Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Hrollvekjur hafa trónað efst á vinsælda- listum bandarískra kvikmyndahúsa und- anfarnar vikur af einhverjum hrollvekj- andi félagslegum ástæðum. Fyrst komu þeir fjandvinir Freddy og Jason sér þar fyrir um miðjan ágúst og héldu velli í tvær vikur þar til mannætan í Jeepers Creepers 2 flaug á tindinn, en öðrum blóðveislum eins og Cabin Fever og hinni bresku 28 Days Later hefur einnig vegnað vel. Um þarsíðustu helgi hreiðr- uðu vampírurnar og varúlfarnir í Under- world um sig á toppnum og færðu eig- endum sínum strax á fyrstu þremur dögunum allan útlagðan kostnað eða 22 milljónir dollara. Underworld er fyrsti aðsóknar- smellurinn sem breska leikkonan Kate Beckinsale er í forystu fyrir. Beckinsale er vanari fínlegum rómönsum en blóð- sugubaði og tæknibrelluhasar, enda varð hún fyrst almenningseign fyrir að- eins tveimur árum þegar hún lék hjúkr- unarkonu sem tveir hermenn verða ást- fangnir af í stríðsskellinum mikla Pearl Harbor. Og Underworld markar enn önn- ur tímamót í lífi og ferli leikkonunnar – hún varð sjálf ástfangin af höfundinum, bandaríska leikstjóranum Len Wise- man, og skildi við barnsföður sinn, breska leikarann Michael Sheen eftir næstum áratugar samband, en hann leikur einnig í myndinni. Þegar Kate Beckinsale fékk handritið að Underworld sent fannst henni ekki aðeins að verkefnið biði uppá ný og öðruvísi leikátök heldur tók hún eftir því að teikningar Wisemans af persónunni líktust henni. „Samt teiknaði hann myndirnar fjórum árum áður,“ segir hún furðu lostin og sér ekki gegnum plottið. LEIKLIST Í BLÓÐINU Þótt Kate Beckinsale hafi fram að hlutverki vampírunnar í Underworld virk- að frekar fáguð og fínleg upp á breska móðinn fer því fjarri að hún sé svona óskaplega pen í raun og veru. Fræg er sagan af því þegar leikstjóri nokkur neyddi hana til að leika nakin í atriði án þess að dramatíkin krefðist þess. Beck- insale svaraði fyrir sig með því að pissa í hitabrúsa mannsins. „Ég var 18 ára,“ segir hún og þrengir þar með hringinn ef menn nenna að tékka. „Mér fannst ég vera misnotuð og gat ekkert annað gert við því en spræna í teið hans.“ Hún hefur einnig lýst því yfir opinberlega að hún vilji helst ekki vera í nærbuxum. Og eins og þetta sé ekki nógu skelfilegt þá iðr- ast hún einskis. „Vandinn er sá að ég er óstjórnlega heiðarleg og hef aldrei gert neitt sem ég sé eftir.“ Og eflaust sér hún núna ekki eftir því að hafa fetað í fótspor foreldra sinna út á leiklistarbrautina, leikkonunnar Judy Loe og leikarans Richards Beckinsale, sem var vinsæll í bresku sjónvarpi á 8. áratugnum en lést úr hjartaslagi þegar Kate var fimm ára, aðeins einu ári eldri en hún er núna, þ.e. þrítug. Hún hafði sem unglingur fengist við skáldskap og lagði stund á bókmenntir í háskóla áður en hún hellti sér út í leiklistina. Það var Kenneth Branagh sem gaf henni fyrsta stóra tækifærið í Shakespearemynd sinni Much Ado About Nothing/Ys og þys út af engu (1993), en þá var hún tví- tug. Síðan komu rómansar eins og hið velheppnaða búningadrama Emma (1997) og misjafnlega rómantískar gamanmyndir eins og sú skondna Shooting Fish (1997), diskódrama Whits Stillman The Last Days of Disco (1998) og harðsnúnara drama, Broke- down Palace (1999) um tvær banda- rískar stúlkur sem gripnar eru við heró- ínsmygl í Taílandi. Kate Beckinsale stóð sig með ágæt- um í öllum þessum myndum og reyndar fleirum en hún var ekki sérlega eftir- minnileg og ekki á hvers manns vörum. Það er hún núna, býr í Hollywood með Wiseman leikstjóra, og hefur nóg að gera, m.a. að leika Hollywoodgyðjuna Ava Gardner í mynd Martins Scorsese um Howard Hughes. Og, reyndar, leikur hún blóðsugubana í annarri væntanlegri hrollvekju, Van Helsing. Svona er að fá „blod på tanden“. |ath@mbl.is FR UM SÝ NT Breska leikkonan Kate Beckinsale er harðsnú- in vampýrustríðskona í aldalöngum átökum við varúlfaflokka í banda- ríska hrollvekjuhas- arnum Underworld, sem frumsýndur er hér- lendis um helgina. Í miðju blóðstríðinu skapast gotneskar ást- ir með henni og grand- vörum friðarsinna og eru þá góð ráð blóðug. BÍTTU MIG, ELSKAÐU MIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.