins, héðan og þó einkum þaðan, léttir og þyngri, en allir forvitnilegri en obbinn af venjubundnu bíósnarlinu, sem yfirleitt er enn bragðminna og flatara en poppkornið í sælgætissölunni. Þessi tilþrif kvikmyndahúsanna í Reykjavík eru því mikið fagnaðarefni, ekki síst þegar Kvik- myndahátíð í Reykjavík liggur enn í láginni. Eitt sinn var hún elsta samfellda kvikmyndahátíð Norð- urlanda en núna hefur þráðurinn slitnað og búturinn legið niðri í nokkur ár, sem satt að segja er óskiljanlegt klúður. Vonir standa þó til að senn verði þráðurinn tekinn upp að nýju. Þangað til eru svona hátíðartilþrif einstakra bíóa ómetanleg, þótt óneitanlega sé það sérkennileg staða að þau telji sem næst einu leiðina til að sýna myndir annars staðar frá en frá Bandaríkjunum vera að sýna nokkrar saman í kippu undir einum hatti. Í raun og veru ætti að vera sjálfsagður hlutur að sýna reglulega og í viku hverri nýjar „útlendar myndir“, eins og okkar ameríkaniseruðu unglingar eru farnir að kalla aðrar myndir en amerískar. Þetta er sjálfsagður hlutur í öðrum norrænum höf- uðborgum, svo dæmi séu tekin. Íslendingar eru ekki öðruvísi en aðrar Norðurlandaþjóðir, en ís- lensk kvikmyndahús eru í þessu öðruvísi, því miður. Vonandi stendur það til bóta en á meðan er fjarri mér að vanþakka þessar ágætu mini-hátíðir. Þakka skal það sem vel er gert. Og þótt á Kvik- myndahátíð Eddunnar, sem í dag hefst í Regnboganum, sé ekki beinlínis afmarkaður heild- arsvipur er hnýsilegur svipur á hverri og einni mynd. Að minnsta kosti helmingurinn er ómissandi. SJÓNARHORN ÁRNI ÞÓRARINSSON „Þú skalt aldrei halda partí ef fyrir liggur að þú sjálfur verður forvitnilegasti gesturinn,“ sagði hanastélsráð- gjafinn. Nú liggur fyrir að í Regnboganum frá og með deginum í dag og til 19. október verður boðið til partís fyrir kvikmyndaáhugamenn þar sem þeir verða örugglega ekki það forvitnilegasta á svæðinu. VALIÐ AF VEISLUBORÐI Það er engum blöðum um það að fletta að Edinborg er fögur borg. Ég hef að vísu aldrei séð hana nema að hausti til en ég get varla ímyndað mér að hún verði mikið fallegri. Sjáum samt til. Eins og þeir fjölmörgu Íslendingar geta vitnað um sem hing- að hafa lagt sína leið er ótal margt sem gleður augað í borg- inni. Hún hvílir á gömlum merg og má segja að hvert götuhorn eigi sér langa og merka sögu sem birtist ekki síst í hinum reisulegu byggingum sem bæinn prýða, en í þeim flokki fer Ed- inborgarkastali að sjálfsögðu fremstur. Raunar hefur annað hús verið í sviðsljósinu hér síðustu daga og vikur, öllu yngra, fyrir sakir sem Íslendingum eru ekki ókunnar. Árið 1997 samþykktu Skotar í þjóðaratkvæðagreiðslu að koma á fót eigin löggjafarþingi sem tók svo til starfa tveimur árum síðar. Vitanlega verður slík samkunda að eiga sér sama- stað í viðeigandi húsakynnum og 1998 var brugðið á það ráð að efna til samkeppni um hönnun nýs þinghúss. Katalónski arkitektinn Enric Miralles varð hlutskarpastur en hugmyndina að tillögu sinni fékk hann eftir að hafa séð árabáta liggjandi á hvolfi á nálægri strönd og tekur útlit hússins mið af því. Vandi fylgir hins vegar vegsemd hverri, opnun hússins hefur dregist úr hömlu sem helgast fyrst og fremst af því allar kostn- aðaráætlanir hafa verið látnar lönd og leið og opinberum fjár- munum eytt á þann hátt sem ég hélt að Íslendingar væru einir færir um. Nýjasta dæmið eru gluggarnir á skrifstofum þingmannanna 129 en komið hefur í ljós að hver þeirra kost- ar rúmar tvær milljónir króna. Hefur þetta valdið mikilli hneykslan meðal almennings og í kjölfarið hafa nokkrir þingmenn reynt að slá sér upp á mál- inu með því að bjóðast til að láta setja „venjulega“ glugga í sínar skrifstofur. Af þessu má ráða að ekkert er til sparað við byggingu þing- hússins og ekki að sjá að þar fari þjóð sem á að vera annáluð fyrir nísku. Þessi ó-níska birtist raunar víðar, til dæmis í við- skiptum okkar hjónaleysanna við hérlendar bankastofnanir sem beinlínis skirrast við að veita sparifé okkar viðtöku. Ég hafði reyndar haft af því spurnir að ekki væri hlaupið að því fyr- ir útlendinga að stofna bankareikning á Bretlandseyjum og skipti engu máli þótt ekki væri sóst eftir neins konar lána- vilyrðum heldur eingöngu geymslustað fyrir reiðufé. Eðlilega ákvað ég því að láta betri helming- inn, handhafa bresks vegabréfs, alfarið um þessi mál. Eftir rúma klukkustund á skrif- stofu útibússtjórans, útfyllingu ótal eyðu- blaða og ljósritun skjala á borð við vegabréf, leigusamning og staðfestingu skólavistar fékkst samþykki fyrir opnun sparisjóðsreikn- ings án yfirdráttarheimildar með þeim fyrir- vara að bankastjórinn legði blessun sína yfir ráðahaginn. Nú, tæpum tveimur vikum síðar, bólar ekkert á reikningnum en þó er búið að láta konuna mína vita að hún geti fengið út- tektarkort fyrir hraðbanka eftir nokkrar vikur – „ef hún stendur sig vel“ eins og það var orðað. Manni verður ósjálfrátt hugsað til íslenskra fjármálastofnana sem blátt áfram þröngva upp á mann lánum og hvers kyns gylliboðum ef maður fæst til að geyma svo mikið sem tíu krónur á reikningi hjá þeim. Þjóð sem reisir sér þinghús af slíkum rausnarskap og þver- skallast við að taka við peningunum manns, er hægt að saka hana um nánasarskap? LÍFIÐ Í EDINBORG SVEINN GUÐMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.