Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 18

Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Myndin Seabiscuit hefur fengið fínar viðtökur almennings og gagnrýnenda í Bandaríkjunum og sýnir kannski að ástandið þar núna sé ekki langt frá líðan þjóðarinnar á kreppuárunum. En kannski er myndin bara svona góð. Sagan er í það minnsta óvenjuleg. Eigandi Seabiscuit Charles Howard (Bridges) hafði unnið fyrir sér við reiðhjólaviðgerðir en svo dottið í lukkupott- inn með bifreiðasölu í vesturríkjunum. Þegar þau viðskipti hrundu eins og margt annað ákvað Howard að snúa sér að þarfasta þjóninum, hinum ólán- lega Seabiscuit sem hann átti fyrir. Hann tók höndum saman við hálfblindan fyrrum hnefaleikakappa Red Pollard (Maguire) og gerði hann að knapa og fékk afdankaðan sýningarkúreka Tom Smith (Cooper) til að þjálfa hestinn. Og bandarísk alþýða fylgdist dolfallin með því hvernig Seabiscuit varð keppnishestur á veðreiðum og að lokum Hestur ársins 1938. Sagan af Seabiscuit var áður kvikmynduð með öðrum efnistökum árið 1949 og var barnastjarnan Shirley Temple þá í aðalhlutverkinu. Núna er það leikstjórinn og handritshöfundurinn Gary Ross sem heldur um taumana á hrossinu en hann hefur áður leikstýrt einni mynd, hinni afar athyglisverðu og óvenjulegu Pleasantville (1998), sem tengdi með skemmtilegum hætti bandarískt alþýðulíf og sjónvarpslíf og hafði einnig Tobey Maguire í aðal- hlutverki. Ross er mikill áhugamaður um veðreiðar og heillaðist af þessari sögu þegar hann las grein um hana eftir Laura nokkra Hillenbrand. Hún hafði skrifað metsölubók um efnið, Seabiscuit, An American Legend sem varð grundvöllur kvikmyndahandritsins. Ross sló í klárinn og segir söguna af sigurgöngu hans eins og örlagasögu aðalpersónanna og bandarískrar al- þýðu. |ath@mbl.is Hestöfl þarfasta þjónsins FR UM SÝ NT Þegar kreppan skall á Bandaríkjunum undir lok 4. áratugar síðustu aldar skapaðist mikil þörf hjá þjóðinni fyrir flótta- leiðir til að gleyma eymdinni og vökva lífsblómið, þörf fyrir afþreyingu, draumaveröld og hetjur. Veðreiðar urðu ein vin- sælasta afþreying þessara ára og ein skrýtnasta alþýðu- hetjan varð lágvaxinn og lítilfjörlegur hestur að nafni Sea- biscuit. Hann er titilpersónan í sannsögulegu hestadrama sem frumsýnt er hérlendis um helgina með Tobey Maguire, Jeff Bridges og Chris Cooper í aðalhlutverkum. HROSSATAÐ Á TJALDINU Hestar hafa einkum gegnt því hlutverki á hvíta tjaldinu að hossast með kúreka og indjána í vestr- unum, auk ýmissa annarra farþegaflutninga. En framlag þeirra til kvikmyndanna hefur verið með ýmsum öðrum hætti. FYNDNAST: Artúr konungur og riddarar hans ríða um héruð á ósýnilegum hestum á meðan þjónar skella saman kókoshnetum til að líkja eftir hófataki í Monty Python and the Holy Grail. NÆSTFYNDNAST: Alex Karras slær hross í rot í Blazing Saddles. ÓHUGNANLEGAST: John Marley vaknar upp við blóðugan hestshaus sem fyrirboða um maf- íuhefnd í The Godfather. En margar bíómyndir fjalla elskusamlega um ástir hesta og manna. Dæmi:  My Friend Flicka (1943). Hestur gegnir hlutverki uppeldistækis og á að kenna óþekktarorminum Roddy McDowall ábyrgðartilfinningu.  National Velvet (1944). Elizabeth Taylor tólf ára leikur ensku stúlkuna Velvet sem vinnur hest í happdrætti og vill að hann keppi í veðreiðum. Gömul og góð fjölskyldumynd með Mickey Rooney sem hjálparkokk. Endurgerð sem Inter- national Velvet.  The Black Stallion (1979). Fallega filmuð saga af vináttusambandi hests og drengs sem komast lífs af þegar skip strandar. Mickey Rooney aftur hjálparkokkur. Mynd Carrols Ballard gat af sér framhald fjórum árum síðar.  The Man From Snowy River (1982). Ágæt áströlsk sveitasaga þar sem ung bóndadóttir fær vinnu- mann til að hjálpa sér á laun við að ríða rándýr- um fola föður síns.  The Horse Whisperer (1998). Robert Redford sem eins konar hestageðlæknir reynir að veita stúlku og hrossi hennar áfallahjálp og taka sig vel út í sólgylltum bjarma á meðan. Óvart fyndin. Spy Kids 3 er nánast öll í þrívídd og það hefur ekki gerst í fleiri ár,“ Jón Gunnar Geir- dal, markaðsstjóri á kvikmyndadeild Norðurljósa. „Ég fór trekk í trekk í Kópavogsbíó þegar ég var yngri, en þá var verið að sýna þrívíddarmyndir. Ég man ekki eftir því síð- an þá, nema örfáum mínútum í lokin á einni af Nightmare On Elm Street-myndunum.“ Hann segir að þarna sé ný kynslóð að kynnast þrívídd. „Myndin gerist í tölvuleik, þannig að sýndarveruleikinn er gargandi framan í mann. Textinn kemur vel fram og það er tekið fram í myndinni hvenær áhorfendur eiga að setja upp gleraugun, en þá færist myndin inn í tölvuleikinn. Þriðja myndin var vinsælust af öllum þremur Spy Kids-myndunum.“ Nánast öll í þrívíddÍ þriðju mynd Roberts Rodriguez um njósnafjölskylduna Cortez situr Carmen (Alexa Vega) föst í sýndarveruleika sem hannaður er af nýjasta andstæðingi krakkanna, Leikfangasmiðnum (Syl- vester Stallone) og þarf Juni (Daryl Sabara) ekki aðeins að bjarga systur sinni úr klóm hans heldur veröldinni allri, rétt eina ferðina. Antonio Banderas og Carla Gugino sem foreldrarnir reyna að viðhafa lágmarks uppeldi. Spy Kids 3-D: Game Over er frumsýnd hérlendis um helgina. Sýnd(arveruleika) veiði – en ekki gefinFR UM SÝ NT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.