Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 19

Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3|10|2003 | FÓLKÐ | 19 Fróðlegt verður að sjá McGregor og Zellweger í dæmigerðum Cary Grant- Katharine Hepburn/Rock Hudson-Doris Day/Meg Ryan-Tom Hanks- hlutverkum. Renee Zellweger hefur þegar sannað getu sína í gamanleik, ekki síst með Bridget Jones, en McGregor hefur yfirleitt farnast betur í dramatískum jaðarhlutverkum. Þaðan kemur hann, þótt laglegt andlit hans sé hæfilega sviplítið eða eigum við frekar að segja hlutlaust til að- lögunar að nánast hverju sem er. Þessi rúmlega þrítugi Skoti hefur á aðeins tíu árum komist í fremstu röð sinnar leikkynslóðar, beggja vegna Atlantshafsins. Það voru foreldrar hans, bæði kennarar, sem hvöttu hann að lokinni grunnskólagöngu til að leggja leiklistina fyrir sig svo hann yrði ekki óhamingjusamur og eirð- arlaus og frændi hans, leikarinn Denis Lawson, varð honum einnig hvatning. Hann gerðist fyrst sviðsmaður í leikhúsi í bænum Perth en síð- an lá leiðin í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann í London. Allt frá því ferill hans hófst í leikhúsi, sjónvarpi og bíómyndum í byrjun 10. áratugarins hefur Ewan McGregor mest leikið í óháðum lágverðs- myndum, ekki síst breskum (sjá t.d. Young Adam sem sýnd verður á Kvikmyndahátíð Eddunnar), enda hefur hann sagt: „Ég ætla ekki að selja mig Hollywood…Ég vil leika í góðum kvikmyndum.“ En þegar hann var minntur á þessi orð, nýráðinn í hlutverk Obi-Wan Kenobi í þremur nýj- ustu Stjörnustríðsmyndunum, svaraði hann: „Ég veit hvað ég sagði, en, hei, þetta er nú einu sinni Stjörnustríð!“ |ath@mbl.is FR UM SÝ NT Ástin kemur óboðin Í New York á fyrri hluta 7. áratugarins verða kvensamur blaða- maður og glaumgosi og gallharður feminískur dálkahöfundur ástfangin og hefja dæmigert haltu-mér-slepptu-mér samband. Klassískt efni fyrir rómantíska gamanmynd og sú nýja heitir Down With Love. Ewan McGregor og Renee Zellweger leika þessa tregu og andstæðu elskendur. „Er ekki Halle Berry fallegasta kona sem þið hafið séð? Ég er með bíómynd á prjón- unum sem mig myndi langa til að vera í henni með. Ég meina vera með henni í.“ EWAN McGREGOR: ÞÆR BESTU  Shallow Grave (1994). Fyrsta myndin sem vakti verulega at- hygli á McGregor. Skoskur noir-tryllir með afar svörtum húmor. McGregor og tveir meðleigjendur hans finna þann fjórða steindauðann og háa peningafúlgu að auki. Vand- inn er síður hvað skal gera – heldur hvernig. Upphaf sam- starfs McGregors við Danny Boyle leikstjóra og John Hodge handritshöfund.  Trainspotting (1996). Næsta verkefni þremenninganna var þessi ófrýnilega, stundum sjokkerandi, lýsing á lífi hóps heróínneytenda í Edinborg. McGregor ber af í afburða leik- hópi með lágstemmdum en sterkum leik og Boyle stýrir stjórnleysislegu andrúmslofti af drjúgu hugviti. Óþægilega skemmtileg. Þremenningunum farnaðist ekki jafn vel ári síðar með A Life Less Ordinary, lítt skemmtilegri gam- anmynd sem gerð var í Bandaríkjunum.  Velvet Goldmine (1998). Bandaríski leikstjórinn Todd Hayn- es heimsækir glysrokktíma 8. áratugarins með þessu skrautlega músíkdrama, sem stælir Citizen Kane í bygg- ingu. McGregor fer á kostum sem fríkuð rokkstjarna.  Rogue Trader (1999). Það fór minna fyrir þessari afurð McGregors en Stjörnustríðum sama ár, en hér er hann jafnmikið í essinu sínu sem hinn lánlausi verðbréfahrapp- ur Nick Leeson og hann er litlaus í hlutverki Obi-Wan.  Moulin Rouge (2001). McGregor sannar enn hversu rakinn hann er í tónlistarmyndir sem ungt ljóðskáld hugfanginn af gleðimeynni Nicole Kidman í magnaðri gandreið Baz Luhrmann um tilbúinn úrkynjunarheim Parísar rétt fyrir aldamótin 1900. FLEYG ORÐ:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.